Dagblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978. 19 \ Sjaldan hefur nokkurt ríki verið voldugra og auðugra en Rómaveldi á dögunum um og eftir fæðingu Krists. Það náði yfir mestan hluta Vestur- Evrópu og kringum allt Miðjarðarhafið. Sigurinn yfir Egyptalandi bætti geysilegum auðæfum í fjárhirzlu ríkisins. Myndaflokkurinn Ég, Kládíus, sem sjónvarpið sýnir nú á sunnudags- kvöldum, lýsir keisaraættinni og valdabaráttunni innan hennar á þessum tima. .Þegar hann hefst eru liðin sjö ár frá því að Ágústus sigraði Egyptaland og Kleópötru. Þessi fagra drottning hafði varið sjálfstæði lands síns með þvi að vinna ástir rómversku hershöfðingjanna sem hugðust leggja það undir sig. Fyrst heillaði hún Júlíus Sesar, síðan Antoníus. Það var ekki meiningin að hún ætti að ná fundi Júiiusar Sesars, en þá tók hún til sinna ráða. Sendimaður hennar færði Sesari dýrindis teppi og þegar hann rakti strangann í sundur var kvenmaður innan í, Kleópatra. Ekki hafði hann fyrr litið hana augum en hann varð ástfanginn upp fyrir haus. Dvaldi hann síðan í lystisemdum í marga mánuði með drottningunni unz hann fór að herja í önnur lönd, löngu afhuga því að berjast við Egypta. Seinna kom Antoníus, og allt fór á sömu leið. Nema til hans kom Kleópatra siglandi á gylltu fari, undir purpurasegli með silfurslegnum árum. Þau elskuðust síðan heitt og lengi. Antoníus gleymdi skyldum sínum við Rómaveldi og vildi stofna nýtt heims- veldi með höfuðborg í Egyptalandi. En nú var öldungaráðinu í Róm nóg boðið. Það sendi óvigan her af stað undir stjórn Oktavíanusar, sem seinna varð keisari undir nafninu Ágústus. Hann hataði elskendurna djúpt, þvi systir hans hafði verið gift Antoniusi og var djúpt særð yfir þeirri lítilsvirðingu sem hann hafði sýnt henni með þvi að taka Kleópötru fram yfir hana. [ 1 frægri sjóorrustu biðu Antoníus og Kleópatra ósigur fyrir rómverska hernum. Eftir það frömdu þau bæðt sjálfsmorð, hann lét fallast á sverð sitt, en hún eiturslöngu bita sig til bana. En Ágústus, sem stýrt háfði orrustunni, [var gerður að fyrsta keisara i Róm [skömmu áður en myndaflokkurinn Ée. Kládíus hefst. Eins og þar kemur glöggt fram, voru margir sem heldur vildu halda hinu gamla stjórnarformi, lýðveldi undir stjóm öldungaráðs. En meðal [þeirra sem ákafast studdu keisaradæmið var náttúrlega Livía, enda varð hún ættmóðir næstu keisaraættar. Sú ætt ríkti frá 14—68 eftir Krist, en dó þá út, sem ekki var 'að furða, þvi þeir drápu hver annan af miklum móð, frændurnir þeir. Kládíus, sem látinn er segja söguna, var einna minnst blóðþyrstur þeirra frænda. Kannske hefur hann orðið hinum brezka höfundi, Robert Graves, hugstæðari en aðrir rómverskir keisarar vegna þess að í stjórnartið hans lögðu Rómverjar Verdenhist., s. 373. Kládius keisari. Hann sást sem bam f þættinum sfðasta sunnudagskvöld. Antönia, móðir hans hélt á honum við dánarbeð föður hans, Drúsusar. Einnig sem gamaU maður að rifja upp sögu ömmu sinnar, Livfu. undir sig Suður-England. Þeir ágirntust hinar auðugu tinnámur þar í landi. Og i annan stað vildu þeir útrýma hinum fornu keltnesku trúar- [brögðum, sem þeir töldu grafa undan hollustu manna við Róm. En keltneska menningin er Robert Graves mjög hugstæð og hefur hann ritað um hana aðrar bækur, m.a. „The [White Goddess”, þar sem hann leiðir líkur að því að kvennaveldi hafi verið í löndum Kelta í fornöld. En kannske er ástæðan fyrir því að Graves gerir Kládíus aö sögumanni í verki sínu um hina spilltu keisaraætt allt önnur. Kládíus var nefnilega kunnur að þvi að hafa mesta yndi af sagnfræðigrúski og vitað er að hann ritaði nokkrar bækur. Þær eru nú giataðar og lítið vitað um þær. Því