Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						SlÐA
HÓDVILJINN
W^^m
Fimmtudagur 6. ágúst 1964
^^g^P^w^S^iP
OTG.: ÆSKULY£>SFYLKINGIN — RITSTJÖRAR: HRAFN MAGNOSSON,
RÖGNVALDUR HANNESSON OG SVAVAR GESTSSON.
Sýndarmennska ogaðstoð-
in við hin vanþróuðu lönd
¦  Sl. föstudag birtist í
aaskulýðssíðu Morgunblaðs-
ins fagurmála hugvekja um
baráttuna gegn hungri í
heiminum og Bandaríkin
þar óspart lofuð.
¦  Víða um heim er hafin'
barátta til stuðnings þróun-
arlöndunum. Rétt er þó að
virða betur fyrir sér á-
standið í heiminum, áður
en íslenzk æska tekur upp
baráttuna, undir kjörorðinu
„herferð gegn húngri".
9/10 hluti mannkyns býr við
lífskjðr, sem eru  tíundi hluti
þess, sem lítill forréttindahóp-
ur nýtur. Samkvæmt skýrslum
Sameinuðu þjóðanna fær helm-
ingur mannkyns ekki nægan
mat, til að lifa við normal
heilsu. Og helmingur þessa
hluta býr við sultarkjör.
. Bilið milli hinna ríku og fá-
tæku þjóða verður æ stærra.
Ríku þjóðirnar verða ríkari og
hinar fátæku fátækari. Fram-
hald á þessari þróun getur síð-
ar meir haft afdrifaríkar af-
leiðingar.    ,
Hvað getum við á vestur-
löndum gert til að hjálpa þró-
unarlöndunum? Það er orðið
vinsælt slagorð að tala um að-
stoð  við  þróunarlöndin.  Þar
ganga fremstir í flokki hinir
seku og áh'ta sig vera að afla
sér syndakvittaha. Reynslan
hefur sýnt að aðstoðin er í
fyrsta lagi of lítil og í öðru
lagi er hún röng, nýrra að-
ferða þarf við.
Sérfræðingar SÞ hafa reikn-
að út, að erlent fjármagn, sem
þróunarlöndin þarfnast — auk
eigin tekna:— til að þróa iðn-
að og landbúnað heima fyrir,
séu nálægt 10 miljarðar doll-
ara á ári hverju. Þetta er mik-
il upphæð. En þessi upphæð er
aðeins 15% »f Því, scm vestur-
veldín nota til hcrvæðingar á
ári hverju. Og þessi upphæð
er aðeins 2% af tekjum iðnað-
arríkjanna.
Brezka Kenýa— Frelsisbarátta þjóðanna verður ekki barin niður með vopnum nýlendukúgarans.
Þratt fyrir það að kapítalísku nýlenduveldin beri ábyrgð á hörmungunum í þróunarlöndunum hafa
sðsíalisku ríkin hlaupið undir bagga og veitt þeim margvíslega  aðstoð.  Á  þessari  mynd  sjast
tckkneskar dráttarvélar af gerðinni Zétor balda innreið sína í Rangoon böfuðborg Burma.
Rétt er að hugleiða hvort
ekki mætti draga úr fjárút-
látum til hemaðar, í þeim til-
gangi að veita meiri aðstoð til
þróunarlandanna og. minnka
þahnig bilið milli hinna ríku
og fátæku þjóða. Væri ekki
slíkt einnig spor í áttina til
varðveizlu friðarins í heimin-
um.
Bandaríkin veittu fyrir fjór-
um árum 3—4 miljörðum doll-
ara í aðstoð við önnur ríki.
4/5 hluti þess var hernaðarað-
stoð. Upphæðin sem Banda-
ríkin greiða til efnahagsaðstoð-
ar handa meir en eins miljarðs
manna, er ekki meir en það
sem Bandaríkjastjórn greiðir
árlega fyrir geymslu á offram-
leiðslu landbúnaðarafurða.
Það er ekki nóg að ausa
peningum í sum þróunarlönd-
in, þegar ríkisstjórnir þeirra
(og þær eru ástmegir stjórnar-
innar í Washington) hugsa
ekkert um hag fólksins. T.d.
hefur Saudi-Arabía notið mik-
fflar aðstoðar frá Bandaríkjun-
um. Tekjur landsins hafa 1000
faldazt á síðustu tuttugu árum.
en ekki bera lífskjör saudi-ar-
abans þess merki.
Ef aðstoð við vanþróuðu rik-
in á að bera einhvern árangur.
verður fyrst að umbreyta
verzlunarpólitík     vesturveld-
anna. Þrjú eftirfarandi ein-
kenni verður að taka tillit til.
1)  Vöruskiptaverzkm á hrá-
efni og iðnaðarvörum eru allt-
af óhagstæð fyrir hráefnis-
framleiðandann, en iðnaðar-
vöruseljandinn  stórgræðir. '
2)  Verðsveiflur á hráefna-
markaðinum eru svo gífurleg-
ar, að heildaráætlun á þjóðar-
búskap er erfitt að gera og
veldur það þróunarlöndunum
erfiðleikum.
3)   Verzlunarpólitík vestur-
veldanna gerir þróunarlöndun-
um erfitt um vik að flytja út
eins mikið og þau óska. því
vesturveldin þvinga þau til að
flytja inn vörur sem þeir ekki
oska eftir.
Meðan þessi stefna er við
lýði, og ríki Asfu, Afríku og
Suður-Ameríku eru arðrænd,
er allt tal um efnahagsaðstoð
helber sýndarmennska.
