Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 2. júlí 1986 Kolbeinn Friöbjarnarson, fyrr- verandi formaður verkalýðsfélags- ins Vöku á Siglufirði, hafði frum- kvæði að því að fá formenn Al- þýðuflokksins og Alþýöubanda- lagsins til þess að mæta sameiginlga á hátiðarfund Vöku 1. maí norður á Siglufirði og flytja þar ræður. Við Svavar tókum þessari hugmynd báðir vel og mættum til leiks. Eftir fundinn sendi ég ræðu mína Össuri Skarphéðinssyni, sem ég vona að sé enn ritstjóri á Þjóðviljanum, til birtingar. Össur hefur hins vegar legið á þessum texta vikum og mán- uöum saman eins og ormur á gulli. Vegna umræðna um skánandi sam- búð Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags sbr. samstarf þessara flokka víða i sveitarstjórnum er e.t.v. tímabært að kynna stórum les- endahópi út frá hvaða forsendum formaöur Alþýöuflokksins ræddi við þá Alþýðubandaiagsmenn þar nyrðra. Sér í lagi er þetta æskilegt þar sem ritskoðunarsjónarmið eru svo mikils ráðandi á Þjóðviljanum, að lesendur Þjóðviljans hafa ekki mátt kynnast þessum sjónarmið- um. Saga þín er saga vor. Saga verkalýðsbaráttunnar hér á Siglufirði er saga verkalýðshreyf- ingarinnar í hnotskurn. Hér hafa kommar og kratar löngum eldað halda því fram, að þessir kjara- samningar séu hafnir yfir gagnrýni. Vissulega var árangur þeirra tak- markaður og ekki á vísan að róa um efndirnar, þar sem eru núverandi stjórnarflokkar. En eitt er víst: Mistakist þessi til- raun þegar líður fram á haustið verður við engan annan að sakast en ríkisstjórn landsins. Þá skiptir líka máli, hvort menn kunna að draga af því rökréttar ályktanir. Verkalýðshreyfing Þeir sem gagnrýna verkalýðs- hreyfinguna hvað harðast fyrir þessa samninga, þessa tilraun, eru ekki ýkja trúverðugir, þegar af einni ástæðu. Þeir hafa ekki getað bent á neinar aðrar Ieiðir en þær hinar sömu og gamalreyndu, sem ekki hafa skilað okkur neinum árangri á undanförnum árum. 30% kauphækkun yfir alla lín- una breytir ekki tekjuskiptingunni í landinu. Sú leið hefði aðeins valdið okkur enn einu sinni vonbrigðum; þar er sama gamla svikamyllan um prósentuhækkanir í svikinni mynt. Það er vissulega óvenjulegt að kjarasamningar tryggi hvort tveggja vaxandi kaupmátt og lækk- andi verðlag — og þar með lækk- andi greiðslubyrði skulda. En auðvitað endurspegla kjara- samningarnir veikleika verkalýðs- c Þess vegna mega hinir öldruðu, sem lokið hafa dagsverkinu, enn búa við hróplegt misrétti í lífeyr- ismálum. c Þess vegna er það, að á sama tíma og launamaðurinn borgar refja- laust sína tíund til samfélagsins hælist efnamaðurinn um yfir kunnáttu sinni við að velta rétt- mætum byrðum sínum yfir á herðar náungans. C Þessvegnablasirviðokkurádegi hverjum í dagblöðum sú spegil- mynd aldarfarsins í fjármálatnis- ferli og spillingu, að forverar okkar myndu ekki trúa sínum eigin augum, væri þeim sýnt í spegilinn. Allt þetta, kæru vinir, allt þetta misrétti, sem hrópar á aðgerðir, allt er þetta okkur að kenna. Það er léttvægt og reyndar lítilfjörlegt að láta sér nægja að skamma einstaka forystumenn verkalýðshreyfingar- innar fyrir að geta ekki breytt þessu þjóðfélagi við samningaborðið, þegar við sjálf getum ekki náð þeirri samstöðu sem til þarf, — við kjörborðið. Að breyta þjóðfélaginu Til þess að breyta þjóðfélaginu í átt til aukins jafnaðar og réttlætis; til þess að breyta eigna- og tekju- SIGLUFJARÐAR