skyidi ekki ein þeirra hafa getað fjallað um Livíu ömmu hans og hennar valdabrugg? Hann bar mikla virðingu fyrir henni, það sýnir sú ráðstöfun hans að fá öldungaráðiö til að taka hana i guðatölu og lyfta henni þar með til æðstu tignar. Sagnaritarar hafa lýst Kládiusi sem furðulegum náunga. Hann var skelf- ing litið augnayndi, hálfvanskapaður, [veslingurinn. Hann vafraði um á spóa- leggjum með tinandi höfuð. Og ekki þótti hann stiga í vitið. Mamma hans, Antonía, var vön að segja, þegar hún vildi skamma einhvern fyrir heimsku: „Þú ert ennþá vitlausari en Kládius.” Ög ekki bætti það úr að kennarinn hans var hrottamenni og lamdi hann jsvo mikið að hann minntist bernsku sinnar ævinlega með skelfingu. Það hefur varðveitzt bréf frá Ágúst- usi stjúpafa hans til Lívíu ömmu, þar sem fjallað er um Kládius. Ágústus segist vera búinn að ráðfæra sig við Tíberíus og þeim hafi komið saman um að hann sé svo ómyndarlegur til líkama og sálar að hann væri til vansa fyrir ættina. Þeir vildu ekki veita, honum nein æðri embætti í þjónustu rikisins og helzt ekki leyfa honum að Svo þegar nokkrir lífvarðarforingjar tóku sig til og myrtu Kaligúla, öllum borgarbúum til mikillar ánægju, þá var enginn af ættinni til staðar sem hægt væri að gera að keisara — nema Kládíus. Hann þótti aldrei kjarkmikill og hafði falið sig bak við fortjald meðan á þessu gekk. En tærnar á honum stóðu framundan tjaldinu og skjálfandi af hræðslu var hann nú dreginn fram úr fyigsninu. Hann hélt að nú væri sín síðasta stund runnin upp. En í staðinn var honum lyft til æðstu valda. Líkiega hefur hann ekki langað teitt óskaplega í þessa tignarstöðu. En hann reyndist nokkuð vel, og stjórnar- ár hans voru farsæl í sögu Rómar. Hann var hvorki grimmur né órétt- látur, lækkaði skatta og reyndi að bæta réttarfar. Hersveitir hans lögðu undir sig Suður-England, eins og áður: er sagt. Yfirleitt er konum Kládíusar og gæðingum þeirra kennt um það sem miður fór i ríkinu, meöan hann sat við völd. Hann var fjórgiftur og bjó ævin- lega við mikið kvennariki. Tvær þær seinustu koma hér mest við sögu. önnur var hin fagra en lausláta Messalíná, hin var Agrippina yngri, móðir Nerós, hins illræmda. Ekki vitum við hvað hæft er í því að þær hafi leitt keisarann til ódæðisverka, en það er áreiöanlegt að sem eiginkonur 'reyndust þær honum báðar skelfing illa. En það kemur allt i ljós þegar líður undir lok þáttanna. Og hvað sem annars má segja um Kládíus, þá er það áreiðanlegt aö hann af morðæði því sem gerði marga frændur hans svo hvumleiða. - IHH sjást með fjölskyldunni við opinberar athafnir, eins og kappreiðar og leiki, Þar höfðu keisaramir sérstaka stúku fyrir sig og sína nánustu svo lýðurinn gæti dáðst að þeim og hyllt þá. Og þar kærðu þeir sig ekkert um að hafa Kládíus með. En það er talið að Kládíus hafi þótzt vera vitlausari en hann var, og þar jmeð bjargað lifi sínu, að minnsta kosti i stjórnartíð Kaiigúla frænda síns, sem jseinna kemur við sögu. Þá var hann 'frægur við hirðina fyrir kjánaskap. Strax eftir máltíðir féll hann i fasta- svefn og fór að hrjóta. Menn skemmtu sér þá við að draga skó á hendur [honum og fleygja svo i hann döðlu- steinum, þangað til hann rumskaði og fór að klóra sér í höfðinu með skónum. Svo Kaligúla taldi hann eiginlega ekki til manna, eða að minnsta kosti gleymdi honum oftast, þegar hann var að losa sig við frændur sína, ýmist með því að drepa þá eða senda í út- legð. Verdenhistorien, 235. Á undan Livíu var Kieópatra sú kona, sem mest kom vid sögu i rómverskri aldaharáttu. Var hann kjáni eða þóttist hann vera það til að bjarga lífi sínu? V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.