Alþýðublaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 4. apríl 1987 Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga ( heilsu- gæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina á Patreksfirði. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina á Þórshöfn. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina I Asparfelli, Reykjavík. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöð Miðbæjar, Reykjavlk. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina I Árbæ, Reykjavfk. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina I Reykjahlíð, Mývatnssveit. Hálf staða hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöðina á Dalvlk. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 31. mars 1987. ®LAUSAR STÖÐUR HJÁ J REYKJAVÍKURBORG Skólaskrifstofa Reykjavíkur óskar eftir að ráða bókasafnsfræðing I fullt starf, sem fyrst. Upplýsingar gefur skólasafnafulltrúi I síma28544 e.h. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,5. hæð ásér- stökum eyðublöðum sem þar fást. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla I Reykjavlk vegna alþingiskosninga 1987 hefst I Ár- múlaskóla laugardaginn 4. aprll kl. 14 til 18. Siðan verö- urkjörstaðurinn opinn allavirkadagakl. 10—12,14—18 og 20—22, en sunnudaga og helgidaga kl. 14—18. Lok- aö veröur föstudaginn langa og páskadag. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar Vinnumiðlun Borgartúni 3 — Sími 623340 Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavfkurauglýsireftir leiðbeinend- um til starfa við Vinnuskólann I sumar. Starfstími er frá 1. júní til 1. ágúst n.k. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu I verk- stjórn og þekkingu á gróðursetningu, jarðrækt o.fl. störfum t.d. hellulögnum og kanthleðslu. Til greina kom 1/2 dags störf. Umsóknareyðublöð eru afhent I Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, Borg- artúni 3, simi 623340. Þar eru einnig gefnar upp- lýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 24. apríl n.k. Vinnuskóli Reykjavíkur ST. JÖSEFSSPÍTALI Landakoti Fóstrur Skóladagheimilið Brekkukot auglýsireftir2 fóstr- um. Upplýsingar I sfma 19600/260 alla virka daga f rá kl. 9—15. Reykjavík 02.04.1987. Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. FÖRUM VARLEGA! GÓÐAFERÐ! llXreRÐAB Jón Baldvin Hannibalsson Landkynning og náttúruvernd Ferðamálaráðstefnan—87 var haldin á Hótel Sögu dagana 26. og 27. mars sl. Ráð- stefnustjóri var Ágúst Hafberg. í upphafi ráðstefnunnar fluttu formenn stjórnmálaflokkanna ávörp og lýstu stefnu viðkomandi flokks varðandi uppbyggingu ferðaþjónustu á íslandi. í máli þeirra kom fram að atvinnugreinin nýtur vaxandi skilnings stjórnmálamanna og muni á næstu árum verða einn þýðingarmesti atvinnuvegur þjóðarinnar. Hér á eftir fer ávarp Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins. Landkynningarmálum hefur verið allvel sinnt í samstarfi einkafyrirtækja og hins opinbera um langt árabil. Verndun umhverfis hefur hins vegar orðið vaxandi áhyggjuefni manna með síauknum ferðamannastraumi um all- an heim síðustu árin. Á nýafstöðnu þingi Alþjóðahótelsambandsins var mikið um þessa hættu fjallað og bent á skelfilegar afleiðingar þess fyrir ómetanlegar náttúruperlur og sögulegar minjar ef ferðamennska í heiminum tvöfaldast til næstu