Vísir - 31.03.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 31.03.1970, Blaðsíða 16
t Þrföjudagur 31. marz 1970. ■*- 'rau ■ "Ta'1 Henný við V hliðina á Brigitte Bardot — Henný Hermannsdóttir vann mikinn sigur fegurðar- og hæfnikeppninni Miss Inter- national Beauty / Japan □ HENNÝ Hermanns- dóttir, 18 ára Reykja víkurmær, dóttir hjón- anna Unnar Arngríms- dóttur og Hermanns Ragnars Stefánssonar, danskennara, var kjörin Miss Young Internation- al Beauty í keppni, sem fram fór í Tokyo í Japan og lauk nú um páskana. Henný hlaut 3000 dala verðlaun og fjölmargar gjafir og tilboð eftir sig- urinn. Upphaf þess máls að Henný fór utan er að rekja til Japana nokkurs, Charlie See, sem hing- að kom í janúar og valdi Henný úr hópi nokkurra stúlkna til að koma fram fyrir okkar hönd í keppninni, sem er hin fyrsta sem fram fer. Alls mættu 42 stúlkur frá jafnmörgum löndum til keppninnar. I tölf daga stóö keppnin, áður en perlum skrýdd kóróna var sett á höfuð Hennýar. í símtöl- um hefur hún sagt að kórónuna fái hún ekki, en nákvæma eftir- ifkingu og e.t.v. veldissprotann, sem tigninni fylgir, en að auki fékk hún tvo silfurbikara. Henný sagði í símtali hingað að hún og vinkonur hennar. sem næstar komu, hefðu verið boðn- ar í vaxmyndasafnið Tower of Tokyo og hefðu ekki verið of hrifnar. Fylgdarmaður þeirra benti þá allt í einu á auðan pall við hlið Brigitte Bardot og sagði eitthvaö sem svo: „Þarna verður mynd af þér“. Næstu daga á að fullgera vaxmynd í eðlilegri stærð af Henný og verður hún þar f íslenzkum þjóð búningi. Henný kvaðst hafa tárazt, þegar hún frétti að hún yrði meðal 15 fyrstu í keppninni, hún hefði alls ekki gert sér minnstu vonir. Eftir þetta voru dómarar ótrúlega nákvæmir pg loks var það tilkynnt að dómnefndin teldi íslenzka þátttakandann hæfastan til sigurs. í keppn- innj er hæfni þátttakenda reynd á ýmsum sviöum, og var Henný undirbúin með dansatriði, en hún er danskennari í skóla föð- ur sfns. Einnig þurftu stúlkurn- ar að hafa hæfileika í aimennri framkomu. Mikil landkynning er að sigri Hennýar, sjónvarp og blöð hafa mikið ritað og rætt um keppn- ina og myndir hafa birzt af þátttakendum. íslenzkur skaut- búningur var keyptur af Japön- unum handa henni, en sjálf hafði hún með sér upphlut. Næsta mánuðinn verður hún á ferðalögum og sýningum, en kemur síðan heim. Næsta ár er hún boöin til Japan til að krýna næsta sigurvegara keppninnar. Heima hjá foreldrum og syst- kinum Hennýar aö Rauðagerði 10 var glatt á hjalla eftir að skeytið barst frá Henný um að hún hefði unnið. Síðan hafa þau talað þrívegis við hana í síma og alitaf fundið sömu rósemina í fari hennar, þrátt fyrir að mik- iil hamagangur hafi verið kringum hana allan tímann. Tilboð um að gerast sýningar- stúlka hefur Henný þegar feng- ið. og þaö raunar áður en hún hóf þátttöku í keppninni, bréf bíður hennar heima, sem hún veit ekki einu sinni af með til- boði um ferð með sýningar- flokki til Ástralíú. Henný höfðu í, gær borizt bæði skeyti og blóm heiman frá íslandi og upphringingar frá þeim fáu íslendingum, sem eru í Japan, þeir sáu hana í sjón- varpi og réðu sér vart fyrir gléði. Heima hjá Henný var allt orðið fullt af blómum og skeyti í bunkum. Fjölmargir heimsóttu Hermann Ragnar og fjölskyldu til að samgleðjast. — JBP —• Fékk maðkað Börn í fjölskyldu einni í Kópa- vogi nutu skammvinnrar gleði yfir páskaeggjunum sínum á páskadagsmorgun, þegar það kom í Ijós, þegar páskaeggin voru opnuð, að eitthvað var meira en lítið athugavert við eitt páskaeggið. hafði grafið sig inn í fótinn. Lá annar dauður við hliðina á hinum, sem var sprelllifandi. Eftir þessa uppgötvun voru hin páskaeggin vendilega skoðuð í stækkunargleri áður en þeirra var neytt. Þessi páskaegg voru keypt f verzlun í Kópavogi, sem