ANDINN grátt silfur; tekist harkalega á um markmið og leiðir, eins og þessir tveir flokkar hafa gert í meira en hálfa öld. En hér hefur lika þróast traust samstarf og samstaða um viðfangs- efni kjarabaráttunnar. Það sam- starf hefur farið batnandi á seinni árum. Þessi samstarfsvilji innan verkalýðshreyfingarinnar hefur víða birst með áþreifanlegum hætti, t.d. í seinustu kjarasamning- um. Með vísan til sögunnar voru það nokkur tíðindi, þegar við Svavar Gestsson og flokkar okkar á Al- þingi greiddum báðir atkvæði meö þeim efnahagsráðstöfunum, sem Alþingi samþykkti í kjölfar kjara- samninganna. Kjarasamningar Flestir sem vilja vita viðurkenna að með seinustu kjarasamningum tók verkalýðshreyfingin og aðilar vinnumarkaðarins frumkvæðið af ríkisstjórninni. Með þessum kjara- samningum var ríkisstjórnin knúin til stefnubreytingar í efnahagsmál- um almennt og í húsnæðismálum sérstaklega. Flokkar okkar á Alþingi hafa ekki það afl atkvæða sem til þurfti að knýja ríkisstjórnina til slíkrar stefnubreytingar, hvað þá heldur að tryggja árangur samninganna með meirihlutavaldi á Alþingi eða í rík- isstjórn. Það hvarflar ekki að mér að hreyfingarinnar. Staðreyndin er nefnilega sú, að verkalýðshreyfing- in getur ekki ein sér breytt tekju- skiptingunni í þjóðfélaginu — við samningaborðið. Kauptaxtar eru ekki sama og lífs- kjör. Hækkun kauptaxta upp allan launastigann breytir ekki tekju- skiptingunni. Háar prósentur þýða hærra verðlag og hærri vexti; fals- aða ávísun, svikna mynt. Þetta þekkjum við öll af áratuga reynslu. Pólitík og lífskjör Hvað þarf að gerast utan samn- ingaborðs til þess að breyta tekju- skiptingunni hinum efnaminni í hag, þannig að kjarabætur haldi? Til þess þarf pólitík. Til þess þarf meirihluta á Alþingi og í ríkis- stjórn. Tækin til þess eru lög, sem „Svar Vilmundar flaug víða: „ Ef þið hættið að Ijúga upp á mig og minn flokk skal ég svo sem láta vera að segja sannleikann um ykk- ur.“ breyta skattakerfinu; sem tryggja það að hinir efnameiri greiði sinn hlut refjalaust til sameiginlegra út- gjalda þjóðfélagsins. Lög, sem Eftir Jón Baldvin Hannibalsson formann Alþýðuflokksins skipuleggja fjármagnstilfærslur til hinna efnaminni, til að tryggja þeim þak yfir höfuðið á viðráðan- legum kjörum; lög um einn sameig- inlegan lífeyrissjóð allra lands- manna, sem afnema hróplegt mis- rétti, sem hinir öldruðu þurfa við að búa. Það þarf líka lagasetningu um breytingu á stöðnuðu stjórnkerfi. Þið hér á landsbyggðinni þurfið að fá í hendur meira pólitískt vald, þ.m.t. skattlagningarvald, frá ríkis- valdinu, til þess að ráða sjálf ykkar málum. Þetta er sú byggðastefna, sem á að koma í staðinn fyrir betli- staf þeirrar byggðastefnu, sem kenna má við Framsókn. Þetta er pólitík. Pólitík er spurning um lífskjör. Og pólitík er spurning um valda- hlutföll milli vinnandi fólks annars vegar og þeirra, sem ráða fjármagn- inu og njóta forréttinda í krafti þess, hins vegar. Þeir sem gagnrýna verkalýðs- hreyfinguna með ofstopa og upp- hrópunum, eins og óhreinu börnin hans Svavars á Þjóðviljanum, þegar hún vinnur takmarkaðan varnar- sigur við erfiðar aðstæður, — sigur sem Svavar gat ekki unnið í pólitík- inni — eiga eftir að Iæra lexíuna sína. Veikleiki verkalýðshreyfingar- innar er sá, að hana vantar pólitísk- an styrk á Alþingi til þess að hefna þess þar sem hallast á við samn- ingaborðið. Þetta er kjarni