Alþýðublaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 16
16 Miðvikudagur 30. desember 1987 MINNING GUÐMUNDUR í. GUÐMUNDSSON /. 19. júlí 1909 — d. 19. desember 1987 Guömundur í. Guömunds- son fyrrv. varaformaöur Al- þýðuflokksins, alþingismaöur og ráöherra, lést að heimili sinu aðfaranótt laugardags 19. des. sl. 78 ára að aldri. Guðmundur naut snemma viðurkenningar jafnt sam- herja sem andstæðinga fyrir góða greind, trausta laga- þekkingu, harða málafylgju og óvenjuleg pólitisk hygg- indi viö að koma fram mál- um. Þessir kostir komu hon- um aö góðu haldi á löngum starfsferli sem málflutnings- maður, alþingismaður og sló- ar ráðherra, allt frá kreppuár- um fram undir miðbik við- reisnar. Guömundur átti drjúgan hlut að þvl að byggja upp traust og vaxandi fylgi Al- þýðuflokksins áSuðurnesj- um, þar sem Alþýðuflokkur- inn hefur löngum verið helsti keppinautur Sjálfstæðis- flokksins um fylgi og manna- forráð. En það sem lengst mun halda nafni Guðmundar á loft, vegna þeirra pólitlsku verka sem hann vann, er höf- undarréttur hans að vinnu- löggjöfinni, sem staðið hefur óhögguð I meira en hálfa öld. Seinasta hálfan annan ára- tug starfsferils slns gegndi Guömundur sendiherraem- bættum I ýmsum þjóðlönd- um, þ.á m. I Bretlandi, Banda- rlkjunum og Svlþjóö og sein- ustu tvö starfsárin sem fasta- fulltrúi íslands hjá Atlants- hafsbandalaginu. Flestir munu hins vegar minnast hans sem utanrlkisráðherra Viðreisnar, I ráðuneytum Ólafs Thors og Bjarna Bene- diktssonar frá 1959 til 1965. Færri muna að hann gegndi embætti fjármálaráóherra tæpt ár I ráðuneyti Emils Jónssonar 1958 til ársloka 1959, en minnihlutastjórn Emils Jónssonar greip ein- mitt tíl árangursrlkra efna- hagsaðgerða og lagði meö þvl traustan grundvöll að um- bótastarfi viöreisnarstjórnar- innar næstu árin. Þeir eru trúlega fáir sem muna að Guðmundur hóf starfsferil sinn sem ungur lögfræðingur I þjónustu verkalýöshreyfingarinnar. Það kom I hans hlut sem lög- fræðings Alþýöusambands- ins að annast formennsku milliþinganefndar sem samdi frumvarp til laga um stéttar- félög og vinnudeilur á árun- um 1936—38. Þetta var I stjórnartlð „rlkisstjórnar hinna vinnandi stétta". Þessi löggjöf var mjög umdeild á slnum tlma. Kommúnistar þeirrar tlöar og jafnvel ýmsir málsvarar vinstri arms Al- þýðuflokksins börðust hatrammlega gegn frumvarp- inu og kenndu við „þræla- lög". I reynd var þetta mannrétt- indaskrá verkalýðshreyfingar- innar, enda leitaði Guðmund- ur einkum fyrirmynda I vinnu- löggjöf annarra Noröurlanda- þjóða þar sem verkalýðs- hreyfingin og jafnaðarmanna- flokkarnir voru þegaroröin ráöandi stjórnmálaöfl. Hálfri öld slðar stendur þessi lög- gjöf óhögguð. Þeir hinir sömu og harðast börðust gegn löggjöfinni á sinni tlð hafa áratugum saman beitt sér gegn öllum breytingum á henni af alefli. Höfundur vinnulöggjafarinnar má vissu- lega vel við una, þótt trúlega hefði hann fyrstur manna játað nauðsyn breytinga nú, svo mjög sem þjóöfélagið hefur tekið stakkaskiptum á liðnum áratugum. Annað mál sem Guðmund- ur í. átti stóran hlut að og varðar mjög kjör sjómanna- stéttarinnar á l’slandi verð- skuldar að þvl sé haldið til haga þegar Guömundar er minnst. Hér er átt við laga- legar forsendur fyrir hluta- skiptasamningum sjómanna og útgerðarmanna i stað fastakaups eða „premiu" sem áður tiðkaðist. Náinn samstarfsmaður Guðmundar á Suðurnesjum, Ragnar Guð- leifsson, fyrrv. formaður verkalýðs- og sjómannafélags Keflavlkur, rifjaði upp þetta mál á sjötugs afmæli