Tíminn - 26.07.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.07.1968, Blaðsíða 6
* TIMINN FÖSTUDAGUR 26. júlí 1968. MINNING Jónas Jónsson frá Hrillu Framsóknarflokkurinn á Jónasi Jónssyni miklar þakkir að gjalda. Jónas Jónsson var í reyndinni einn af aðalstofnendum Framsóknar- flokksins. Hann var helzti hvata- maður að blaðaútgáfu flokksins. Hann átti allra manna stærstan hlut að sókn flokksins og sigrum á fyrstu starfsárunum. Hann var iífið og sálin í öllu flokksstarfi og átti meiri þátt en nokkur annar í uppbyggingu flokksins og stefnu- mótun. Hann var um langt skeið aðsópsmesti, áhrifaríkasti og vopn fimasti baráttumaður flokksins, hvort heldur var til sóknar eða varnar, ritaði meira í flokksblöðin en nokkur annar maður og var helzti málsvari Framsóknarmanna, bæði á Alþingi og mannfundum víðs vegar um land. Jónas Jónsson var í aldarfjórð- ung einn áf aðalforingjum Fram- sóknarmanna. Hann var dóms- og menntamálaráðherra í fyrstu ríkis- stjórninni, sem mynduð var af Framsóknarflokknum, og markaði þá á mörgum sviðum þau spor, sem enn hefur ekki fennt í. Hann var formaður flokksins um tíu ára skeið og gegndi auk þess fjölmörg um öðrum störfum fyrir flokkinn, sem hér yrði allt of langt mál að telja upp. Öll sín störf fyrir flokk- inn vann hann með hugarfari sjálf- boðaliðans, en hirti lítt um veg- tyllur eða laun. Það er ekki ofsagt, að Jónas Jónsson hafi á sínum tíma verið andlegur leiðtogi Framsóknar- manna. Hann kveikti fyrstur mörg þeirra leiðarljósa sem Framsóknar- flokkurinn fylgir og mun fylgja. Ef nokkur einn maður ætti skilið að vera nefndur faðir Framsóknar- flokksins, þá er það Jónas Jónsson. Jónas Jónsson var alveg óvenju- Iegur maður. Hann var gæddur frábærum gáfum og eindæma starfsorku. Hæfileikar hans komu snemma í ljós. Þegar hann hafði Iokið námi í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, Iét Jón A. Hjaltalín, skólastjóri, þau ummæli um hann falla, að hann væri sá þyngsti lax, sem á sína vog hefði komið. Reynslan hefur sýnt, að þessi dóm- ur hins skrumlausa skólastjóra var reistur á traustum grunni. Saga Jónasar sýnir, að hann var I flest- um greinum fjarri meðalmennsk- unni. Hann gat sér góðan orðstír sem kennari. Hann samdi kennslu- bækur, sem reynzt hafa óvenjulega lífseigar. Hann var dáður ung- inennafélagsleiðtogi. Hann var um langt skeið skólastjóri Samvinnu- skólans og skeleggur málsvari samvinnufélaganna. Ritstörf hans eru svo mikil, að það er með ólík- indum. Hér verður hvorki fjallað um þessi margháttuðu störf hans né um stjórnmálastarfsemi hans almennt. Það verður gert af öðr- um, sem þekktu hann betur og kunnugri eru starfsferli hans. Vita skuld er og ógerningur að gera ævisögu Jónasar Jónssonar nokkur viðhlítandi skil í stuttum blaða- greinum. Um Jónas Jónsson sem stjórn- málamann langar mig aðeins til að segja þetta: Hann var um langt skeið einn svipmcsti stjórnmála- maður hér á landi. Hann var flest- um eða kannske öllum íslenzkum stjórnmálamönnum frjórri og hug- myndaríkari. Hann var hugsjóna- maður og sá margar hugsjónir sín ar rætast. Hann var eldhugi, en e. t. v. ekki alltat að sama skapi raunsær. Hann var mestur stfl- snillingur íslenzkra stjórnmála- manna á þessari öld. Á beztu ár- um sínum var hann boðberi vors og sólar í íslenzku þjóðlífi. Jónas Jónsson var skapstór mað- ur og ráðríkur, svo sem títt er um mikilhæfa menn. Sjálfsagt hefur hann stundum verið erfiður í sam- starfi. Varð og ósætti, eins og kunnugt er, á milli hans og ann- arra forystumanna Framsóknar- flokksins, er leiddi til þess, að hann lét af formannsstörfum í flokknum árið 1944. Eftir það starfaði hann lítt eða ekki