Helgarpósturinn - 03.10.1994, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 03.10.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 Bakhliðin Fjáröílun til byggingar tónlistarhúss staðið í ellefu ár Hefur skilað fimmtíu Bjöm Jörundur Friðbjömsson hefurnýlega lokið við sína fyrstu sólóplötu og bíðurþess að hún komi til iandsins úr framleiðslu. Hún heitirBJFog verður liklega ein afsárafáum íslenskum plötum með tónlist á fyrirþessi jól. Bjöm sýnirá sér bakhliðina. Með hverjum (bannað að nefna konuna sína og Lindu) værir þú helst til í að lenda með á eyði- eyju? „Ég bý á eyðieyju og ætti bágt með að gera upp á milli þeirra sem eru með mér núna til að flytja á aðra.“ Hvað heitir leiðinlegasta plat- an sem þú átt? „Kenny G. og stóri bróðir hans eru botninn, svo leiðinlegir að þó maður eigi ekki með þeim eina einustu plötu er eng- an frið fyrir þeim að fá.“ Hver er flottasti bókatitillinn sem þú veist? „Mesta snilldin í því er „Bókin um Kevin Keegan" — titillinn segir eflaust meira en bókin um innihaldsleysið." Hver fyndist þér að ætti að vera ríkasti íslendingurinn (ekki láta hanka sig á sér- hyggju og ættartengslum)? „Sá sem ætti að vera ríkasti (slendingur- inn heitir Jón H. Karlsson." Segjum sem svo að það sé mið nótt og þú rumskaðir milli Dr. Sigrúnar Stefánsdóttur og Le- oncie, að hvorri myndirðu snúa þér? „Ég myndi þykjast vera villtur Lithái og drulla mér út.“ Hvor finnst þér betri, Engilbert Jensen eða Einar Júlíusson? „Báðir eru þeir náttúrlega framúr- skarandi söngvarar, en ég hef aldrei heyrt Einsa tromma svo Jensen vinnur." Hver er fyndnasti núlifandi ís- lendingurinn? „Guðjón í veður- fréttum 19:19. Fallegasta framsögn í íslenskri fjölmiðlasögu. Á það til að luma inn stöfum sem eiga ekki heima í setningunni, það er að segja samkvæmt því sem viðtekið telst." Hvort vildirðu heldur vera Randver Þorláksson eða Ágúst Atlason? „Randver er yfirburða- maður. Eða hefur einhver séð Ágúst nýlega?" milQónum upp í þriggja milQarða hús Popparasukktímabilinu lokið, segirfynverandi formaður samtakanna. Samtök um tónlistarhús, sem nú hafa safnað peningum í ein ellefu ár með það fyrir augum að veglegt tónlistarhús rísi í borginni ein- hvern tíma í framtíðinni, hafa ekki náð að leggja íyrir nema sem nem- ur fimmtíu milljónum, eða innan við helming upphæðarinnar sem safnast hefur undanfarin ár. Ekki eru allir sáttir við hvernig skrifstof- an hefur verið rekin, sérstaklega hvernig staðið hefur verið að söfn- unum. Söfnunarfé samtakanna er nær eingöngu bundið í teikningum af tónlistarhúsinu, en þær voru svo að segja greiddar upp fyrir sex árum. Þegar rýnt er í rekstrarreikninga fé- lagsins verða einmitt vatnaskil um mitt árið 1988. Fjárfest var fyrir nær alla upphæðina sem safnaðist frá 1983 fram til þess tíma, eða á fimm ára tímabili. Rekstrargjöld félagsins á fyrra tímabilinu voru rúmlega 5 milljónir að núvirði samanborið við ríflega 35 milljónir frá 1988 til 1993. Glöggt má greina af reikning- um félagsins frá upphafi að pening- arnir hafa æ rneira farið í rekstur samtakanna. Alls eru tekjur Sam- taka um tónlistarhús frá upphafi 110 milljónir að núvirði. Er spjótunum sérstaklega beint að Valgeiri Guðjónssyni, sem var formaður Samtaka um tónlistarhús um tveggja ára skeið eftir að Ár- mann Orn Ármannsson, forstjóri Ármannsfells, lét af störfum, en hann var formaður frá stofnun samtakanna. Ármann vildi lítið tjá sig um tímabil Valgeirs en sagði að nokkurt „popparasukk“ heíði þá verið á samtökunum. „Ég hef vís- vitandi lítið viljað vita af því tíma- bili en held nú að það, að rekstur- inn fari í sjálfan sig, sé liðin tíð. Nú er orðið lag að gera þetta almenni- lega aftur.