Guð- mundar 1979. Á þjóðstjórnar- árunum voru sett lög um al- mennar efnahagsráðstafanir þ. á m. um breytta gegnis- skráningu. Lögfræðingur ASÍ kom mjög við sögu við undir- búning þeirrar löggjafar. Fyrir hans tilstilli voru sett ákvæði I lögin sem heimiluðu sjó- mönnum að taka hlut úr afla, ef þeir óskuðu og samningar um slfk kjör tækjust. Á þessum tlma voru kjör sjómanna, aðallega fasta- kaup eða „premla". Sjómenn sóttu mjög eftir hlutaskiptum en gekk treglega aö ná fram samningum. í samningum verkalýðs- og sjómannafélags Keflavlkur voru þó ákvæði um hlutaskipti en samþykki útgerðarmanna skorti. Fyrir vertlðina 1940 ákvað félagiö að allir félagar þess, sem ráðnir yrðu á vélbáta frá Keflavlk og Njarðvlkum þessa vertlðina skyldu taka hlut úr afla. Eftir gengisbreyt- inguna höföu útgerðarmenn enn minni áhuga en áður á að láta sinn hlut og reyndu þvl að sniöganga lögin og samþykki félagsins með þvl að semja sérstaklega viö háseta um sölu á aflanum upp úr sjó. Af þessu spratt alvarleg deila milli verkalýösfélagsins og útgeröarmanna og kom til málshöfðunar. Guðmundur tók að sér mál sjómanna og vann það með stuðningi áðurnefnds ákvæðis I gengislögunum og vinnulög- gjafarinnar. Að mati Ragnars færði þetta sjómönnum á Suðurnesjum kjarabætur sem námu á annað hundrað milljónum króna miðað viö verðgildi peninga nú. Upp úr þessu var réttur sjómanna til hlutaskiptasamninga ekki vefengdur. Sigur Guðmundar I þessu deilumáli mun hafa átt stóran þátt I þvl að Alþýöuflokks- menn á Suöurnesjum leituöu til hans um þingframboð 1942 og veittu honum slðan að málum I tæpan aldarfjórð- ung. Upp frá þvl gegndi Guð- mundur fjölda annarra trúnaðarstarfa fyrir Alþýöu- flokkinn; hann átti sæti I miðstjórn flokksins frá 1940 og var varaformaður hans 1954 til 1965 þegar hann hætti afskiptum af stjórnmál- um. Þann 19. sept. 1942 gekk Guðmundur að eiga Rósu Ingólfsdóttur, hina ágætustu konu og varö þeim fimm barna auðið. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd Alþýðuflokksins færa Guðmundi í. Guðmundssyni þakkir fyrir störf hans i þágu Alþýðuflokksins og verka- Iýðshreyfingarinnar um leið og ég flyt konu hans og niðj- um þeirra samúðarkveðjur. Jón Baldvin Hannibalsson, formadur Alþýðuflokksins t í dag fer fram frá Dómkirkj- unni i Reykjavlk útför Guð- mundar í. Guðmundssonar fyrrverandi utanrikisráðherra. Hann lést að heimili sínu I Reykjavlk hinn ,19. des. s.l. Guðmundur í. setti svip á Islensk stjórnmál um langt skeið. Hann var I forystusveit Alþýðuflokksins I hálfan þriðja áratug, lengstum sem þingmaður, og ráðherra- embætti gegndi hann í rúm níu ár. Á fyrri hluta starfs- ferils slns og hinum slðasta starfaði hann sem embættis- maður ríkisins. Hann var sýslumaður i Gullbringu- og Kjósarsýslu frá 1945-1956,og sendiherra frá 1965-1979. í öll- um þessum störfum reyndist Guðmundur í. einkar farsæll og úrræðagóöur. Hann lauk miklu og vönduðu dagsverki til gagns fyrir land og þjóð. Fyrir það stöndum við öll I þakkarskuld við hann að leiðarlokum. Guðmundur var fæddur I Hafnarfirði 17. júll 1909. Foreldrar hans voru Guö- mundur skipstjóri Magnús- son sjómanns I Hafnarfirði, Auðunssonar og Margrét Guömundsdóttir útvegs- bónda á Brunnastööum á Vatnsleysuströnd ívarssonar. Guðmundur lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum I Reykjavlk 1930 og, lögfræði- prófi frá Háskóla íslands 1934. Fyrstu árin eftir lög- fræðipróf starfaði hann á málflutningsskrifstofu Stef- áns Jóhanns Stefánssonar og Ásgeirs Guðmundssonar, fyrst