í flokkn um. Það haggar að sjálfsögðu í engu við þeirri þakkarskuld, sem Framsóknarmenn standa í við Jónas. Hann hefur skráð nafn sitt óafmáanlega í sögu Framsóknar- flokksins. Þess minnast allir Fram- sóknarmenn, þegar Jónas er kvadd- ur. Jónas Jónsson var umdeildur maður, eins og flestir þeir, sem við stjórnmál fást. Á blómaskeiði ævinnar átti hann sér aðdáendur umfram aðra menn. En hann átti sér einnig liarðsnúnari andstæð- inga en venja er og sætti óvægi- legri árásum en aðrir. Auðvitað eru dómar manna um Jónas Jóns- son enn þá litaðir persónulegum viðhorfum. Sennilega verður hann fyrst réttilega metinn úr nokkurri fjarlægð. Er vafalaust, að stjórn- málastörf og stjórnmálaferill Jónasar verða síðari tíma fræði- mönnum verðugt rannsóknarefni. Nafn Jónasar Jónssonar er ekki aðeins tengt Framsóknarflokknum.- ! Það er samofið þjóðarsögunni á þriðja og fjórða áratug þessarar aldar. Jónas Jónsson mun lengi lifa í verkum sínum. Og hjá Framsókn- arflokknum mun nafn hans aldrei gleymast. Ólafur Jóhannesson. t Á förum í langþráða fjallaferð frétti ég nú ^lát Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Ég vil, að kveðja frá mér fylgi með öðrum þeim, sem honum verða fluttar að leiðarlok- um í Tímanum. Ég minnist þess, að kornungur átti ég því láni að fagna, að Jónas Jónsson kvaddi mig til þjónustu á sínum vegum og félaga sinna, þeg- ar þeir hófu framkvæmdasóknina miklu í málefnum landsins árið 1927. Þetta urfíu sannarlega tíma- mót í framfarasögu þjóðarinnar, því að umbótahraðinn jókst þá allt í einu með þeím hætti, að nálega mátti kalla byltingu. Og æ síðan hefur framkvæmdasókn sú, sem þá hófst og stóð þrátt fyrir heims- kreppu og stóráföll með litlum hvíldum fram að síðustu heims- styrjöld, orðið eggjandi fordæmi £ framfarabaráttu þjóðarinnar. Þessi farsæla framfarabylting var árangur af langri baráttu margra vaskra manna og sterkra félagssamtaka, en ekki er hallað á neinn, þótt því sé á loft haldið, að mestur var þáttur Jónasar Jónssonar í því brautryðjanda- starfi. Kom þar til forysta hans í málefnum ungmennafélaganna, samvinnufélaganna og Framsókn- arflokksins, og verður sú saga rak- in af öðrum bæði nú og síðar, meðan íslandssaga verður sögð og rituð. Það var mikil gæfa fyrir mig að komast í nána snertingu við Jónas Jónsson og telaga hans, þeg- ar þeír nófu framkvæmdirnar sem þeir höfðu svo lengi barizt fyrir og undirbúið með þessari stór- felldu baráttu. Ég fæ aldrei fullþakkað það traust, sem Jónas Jónsson sýndi mér á þessum árum, og meðai ann ars varð til þess, að ég fékk að sjá og kynnast því, hvernig braut- ryðjandi og víkingur vann. Seinna bar ýmislegt á milli, m. a. um starfsaðferðir og tilliögun barátt- unnar, sem varð til þess, að leiðir lágu ekki saman sem fyrr, en ekk- ert af því, sem skeði, þótt sumt væri sárt að bera, hefur eitt and- artak breýtt mati mínu á stór- brotnu forystuhlutverki Jónasar Jónssonar, né drepið niður þakk- læti mitt í hans garð. Þjóðin öll stendur í mikilli þakkarskuld við Jónas Jónsson, aðsópsmikinn þjóðarleiðtoga í upp- hafi fullveldis á íslandi, og mun margur minnast þess nú við frá- fall hans. Framsóknarmenn geyma minn- inguna um mikilhæfan foringja sinn, brautryðjandann, sem ruddi leiðina öllum öðrum fremur. Þá minningu fær ekkert af því, sem hefur gerzt né getur gerzt, frá þeim tekið. 