T.d. ollu efnahagsvandræðín
í Bandaríkjunum árið 1957, að
tek^ur þróunarlandanna af út-
flutningsvörum þeirra minnk-
uðu um fjóra miljarða dollara
miðað við árin 1956—7. Þetta
þýddi að gjaldeyrisrýrnun
sðmu landa á þessu eina ári,
varð meiri en samanlögð að-
stoð Vesturveldanna . til þróun-
arlandanna 10 ár á undan.
Þetta sýnir Ijóslega hvaða
afleiðingar vörusveiflur auð-
valdsþjóðfélagsins hafa "á efna-
hagslíf þróunarlandanna. Hve
litla verðsveiflu þarf .til að
drekkja væntanlogri aðstoð
frá íslen?kri a=*ku til þróun-
arlandanna?
Heimdallux og Hungrið
Æskulýðssíða Morgunblaðs-
ins spyr: „Hver vill ekki leggja
hönd  á  plóginn  ttl  kjálpar
Suður-Víetnam — Horft á heiminn í gegnum gaddavír.
hinum hungruðu  börnum?"
Að sjálfsögðu berumviðsömu
tilfinningar i brjósti. er við
sjáum myndir af hinum hungr-
uðu. En okkur getur greint á
um leiðir. Aðstoð sú sem stofn-
anir Sameinuðu þjóðanna hafa
veitt eru eflaust bezta leiðin
innan rikjandi skipulags-
ramma.
En arðrán auðvaldsþjóða
Vesturveldanna á hinum svelt-
andi börnum og alþýðn þróun-
arlandanna, gerir velviljuga
áðstbð tilfinhingariks almenn-
ings að dropa í hafi.
Æskulýðsfylkingin      mun
styð'ja framkomna hugmynd að
Æskulýðssamband Islands beiti
sér fyrir „herferð gegn hungri"
En þess æskir Æskulýðsfylk-
ingin, að hugur fylgi þar
betur máli en hefur sýnt sig
i „baráttu ÆSl" til stuðnings
blökkumönnum í Suður-Afr-
íku.
Þessi verðugu verkefni, sem
æskulýðssambönd     borgara-
flokkanna á fslandi styðja í
orði í málgögnum sínum, hafa
of oft reynzt sýndarmennskan
ein á borði.           Órc.
Fylkingarfréttir
•k Félagsheimili ÆFR, Tjarn-
argötu 20 uppi, er opið
mánudaga, þriðjud. fimmtu-
daga og föstudaga frá kl.
20.30—23.30. Þar er hægt að
fá keyptar veitingar á Vægu
verði. Félagsheimilið er að
sjálfsögðu opið öllu ungu
fólki.
"*r Eins og áður hefur verið
sagt frá hér á síðunni verð-
ur þing Sambands ungra
sósíalista haldið í haust.
Æskulýðsfylkingardeildir
um land allt bpina þeirra
áskorun til félaga sinna að
greiða félagsgjöld fyrir ár-
ið 1963 eigi síðar en 1. sept.
Því fleiri fullgildir félagar
— þeim mun fleiri fulltrú-
ar á þingið.
* Skrifstofa Æskulýðsfylk-
ingarinnar. Tjarnargötu 20,
er opin árdegis frá kl. 10.00
til 13.30, — ennfremur mið-
vikudaga og föstudaga frá
klukkan  17.00—19.00.
* ÆFR og ÆFH efna til
Þórsmerkurferðar helgina
15.—16_ ágúst. Lagt verður
af stað,  stundvíslega.  kl.  2
frá Tjarnargötu 20 og ekið
sem leið liggur í Þórsmörk
með viðkomu á Hvolsvelli.
A heimleiðinni komið í
Stakkhpltsgjá, að Jökullón-
inu' og í Merkurkerið.
' Helgarferðir Æskulýðsfylk-
ingarinnar hafa ávallt notið
mikilla vinsælda. enda er
dvöl í góðum félagsskap og
í fögru umhverfi skemmti-
leg tilbreyting frá starfi og
hversdagsleik borgarinnar.
Tilkynnið þátttöku í síma
ÆFR 17513 og hjá Ferða-
skrifstofunni Landsýn sími.
22890.
* Síðasta kvöldferð ÆFR
verður næstkomandi mið-
vikudagskvðld, 12. ágúst.
Lagt verður-af stað stund-
vislega frá Tjarnargötu 20
kl. 20.00. Þessi smellna hug-
mynd ÆFR, „kvöldferðir út
í bláinn" hefur ávallt "nptið
mikilla vinsælda méðal
æskufólks. Hér er því um
að ræða kærkomið tækifæri
fyrir alla þá sem vilja
njóta náttúrunnar á fðgrum
stað í nágrenni Reykjavík-
ur. Tilkynnið þátttöku strax
í dag. Því fyrr. því betra.
FÉLAGSFUNDUR
ÆFR heldur félagsfund sunnudaginn 9. ágúst í Tjarnargðtu
20 og hefst hann kl. 20.30. Fundurinn verður með ;hringborðs-
sniði. Bagskrárliðir fundarins verða í megindráttu'm sem hér
1. Imiiiika nýrra félaga,
2. Galdwater, kynþáttamálin og afstaða Islands.
3. Félagsmál og ÆF-þingið í haust.
4. Veitingar framreiddar.
5. UmraBður nm Goldwater og félagsmálin.
Æ7R hveiur féiaga til að koma stundvíslega og taka þátt f
nmræðum um þctta mikilsvcrða umræðuefni. — Nánar aug-
lýst 'síðar.                              -
\
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12