Þjóðviljinn - 12.12.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.12.1965, Blaðsíða 1
Sunnudagur 12. desember il9-65 — 30. árgangur— 283. tölublað. Kveikt á norska iólatrénu í dag í dag, sunnudag, verður á Austurvelli kveikt á norska jóla- trénu, gjöf Oslóborgar. Athöfn- in hefst kl. 15.45 með því að Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Dómkórinn syngur undir stjóm Mána Sigurjónssooar. Ambassa- dor Noregs, Tor Myklebost, mun afhenda tréð, en Geir Hall- grímsson, borgarstjóri mun veita því viðtöku fyrir hönd Reykja- víkurborgar. Myndin er tekin er verið var að reisa tréð á Austurvelli. Hvítir morðingjar svknaðir í Selma SELMA 11/12 — Kviðdómur í Selma i Alabama, eingöngu skip- aður hvítum mönnum, sýknaði í gærkvöld þrjá hvíta menn, sem sakaðir voru um morð á presti einum, sem í marz sl. tók þátt í baráttuaðgerðum fyrir rétt- indum blökkumanna í Banda- ríkjunum. Áheyrendur í réttar- salnum klöppuðu ákaft, er lýst var sýknu sakbominganna. Áð- ur höfðu kviðdómendur setið á rökstólum í tæpar tvær klukku- stundir. JOHNSON CITY 11/12 — John- son Bandaríkjaforseti ákvað í gær að verja 1750 miljónum dollara til þess að íramleiða sprengjuflugvélar af gerðinni F-lll. Það er á árunum 1968— 1971, sem þessar vélar á að smíða. Það var varnarmálaráð- herrann, Robert McNamara, sem frá þessu skýrði á fundi með fréttamönnum. Þessi flugvéla- gerð er að sögn ráðherrans til- brigði af Tfx-omstuflugvélinni og er ætlað að fljúga með tvö- földum hraða hljóðsins. Fiskverðið enn einu sinni s gerðardóm í gær barst Þjóðviljanum fréttatilkynning frá Verðlags- ráði sjávarútvegsins þar sem segir að ráðið hafi ekki náð samkomulagi um lágmarksverð á bolfiski og flatfiski sem gildi á að taka um næstu áramót og ha.fi málinu verið vísað til úrskurðar yfirnefndar sem er í reynd sama og gerðardómur. Fréttatilkynningin er svo- hljóðandi: Á fundum Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins, sem haldnir hafa verið svo til daglega síðan 22. nóvember, hefur verið unnið að ákvörðun lágmarksverðs á bol- fiski og flatfiski, sem gilda á frá 1. janúar n.k. Samkomulag hefur ekki náðst, og var verð- lagsákvörðununum bví vísað til úrskurðar yfirnefndar á fundi ráðsins í gær. í yfirnefndinni eiga sæti: Tilnefndir af hálfu fulltxúa fiskseljenda í ráðinu, Kristján Ragnarsson, fulltrúi Reykjavík, frá útgerðarmönnum Tryggvi Helgason, sjómaður, Akureyri, frá sjómönnum. Tilnefndir af hálfu fiskkaup- enda í ráðinu, Bjarni V. Magn- ússon, framkvæmdastj., Reykja- vík, og Helgi G. Þórðarson, framkvstj., Hafnarfirði. Oddamaður yfirnefndar er Jónas Haralz, forstjóri Efna- hagsstofnunarinnar. félagi Reykjavíkur Sósíalistafélag Reykjavíkur heldur félagsfund annað kvöld, mánudag, kl. 20,30 í Iðnó. FUNDAREFNI: Flokksstjórnarfundurinn og skipulagsmálin. Sýníð félagsskírteini við innganginn. Stjórnin. Vígð næsta sannudag ÞESSI sérkennilcga mynd er tckin af turnum Háteigskirkju en hún verður vígð næst komandi sunnudag og verftur því messað í síðasta sinn í Sjómannaskólanum dag. * KIRKJA þessi er búin að vera alliengi í smíðum og er hún enn ekki fullfrágengin að innanverðu. Forráðamönnum safnaðarins þóttf þó rétt að taka hina nýju kirkju í notk- i un fyrir jólin og var því á- kveðið að vígsla hennar færi fram á sunnudaginn kemur því kirkjuvígslur eiga að fara fram á sunnudögum sam- kvæmt venjum kirkjunnar. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). <S>- Störf harnakennnm eru ekki rétt metin Nýlega hélt stjórn og fulltrúa- ráð Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík fund til að ræða um úrskurð Kjaradóms í launamál- Kosinn prestur 8. þ.m. voru talin atkvæði á skrifstofu biskups í prestskosn- ingum er fram fóru 28. nóv. sl. í Æsustaðaprestakalli í Húna- vatnsprófastsdæmi. Á kjörskrá voru alls 231 maður en atkvæði greiddu 138. Hlaut eini umsækj- andinn, Jón Kr. ísfeld, settur prestur í prestakallinu, öll at- kvæðin og er kosningin lögmæt. Áætlanir verða að ná til alls þjóðarbúskapáríns — Aætlanagerð verður að ná til allra sviða í þjóðfélagsbygging- unni. Það dugir ekki að gera á- ætlanir um afmarkaða þætti, án þess að hafa hliðsjón af öðrum þáttum. Ríkísstjórnin hefur Iát- ið gera áætlanir um skóla- og sjúkrahússbyggingar, áætlanir tii langs tíma um túnrækt, rafvcit- ur og hafnarbyggingar og nú er farið að gera vegaáætlanir, en engin hcildaráætlun er til um það hvemig þjóffin ætlar sér að framkvæma á sviði TÍkisfram- kvæmda eða cinstaklfngsfram- kvæmda. Og þegar alþingi er búið að samþykkja hinar ein- stöku áætlanir kemur ríkis- stjórnin og segir að hún geti ekki staðið við þær, verði aff skera þær niður um 20 prósent. Það er vegna þcss að gerð er áætlun um hvern þátt útaf fyrir sfg, en engin yfirsýn höfð yfir þjóðarhcildina. Heildsalar geta ráðskazt með fé í bílahallir, en þjóðnauðsynlegar framkvæmdir verða að sitja á hakanum, eins og barnaskólar. Þannig fórust Einar Olgeirs- syni orð í fyrradag í neðri deild, er han.n mælti fyrir frumvarpi sínu um áætlunarráð ríkisins. Síðan ræddi hann frumvarpið sjálft og benti á að 1. grein frv. kveður á um að níu manna á- ætlunarráð ríkisins skuli skipað fulltrúum stjóm.málaflokka, at- vinnurekendasamtaka, verka- lýðssamtaka og bænda. Með þessu væri tryggt að ráðið yrði tiltölulega hlutlaust. Benti hann í þessu samibandi á fjárlögin, er gerð em af pólitískri ríkisstjórn og embættismönnum hennar og þannig er afar hætt við að póli- tísku valdi verði misbeitt, stundarhagsmunir pólitískra Sjötta spilakvöldíð ■ Sósíalistafélag Reykjavíkur heldur sjötta og síðasta spilakvöld sitt fyrir jól í kvöld kl. 20,30 í Tjarnargötu 20. Að þessu sinni kemur hinn ágæti kvæðamaður Sigur- björn Stefánsson og kveður kafla úr nýútkomnum rimum Jóns Rafnssonar, Rósarímum. — Spilaverðlaun og kaffi- veitingar. Skemmtinefndin. flokka yrðu látin sitja fyrir þjóðarhagsmunum. Ræðumaður vék síðan að 5. gr. fmmvarpsins, þar sem lagt er til að áætlunarráðið hafi sam- starf við ýmsa aðila t.d. ASl, Búnaðarfélagið, LIÚ. Félag iðn- rekenda, Landssamband iðnaðar- manna, SlS, Verzlunarráðið, Seðlabankann, atvinnudeild Há- skólans, raforkumálastjóm og fiskifélagið. Skal ráðið efna til fundar með þessum aðilum árs- fjórðungslega. Þá benti Einar á 8. grein, þar sem sagt er að áætlunarráðið skuli að áætlanagerð iokinni leggja mál sitt fyrir ríkisstjóm til staðfestingar. Skal alþingi síðan tilkynnt um hinar stað- festu áætlanir. eins árs áætlanir verði látnar fylgja f járlögum. en áætlanir til lengri tíma lagðar fram sem þingsályktunartillögur og síðan samþykktar sem álykt- anir alþingis. Siðan skal það verða verkefni ríkisstjórnar, ráðu- neyta, Seðiabanka og annarra .stofnana rfkisins að sjá um fram- kvæmd áætlana