“ Ingi R. Helgason, sem tók við formennsku samtakanna í fyrra af Valgeiri og mun gegna henni næstu árin til skiptis við Olaf B. Thors, tekur undir með Ár- manni um að nú eigi að skipta um aðferðafræði í samtökunum. „Þáði aldrei laun“ Samtök um tónlistarhús eiga sér vægast sagt dapurlega söfnunar- sögu, þar sem hvert „óhappið" hef- ur rekið annað. Að auki greinir menn á um hvernig skilgreina eigi samtökin; hvort líta beri fremur á Tónlistarhúsið eins og það lítur út teiknað inn í umhverfi Ingólfsgarðs við höfnina í Reykjavík. Nán- ast var hægt að flytja húsið á töfrateppi úr Laugardalnum niður á Ingólfsgarð. Hefur þessi hugmynd aftur aukið bjartsýni manna, ekki síst þar sem húsið er nú hugsað sem ráðstefnuhús jafnt sem tónlistarhús. Hins vegar er ekki hægt að líta framhjá því að marga óar við þeirri tilhugsun að ríki og/eða borg greiði 3.000 millj- ónir fyrir þessa byggingu. þau sem þrýstihóp ellegar söfnun- arsamtök. Um það eru t.d. Valgeir Guðjónsson og Ármann Örn Ár- mannsson ósammála. „Ég var alveg stífur á því að samtökin ættu ekki að standa fyrir tónleikum eða ein- hverjum kostnaðarsömum uppá- komum og jafnframt að fjármagna þyrfti sérstaklega þau laun sem starfsmennirnir fengju. Frá mínum bæjardyrum séð var Kringlukastið hugsað til að borga laun fyrir eitt stöðugildi. Sjálfur þáði ég aldrei laun í þau sjö ár sem ég starfaði fyr- ir samtökin. Það var fremur að ég borgaði með mér í þessu starfi," segir Ármann. Fyrir utan teikninguna eiga sam- tökin um það bil sex milljónir á bankabókum og níu milljóna króna húsbréfaeign, sem Ármann segist hafa íjárfest í á meðan hann var formaður. Samkvæmt ársreikn- ingum félagsins hefur lítið sem ekkert bæst við höfuðstólinn síðan þá. Menningarelítan við stjórn Hugmyndina um tónlistarhús á íslandi má rekja allt aftur til alda- móta. Síðan var það fyrir tilstuðlan Ármanns Arnar sem Samtök um tónlistarhús voru stofnuð, nánar tiltekið 16. október 1983, og fóru þau af stað með miklum glæsibrag enda búið að ryðja brautina. Auk Ármanns voru menn á borð við Er- lend Einarsson, þáverandi for- stjóra SÍS, Svein Einarsson leik- stjóra, Jón Þórarinsson tónskáld, Harald Ólafsson dósent og Inga R. Helgason miklir áhugamenn um framgang verkefnisins og fylgdu hugmyndinni ásamt Ár- manni úr hlaði. Áhuginn sést þó hvað best á fjölda félaga, en á fyrsta Eg er REIÐUR - þess vegna er ég til 100 metra á bakinu á Magnús VerMagn- ússon kraftajötunn segir frá því þegar hann varreiðastur „Við vorum að keppa í Toronto í Kanada árið 1991, ég, Jón Páll, Jamie Reeves, Gary Taylor og fleiri, á móti sem hét „World Muscle Power“. Málið er það að við vorum búnir að vera að berjast um fyrsta sætið, ég, Jamie og Jón. Síðasta greinin er hlaupagrein sem fer þannig fram að yfir axlirnar er með 180 kíló 33 sekúndum sett svona tré eins og sett er á ux- ana. Neðan úr uxaeykinu hanga teinar og neðan í þeim eru pallar þar sem menn standa sitt hvorum megin. Byrðin var 180 kg og aldrei verið hlaupið með svo þungt áður og átti að fara 100 m. Ég gat unnið mótið með því að vinna þessa grein. Besti tími áður en ég fer af stað var 33 sekúndur. Ég gef allt í botn og keppi á móti Gary Taylor og ég hef þetta á 25 sekúndum. Jón og Jamie áttu einir eftir að fara og voru frekar þungir á þessum tíma þannig að ég vissi að ég var búinn að taka þá. Staðan fyrir þetta var sú að það munaði bara einu stigi á okkur; Jón efstur, Jamie annar og ég þriðji. En rétt áður en ég kem í mark heyri ég braka og bresta í draslinu sem ég var með á öxlunum. Það reyndist ónýtt og þá var bara eitt stykki eft- ir til að keppa með. Jamie er næst- ur og gerir sér lítið fyrir og stendur mjög harkalega upp með þetta þannig að hans drasl brotnar líka. Þessi grein var felld úr keppninni og staðan látin standa. Ég varð náttúrlega óheyrilega vondur við þetta, var með belti um mig sem ég reif af mér og henti lengst út á tún og talaði ekkert við þá fyrr en dag- inn eftir. Mér rann reiðin en O.D. heitinn (blökkumaðurinn tröll- aukni sem lést árið 1991 skömmu eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Magnúsi í „Sterkasti maður heims“) kom til mín og sagði eins og oft eftir þetta; „I mínum augum vannst þú þetta mót.“ Það var huggun í því.