sem fulltrúi en slðar sem meöeigandi allt til þess er hann var skipaður sýslu- maður árið 1945. Guðmundur í. vakti snemma á sér athygli fyrir góða lögfræöikunnáttu og afdráttarlausa málafylgju. Tiltölulega nýútskrifaður lög- fræðingur var hann skipaður formaður nefndar til að gera tillögur um vinnulöggjöf. Þetta var áriö 1936. Þá voru miklar ýfingar I stjórnmálum og innan verkalýöshreyfingar. Háði Guðmundur marga hildi við kommúnista á þessum ár- um, en þeir fundu tillögunum hans flest til foráttu. Tillög- urnar I formi frumvarps urðu að lögum 1938, lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og stendur sú löggjöf enn næsta óbreytt. Er hún einn minnisvarði af mörgum um ágætt starf Guðmundar. Árið 1942 fór Guðmundur I framboð fyrir Alþýðuflokkinn I Gullbringu- og Kjósarsýslu og var I framboði fyrir hann þar meöan hin gamla kjör- dæmaskipan hélst en sfðan ( Reykjaneskjördæmi, seinast 1963. Þegar Guðmundur fór fyrst i framboð var Ólafur Thors þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu. Tókust þeir á fund eftir fund um hverjar kosningar. Þótti Guðmundur kænn og slyngur og hitti Ólafur þar fyrir veröugan and- stæðing. Kunna menn enn aö segja sögur af viðureign þessara tveggja stjórnmála- garpa, sem siðar gerðust samstarfsmenn ( rlkisstjórn. Guðmundur sat á Alþingi frá 1942-1965 að frátöldum þremur árum, en þá var hann varaþingmaður. Hann var utanrfkisráðherra f nærfellt áratug eða frá 1956-1965, en auk þess fjármálaráðherra 1958-59 f ráðuneyti Emils Jónssonar. í utanrikisráö- herratfö Guðmundar var „kalda strlðið" f hámarki. Sumir minnast liklega bréfs- ins sem Khrústsjov skrifaði á slnum tíma rfkisstjórn ís- lands og snöfurlegs svars íslenzku rfkisstjórnarinnar. En við stóðum Ilka I öðru strföi á þessum tfma, þorska- strfði, þegar við ákváðum 12 mflna landhelgi 1958. Sú viðureign stóð I tvö og hálft ár. Bretar sendu herskipaflota á íslandsmið og er talið að þegar herskip þeirra voru hvað flest hafi þau verið um 30 talsins og allt að 5000 breskir sjóliðar við störf á þeim. Þá var Guðmundur I eldlínunni, talsmaður lands- ins út á viö f snörpum snerrum og sfðan einn aðal- samningamaður íslendinga þegar viö tryggöum okkur sigur. Seinustu 14 ár starfsferils slns var Guðmundur í. Guö- mundsson sendiherra íslands á erlendri grund, fyrst með aðsetur f London slðan Bandarfkjunum, þá Svf- þjóð og loks l Belgfu sem fastafulltrúi íslands hjá Atlantshafsbandalaginu. Eins og tltt er I Islenzku utanrlkisþjónustunni fylgdi sendiherrastarf I mörgum löndum hverjum þessara pósta. Þar við bættist aö á sendiherraárum slnum I Svl- þjóð var Guömundur fulltrúi Islands á Helsinki-ráðstefn- unni um öryggi f Evrópu. Á þessum árum heyrði ég oft til þess vitnað hversu vel og far- sællega Guðmundur leysti sendiherrastörfin af hendi. Til þess var tekiö hve skil- merkilegar skýrslur hans voru af gangi mála I hverju þvl þjóölandi þar sem hann var fulltrúi og ekki sfst af Helsinki-ráöstefnunni. Sömu- leiðis þótti aðdáunarvert, hve greiðan aögang Guðmundur haföi aö æðstu embættis- og stjórnmálamönnum hvar- vetna þar sem hann var sendiherra. Má þetta vera til marks um góða hæfileika Guðmundar. Þegar ég man fyrst eftir mér var Guðmundur f. bæjar- fógeti f Hafnarfirði og sýslu- maöur I Gullbringu- og Kjósarsýslu. Sýslumanns- kontórinn var rétt neðar I götunni þar sem ég ólst upp en bústaöur Guðmundar var I Brekkugötu undir Hamars- brúninni. Gönguleið sýslu-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.