alda- móta. Sömuleiðis eru menn farnir að hafa vaxandi áhyggjur af varhugaverðum samfélagsáhrifum ferðamennsku víða um heim. Kannski er kjarni málsins fólginn í þessu. Hvert er markmið okkar með móttöku erlendra ferðamanna og hvar viljum við draga mörkin? Alþýðuflokkurinn vill að mótuð verði opinber stefna í málefnum ferðaþjónustunnar og sú stefna verði leiðbeinandi um allar opin- berar aðgerðir sem lúta að þessari grein. Það sem skiptir máli að okkar mati, er ekki fjöldi erlendra ferða- manna, sem koma hingað til lands, jafnvel ekki að ferðamannajöfnuð- urinn við útlönd verði hagstæður. Heildar gjaldeyristejf inr íslensku þjóðarinnar af móttöku erlendra ferðamanna er ekki mælikvarði á það hversu vel okkur hefur tekist. Það sem skiptir máli, og er grund- vallarsjónarmið við mótun þeirrar ferðamálastefnu, sem unnið er að á vegum Alþýðuflokksins, er að ferðaþjónusta sem atvinnugrein og ferðalög sem hluti af lífsmáta nú- tímamannsins, hafi góð áhrif á ein- staklinginn og samfélagið í heild. Það eru áhrifin af ferðaþjónustu sem skipta máli, ekki umfangið. Þess vegna lítum við málið þeim augum, að stefna okkar í ferðamál- um eigi að vera hluti af þeirri vel- ferðarstefnu, sem er kjölfestan i stefnu Alþýðuflokksins. Ferða- málapólitik okkar verður því eins og önnur pólitik okkar, velferðar- stefna. Við teljum að þróttmikil ferða- þjónusta Iáti gott af sér leiða fyrir samfélagið. Komur erlendra ferða- manna tryggja íslendingum tíðar og reglulegar samgöngur við út- lönd. Veitinga- og gistihúsarekstur veitir allmörgum atvinnu — og við njótum nú góðs af mikilli fjöl- breytni veitingahúsa og frábærri fagþekkingu þeirra sem þar starfa. Ferðaþjónusta í sveitum og annars staðar í dreifbýli getur orðið mikil- væg aukabúgrein víða, og stuðlað þannig að því að byggð haldist í hér- uðum, þrátt fyrir samdrátt í hefð- bundinni búvöruframleiðslu. Allt eru þetta jákvæð áhrif, en við skul- um ekki loka augunum fyrir því að áhrifin kunna einnig að verða nei- kvæð. Nú þegar eru viðkvæmar náttúruauðlindir í hættu hér á landi. Erfitt er orðið að fá ófaglært fólk til starfa á hótelum og veitinga- húsum á höfuðborgarsvæðinu. Margt starfsfólk í þessari grein býr við afleit launakjör og vinnur við erfiðar og jafnvel heilsuspillandi aðstæður. Það er ekki allt gull sem glóir. Til að hægt sé af nokkru viti að marka ákveðna stefnu í þróun ís- lenskrar ferðaþjónustu þurfum við að afla reglulega upplýsinga um ferðavenjur íslendinga, um þá gesti sem sækja okkur heim og um áhrif ferðaútvegs á íslenskt samfélag og efnhag lands og þjóðar. Þekking á því er forsenda fyrir ákvörðunum um markaðssókn á þessu sviði. Þess vegna er það öðru fremur hlut- verk hins opinbera að styrkja rann- sóknir og upplýsingaöflun á þessu sviði. Vöruþróun og markaðssókn verður best fyrir komið í höndum þeirra fyrirtækja sem í þessari grein starfa. Það er ekki atvinnugreininni né fyrirtækjunum til farsældar að ríkið reiði fram ölmusu til þeirra. Það er heldur ekki stefna Alþýðu- flokksins að halda uppi dýru milli- færslukerfi milli atvinnuveganna. Hins vegar eru tiltekin verkefni óhjákvæmilega á ábyrgð hins opin- bera, ekki síst þau sem lúta að því að framfylgja settum samfélagsleg- um markmiðum. Meðan ferðaþjónusta er á upp- byggingarstigi er það ekki aðeins rétt heldur einnig skylt