20. júlí 1968. Eysteinn Jónsson. t Svip'inesti þjóðskörungur aldar- innar Jónas Jónsson frá Hrifiu, er látinn. Flestir þeir, sem gjörla fiekktu þennan einstæða gáfumann, munu telja sér það mikið lán að að hafa átt þess kost að kynn'ast honum. Þegar ég að lokinni 5 ára náms- dvöl í Svíþj óð árið 1930, kom heim, þekkti ég Jónas Jónsson að- eins af afspurn og sikrifum haps. Ég hafði meðal annars lesið hina frægu grein hans ,Stóru bombuna". Huglsijónir hanis, kjarkur, eldmóður og orðsnilld sem birtist í þeirri grein heillaði mig og það greip mig óstöðvanidi löngun tiil þess að skipa mér undir merki þessa manns. Eitt af mánum fyrstu verk- um eftir að ég kom heim til lands ins var því að hringja fil Jónasar, sem þá var ráðherra, og biðja um viðtal. Það var auðsótt. Hann boð- aði mig heim til sin tók mér mjög vel, spurði margs frá Sviþjóð og samtalinu lauk með því að hann sagðist sennilega þurfa á mér að halda til þess að kenna hagfræði við Samvinnuskólann næsta vetur. Um haustið hóf ég svo kennslu. Jónas stóð þá á tindi frægðar sinnar sakir athafna og áhrifa í þjóðlífinu. Hann hafði takmarkað- an táma til þess að sinna skólanum og fól mér því æ meiri kennslu og önnur störf um stjórn skólans og þannig fór, að um 19 ára sikeið vorum við nánir samstarfsmenn, bæði við Samvininuiskólann og tíma ritið' Samvinnuna, þar sem við vor um samritstjórar í 10 ár. Samstarfið við Jónas var mér lærdómsríkt, uppbyggilegt og á- niægjuiLegt, þótt við værum ekk-i alltaf sammála um sitthvað, sem gert var eða þurfti að taka ákvörð un um. Ég skrifaði stundum og sagði það sem honum líkaði ekki og sagði hann mér þá hispurslaust til syndanna en allra manna fljót astur var hann til sótta þótt okk- ur greindi á og vinótta hans var mér óibrigðul. Vegna þess að Samvinnuskólinn og heimili Jónasar var í sama búsi, og lengstaf á sömu hæð, fór ekki bjá því að ég kynntist heimilislífi hans nokkuð. Það var í rauninni alveg einstakt. Þrátt fyrir hin ffiiklu umsvif og hið óhemju mikla og fjiölibreytta starf var hann ein- stakur og ástríkur heimilisfaðir. Hann vann mikið heima á heimil- inu og mörg störf í einu. ÓsjaMan sait hann og skrifaði eldhedfa grein í Tímann samtímis því að hann ræddi við einhvern flokksmann sinn eða vin sepi var í heimsókn, öðru hvoru hringdi síminn og Jón- as rœddi við menn um hin marg- vislegustu málefni, lagði á ráð og hvatti til dáða, frú Guðrún bauð upp á kaffi því gestrisni var þeim í blóð borin, samitímis voru dæturn ar kannske að lesa og skutu jafn- vel spurningum til pabba sins. Úr öllu leysti Jónas ótrúlega fljótt og elskulega, jafnvel þó í milli hefði hvesst aiiiharkalega í eiriþverju símtalinu. Samtalsþrœðinum hélt Jónas svo áfram, við okkur, sem hjá honum sátu í stofunni jafn skemimtinn og áhugavekjandi. Þannig gat Jónas unnið tímunum saman. Hann var svo fullur hug- mynda, huigsjóna og aithafnaþrár, að umdrum sætti. Hann vildi koma mi'klu í framkvæmd dró aldrei af sér, vann myrkranna á milli og vel það, en aldrei held ég áð hvaril að hafi að honum: Hvað fœ ég sjóiLf ur fyrir allt þetta strit? Nei. Hug- sjónin að vinna landi sínu og þjóð var honum allt. Eftir 19 ára sanistarf skildu leið ir okkar, og þó ekki. Mér var þá falin nokkur forsjó anmars mesta óskabarns Jónasar, Þjóðleikhúss- ins. Sem kunnugt er barðist Jónas, ásamt fleirum, langri baráttu fyrir byggingu Þjóðleikhúss og tók þó ákvörðun sem merintamálaráð- herra að lóta byggja það og hefj- ast tafarlaust handa. Þeir, sem að leiklist starfa á íslamdi og þeirrar listar njóta, eiga því Jónasii mikið upp að.unna. Áhugi Jónasar fyrir gen-gi Þjóðleiikhússins var mi'kill. Hann mun hafa séð nœr öU þau leikrit sem Þjóðleikhúsið hefur sýnt frá upphafi, og mörg sá hann oftar en einu sinni. Það liðu aldrei margar vibur á milli þess sem hann talaði við mig um verkefni leibhússins og starfsemi, hvort sem honum Ukaði betur eða verr það sem hann sá þar. Alltaf var áhuginn sá sami, alltaf var hann jákvæður og