“B starfsári félagsins safnaðist rúmlega ein milljón að núvirði með félags- gjöldunum einum. Töluverð aukn- ing varð svo árið eftir. Fjáröflun var þó ekki mikil fyrsta árið en gjafir og áheit töluverð. Til að launa þessum nýfengnu félögum sínum kostuðu samtökin upptöku á kassettum með samspili þeirra Gunnars Kvaran og Martins Berkofsky og gáfu styrktarfélögum. Hagnaður- inn fyrsta árið varð ein og hálf milljón og rekstrarkostnaður lítill. Árið eftir var hagnaðurinn helm- ingi meiri, hátt í þrjár milljónir að núvirði, og áfram var rekstrar- kostnaður í lágmarki. Það var þó ekki fyrr en árið 1985 sem eitthvað gerðist hjá félaginu sem hönd er festandi á. Þetta ár er efnt til arki- tektasamkeppni um byggingu tón- listarhúss. Komu fyrstu verð- laun í hlut Guðmundar Jóns- sonar, arkitekts í Osló. Hljóð- hönnun var falin sænska verk- fræðifyrirtækinu Akustikon. Hefur það m.a. haft með hönd- um hljóðhönnun fyrir Borgar- leikhúsið í Reykjavík. Vel lukk- að happdrætti var haldið sama ár og hefðist með því nánast upp í kostnaðinn af samkeppn- inni. En það gerðist meira þetta ár sem verður að teljast merki- legt í sögulegu samhengi. Haldnir voru styrktartónleikar fyrir samtökin að tilstuðlan Vladimirs Ashkenazy og Fíl- harmóníuhljómsveitar Lund- únaborgar í Royal Albert Hall. Komu þeir til af því að nokkru áður hafði Ashkenazy stjórnað Fílharmóníunni á Listahátíð í Reykjavík. Vildu þessir aðilar með þessu móti styrkja málefn- ið. Stemmningin og áföllin Áranna 1986 og 1987 verður sjálfsagt minnst fyrir það í sögu samtakanna að þá reiddu þau hæstu upphæðina fram að því af hendi; rúmlega 33 milljónir að nú- Sorglegar staðreyndir úrsögu samtakanna • Hringt var í eitt hundrað bandaríska sjóði og beðið um styrk. Allir sögðu nei. • Fjáröfiunartónleikar í Royal Al- bert Hall í London með Vladimir Ashkenazy og Filharmóníuhljóm- sveit Lundúna. Mikil stemmning, en engir peningar komu til sam- takanna. • Ólafur Ragnar Grímsson, þá- verandi fjármálaráðherra, skellir bókstaflega á nefið á Erlendi Ein- arssyni, fyrrverandi forstjóra SÍS, og Ármanni Erni Ármannssyni, fyrsta formanni Ssamtaka um tónlistarhús. Loftið byrjar að leka úr samtökunum. • Reynt að fá inni hjá Ríkissjón- varpinu með einskonar bingól- ottó- þátt. Eftir mikla undirbún- ingsvinnu þorði Sjónvarpið ekki að taka áhættuna. • Staðið fyrir happdrætti og selt fyrir sem samsvarar 6,5 milljón- um. Öllum peningunum stolið. • Símasöfnun skilar tæpum tíu milljónum. Um það bil helmingur- inn fer til fyrirtækisins sem stendur fyrir söfnuninni. • Reynt að selja jólakort. Ekkert seldist. Ástæðan talin vera slæmt útlit kortanna. • Borgað undir sérfræðing að ut- an til að leggja blessun sína yfir „verðmætt" málverk sem samtök- unum hafði áskotnast. Málverkið reyndist eftir nemanda 19. aldar málarans sem átti að hafa málað það og tíu sinnum verðminna. • Góðgerðar-Gala-dinner í Peri- unni. Aðeins tvö hundruð manns mættu. Búist var við fimm hundr- uð manns. Samtökin sluppu á sléttu. • Lifunarkonsert í Háskólabíói. Fjórðu tónleikarnir voru til styrkt- ar tónlistarhúsi. Fáir mættu. • Lifunarkonsertinn tekinn upp. Upptökurnar mistakast. Taka þurfti allt upp aftur. Mikill kostn- aður fyrir samtökin, aðkeyptur akstur til að mynda tæp 120 þús- und. • Upplýsingabæklingur unninn til að vinna málstaðnum fylgi. Þótti ekki við hæfi sökum kreppu- ástands i þjóðfélaginu. virði vegna teikningarinnar af hús- inu. Um það segir Ármann Örn: „Ef húsameistari hefði teiknað tón- leikahúsið hefði sú vinna verið helmingi dýrari. Guðmundur var mér nánast reiður fyrir það hve mér tókst að lækka hönnunar- kostnaðinn niður úr öllu valdi.“ l tengslum við hönnun hússins kom upp hugmyndin um stólasöl- una margumtöluðu, þar sem fyrir- tæki og einstaklingar borguðu ákveðna upphæð, sem samsvarar hálfri milljón að núvirði, fyrir hvern stól sem prýða myndi fram- tíðarhúsið. Að sögn þeirra sem hvað best þekkja til var stemmningin gífur- lega mikil á þessu tímabili. Haldnii

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.