Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR

Þjófarnir lásu ekki stjörnuspána!

studagur 25. aprfl jt

• Innbrotsþjófar hefðu betur

hugað í stjörnuspá VtSIS í fyrra-

dag, áður en þeir fóru á kreik

til sinnar skuggalegu iðju í nótt

og fyrrinótt.

Þeir höfðu vart byrjað verk sitt

fyrr en íögreglan var komin aö

þeim og hirti þá upp. Þeir voru

allir staönir að verki.

Hefðu þeir litið í stjörnuspána,

hefðu þeir getað lesið undir Hrúts

merkinu: „Þetta er dálítið varhuga

veröur dagur. „Tvíburamerkið: —

„Fremur dagur til hugleiðinga en

framkvæmda". Krabbamerkið: —

„Hafðu þig ekki mjög 1 frammi í

dag". Bogmannsmerkið: „Vara-

samur dagur hætta á að einhver

mistök gerist, er haft geti óþægi-

legar afleiðingar fyrir þig á næst-

unni."

Nálega í  hver>u  stjörnumerki


Lögreglan stendur nú vörð við alla næturklúbbana, sem ætlunin er að halda lokuðum a. m. k. þar til dómsniðurstaðan fæst.

Við Playboy-klúbbinn kom til töluverðra átaka í fyrrinótt og aftur í nótt.

Næturklúbbunum endanlegalokað?

Sex forráðamenn þeirra handteknir og settir

í viku gæzluvaröhald. At'ók v/'ð Þlayboy-klúbbinn

¦ Þetta er stórfenglegasta sprúttsala, sem Is-

landssagan kann frá að greina, sagði einn af mörg-

um lögregluþjónum, sem ruddust inn í næturklúbb-

ana fimm skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt. —

Þessu hafa þeir aldrei búizt við, — að verða lokaðir

inni í heila viku, sagði annar, sem var settur til að

vakta að enginn kæmist inn í klúbbana í gærkvöldi,

og það var ekki laUst við að það hlakkaði eilítið í

honum.

Öllum næturklúbbunum fimm

hefur nú verið lokað og forráöa

menn þeirra úrskurðaðir í allt að

viku gæzluvarðhald. Klúbbarn-

ir verða ekki opnaðir fyrr en

dómsniðurstaða fæst í máli

þeirra. sagði Bjarki Elíasson, yf-

irlögregluþjónn, en að sjálf-

sögðu • ^rða þeir ekki opnaðir

þá, ef dómsniðurstaöan veröur

þeim í óhag.

Alls voru sex forráðamenn

klúbbanna handteknir og úr-

skurðaðir í gæzluvarðhald, þó

að klúbbarnir séu aðeins fimm.

í Club de Paris reyndust vera

tveir menn, sem ekki gátu gert

það upp við sig, hvor væri for-

ráðamaður klúbbsins með þeim

afleiöingum að þeir voru báðir

settir inn

Fréttamaður Vísis fylgdist

með því, sem geröist við Apollo

klúbbinn við Grensásveg. Allar

dyr voru lokaðar þegar hann

kom á staðinn og lögregluvörður

settur við útganga.- Við gesta-

dyr hafði safnazt saman álitleg-

ur hópur manna, sem dreif að

úr veitingahúsum borgarinnar,

sem höfðu þá lokað nýlega.

Lögreglan neitaöi öllum um að

fara út úr klúbbnum, svo og að

nokkur færi inn.  Fréttamaður

reyndi inngöngu í því skyni, aö

geta skrifað haldgóöa lýsingu

á því, sem fram fór. Skyndilega

opnuðust dyr á suöurgafli húss-

ins. — innandyra var þögn og

spenna í loftinu, — andrúmsloft

ið sprengihætt og titrandi.

Ragnar Vignir, rannsóknarlög

reglumaöur stóö þar ásamt 2 — 3

félögum sínum, en meö þeim var

Ásgeir Magnússon, forstjóri

klúbbsins. Inngönguleyf; fékkst

ekki og dyrnar lukust aftur.

Nokkru síðar yfirgáfu lög-

reglumennirnir klúbbinn ásamt

vínbirgöum, bókhaldi og fleiru,

sem sakadómur ætlar að nota

sem sönnunargögn fyrir vínsölu

í klúbbnum. Forstjórinn fór með

og var tekinn til yfirheyrslu hjá

rannsóknarlögreglunni ásamt

,,koIlegum" sínum fimm, en síö

an voru þeir fluttir í Fangahúsiö

við Skólavörðustfg og geymdir

þar um nóttina.

Að sögn Bjarka Elíassonar, yf

irlögregluþjóns fór þetta allt

frekar friðsamlega fram. Aðeins

kom til átaka við einn klúbb. —

Playboy-klúbbinn, þar sem

dyraveröir reyndu að koma for-

stjóra sínum til hjálpar, þegar

lögreglan leiddi hann út. Til

nokkurra átaka kom þar á milli

lögreglu og dyravarða og mega

þeir eiga von á kæru vegna at-

ferlis síns.

I gær og í nótt var allt meö

friði og spekt við næturklúbb-

ana, nema viö Playboy-klúbb-

inn, þar sem aftur kom til átaka

lögreglu og starfsmanna klúbbs

ins. Gjaldkerinn kom að staön-

um og vildi komast inn. Þegar

lögreglan neitaöi honum um þaö

stökk hann að hurðinni, en um

leið köstuðu dyraverðir henni

upp og tókst þannig að koma

lögregluþjóni frá og slapp gjald-

kerinn inn. Skömmu seinna var

hann tekinn í vörzlu lögregl-

unnar.