að ríkið leggi fram fé að hálfu á móti at- vinnugreininni til þeirra verkefna sem brýn eru talin. En stöðu Ferða- málaráðs þarf að skoða að nýju og þá jafnframt að ákveða hvort stofn- uð verði markaðsdeild við ráðið, eða hvort öðrum aðilum, svo sem Útflutningsráði íslands, verði falin slík verkefni. Að endingu. Kjarninn í þeirri stefnu sem Alþýðuflokkurinn boð- ar í málefnum ferðaþjónustunnar er þessi: Það er hlutverk ríkisins að tryggja það að þróun ferðaútvegs verði með þeim hætti að sé til heilla og velferðar fyrir íslenska þjóð. Það er hlutverk stjórnvalda að sjá til þess hverju sinni að fyrirtækj- um í greininni séu sköpuð skilyrði til þess að starfa á þann hátt að sett markmið náist. Fjárhagsleg aðstoð ríkisvaldsins verði sú fyrst og fremst að hafa frumkvæði um almenna landkynn- ingu, að styrkja rannsóknir og upp- lýsingaöflun og að koma á mennt- un og rækja leiðbeiningar- og ráð- gjafarhlutverk. Verði spurt um það hér á eftir, hvort Alþýðuflokkurinn ætli, kom- ist hann í aðstöðu til slíks, að standa við það að veita fé til Ferðamála- ráðs sem nemur 10 prósentum af brúttósölu í fríhöfninni, þá er svar- ið þetta: Ákveðum fyrst nákvæm- lega hvert eigi að verða hlutverk Ferðamálaráðs. Tryggjum því síðan það fjármagn sem þarf, en ekki að- eins frá ríkinu. Atvinnugreinarnar þurfa að skattleggja sig sjálfar í eig- in þágu. Það yrði dauðadómur yfir þessari atvinnugrein ef hún yrði ómagi hjá ríkinu. Við viljum setja okkur markmið og standa við þau. Aðalfundur SPRON Rekstrarhagnaður 6.2 milljónir á síðasta ári Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis hélt 55. aöalfund sinn föstudaginn 27. mars s.l. í Fóst- bræðraheimilinu við Langholtsveg. í skýrslu formanns stjórnar sparisjóðsins, Jóns G. Tómassonar, kom fram að rekstur sjóðsins gekk vel á árinu og var rekstrarhagnaður um 6,2 milljónir króna fyrir eigna- skatt. Heildarinnlán sjóðsins jukust úr 953.237 þús. kr. í 1.355.910 þús. kr„ eða 42,2%, sem var veruleg aukning umfram hækkun lánskjaravísitölu á árinu og meðaltalsaukningu inn- lána í bankakerfinu. Heildarútlán sparisjóðsins voru 958.841 þús. kr. í árslok 1986 og höfðu þá aukist um 308 millj.kr. á árinu. Enn sem fyrr fór meirihluti útlána til einstaklinga en með stöð- ugt vaxandi umsvifum sparisjóðs- ins hafa lánveitingar til atvinnu- rekstrar farið vaxandi. Formaður sparisjóðsstjórnar minntist þess, í lok skýrslu stjórnar, að á þessu ári væru liðin 55 ár frá stofnun Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis en sparisjóðurinn opnaði fyrstu afgreiðslu sína 28. apríl 1932 að Hverfisgötu 21. Samkvæmt samþykktum spari- sjóðsins skal stjórn hans skipuð 5 mönnum og skulu sparisjóðsaðilar kjósa 3 stjórnarmenn úr sínum hópi, en Borgarstjórn Reykjavíkur kýs 2 menn. í stjórn næsta starfsárs voru end- urkosnir á aðalfundi: — Jón G. Tómasson — Hjalti G. Kristjánsson — Gunnlaugur Snædal en borgarstjórn hafði á fundi 19. mars s.l. kosið: — Ágúst Bjarnason — Sigurjón Pétursson Skoðunarmenn sjóðsins til eins árs voru kjörnir: — Sveinn Jónsson — Júlíus Hafstein Afgreiðslustaðir Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis eru þrír: Skólavörðustígur 11, Hátún 2B og Austurströnd 3, Seltjarnarnesi. Frá aðalfundi Sparísjóðs Reykjavíkur og nágrennis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.