Dagblaðið - 06.05.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 06.05.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. —MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1981 - 100. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 L—ADALSÍMI 27022. r Foreldrar Ragnhildar, Elin Ingólfsdóttir og Guðmundur Þ. Jónsson, ræða við blaðamann DB á Borgarspitalanum I gærkvöld: „Eigum engin orð til að lýsa Rögnvaldi iækni og starfsfólkinu hér.” DB-mynd: Sig. Þorri. „Kraftaverk ef f ramhaldið verðureftirþessu”: RAGNHILDUR GETUR NU HREYFT FJÓRA FINGUR —s|á íþróttir íopnu t.............. Reyna grænfrið- ungar að sökkva íslenzk- um hval- veiðiskip- umíhöfn? — sjá bls. 5 Þúsundir vottuðu Sands virð- ingu sína Eiginkonu Sutcliffes var sparkað — sjá erl. fréttir bls.6-7 Dallas byrjar íkvöld —sjásjónvarp bls. 27 ÞETTA ER TOPPURINN” segir Ásgeir Sigurvinsson, sem skrifaði undir samning við Bayern Miinchen á mánudag til þriggja ára „Ég fór til MUnchen í Vestur- Þýzkalandi um helgina og skrifaði undir samning við Bayern MUnchen til þriggja ára á mánudag. Ég er f sjð- unda himni. Þetta er toppurinn í knattspyrnuheiminum,” sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsmaðurinn snjalU í knattspyrnunni, þegar DB ræddi við hann i Liege í Belgíu i gær- kvöld. Bayern MUnchen er eitt fræg- asta knattspyrnulið heims og fræg- asta knattspymuUð knattspyrnuþjóð- arinnar miklu. Hefur þrívegis sigrað í Evrópubikarnum, keppni meistara- Uða. „Það er allt klárt milU min og félagsins en Bayern Mtlnchen og Standard Liege eiga enn eftir að semja sín á milU. Ég verð 26 ára nú I vikunni og þetta er síðasti möguleik- inn fyrir mig að koma mér betur fyrir. Ég hefði ekki farið frá Stand- ard nema tU algjörs toppfélags og Bayem Múnchen er það,” sagði Ás- geir ennfremur. Hann hafði um tvö önnur fræg félög að velja, Ajax, Hol- landi, og Köln. Þá símaði Hilmar Oddsson, frétta- maður DB í MUnchen, hingaö heim i gærkvöld og sagði að MUnchenar- blöðin hefðu mjög slegiö því upp i gær, þriðjudag, að Ásgeir Sigurvins- son hefði gert samning við stórveldið Bayern MUnchen. Mun vera um geysilegar upphæðir þar að ræða. Blöðin greina itarlega frá þessu máU og í viðtaU viö UU Hoeness, fram- kvæmdastjóra Bayem, segir hann, að Standard Liege hafi viljað fá 1.5 miUjónir marka fyrir Ásgeir. Bayern er reiðubúið að greiða eina milljón marka — þrjár milljónir króna — fyrir Ásgeir. Náist ekki samkomulag um þá upphæð muni Bayern leita til UEFA — Knattspyrnusambands Evrópu — sér til stuðnings, sagði Hilmar Oddsson. Sjá nánar iþróttir í opnu. -hsíra. —átti ekki orð til að lýsa tiif inning um sínum þegar hún vaknaði og sá að hún hélt öllum f ingrum v ■ .........................— „Þetta er frábært og ef áframhaldið verður eftir þessu er þetta kraftaverk. Við sáum hreyfingar á öllum fingrum Ragnhildar nema litla fingri, en hann var Iíka mjög reifaður,” sögðu foreldr- ar RagnhUdar Guðmundsdóttur í gær- kvöldi. Eins og fram kom í DB i gær, varð Ragnhildur, sem er 16 ára stúlka, fyrir því slysi að hægri hönd hennar fór nánast af þvert yfir handarbak í haus- ingarvél í söltunarstöð Miðness í Sand- gerði. Rögnvaldur Þorleifsson skurð- læknir á Borgarspitalanum reyndi þá einstæðu aðgerð hérlendis, að græða hönd Ragnhildar við á nýjan leik. Foreldrar Ragnhildar, Elin Ingólfs- dóttir og Guðmundur Þ. Jónsson frá Keflavík, heimsóttu dóttur sína í gær- kvöldi en hún liggur á gjörgæzludeild Borgarspítalans. Blaðamaður DB fylgdi þeim Eh'nu og Guðmundi á spít- alann. Þau fengu að vera hjá dóttur sinni á annan tíma og áttu vart orð tU þess að lýsa gleði sinni er þau komu frá henni á niunda tímanum. „Það er gaman að sjá hana svona hressa og furðulegt eftir svona stuttan tima frá þessari miklu og löngu aðgerð. Ragnhðdur sagðist fmna eins og æða- slátt í ágræddu fingrunum. Það þarf ekki að lýsa þeúri tilfmningu hennar í gær þegar hún vaknaði með alla fingur á höndinni en henni hafði verið sagt það eftir slysið að hún myndi missa fingurna. Rögnvaldur Þorleifsson læknir kom inn tU okkar meðan við vorum hjá RagnhUdi. Hann skoðaði hana og sagði að þetta lofaði góðu en of snemmt væri að segja tU um árangur. Hann vildi ekkert segja að svo stöddu um mátt í hendinni. En okkur finnst það stórkostlegt ef hún fær að halda hendinni, þar sem hún var alveg skorin frá og hékk aðeins við þumalfingur. Við eigum ekki til lýs- ingarorð tU þess að lýsa starfsfólki Borgarspítalans og þá sérstaklega Rögnvaldi Þorleifssyni lækni. Þetta fólk er frábært. Þá biður Ragnhildur okkur aö skila þakklæti dl verkstjór- anna beggja í Miðnesi fyrir aðstoðina eftir slysið og eins til piltsins, sem fylgdi henni í sjúkrabUnum til Reykja- víkur.” -JH. —sjá nánarum vinnuslysið í Sandgerðiá bls. 11

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.