Þórður Björnsson, yfirsaka-

dómari sagði í viðtali viö Vísi í

morgun, að rannsókn í þessu

máli beindist að því, hvort selt

hafi verið í klúbbunum áfengi

án tilskilinna leyfa. Hann vildi

ekkert frekar um málið segja

og vildi t. d. ekki svara því,

hvort meðlimir klúbbanna væru

samsekir.

Bjarki Elíasson, yfirlögreglu-

þjónn sagði hinsvegar, að heim-

ild til húsrannsóknar, sem saka-

dómaraembættið veitti, væri

eins konar viöurkenning á því,

að starfsemi klúbbanna væri ó-

lögleg og því myndi lögreglan

sjá svo um, að þeir yrðu ekki

opnaðir aftur.

mátti finna aðvörun um, aö þeir

væru í öldudal óheppninnar.

Þjófar hafa líka verið með af-

brigðum   seinheppnir að undan-,

förnu og sjaldan jafnmargir verið

staðnir að verki á jafnstuttum tíma.

í gærkvöldi brauzt einn inn í

söluturninn í Þverholti 5, en íbúi

úr nágænninu varö hans var og

gerði lögreglunni viðvart. Brá hún

við skjótt og náöi líka þjófnum,

meðan hann var enn inni í verzlun-

inni.

í nótt sást ti-1 tveggja ungra

manna gera tilraun til þess aö

brjótast inn um sölulúgu á húsi

nr. 34 við Laugaveg, en lögreglan

kom og stóð þá að verki.

¦s*.

Sfopp á

mjólk og

olíu á

mánudag

• Mjólkurverkfallið byrjar á

mánudaginn. Síðustu forvöð að

kaupa inn mjólk handa börn-

unu-.n er á morgun. Svo kemur

sunnudagur, verkfall frá mánu-

degi til miðvikudags að báðum

neðtöldum og loks 1. maí, frí-

dagur verkafólks. Jafnvel í kæli-

skáp er erfitt að geyma mjólk-

ina óskemmda í langan tíma. —

Olíudreifingin stöðvast í Reykja-

vík og Hafnarfirði sömu daga.

Það er öruggara að fá bensín á

tankinn, en bannað er aö geyma

bensínið í skúrum sínum og

kjöllurum, eins og stundum hafa

verið nokkur brögð að, vegna

eldhættunnar. í morgun mynd-

aðist mikil ös við mjólkurbúðir

víðast hvar í Reykjavík.

Verkfallið skapar mestu

vinnslulotu vertíðarinnar

Starfsfólks fiskvinnslustöðvanna I til vinnu á þriðjudaginn  eftir

bíður mesta vinnulota þessarar verkfallið.

vertíðar, þegar það kemur aftur'   Flestallir vertíðarbátar hér suð-

Fræðimenn ekki á einu máli

um síðasta einvígið

9 Fréttin um einvígisáskorun

Skúla Thoroddsens á hendur

Bretlandsdrottningu hefur flog-

ið um heim eins og hvalsaga. —

Hefur upphringingum og eftir-

Rrennslunum fréttamanna utan

úr heimi heldur ekki linnt og

áskorandinn haft töluverðan er-

il af.

Þykir mönnum erlendis, eins og

hér heima sagan skemmtileg og

hafa af henni nokkurt gaman, enda

ekki á hverju strái menn, sem

halda þannig uppi merki riddara-

| aldanna, og- einvigisáskoranir því

orðnar næsta fátíðir viðburðir —

minnsta kosti meðal hinna svo-

nefndu siðmenntuðu þjóöa.

Hér heima hefur þetta atvik orð-

ið eitt aðalumræöuefnið við kaffi-

bollann og oröiö til þess að menn

hafa rifjað upp sögu einvíga hér.

Síðasta einvígið telja menn, að |

hafi verið hólmganga þeirra Gunn-

laugs ormstungu og Hrafns, þegar

þeir börðust í Öxarárhólma um ást-

ir Helgu fögru, en svo var fullyrt

10. siöa.

vestanlands eru nú á útilegu og

koma ekki að landi fyrr en á þriðju

dag. Bátarnir tóku ís um borð i

gær og munu sjómenn slægja afl-

ann um borð og ísa þessa fjóra

daga.

Is var viðast hvar upp urinn i ver-

stöðvunum í gær og fengu margir

bátanna ekki eins og þeir þurftu.

— Búast má við að smærri bát-

arnir að minnsta kosti verði komn-

ir með sneisafullar lestar eftir

þessa fjóra daga, ef veiðin verður

eins og hún hefur verið að undan-

förnu. — Þurfa sumir raunar ekki

að fá nema einn góðan afladag til

þess að fylla lestarnar.

Fáir eða engir vertíöarbátanna

eru í landi þessa verkfallsdaga, en

búizt var við aö margir minni bát-

anna myndu taka upp net sín og

jafnvel hætta veiðum í gær. Ver-

tíðin heldur því áfram sinn vana

gang eftir verkfallið.

f*t


;i,]íi

•'.....,•

m^.

Krókloppnir

lúðrs&þeyfsirar

— sjá bls. 16

Fnldi 80 þús. í

kirkjugarðinum

— sjá bls. 16

Losa Frakkar sig

við de Gaulle?

— eftir Þorstein

Thorarensen á bls. 8

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16