Þjóðviljinn - 19.07.1987, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 19.07.1987, Blaðsíða 20
FÁMD YKKUR SNARL! Samtal við Gunnar Hjólmarsson, forstjóra Erðanúmúsíkur og söngvara í Svarthvítum draumi „Þessi snældaerákveðin andstaða við öll sumarpopp- lögin í G-dúr,“ fullyrti Gunnar Hjálmarsson forstjóri Erðan- úmúsíkur í samtali við Sunnu- dagsblaðið í tilefni af útkomu safnsnældunnar Snarl, sem sex hljómsveitir eiga hlut að. Erðanúmúsík hefur gefið út plötur, snældur og ljóð og einnig staðið fyrir konsertum og fleiri uppákomum. Fyrirtækið hefur aðsetur í skrifborðsskúffu Gunn- ars, sem er í senn dagfarsprúður gjaldkeri í Landsbankanum og söngvari í „öndergránd“ sveitinni Svarthvítum draumi. Á Snarli er tónlist með hljóm- sveitunum Sogblettum, Múzzó- líní, Gult að innan, the daisy hill puppy farm, Parrar og s/h draumi. Snarlið kom út á mánu- daginn var, í 150 eintökum og var samstundis étið upp til agna. For- stjóri Erðanúmúsíkur hefur þess- vegna boðað nýtt upplag. „Það er nú kannski varhuga- vert að skilgreina þetta sem öndergrándmúsík," segir Gunn- ar. „Fólk hefur einhverjar ákveðnar hugmyndir um þá teg- und tónlistar, sem kannski fælir suma frá.“ Það var blómlegt um að litast á íslenskum poppekrum í kringum 1980, en síðan fylgdi stöðnun í kjölfarið. - Er eitthvað að rætast úr þessu aftur? „Það er satt, að það hefur verið ansi dauft síðustu árin, en það hafa engu að síður alltaf verið hljómsveitir sem hafa farið eigin leiðir. Þannig verður það von- andi alltaf. En markaðurinn er svo lítill hérna - það er alltaf sama fólkið sem kemur á tón- leika, og fylgist með af áhuga. Sumar af hljómsveitunum núna eru undir miklum áhrifum frá þessum Rokk-í-Reykjavík- tíma, t.d. frá Purrki Pillnikk. Eins er víst að Sogblettir sækja í smiðju Vonbrigða sem eitt sinn voru. Músíkin núna er að mörgu leyti afurð einangrunar, reiði og leiða...“ - Hvað er það sem þið hafið útá tónlistarmarkaðinn að setja? Gunnar hugsar sig um og skýrir mál sitt með dæmisögu: „Um daginn sátum við félagarnir og hlustuðum á þátt á einhverri rás, bylgju eða stjörnu, þar sem ein- göngu var spiluð íslensk músík. Við reyndum að geta upp á því hvaða hljómsveitir væri verið að kynna - en allt kom ekki fyrir ekki: Stuðkompaníið, Súellen, Greifarnir, Skriðjöklar og jafnvel Stuðmenn - allt er þetta sama tóbakið. FM-rokkið svo- kallaða.“ Er þá engin von til þess að Snarlmúsíkin nái vinsældum á listum þessara stöðva? „Því hefur nú verið spáð að lagið í fimmta gír með Sogblett- um verði komið á topp tíu strax í næstu viku. Þetta segja glöggir útvarpsmenn“. - Hvað er svo framundan hjá Snarl-sveitunum? „Við verðum með tónleika í Duushúsi á fimmtudaginn kem- ur, þar sem þrjár af þessum hljómsveitum koma fram. En hvað varðar s/h drauminn þá er stór plata væntanleg í haust, ef allt gengur eftir. Hún verður væntanlega gefin út í útlöndum og síðan flutt hingað inn“. i 1 ' 1 fcj !?í ihí | í. 1 m . * ; ; 1; ■ Eruð þið komnir með samning uppá vasann? „Þetta ern ú allt á frumstigi. En útá Englandi var nýlega stofnað útgáfufyrirtæki sem heitir Lake- land. Það er smátt í sniðum og við verðum að borga upptökurnar sjálfir en fáum í staðinn nokkur hundruð eintök af plötunni sem við setjum á markað hér á landi.“ - Blasir þá alheimsfrœgðin við s/h draumi? „Ekki veit ég það. En við verð- um líka með á safnplötu sem kemur út í Kansas í því sjálfu USA, en á henni verða einnig flestar af framsæknustu sveitum Bandaríkjanna um þessar mund- ir. En það ber að taka fram að þetta er allt á athugunarstig- inu...“ - Pér hefur ekki dottið í hug að fara til kollega þinna í útgáfu- bransanum og fá þá til að gefa nýju plötuna út? „Ég hef nú aldrei farið út í þá sálma... Það væri nú dálítið mikill sleikjuskapur að labba á milli þessara geldu fyrirtækja og biðja um útgáfu...“ - Hvernig lýsir þetta náttúru- leysi sér? „Þetta er eitthvað álíka og í ljóðabransanum: Það eru engar áhættur teknar. FM-poppið gengur fyrir öllu. En það er bara enginn frumleiki í því og ekkert framsækið við stílinn og hann er gersneyddur öllu persónulegu... En nú er ég orðinn ansi nei- kvæður." - Það er nú í lagi. Þérgefst kost- ur á að ávarpa lesendur Þjóðvilj- ans. Forstjóri Erðanúmúsíkur hugsar sig um. Notar síðan tæki- færið eins og vera ber: „Kaupið spóluna- kynnið ykkur andstæðu G-poppsins; fáið ykkur Snarl!“ -þj. „... að labba á milli þessara steingeldu útgáfufyrirtækja". (Mynd: E.OI) 31000 íslendingar eiga nú 6 mUljarða króna á GULLBÓK og METBÓK BUNAÐARBANKI ISLANDS TRAUSTUR B ANKI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.