ogskal öll stjórn á lánsfjármálum og utanríkis— viðskiptum og öll afskipti hins oninbera af atvinnu- og verzl- arháttum við það miðuð. Er Einar hafði gert greinfyr- ír efni frumvarpsins og nauð- syn þess að það yrði samþykkt. skoraði hann á þá nefnd, er frumvarpið fékk til athugunar að skila þvi aftur til 2. umr., en ekki að grafa það í nefnd, eir)s og svo oft áður hafa orðið örlög þessa frumvarps. Gylfi Þ. Gíslason taldi grund- vallarhugsun frumvarpsins skyn- samlega og að meginstefnan, sem í frumvarpinu fælist ætti rétt á sér. Þá kvað hann ríkis- stjórnina vera inni á áætlana- gerð og væri nú unnið að atihug- unum á að hrinda í framkvæmd þeim áætlunum, sem ríkisstjóm- in væri sammála um. Síðan var írumvarpinu vísað til 2. umr. og fjárhagsnefndar. Míkil flóð í Englandi LONDON 11/12 — I um það bil sóiarhring hefur verið ausandi regn á Bretlandseyjum og mikið er um flóð. 1 opinberum tilkynn- ingum segir, að 17 greifadæmi Englands séu að miklum hluta undir vatni. Á mörkum Eng- lands og Wales hefur áin Sev- ern stigið fimm metra yfir venjulegt yfirborð sitt. og stíg- ur enn. Thamesáin steig yfir bakka sína víða í gær og vatns- magnið hefur ekki verið svo mikið í fljótinu í um 30 ár. Um stund var óttazt að flæða mundi inn í þinghúsið, en varð þó ekki. um og gerði eftirfarandi ályktun: „Fundur stjómar og fulltrúa- ráffs barnakennara í Reykjavík, haldinn 9. desember 1965, telur, að þótt Kjaradómur hafi fært barnakennaTa í 16. launaflokk, sé það aðcins spor í rétta átt, ennþá vanti mikið á, að starf þeirra sé réttilega mctið, o.g að þeir hafi náð því, sem samtök- in hafa krafizt, þ.e. sömu laun á öllu skyldunámsstiginu miðaff við almennt kennarapróf. Fundurinn mfnnir á að laun opinberra starfsmanna cru yfir- Ieitt mun Iægri en Iaun á frjáls- um vinnumarkaði, enda cr með- alhækkun nú aðeins 7%, og á árinu 1964 synjaði Kjaradómur opinberum starfsmönnum um 15% launahækkun, sem þeir færðu rök fyrir, aff þeir ættu ó- tvíræðan Iagalegan rétt til. Aug- ljóst er, að af þessum sökum verður víða skortur góðra starfs- krafta meðal opinberra starfs- manna.“ Uppsapir starfsfólks Landssímans Núna í vikunni gekk stjórn : ■ Símamannafélagsins á fund ■ ■ Magnúsar Jónssonar, fjár- ■ j málaráðherra og ræddi við [ : hann um hugsanlegar til- : ■ færslur á launaflokkum hjá j j starfsmönnum við ' Landssíma j j Islands. Samkv. greinargerð • : frá hagdeild pósts og síma : ■ eru 90% af starfsfólki stofn- j ; unarinnar í launaflokkum j j fyrir neðan 14. launaflokk,— j j hafa þegar borizt uppsagnir ■ • frá starfsfólkinu, * aðállega j ■ línumönnum og tæknimönn- j j um. og fleira starfsfólk upp j : og ofan hjá stofnuninni hygg- ■ : ur á að skipta um starf að : ■ óbreyttum laúnakjörum'; Tók j j ráðherrann lítt undir mál ■ : símamannanna. • Þetta kemur til með að ■ ■ hamla rekstri stofnunarinnar : ; stórlega á næstu mánuðum. j j — verða líka fáir til þess að ■ : leita eftir störfum þar með : ■ slíkum launakjörum. ij Fastheldni hefur ætíð þótt j j ríkja hjá þessari - stofnun og ■ : hefur hún verið svifasein á ■ ■ hverskonar breytingar, — : j sérstaklega f launamálum j : starfsfólksins. ■ ■ • ■ n Gott skíðafæri er nú við Skíðaskálann í Hveradölum. Um helgina skipuleggur Skíðaráð Reykjavíkur fcrðir þangað cg verður larið frá BSR kl. 10. L

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.