Þjóðviljinn - 29.03.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.03.1989, Blaðsíða 6
Enska knattspyrnan Úrslit 1. deild Laugardagur: Aston Villa-WestHam..............0-1 Charlton-Coventry................0-0 Derby-Nott. Forest...............0-2 Everton-Millwall.................1-1 Man. Utd.-Luton .................2-0 Norwich-Newcastle................0-2 Sheff. Wed.-QPR..................0-2 Southampton-Arsenal..............1-3 Wimbledon-Middlesbrough..........1-1 Tottenham-Liverpool..............1-2 Mánudagur: Coventry-Southampton.............2-1 Middlesbrough-Everton............3-3 Millwall-Wimbledon...............0-1 Newcastle-Sheff. Wed.............1-3 Nott. Forest-Man. Utd............2-0 QPR-Aston Villa..................1-0 West Ham-Norwich.................0-2 2. deild Laugardagur: Brighton-Oxford .................2-1 Chelsea-Bournemouth..............2-0 Hull-Plymouth....................3-0 Leeds-Portsmouth............... 1-0 Leicester-Birmingham.............2-0 Oldham-Blackburn.................1-1 Shrewsbury-Blackburn.............1-3 Stoke-Barnsley...................1-1 Sunderland-lpswich ..............4-0 Swindon-WBA......................0-0 Watford-Cr. Palace...............0-1 Walsall-Man. City................3-3 Mánudagur: Barnsley-Sunderland .............3-0 Birmingham-Shrewsbury............1-2 Blackburn-Leeds..................2-0 Bournemouth-Leicester............2-1 Bradford-Hull....................1-1 Cr. Palace-Brighton..............2-1 Man. City-Stoke..................2-1 Oxford-Walsall...................1-0 Plymouth-Swindon.................4-0 Portsmouth-Watford...............2-2 WBA-Oldham.......................3-1 IÞROTTIR Enska knattspyrnan Liverpool dregur á Meistararnir hafa aðeins tapað tveimur stigum meira en toppliðin Baráttan á toppi 1. deildar verður harðari með hverri vik- unni og eiga nú fimm lið raun- hæfa möguleika á titlinum. Arse- nal og Norwich hafa tapað jafn mörgum stigum en meistararnir í Liverpool minnka nú forskot þeirra jafnt og þétt. Liðið vann um páskahelgina sinn sjöunda sigur í röð og hefur tapað aðeins tveimur stigum meira en topplið- in. Þá er Millwall enn nálægt toppnum, eða í fjórða sæti, og ekki má afskrifa Nottingham For- est sem leikur að margra mati bestu knattspyrnuna í deildinni um þessar mundir. Sjónvarpsáhorfendur sáu Arsenal vinna öruggan sigur, 1-3, á Southampton á The Dell á laug- ardag. Perry Groves skoraði fyrst fyrir Arsenal og David Rocastle bætti öðru við snemma í síðari hálfleik. Paul Merson gulltryggði sigurinn en áður hafði Cockerill minnkað muninn fyrir heima- menn. Norwich lék bæði á laugardag og á annan dag páska. Botnlið Newcastle kom í heimsókn á laugardag og skoruðu gestirnir tvívegis án þess að Norwich næði að svara fyrir sig. Brasilíumaður- inn Mirandinha og írinn Lian O'Brien skoruðu í þessum óvænta sigri. Á mánudag snerist dæmið við hjá þessum liðum þar sem Norwich vann 0-2 sigur á West Ham á útivelli en Newcastle beið 1-3 ósigur á Sheffield We- dnesday á heimavelli. Liverpool klifrar nú jafnt og þétt upp stigatöfluna og eru margir farnir að spá liðinu sigri í deildinni eina ferðina enn. Á pá- skadag lék það gegn Tottenham á White Hart Lane í Lundúnum og hirti öll þrjú stigin. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en Terry Fenwick náði forystunni fyrir Tottenham strax í upphafi síðari hálfleiks. John Aldridge jafnaði skömmu síðar en bæði mörkin voru gerð úr vítaspyrn- um. Peter Beardsley skoraði síð- an sigurmark meistaranna og er þetta sjöundi sigur liðsins í röð. Átta stig skilja Liverpool og Arsenal að en meistararnir eiga tvo leiki til góða. -þóm Skíði í kulda og trekki Skíðalandsmótið 1989 fór fram á Siglufirði um páskana við væg- ast sagt erfiðar aðstæður. Mjög erfitt var fyrir keppnisfólk að komast á staðinn en það tókst að lokum með ýmsum ráðum. Örnólfur Valdimarsson, Reykjavík, og Ásta Halldórs- dóttir, ísafirði, unnu bestu afrek landsmótsins. Bæði unnu þau þrefalda sigra, í svigi, samhliða- svigi og í alpatvíkeppni, og urðu að auki í öðru sæti í stórsvigi. Haukur Eiríksson sigraði í 15 og 30 km göngu en Einar Ólafs- son varð annar. Þá sigraði Ólafur Björnsson í stökki og norrænni tvíkeppni. —þóm Staðan 1. deild Arsenal........30 17 8 5 58-31 59 Norwich ......29 16 8 5 42-30 56 Liverpool......28 14 9 5 46-22 51 Millwall.......30 14 8 8 43-33 50 Nott.Forest....29 12 12 5 43-30 48 Coventry.......31 12 10 9 39-32 46 Man.Utd........28 11 10 7 37-23 43 Derby..........28 12 6 10 31-27 42 Wimbledon......28 12 6 10 34-32 42 Tottenham ....31 10 11 10 45-42 41 Everton........29 9 11 9 36-35 38 QPR............30 9 10 11 30-26 37 Middlesbro.....30 8 9 13 35-48 33 Sheff.Wed......30 8 9 13 26-40 33 Aston Villa....31 7 10 14 35-46 31 Charlton.......30 6 12 12 33-45 30 Luton ........30 7 9 14 29-42 30 Southampton 29 6 11 12 41-56 29 Newcastle....30 7 8 15 29-50 29 WestHam......27 5 7 15 22-44 22 2. deild Chelsea.......36 21 11 4 74-37 74 Man.City......37 20 10 7 63-37 70 WBA.............37 16 14 7 56-33 62 Blackburn.....37 18 8 11 60-51 62 Ipswich ......36 17 5 14 56-49 56 Bournemouth 36 17 5 14 45-45 56 Cr.Palace.......34 15 10 9 52-41 55 Watford.........35 15 9 11 50-39 54 Swindon.........35 14 12 9 51-44 53 Leeds.........37 13 14 10 47-41 53 Stoke ........35 14 11 10 45-50 53 Barnsley........36 13 13 10 50-47 52 Portsmouth .... 37 12 11 14 45-46 47 Sunderland ...37 12 11 14 48-50 47 Leicester.....37 11 13 13 46-52 46 Oxford..........37 11 11 15 49-51 44 Bradford........37 10 14 13 40-47 44 Plymouth......36 12 8 16 43-52 44 Oldham..........37 9 15 13 61-61 42 Hull............36 11 9 16 46-55 42 Brighton........37 11 7 19 48-55 40 Srewsbury.......36 6 14 16 30-55 32 Walsall.......36 4 12 20 32-61 24 Birmingham ...36 5 9 22 21-59 24 Finnbogi Rútur Valdimarsson - Frh. af bls. 5 ur tók við stöðu bankastjóra Út- vegsbankans. Það var einnig vel ráöið og verðskuldað þegar þau hjónin voru bæði og samtímis kjörin af bæjarstjórn fyrstu heiðursborg- arar Kópavogs. Ég sendi Huldu Jakobsdóttur og allri hennar fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðj- ur. Olafur Jónsson Andlátsfregn Rúts föður- bróður míns barst mér í þann mund sem utanríkisráðherrar V- Evrópuríkja settust á rökstóla í höll Évrópubandalagsins í Bruss- el - í salarkynnum sem þeir kenna við Karlamagnús. Mér varð hugsað til frænda míns um leið og ég lagði hlustir við orðræðu starfsbræðra minna, í þessari nýju höfuðborg gömlu Evrópu. Mér varð hugsað til þess að hér hefði hann notið sín öðr- um mönnum betur við að sækja, og verja málstað íslendinga í al- þjóðamálum og etja kappi við mannvitsbrekkur annarra þjóða, með galdri og kúnst. Hann hefði ekki þurft að nýta neitt túlkun- arkerfi, fljúgandi fær sem hann var í höfuðtungum álfunnar: frönsku, spænsku, þýsku og ítöl- sku (Guðrún dóttir hans hefði kannski þurft að hjálpa upp á rússneskuna). Sérfróður um al- þjóðalög og rétt; lifandi alfræði- bók um sögu og menningu, hugs- unarhátt, hugsjónir, hagsmuni og hindurvitni þeirra þjóða, sem hér áttu fulltrúa við borðið. Menntunar sinnar vegna og hugsjóna var Finnbogi Rútur Evrópusinni, í bestu merkingu þess orðs. Hann nam fræði sín í París, Berlín, Genf og Róm við skóla, sem var alþjóðleg stofnun - rekinn af Þjóðabandalaginu gamla. Lífsskoðun hans var þrauthugsuð og pólitískur vilji hans hertur í eldi einhvers mesta mannraunatímabils í sögu