Dagblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 1
4. ÁRG. — FIMMTUDAGUR30. NÓVEMBER 1978- 268. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMI 27022. Húsið greitt með veðbréfi sem kaupandi átti að kaupa á hálfvirði gegn víxlum Saksóknara ríkisins hafa nú verið send gögnin í kærumáli út af fast- eignaviðskiptum þeim sem DB sagði frá í gær. Fram kom í fréttinni að synjað hefði verið í sakadómi Reykja- víkur að kveða upp varðhaldsúrskurð yfir „kaupandanum” í viðskiptunum. Um synjunina gekk úrskuröur í gær. Getur saksóknari ríkisins kært þann úrskurð til Hæstaréttar, ef honum sýnist það nauðsynlegt. Byggjandi húseignarinnar á Skóla- vörðustíg 14, sem um ræðir í kæru- málinu, og forstöðumaður kaupanda samkvæmt afsali höfðu átt talsverð samskipti áður en til kærunnar kom. Meðal annars er til kaupsamningur, milli þeirra, sem dagsettur er hinn 17. janúar 1978. Samkvæmt skriflegu samkomulagi aðila virðist svo sem kaupandinn hafi ætlað að greiða kaupverðið með skuldabréfi tryggðu með veði i Skóla- vörðustíg 14. Síðan var svo um samið, að kaupandinn keypti það veðskulda- bréf fyrir hálft nafnverð, sem hann átti að greiða með vixlum, sem engin trygging var fyrir. Þá hafði Stjarnan hf., sem er kaupandinn i dæminu, gert ráðningar- samning við seljandann. Þannig var byggjandi og seljandi Skólavörðustígs 14 ráðinn til starfa hjá kaupanda. í samningnum er svo kveðið á, að starfssvið hans skuli vera eins og stjórn félagsins, þ.e. Stjömunnar hf., ákveður hverju sinni. Hvað sem líður gæzluvarðhaldi er það krafa lögmanns fyrir hönd seljandans að samningum um fast- eignaviðskiptin verði nú rift. -BS. Skólavörðustígur 14, glæsileg nýbygging sem seld var á tæplega hálf- virði. Leikur með riffil varð dýrkeyptur —17 ára piltur ílífshættu eftir voðaskot 1 Sautján ára Reykvíkingur liggur illa- særður og í lifshættu i gjörgæzludeild af afleiðingum voðaskots, er hann varð fyrir á þriðjudagskvöld kl. 11.30. Pilturinn var ásamt vini sínum á heimili sínu við Efstasund og handléku þeir riffil sem er í löglegri eign bróður þess er fyrir skotinu varð. í fyrstu var byssan hlaðin og skothylki í henni en vinur hins særða nam hylkið burt, en áfram var byssan handleikin. Hinn særði gætti þess ekki að eitt skot hafði orðið eftir i byssunni er skothylkið var fjarlægt og hljóp það skot af slysni í enni hans. Hlaut hann mikið sár af og er sem fyrr segir i lífshættu. -ASt. Rányrkjan eykst ogflotinnstækkar Flotinn260 bátumof stór miðað við ástand botn- fiskstofnanna — siá baksíðu Jólin eru greinUega á næsta leiti, og á morgun er einmitt fyrsti dagur þessa góða mánaðar, jólamánaðar. Verzlanir i Reykjavik eru margar hverjar komnar i jóla- búning, a.m.k. er það að marka af búðargluggunum. Hér er útstilling af ,Jólabrúðinni” 1978 og greinilega sýna konurnar á myndinni þessu allnokkurn áhuga. DB-mynd R.Th. Sig. 130 tonn af geislavirku efni útíLitlabelti Fundu kjarnorkuteikningarnar ágötunni — sjá erl. f réttir á bls. 6 og 7

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.