hefur haft orð á sér fyrir óþrifnað. Getgáta Henný Hermannsdóttir — kom, sá og sigraði f Japan. fjölskyldunnar er. að maðkurinn Af tilviljun var smág-"' á selló- j hafi komið þaðan en ekki af fram- faninu undir fætinum á páskaegg-; leiöslustað páskaeggsins. Borgar- inu veitt athygli. Þegar nánar var j Iæknisembættið átti að fá mál þetta að gáð sást, að hvítur maðkur I til meöferðar í dag. — SB — Sex manna hjálparsveit heila nótt í hrakningum í Tindfjöllum Sótti 15 ára pilt, sem slasazt hafði á snjóþotu Byrjuðu illa, - en sigruðu þó Sfðustu fjórar umferðir íslands- mótsins f sveitakeppni i bridge ríkti mikil óvissa um úrslit móts- ins, enda breyttist staðan nánast eftir hverja umferð. Leikar fóru þó þannig að sveit Stefáns Guðjohnsens varð Islands- meistari áriö 1970, en svo naumt var bilið milli sveitanna fyrir síö- ustu umferð, að fjórar — jafnvel fimm — sveitir p ”u möguleika á að hreppa titilinn. Sveit Stefáns byrjaöi ógæfulega og þegar fjórum umferðum var lok iö, virtust sigurlíkur sveitarinnar sannast að segja ekki miklar. En aðrar sveitir, sem hlotið höfðu byr undir báða vængi í fyrstu umferð um, glötuðu forskoti sínu smám saman, þegar leið á mótið, meöan sveit Stefáns malaði jafnt og þétt inn hvem vinningsieikinn á eftir öörum. Auk Stefáns Guðjohnsens, rit- stjóra bridgeþáttar Vísis, em í sveit hans Eggert Benónýsson, Þor geir Sigurösson, Símon Símonars., Hörður Þórðarson og Kristinn Berg þórsson. I ööru sæti hafnaði sveit Bene- dikts Jóhannssonar, en þriðju verð laun féllu í skaut sveitar Hannesar Jónssonar frá Akranesi, og er það í fyrsta skipti í mörg ár, sem sveit utan af landi tekst að hremma verð launasæti og kljúfa raðir spilasveit anna frá Bridgefélagi Reykjavíkur, sem venjulega hafa skipað sér í þrjú efstu sætin. I fyrsta flokki sigraði sveit Júlí- usar Guðmundssonar frá Tafl- og bridgeklúbb Reykjavíkur, og í öðru sæti varð sveit Guðlaugs Nieisens frá sama félagi. GP ex manna hjálparflokkur frá kógum og Hvolsvelli lenti í rakningum í illu veöri í fyrri- nótt, þegar mennirnir ætluðu að scekja 15 ára pilt upp í Tind- fjöll í Fljótshlíð, þar sem hann hafði fótbrotnað á snjóþotu á páskadag. Pilturinn var þar á ferðalagi með níu manna hóp og hafði veri að renna sér á snjóþotu á páskadag, þegar hann rak fótinn, sem stóð út.af sleðanum, í einhverja ójöfnu með þeim afleiðingum aö hann brotnaði. Ejnn úr hópnum, sem hafðist við í skála uppi í Tindfjöllum, var sendur til byggða á skíðum eftir hjáip. Kom hann að bænum Fljótsdal og hringdi þaðan til lækn is. Fékk hann ráðleggingar hjá iækninum um umbúnaö og aðhlynn ingu hins slasaöa og fór síðan upp eftir aftur. En frá Skógum og Hvolsvelli var undirbúinn hjálparleiðangur 6 manna á jeppum, snjóbfl og sjúkra- bifreið. Skyldi sjúkrabíllinn bíða viö fjallsrætur, meðan leiðangurs- menn brytust upp fjallið á snjó- bíinum. Lögðu mennimir af stað undir kvöld, en slysið hafði orðiö kl, 2 um daginn. En þegar snjóbíllinn bilaði, tafðist för mannann. Enda komust þeir ekki upp á fjalliö, þótt þeir reyndu að brjótast á jeppum , gegnum veðurhaminn upp eftir að skálanum, þar sem hinn slasaði piltur beið. Strandaði leiðangurinn kl. 2 um nóttina og urðu mennirnir að halda kyrru fyrir í bílunum til birtingar kl. 5.30, en þá var lagt af stað aft- ur. Komu þeir síðan með piltinn til byggða á hádegi annan i páskum, og var hann þá fluttur í sjúkrabíl til Reykjavíkur. GP Gísli Ólafsson, forseti Bridgesambands íslands (lengst t. h. á myndinni) afhendir Stefáni Guð- johnsen 1. verðlaun, veglegan bikar að loknu íslandsmótinu í sveitakeppni í bridge. Næstur Stef- áni er Eggert Benónýsson, og svo Hörður Þórðarson, Þorgeir Sigurðsson, Kristinn Bergþórsson og Símon Símonarson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.