Dagblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 1
Málflutn- inguríGuð- mundar- og Geirfinns- málunum „Verjendur sáðu tor- tryggni og efasemdum” — kjarni málsins sá að játningarnar eru réttar, sagði saksóknari ísíðari ræðu sinni Dansarðu tangó! Hann er léttur í lund, þessi hafnfirzki dánumaður sem við hittum á götu þar suður frá í gærdag. Hann er einn þeirra hundraða vegfarenda sem við spyrjum ólíklegustu spurninga. Merkilegt hvað allir taka því vel að svara. Og það stendur heldur ekki á svarinu. I gær spurði blaða- maðurinn: Dansarðu tangó? Hafnfirðingar hafa löngum verið sporléttir og trúlega hefur þessi agæti viðmælandi okkar eitthvað komið við sögu í sam- komusölunum hér áður fyrr og þá svifið í tangó í Bárunni og vfðar. Svörin birtast annars ekki fyrr en f hinu stóra og efnismikla mánu- dagsblaði DB. Við bfðum bara og sjáum hvað fólk hefur að segja um tangóiðkun sína. — DB-mynd Hörður. Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari beindi spjótum sfnum að verjendum sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu þegar hann flutti síðari sóknar- ræðu sfna undir kvöld f gær. Það var eins og rauður þráður í ræðum fjögurra fyrstu verjend- anna (Páls A. Pálssonar, Jóns Oddssonar, Hilmars Ingimundar- sonar og Benedikts Blöndals), þær aðferðir er beitt var fyrstu þrjár vikur rannsóknarinnar. Hann tók hins vegar undir orð Guðmundar Ingva Sigurðssonar hrl., verjanda Erlu Bolladóttur, einkum að því er varðaði fyrsta hluta ræðunnar, og sagðist geta gert þau orð að sínum. Einmitt þetta átti að segja, sagði saksókn- ari. Hinir verjendurnir komu hvergi að kjarna málsins, sagði hann enn fremur, heldur sáðu þeir fræjum efasemda og tor- tryggni. Kjarni málsins er sá að játningarnar f báðum málum eru sannleiUanum samkvæmar. Það er aðalatriðið, eina atriðið í þessu máli. Aðfinnslur þriggja fyrstu verj- endanna falla allar um sig sjálfar, sagði saksóknari. Þar eru verj- endurnir í raun og veru að ásaka sjálfa sig en ekki rannsóknarað- ila. Þeim er frjálst að vera við réttarhöld og yfirheyrslur og þeim ber skylda til samkvæmt lögum að koma á framfæri kvört- unum umbjóðenda sinna. Bragi Steinarsson kvaðst geta tekið undir það að dómurinn starfaði að vissu leyti undir þvingunum af almenningsáliti og fjölmiðlum og nærveru blaða- manna í réttarsalnum. Sér virtist augljóst að verjendurnir hefðu verið að tala fyrir einhverja aðra en dóminn þvf engin ásökun þeirra væri rétt. Vararfkissaksóknari rakti síðan nokkur dæmi úr ræðu Hilmars Ingimundarsonar hrl., verjanda Kristjáns Viðars Viðarssonar. Sagði saksóknari að sakborning- urinn hefði 28. desember 1975 þurft á læknishjálp að halda. Þessa læknishjálp, tvær sprautur, tengir verjandinn yfirheyrsluað- ferðum, sagði hann. Hér er of langt gengið og er rétt að velta þvf fyrir sér hvort ekki sé um að ræða réttarbrot verjandans. Var saksóknari harðorður er hann beindi spjótum sínum að lögmönnum. Sakborningarnir kölluðu sjálfir á rannsóknarlög- reglumenn á nóttu og degi, sagði hann. Oft var þetta persónulegt kvabb. Það eru ekki „68 yfir- heyrslur" sem verjandinn hefur tekið upp úr venjulegri dagbók fangavarðar f