Alþýðublaðið - 05.11.1969, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.11.1969, Blaðsíða 1
Alþýðu Miðvikudagur 5. nóvember >1969 — 50. árg. 242 tbl. Teljum Guðmund alþjóðlegan meistara Reykjavík — HEH i^j □ „Við álítum, að Guðmundur hafi samkvæmt regl um alþjóða skáksambandsins unnið sér alþjóðlegan titil með frammistöðu sinni á millisvæðamótifiu í Austurríki einu, en áður hafði hann hálfan alþjóð- legan meistaratitil. Við munum því líta á Guðmund Sigurjónsson sem alþjóðlegan meistara“, sagði Guð- mundur Þórarinsson, formaður Skáksambands Is- lands í viðtali við blaðið í morgun. Lífeyrissjóður verkafólks byrjar um áramól ! 1 Fyrstu bætur 20% af meðallaunum síðustu fimm ára Rey'kjavík — GG □ Mikill áhugi er ríkjandi um stofnun lífeyrissjóða fyrir verkafólk, sem samkemulag varð um í kjara- samninginum á s. 1. vori milli stéttarfélaga innan AI- þýðusambands Islands annars vegar og samtaka at- vinnurekenda hins vegar. „Það er gríðarlega mikið spurt um þetta“, sagði iSnorri Jónsson hjá Alþýðu- sambandinu, þegar við inntum hanin eftir hvað þess- um málum liði alveg nýlega. . Snorri sagði, að komið hefði verið á fót sex manna nefnd, sem í ættu sæti þrír menn frá hvorum aðila, Alþýðusambandi íslands og Vinnuveitendasam- bandi íslands, er ættu að hafa forgöngu um stofnun lífeyris- sjóðanna og ganga frá einstök- um atriðum um tilhögun þeirra samkvæmt samkomulaginu, og vísaði til þeirrar nefndar um Framhald bls. 12. fí r íii » wmmmm Hýstofnað fyrirlæki í Vesfmannaeyjum: Lætur smíða 1051. skip □ Laugardaginn 1. þessa mán aðar gerði Óskar Matthías- son, útgerðarmaður í Vest- mannaeyjum, fyrir hönd Óss h.f., samning við Stálvík h.f. í Garðalireppi, um smíði á 105 rúmlesta fiskiskipi. Ós h.f. er nýstofnað fyrirtæki, sem ætlar að gera skipið út á botnvörpu-, línu- og neta- veiðar. Sfcipið verðiur búið mijög fulllkominuim véla- og tækja- búnaði. TJl diæmis verðuff það búið 650 hestafla Mannbeim- vél, með Liaaen Skiptisikrúfu nýjustu gerð af Simrad fiskt leitartsékjum ásamt loran- og sjálfvirkri miðunarstöð. Skip iig verður búið 11 tonna þil- farsvindu frá vélaverkstæði Sigurðar Sveinbj ömssonar, sem nú er að hiefja smíði á Framhald á bls. 11. I ;" I STRÆTIS- VAGNASLYSIÐ - SJÁ BAKSÍÐU r LOFTLEIÐIR LÆKKA ★ Ljósafoss, nýjasta skip Eimskipafélags íslands, kom til Reykjavikur í gær. Skipið er 8 ára gamalt, keypt frá Hollandi. Ljósafoss er frystiskip og í lestum þess er útbúnaður til að halda þar föstu hitastigi, — og getur það verið breytilegt allt frá 15 stiga hita til 30 stiga frosts. Ljósafoss er til þess keyptur, að hann geti annazt alla nauðsynlega flutninga til helztu hafna landsins og getur hann lagzt við bryggju meðal I annars í þeim höfnum, sem stærri skip geti ekki sótt til. Skipstjóri á Ljósafossi er Er- lendur Jónsson, yfirvélstjóri Gísli Hafliðason og 1. stýrimað- ur Þór Elísson. — Myndin er tekin af Ljósafossi á Reykja- víkurhöfn í gær. Mynd: G. H. □ Loftleiðir hafa ákveðið að lækka fargjöld sín yfir Atlants haf til jafns við þær lækkanir, sem flugfélög innan IATA hafa ákveðið að taka upp að und- anfömu. Segir í fréttatilkynn- ingu frá félaginu um þetta efni, að lækkunin sé mest á fargjöld um milli New York og Luxem- borgar, en minni á fargjöldum milli New York og Norður- landa og Bretlands. iFargjöld á flugleiðum frá íslandi lækka hins vegar ekki. í fréttatilkynningu sinni segja Loftleiðir, að félagið hafi tal- ið hyggilegt að bíða átekta, þar til séð yrði hvað IATA-flugfé- lögin gerðu, en nú þegar aug- ljóst væri að til fargjaldalækk ana kæmi hjá þeim, hefðu Loft leiðir ákveðið að lækka far- gjöld sín. Eru lækkanir Loft- leiða háðar ýmsum takmörkun um, sem eru hliðstæðar þeim takmörkunum sem eru á lækk- unum IATA-félaganna. Þessar fargjaldalækkanir Loftleiða eru háðar því að leyfi fáist hjá ríkisstjórnum við komandi landa, en félagið tel- ur að ekki séu líkur til að um neina fyrirstöðu verði á slíku leyfi, enda verði verðmismun- ur Loftleiða og annarra flugfé- laga svipaður eftir lækkanirn- ar og hann hefur verið áður. —i □ Pétur Axel Jónsson er oft hressilegur í skrifum sínum unt útgerðarmál. í þætti sínum í dag á 3. síðu ræðir hann nm afkomu sumra útgerðarmanna að undanförnu, og hann ber saman rekstur togaranna á Ak ureyri og í Reykjavík. Auk þess segir hann ýmsar fréttir nm aflabrögð báta og togara. —- á

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.