Þjóðviljinn - 26.07.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.07.1984, Blaðsíða 1
\ MANNLÍF LANDÐ Sjávarútvegsvandinn Aðgerðir strax! Ríkisstjómin aðhefst ekkert til bjargar sjávarú tvegnum. Ráðherramir orðlausir á fundinum á Austfjörðum í gcer. Alþýðubandalagið kynnir ráðstafanir sínar. Leggur fram ýtarlegar tillögur í 7 liðum. Alþýðubandalagið kynnti í gær tillögur sínar til bjargar sjáv- arútvegnum í landinu, en nú eru fiskiskip að stöðvast, ófremdará- stand orðið víða á landinu og far- ið að bera á fólksflótta til höfuð- borgarsvæðisins vegna aðgerðar- leysis ríkisstjórnarinnar í vanda- málum sjávarútvegsins. Tillögur Alþýðubandalagsins Hnúfu- bakur og steypi- reyður á uppleið? Meira sést afþessum tegundum á miðunum en undanfarin ár Aflangreyði hafa nú veiðstl34 dýr og 8 sandreyðar Talsvert meira hefur sést af steypireyði og hnúfubak á miðun- um en undanfarin ár. En þessar tegundir hafa verið alfriðaðar alls staðar í heiminum um nokk- urt skeið sökum fæðar í stofnin- um eftir gegndarlausa ofveiði vítt um höf. Pétur Magnússon hjá Hval hf. sagði að skipstjórar hvalbátanna tilkynntu í hvert sinn sem slík hveli sæjust. Hann tók þó fram að ekki væri búið að taka saman þessi gögn, en það væri almenn skoðun skipstjóranna að fleiri dýr af þessum tegundum væru nú á miðunum. Nú hafa Veiðst 134 langreyðar og 8 sandreyðar en þær síðar- nefndu veiðast yfirleitt ekki í verulegum mæli fyrr en eftir miðjan ágúst. Meðallengd lang- reyðanna eru rúmir 18 metrar og Pétur sagði að líklega væri meðal- þyngd um tæp 40 tonn. Saman- lagt eru því yfir fimm þúsund tonn af langreyði komin á land! Veiðisvæðið er nú um 180 til 200 mílur vestur af Snæfellsnesi og Breiðaflóa. Hvalirnir koma upp að suðvesturhorninu í upp- hafi vertíðar og ganga síðan norður með landinu, þannig að fyrstu hvalimir veiddust suður af Reykjanesi. _ ÖS eru í mörgum liðum og fela í sér, að afurðalán verði hækkuð, lausaskuldum verði breytt í lengri lán, olía fáist á lægra verði, orku- verðið til fiskvinnslunnar verði lækkað, bankar, olíufélög og skipafélög endurgreiði einhvern hluta af gróða sínum til sjávarút- vegsins, gengismunur af skreið verði endurgreiddur, kvótakerfið verði endurskoðað og fleira. „Tillögur okkar þýða gjör- breytta rekstrarstöðu sjávarút- vegsins og möguleika til að tryggja rekstur hans út þetta ár“, segir Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins í viðtali við Þjóðviljann í dag. Svavar telur að tillögurnar geti falið í sér tilfærsl- ur fyrir útgerðina fyrir um einn miljarð króna. Hann bendir á að gróðinn af sjávarútveginum hafi að undanförnu hvorki farið til launafólks né sjávarútvegsfyrir- tækjanna og það þurfi að sækja fjármagnið þangað sem það er. Hann bendir á milliliðina, bank- ana, olíufélögin, skipafélögin og innflutningsverslunina í þessu sambandi. -óg Sjá viðtal við Svavar og tillögur Alþýðubandalagsins bls. 2 Stykkishólmur Enginn á móti uppsögn í allsherjaratkvœðagreiðslu verkalýðsfélagsins var einróma samþykkt að segja upp kjarasamningum þannl. september Iallsherjaratkvæðagreiðslu verkalýðsfélagsins í Stykkishólmi var samþykkt einróma að segja upp launaliðum kjarasamninga þan 1. september næstkomandi. Verkalýðsfélagið tekur til nærsveitanna auk þorpsins sjálfs. Einar Karlsson formaður verkalýðsfélagsins kvað það rétt vera í viðtali við Þjóðviljann í gær að ekki hefði eitt einasta atkvæði verið greitt gegn uppsögn samninganna. Þess má geta að í allsherjarat- kvæðagreiðslu stendur kjörfundur í tvo daga og fátítt mun vera að einróma samþykkt sé gerð í þannig atkvæðagreiðslu. Kosningaþátt- taka var fremur dræm. „Sýnir það bara að fólk er mjög ósátt við kjörin í dag og má túlka sem megna óánægju með kjaraskerðinguna sem hefur dunið á bökum manna“. -ÖS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.