Síðumúlafangels- inu, sem fært er f ð sérstakan hátt. Rannsóknarlögreglumennirnir, sem bornir hafa verið svo þung- um sökum sem þeim að leggja sakborningum orð í munn, hafa báðir staðfest fyrir dómi að þvf fari fjarri að um 68 yfirheyrslur hafi verið að ræða heldur mest- megnis persónuleg samtöl. Vakti saksóknari athygli á því að vissu- lega hefði verið um trúnaðarsam- band að ræða með sakborningum og rannsóknarlögreglumönnum — án slíks sambands kæmist eng- inn rannsóknarmaður neitt. Jón Oddsson hrl., verjandi Sævars Marinós, býr sjáfur til umkvörtunarefni sín, sagði sak- sóknari. Verjandinn hefur kvartað yfir því að ekki hafi verið tekin skýrsla af Sævari þegar 22. desember 1975. Sýndi saksóknari fram a að eftir þessa tilteknu yfir- heyrslu var bókað að Jón Oddsson óskaði eftir þvf að formlegri skýrslutöku yrði frestað. Um þá nýju fjarvistarsönnun sem lögð hefur verið fram af hálfu Sævars Ciesielskis sagði saksóknari að verjandinn væri „búinn að vera haldinn þessu síðan í aprfl“. Væri hann enn að leggja fram plögg um þetta atriði. Sannað væri að þau Erla og Sævar hefðu hitzt á Hamarsbraut- inni þessa umræddu nótt. Málflutningi var ekki lokið þegar DB fór 1 prentun i gær- kvöldi. Hefur þvf ekki verið getið málflutnings Benedikts Blöndals, Arnar Clausen og Finns Torfa Stefánssonar. -ÓV Sjá nánar á bls. 7 Fáum við eða5og 10.000 kr. seðil 10 kr. seðla á ný? Gerð störa seðilsins frestað og rfkisst jömin á að kanna hundraðföldun krönunnar „Það getur vel verið að hreyfing fari að komast á það mál hvenær eða hvort tfu þúsund króna seðill verður gefinn út á tslandi," sagði Guðmumlur Iljartarson seðla- bankastjóri f viðtali við DB. „Ekkert hefur verið rætt um þessi mál f sumar og ekki búið að ganga frá teikningu hins stóra.“ Dagblaðið bar það undir Guð- mund hvort þingsályktunar- tillaga Lárusar Jónssonar um könnun á hundraðföldun verðgildis íslenzkrar krónu hefði seinkað útgáfu stóra seðilsins. „Allt þetta mál er f heildarathugun," sagði Guð- mundur en kvað seðla- bankastjóra ekki hafa verið kallaða á neinn fund til að ræða slfkt. Ríkisstjórninni var falin áðurnefnd könnun á hundraðföldun krónunnar með samþykki tillögu Lárusar 29. apríl í vor. Sfðan hefur ekkert um þá könnun heyrzt. Ef tillaga Lárusar kæmi til framkvæmda yrðu 100 krónur að einni, 300 að 5 og „1000 kallinn" 10 krónur. Meðan tillagan var i meðförum Alþingis sagði Björn Tryggvason seðlabanka- stjóri að næði hún fram að ganga væri 10 þúsund króna seðillinn feigur. Þá myndi þurfa aftur 5 og 10 króna seðla. Kristfnu Þorkelsdóttur auglýsingateiknara var falin gerð 10 þúsund króna seðils, þá er Halldór Pétursson listmáíari féll frá. Honum hafði áður verið falið að gera verkið. „Þetta gengur hægt," sagði Kristfn í sfmtali við DB f gær. „Ég fór utan f sumar og ráðgaðist við prentsmiðjuna sem seðlana prentar og tækni- leg atriði eru á hreinu. En ég vinn núna að fyrstu tillögugerð tíu þúsund króna seðilsins og það tekur einn til tvo mánuði." Kristin lét á sér skilja að hún hefði hvorki verið beðin að hætta frekari tillögugerð né heldur að hraða sér við verkið. -ASt. A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.