Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1982, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1982, Blaðsíða 14
Mélverfc eftir Jón Trausta frá 1912. Hest- urinn mólaöur frá Vigur. Myndin er sign- eruð G.M. 1912. (Gumundur Magnússon.) Frá Vigur. Myndin tekin sumariö 1981. Vigurbændur, Gamli Breiöur og rollurnar leggja úr vör 1978. Þessa mynd geröi Karítas Hafliöadóttir, kennari á Sigriður Salvarsdóttir, húsfreyja í Vigur. ísafiröi. Myndin er úr mannshári, en þá list flutti Karítas meö sér frá Danmörku. Innanstokks í Vigur Finnbogi Hermannsson ræðir við Sig- ríði Salvarsdóttur húsfreyju í Vigur. Ýmsir merkir og mikilhæfir menn hafa búiö í Vigur í ísafjaröardjúpi á umliðnum qjjdum. Kunnastur í seinni tíð er ef til vill séra Sigurður Stef- ánsson alþingismaður, en hann var skagfirskrar ættar, frá Heiði í Göngu- skörðum. Kom hann í Vigur árið 1883 og bjó þar við rausn. Afkomendur séra Sigurðar búa enn í eynni, þeir Baldur og Björn Bjarnasynir, en það er nú svo, að heimildir segja yfirleitt minna um kvenlegginn og stafar lík- lega af hver þar heldur á penna. Hús- freyja á Vigurheimilinu á okkar tíð er Sigríður Salvarsdóttir, ættuö úr Reykjarfiröi við Djúp og er kona Baldurs Bjarnasonar. Afkomendur þeirra eru fimm og flestir vaxnir úr grasi, en sonur og tengdasonur voru í sumar að hressa við bæinn, sem all mjög er kominn til ára sinna. Ekki verður með sanni sagt, að tómlegt sé í Vigur á sumrum, þar eru einatt um og yfir tuttugu manns í heimili og var svo þegar undirritaður sótti Vigur heim í 18. viku síöastliðins sumars. Húsfreyja gaf sér tíma til að ræða við komumann, þótt á væri brakandi þurrkur, sá besti sem hafði komiö um sumarið. Við sitjum inni í stofunni í Vigur, þar eru gamlar merkilegar myndir á veggjum, mynd úr þingmannaförinni 14 1906, tekin í Kaupmannahöfn, en þar voru þeir séra Sigurður Stefánsson og Stefán skólameistari bróðir hans. Þá er þar lítil mynd af efri deild Al- þingis frá 1894, en þar átti séra Sig- urður sæti. Portret er þar af Jóni Sig- urðssyni, sem ég hef ekki séð áður, gæti verið af honum um fertugt. Enda þótt ýmsir hlutir í Vigur angi af sögu þá setur það ekki þunglama- legan blæ á heimilisandann, svo sem víða má sjá; það er létt yfir fólki og enda þótt Sigríöur Salvarsdóttir ræði við mig á háttvísan máta, þá er und- irtónninn frekar í ætt viö gáskann. Talið berst aö heimilishaldi fyrr og nú. Þetta voru vörubýtti „Allur matarfrágangur hefur breyst síðan ég fékk frystinn, það sem ekki var saltaö og reykt af kjöti, þaö sauð maður niður og ég sauö niður kjöt löngu eftir aö ég kom hingað, en það var 1950. Maður vinnur þó kjöt ennþá; ég geri bæði rúllupylsur og hangipylsur og við reykjum það hérna. „Þetta lærðirðu af heföinni heima í Reykjarfirði?“ „Ég hefði nú haldið þaö, maður lærði þetta bara á heimilunum, aö vísu var ég nú á húsmæöraskóla, ég var á Löngumýri í Skagafirði, það var veturinn sem skólinn tók til starfa. Við fórum nokkuö margar héöan að vestan, þetta var 1944 til 45 og Ingibjörg Jóhannsdóttir var þá skólastjóri.