Evr- ópu. Hugsjón hans var alþjóðlegt öryggis- og friðargæslukerfi, þar sem öfl mannvits og mannréttinda fengju haldið aftur af tortímingaröflum heimsku og ofstækis, sem ævinlega eru reiðu- búin að hleypa veröldinni í bál og brand af minnsta tilefni. Það var því ekki að tilefnis- lausu sem mér varð hugsað til þessa fjölgáfaða og margbrotna frænda míns um leið og ég hlust- aði á fulltrúa hinnar nýju Evrópu reifa ýmsa þætti Evrópuhugsjón- arinnar - í nýrri útgáfu. Þetta eru spennandi tímar. Fámenn þjóð eins og okkar þarf nú sem aldrei fyrr á að halda fleiri mönnum einsog Finnboga Rút Valdim- arssyni, til þess að sjá fótum sín- um forráð í samskiptum við hið ríkjandi Evrópustórveldi. Og til þess að nema stóru drættina í þeirri nýju heimsmynd, sem smám saman er að verða til fyrir augum okkar. Þversagnirnar í lífi og starfi Finnboga Rúts hljóta að hafa rekist harkalega á, á stundum: Útkjálkamaðurinn, sem var heimsborgari fram í fingurgóma; sérfræðingur í aiþjóðamálum, sem gerðist tribunus populus fát- aæks fólks í berangri Kópavogs; hinn róttæki vinstrisinni sem fyr- irleit kommúnista og alla þeirra fólsku og fordæðuskap; hinn margræði menntamaður og ein- fari, sem gerðist mesti kosning- asigurvegari lýðveldissögunnar og naut einstakrar lýðhylli al- þýðufólks. Klassíker, sem gerðist byltingamaður í blaðamennsku og áróðurstækni. Hæfileikarnir voru svo miklir og margvíslegir að það var ekki einfalt mál, til hvers ætti að nota þá. Og útilok- að að fella þá í einn farveg þar sem þeir gætu streymt fram í frið- sæld og lygnu. Að loknu fundaþrasi í Osló, Kaupmannahöfn, Brussel og Strassbourg, tókum við Bryndís næturlest til Mflanó og eyddum þremur dögum í litlu miðalda- þorpi á ítölsku strandlengjunni skammt frá Genúa. Einnig þetta umhverfi vakti upp minningar um frænda minn. Á þessum slóð- um eyddi hann mörgum sumrum á námsárunum, við þröngan kost en fullur af lífsþorsta og fróðl- eiksfýsn. Saga Evrópu verður hvergi betur skilin en frá miðpun- kti markaðstorgsins í miðalda- þorpi við Miðjarðarhafið. „The Glory that was Greece and the Grandeur that was Rome“ - af þeirri rót er það allt saman upp runnið. Af þessum slóðum sneri hann ungur heim, brenndur af suðrænni sól, framandlegur í hugsun og háttum, en ráðinn í að leggja fram sinn skerf í lífsbaráttu þess útkjálkafólks, sem ól hann. Alþýðuflokkurinn og vinstri- hreyfingin á íslandi á Finnboga Rút mikið upp að unna. Það var Jón Baldvinsson sem kvaddi Finnboga Rút ungan heim til starfa í þágu Alþýðuflokksins og verkalýðshreyfingarinnar. Finn- bogi Rútur gerði Alþýðublaðið að stórveldi á einni nóttu. Hann ruddi brautina fyrir mesta kosn- ingasigur Alþýðuflokksins fyrr og síðar og þar með fyrir ríkis- stjórn hinna vinnandi stétta, sem vann stór afrek við að létta al- þýðu manna lífsbaráttuna á tím- um heimskreppu og í aðdraganda heimsstyrjaldar. Síðan skildi leiðir, en málstaðurinn var hinn sami: Þjóðfélag jafnaðarstefnu, mannréttinda og mannúðar. Þeim málstað þjónum við enn. Og senn liggja allar leiðir til Rómar æskuhugsjónarinnar á ný. Fyrir hönd Alþýðuflokksins flyt ég ekkju Finnboga Rúts, Huldu Jakobsdóttur, vinum hans, afkomendum og aðdáend- um fjölmörgum dýpstu samúðar- kveðjur. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins Kveðja frá Bæjarstjórn Kópa- vogs Finnbogi Rútur og Hulda, hjónin á Marbakka, gáfu byggð- inni í Kópavogi þann stfl, sem ennþá einkennir bæjarfélagið. Þau voru landnemar í orðsins fyllstu merkingu. Finnbogi Rútur hafði áræði og kjark til að ráðast í framkvæmdir á þessu nánast ó- numda landi. Hann greindi möguleika þessa landsvæðis og hafði þá framsýni, að hér gæti dafnað blómlegt mannlíf. Finn- bogi Rútur sýndi með gjörðum sínum eftirminnilegt frumkvæði, Minning heimsmaðurinn, nýkominn frá námi í stórborgum Evrópu. Hann þurfti frelsi og vildi athafnir. Það var í maí 1940, að þau hjónin settust að í Kópavogi. Þá varð Marbakki þeirra höfuðból og seinna miðpunktur hrepps og kaupstaðar. Þarna við innan- verðan Fossvoginn höfðu þau áður átt sumarsetur um nokkurra ára skeið. Þessir frumherjar áttu eftir að setja meira svipmót á Kópavog en nokkur annar. Það er ekki ofsögum sagt, að Finn- bogi Rútur hafi verið frum- kvöðull að skipulagi byggðar hér og lagt grunninn að fjölþættu menningarlífi og félagsmála- starfi. Þessi grunntónn brauðryðj- endanna var svo öflugur, að enn- þá eru aðrar áherslur í bæjarmál- um Kópavogs en nágranna- byggða. Hjónin á Marbakka þekktu allir. Ekki var Finnboga Rúts getið svo Huldu væri ekki einnig minnst. Verkin þeirra blasa víða við. Það er t.d. gleði- legt, að eitt öflugasta og fjöl- mennasta barnaheimili bæjarins reis í jaðri Marbakka og ber það nafn, minnir á 40 ára baráttusögu og sé gengið þaðan vestur Kárs- nesið heitir gatan Huldubraut. Á hátíðisdögum hafa Kópavogs- búar löngum safnast saman á Rútstúni, þar sem Finnbogi Rút- ur heyjaði áður í skepnur sínar. Nú er þar að rísa ein veglegasta sundlaug landsins, sem var mikið áhugamál þeirra hjóna. 7. júlí 1946 er tímamótadagur í sögu Kópavogs. Þá ná Kópavogs- búar meirihluta í hreppsnefnd Seltjarnarness. Finnbogi Rútur verður fyrsti oddvitinn og sýslu- nefndarmaður. Fólki fjölgar ört, lóðum og löndum er úthlutað og alls staðar er verið að byggja við þröngan efnahag í lok stríðsins, en af bjartsýni og stórhug. Menn brutu lönd og svitnuðu saman. Þá myndaðist þessi merkilega sam- staða allra í bæjarfélaginu og samhjálp, sem við finnum von- andi ennþá glögglega stað. Fólk safnaðist saman í Framfarafé- laginu undir styrkri forystu oddvitans án tillits til stjórnmála- skoðana. Víða voru menn með skepnur og garðrækt til búdrýginda og í því sem öðru tók Finnbogi Rútur þátt af kappi. Þetta var skemmti- legur dráttur í lífstfl heimsborgar- ans sem nú hafði tekið sæti á Al- þingi og lét sig þar einkum varða alþióðamál. Á hreppsárunum 1948-1955 fimmfaldaðist íbúatalan. 11. maí 1955 fær Kópavogur kaupstaðar- réttindi og áfram er Finnbogi Rútur í stafni og nú bæjarstjóri til 1957, er hann tekur við stjórn Út- vegsbanka íslands. Hann sat þó áfram í bæjarstjóminni næstu fimm árin og hið nána samstarf þeirra hjóna varð aldrei nánara, því Hulda tók við starfi hans sem bæjarstjóri, fyrst íslenskra kvenna í þeirri stöðu og gegndi því til 1962. Á fundi bæjarstjórnar Kópa- vogs 8. okt 1976 voru þau kjörin heiðursborgarar Kópavogs fyrir áratuga farsæl störf í þágu sveitarfélagsins. Bæjarstjórn og bæjarbúar allir standa í mikilli þakkarskuld við hinn látna framkvæmda- og baráttumann. Fyrir þeirra hönd votta ég Huldu Jakobsdóttur og fjöl- skyldu hennar virðingu og þökk og flyt þeim samúðarkveðjur við fráfall höfðingjans Finnboga Rúts Valdimarssonar. Kristján Guðmundsson bæjarstjóri Er við kveðjum mætan mann, margt vill fram hjá streyma. Rútur þannig verk sín vann, að vart er hægt að gleyma. Skarpur penni, skjöldur hreinn, skörungur í verki. í athöfn hverri aldrei seinn undir lýðsins merki. Hann átti góða rækt og rót, far reyndist allt vel bundið. honum meira gull en grjót gátu allir fundið. Samur var í sókn og vörn. Sízt hann þurfti að hvetja. Hann barðist sífellt eins og örn og ávallt líkt og hetja. Hringrás öll er heimsins gjörð og hulinn lífsins kraftur. Úr moldu skóp þig móðir jörð. Til moldar snýrðu aftur. Þar er hvíldin hverjum vörn. Frá himnum stjörnur skína. Ágæt kona og ágæt börn eiga kveðju mína. Aðalsteinn Gíslason 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.