tillögugóður. Þannig héldust samskipti okkar og vln- átta til hinstu stundar. Hlér er ek'ki rúm til þess að rekja sögu Jónasar frá Hriflu, enda ekki til þess ætlast. Ég vildi aðeins með þessum fáu kveðjuorðum láta í Ijós þakkiæti mitt fyrir að hafa átt þess kost að eiga samleið með þessum afburðamanni í tengslum við þessi tvö óskaböm hans, Sam- vinnus'kólann og Þjóðleikhúsið. Rödd Jónasar er nú þögnuð, hug sjónaeldur hans í hinu hnitmiðaða fonmi flýtur eklci lengur úr hár- skörpum penna hans, — en hug- sjónir hans og verk lifa. Honum auðnaðist að koma ótrúlega m,iklu í verk á lífsleiðinni og þess vegna mun 'hans Jengi minnzt á fslandi, Guðl. Rósinkranz. t Eftir áratuga samstarf á ýms- um sviðum varð ég að sjá á bak vini mínum Jónasi frá Hriflu, sem lézt að heimili sínu að kvöldi hins 19. júlímánaðar eftir örstutta legu. Þar með var lokið jarðnesku samstarfi okkar, sem hafði varað lengi og jafrian verið hið ánægju- legasta. Einstaka vináttu og ó- rofa tryggð sýndi hann mer oS fjölskyldu minni sérstaklega hin síðari ár ævinnar eftir að umsvifa- miklu ævistarfi tók að linna og sviptigjörnum átökum að fækka. Jónas fæddist að vorlagi að Hriflu í Suður-Þingeyjarsýslu. Á unglingsárunum gegndi hann svipuðum störfum og aðrir ungl- ingar, sem aldir eru upp til sveita, gæzlu búpenings, hirðing hans og smalamennsku. Við þetta starf kynntist hann náið náttúru lands- ins, gæðum þess og skorti. Hann kynntist því snemma erfiðleikum íslenzkrar bændastéttar, samtaka- mætti hennar og sigrum. Innan við tvítugsaldur fór Jón- as í Gagnfræðaskóla Akureyrar og útskrifaðist þaðan um tvítugsald- ur. Framhaldsnám stundaði hann síðan í Askov, Berlínj Oxford, London og París. — A þessum árum grundvallaði hann í megin- atriðum á hvern hátt hann gæti mest og bezt unnið ættjörð sinni og leyst hana úr kúgunarfjötrum erlendrar þjóðar. Að sinni ,tók hann þó engin stór stökk, en vann jafnt og þétt og markvisst að frelsun þjóðarinnar með djúp- stæðri. gerhygli og rökfimi, enda sá hann þá, sem jafnan síðar, langt fram í tímann — miklu lengra en samtíðarmenn hans fyrr og síðar. Nú er í valinn hniginn Valna- stabkur samvinnumanna. Á hon- um stóðu áratugum saman eggjar og örvar andstæðinganna. En vopn bitu ekki á hann. Hann sendi skeytin jafnharðan til baka. Máttu andstæðingar xhans þakka fyrir að fá ekki svöðusár fyrir frumhlaup sitt. Jónas var fæddur að vorlagi og bar vorið í brjósti sér alla ævi. Allt starf Jónasar fyrir íslenzka æsku, islenzkt framtak og þjóð- ar velmegun var sem gróandi þjóðlíf. Ég og fjölskylda mín vottum eftirlifandi ástvinum Jónasar innilegustu samúð vegna fráfalls hugsjónaríkasta, framkvæmda- mesta og ritsnjallasta íslendings- ins, sem uppi mun hafa verið með þjóð vorri. Jón Þórðarson. f Jónas Jónsson var orðinn nafn kunnur maður á Akureyri þegar mig bar þangað ungan prent- svein vorið 1906 og þá fyrir námsgáfur, fyrir burtfararprófið, sem hann hafði lokið frá skólan- um þar þetta vor. Ungmennafélagshreyfingin kom til sögu í árslokin 1905 og hún færði út kvíar til Reykjavík- ur strax haustið 1906 En þegar Jónas Jónsson kemur til Reykja- víkur eftir nokkurra ára námsdvöl erlendis, gerist hann þegaz þátt- takandi 1 ungmennafélagshreyf- ingunni, og honum er þá þegar fengin ritstjórn Skinfaxa í hend- ur. Þá kvað svc við nýjan tón, að landsathygli vakti. En annað bar einnig við í sama mund, áfanga i írelsisbaráttunni var náð. Við höfðum fengið heima stjórn. Vega- og brúargerðir voru hafnar, sízni fenginn og fleiri gagnlegir hlutir, en allt um það voru það millilandamálin, sem enn skiptu mennum í flokka, en

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.