“ „Hvað með saumaskap og hannyrðir?" „Það var mikið saumaö, öll föt voru saumuð, meira að segja karlmannaföt, öll föt voru yfirleitt saumuö sem þurfti á heim- ilisfólkiö. Maöur saumaöi mikiö eftir aö hingað kom, skyrtur og svoleiöis og yfirleitt allt á krakkana meöan þau voru lítil. En úr því við vorum aö ræða um matargerð, þá var náttúrulega unnið úr mjólkinni heima í Reykjarfirði og fært frá allt til 1946. Það var gert mikið skyr og súr, veistu ekki hvaö er súr? Skyriö er búiö allt öðru vísi til en súr- inn. Þaö er hitað í skyriö og settur hleypir, en í súrinn er ekki settur hleypir heldur er látiö hlauþa svona neösta lagiö viö tunn- una, þá var settur diskur og maður hellti síöan málamjólkinni smátt og smátt í þetta. Þetta súrnaöi síðan og þegar viss tími var liðinn, þá datt súrinn niður en mysan kom upp og maður jós allri mysunni af. Súrinn var notaður til að geyma í mat, og hann var seldur mikiö hér í þorpinu. Það var mikiö af þurrabúðarfólki í þorpunum og súrinn var borðaöur með hafragraut. Pabbi keypti svo fisk í staöinn fyrir súr- inn, þetta voru vörubýtti. Hann fékk fisk, bæði harðan og nýjan og saltaöan, þorsk- hausa o.s.frv. i staðinn fyrir þaö lét hann súr, smjör og mör, hnoðaðan mör. Hann verslaöi þannig viö ýmsa menn, bæöi í Ög- urnesinu og eins úti í Bolungarvík og Hnífsdal." Aö vinna úr hári „Viö vorum aö tala um handavinnu, Sigríöur." „Það, var töluvert unniö á mínu heimili, mamma var mjög myndarleg í höndunum, geröi bæði eftir fyrirmyndum og upp úr sér. Það var ekki bara, að þaö væri saumaö í. Hún var með handavinnu sem ekki hefur mikiö verið átt viö; það var að vinna úr hári, mannshári, þaö er eitt skilirí inn í stofunni, að vísu ekki eftir mömmu, en eftir konuna sem kenndi mömmu, en aftur gerði mamma það upp fyrir mig nokkru áöur en hún dó. Karítas Hafliðadóttir, kennari á ísa- firöi, kenndi mömmu þetta, en hún mun hafa lært þetta í Danmörku." Á þessu er örfín vinna, og örmjór vír notaður til stuðnings hárinu, Sigríöur hefur haldið þessari grein við, hún sýnir mér tvö verk eftir sig. „Þetta eru svona prufur sem ég geröi fyrir sýningu sem var hér á Isafiröi í fyrra- vetur, af því aö hún er alveg að lognast út af þessi kunnátta. Ég er aö hugsa um að fara að taka þetta upp aftur, af því að ég lærði þetta, þegar ég var níu ára. En þessa mynd, sem þú sérð hérna í stofunni, geröi Karítas árið 1916 svo þetta er komið til ára sinna." „Hvaö meö tóvinnuáhöld, átt þú enn þá slík áhöld?“ „Já, já, ég á kamba og rokk og þvíum- líkt, en ég hef aldrei verið mikil spunakona, ég keypti mér rokk eftir að ég kom hingaö, hann keypti ég á Flateyri, þar var maður, sem smíöaöi rokka. Móðir mín geröi hins vegar mikið af því að spinna einspinnu og hekla úr henni sjöl. Þau voru mörg falleg og þaö mætti minnast á þaö, að þegar hún var 79 ára, þá saumaði hún þrjá skautbúninga, þaö var þjóöhátíðaráriö. Hún hét Ragn- heiður Hákonardóttir, lést 1977.“ Málverk eftir Jón Trausta „Hvaö meö muni hér í Vigur trá fyrri tíö, Sígríöur?" „Ég held þaö sé ekki mikið frá sóra Sig- urði og frú Þórunni, þó eru hér gamlar myndir á veggjum, frá þingmannaförinni 1906, þar sem þeir voru báðir, séra Sigurð- ur Stefánsson og Stefán skólameistari bróðir hans. Myndin var tekin í Kaup- mannahöfn og svo þessi minni mynd

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.