málsins. Þetta er umræðuefni okkar í dag. Hvers konar þjóðfélag? Spyrjum okkur samvizkuspurn- ingar: Getur nokkurt okkar, sem hér er- um saman komin á baráttudegi verkalýðshreyfingarinnar 1. maí, með góðri samvizku sagt, að draumur brautryðjenda verkalýðs- hreyfingarinnar um velferðarríki hins vinnandi manns — hafi rætzt? Ég þarf ekki að svara þessari spurningu fyrir ykkur. Við vitum öll svarið. Það er stutt og laggott: Nei — því fer fjarri, því miður. Á sl. hálfum öðrum áratug hefur óðaverðbólga og óstjórn farið eldi um þjóðfélagsbyggingu okkar. Sjálf byggingin er ekki brunnin til grunna, en hún er stórskemmd af eldi og vatnsaga fákunnandi slökkviliðsmanna. c Þess vegna er það, að sömu helg- ina og við jafnaðarmenn héldum hátílegt 70 ára afmæli Alþýðu- flokksins og verkalýðshreyfing- arinnar um miðjan mars sl. var haldin sérstök ráðstefna í Reykja- vík um — fátækt á íslandi. c Þess vegna er svo komið, að þeir sem vinna framleiðslustörf á lægstu kauptöxtum eru orðnir hálf- drættingar á við starfsbræður sína meðal grannþjóða, enda þótt þjóðartekjur á mann séu með þeim hæstu í heimi hér á landi. c Þess vegna hafa hundruð fjöl- skyldna á undanförnum árum misst húsaskjólið undir upp- boðshamri ránvaxtastefnunnar. „Við vitum að út- þenslu ríkisbáknsins eru takmörk sett. En við vitum líka, að óheftur markaðsbú- skapur leiðir til samfé- lagsgerðar, sem er sið- ferðilega fordæman- Ieg.“ skiptingunni; til þess að uppræta spillinguna og afnema forréttindin — þarf pólitíska samstöðu þeirra, sem hagsmuna sinna og lífsskoð- ana vegna ber skylda til að verja vel- ferðarríkið fyrir fjandmönnum þess. „Kommúnistaflokk- arnir í okkar heims- hluta, sem hefur dagað uppi í úreltum hug- myndaheimi stalín- ismans, eru smám saman að þokast á fornminjasöfn sögunn- ar.“ Aldrei síðan á kreppuárum hafa hugmyndir og úrræði jafnaðar- manna um hlutverk lýðræðislega kjörins ríkisvalds til að stuðla að jöfnuði í eigna- og tekjuskiptingu, og tryggja félagsleg mannréttindi hinna efnaminni frammi fyrir valdi fjármagns og forréttinda — aldrei síðan á kreppuárum hafa þessar hugmyndir og þessi úrræði átt brýnna erindi til vinnandi fólks á ís- landi en einmitt á okkar dögum. En til þess að vinna verkið þurf- um við tæki sem duga. Það skilja allir vinnandi menn. Hvarflar það að nokkrum viti bornum manni að rétta leiðin til að vinna verkið sé að sundra kröftunum sífellt í fleiri og smærri einingar — á sama tíma og við stöndum frammi fyrir ofurvaldi fjármagns og fjölmiðla í höndum eignastéttanna? Hvenær ætla menn að láta sér skiljast að sundrung er sama og ósigur? Hvenær ætla menn að læra af mistökum liðinnar sögu og koma sér saman um að bæta fyrir mistök- in? Hvers vegna höfum við ávaxtað svo illa okkar pund? Á þessum vetri héldum við hátíð- legt 70 ára afmæli Alþýðuflokksins og Alþýðusambandsins. í upphafi voru Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- sambandið ein og sama hreyfingin. Það sýnir að brautryðjendur verka- lýðshreyfingarinnar skildu lögmál og leikreglur stjórnmálanna til hlít- ar. Þeir sáu fram í tímann. Þeir vissu að styrkur verkalýðshreyfing- arinnar einnar nægir ekki til að breyta þjóðfélaginu. Til þess þarf pólitískan styrk. Og þetta tvennt þarf að fara saman. Að læra af mistökunum Öfugt við það sem varð annars staðar á Norðurlöndum og víðast

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.