Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 18
W: Efri myndin sýnir riddara í eyðimörkinni. Fyrir neóan er markaðsgata í Casbah — Arabahverfinu í Aigeirsborg. Konurnar eru með slæðu fyrir andlitinu. en stúlkan á bak við þær er of ung til að bera slæðu Mest hefur andstaðan gegn Frökkum verið í þeim fjallahér- 'uðum, þar sern Berbar eru fjöl- mennastir, en þeir liafa líka löng- um verið í andstöðu við stjórn- endur landsins. Reyndar eru mestu bardagasvæðin nú næstum ná- kvæmlega þau sömu og Rómverjar áttu í mestum erfiðleikum með á sínum tíma. Eins og áður er sagt hcfur Alsír nær alltaf lotið utanaðkomandi að- ilurn. Fyrst fara sögur af landinu er Fönikíumenn réðu þar ríkjum. Aðal nýlenduborg þeirra var Kar- thago, sem stofnuð var á 9. öld f. Kr. og síðar varð að stórveldi. Síðan náðu Rómverjar landinu undir sig á 2. og 3. öld f. Kr. Vandalir réðu ríkjum þar 429—534 e. Kr. Og fyrstu Arabarnir komu seint á 7. öld. Á 16., 17. og 18. öld var Alsír eins konar sjóræningja- riki, sem var að nafninu til undir stjórn Tyrkjasoldáns. Voru sjórán Alsír-manna þá illræmd mjög og var jafnvel ísland ekki látið í friði. Frakkar lögðu landið undir sig á árunum 1834—’37 og hófst þá strax flutningur evrópskra inn- flytjenda þangað. Hinir evrópsku íbúar eru mjög fámennir í sveitunum. Þeir eru dreifðir um svæði, þar scm hægt er að koma við véltækni í land- búnaðinum. í borgunum eru þeir aftur á móti fjölmennir. Sam- kvæmt síðasta manntali, 1954, voru 55% íbúa Algeirsborgar og 60% íbúa Oran af evrópsku ætt- erni, og í öðrum stærstu borgum eru þeir einnig mjög fjölmennir. Landbúnaðarþjóð Þó að úrkoman sé víða lítil og breytilcg frá ári til árs í hinum byggðu hlutum Alsír, lifa samt 70% íbúanna á landbúnaði. Hinir evrópsku bændur hafa einkum vín- og kornekrur á jörðum sínum og 18 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.