Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 1
89. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 21. APRÍL 2001 ÍSRAELAR afléttu í gær að hluta ferðafrelsistakmörkunum á íbúa Gazasvæðisins, en forsætisráð- herrann Ariel Sharon hafnaði boði Yassers Arafats Palestínuleiðtoga um að koma sameiginlega fram í sjónvarpi til að skora á bæði Pal- estínumenn og Ísraela að láta af ofbeldisaðgerðum. Nýjasta bylgja átaka þjóðanna tveggja hefur stað- ið óslitið frá því í lok september sl. Ísraelsk öryggismálayfirvöld sýndu mátt sinn með því að gera lögregluáhlaup á Musterishæð í Jerúsalem, viðkvæmasta helgistað- inn sem þjóðirnar deila um, til að elta uppi unga grjótkastara. Engin meiðsl urðu á mönnum í áhlaupinu og lögreglumennirnir fóru ekki inn í moskurnar tvær á Musterishæð, al-Aqsa og Klettamoskuna. Til fleiri pústra kom hér og þar á hernumdu svæðunum, þar á meðal var sprengjum varpað á gyðingabyggðir í fyrrinótt, en þó var minna um átök í gær en verið hefur undanfarna daga, í kjölfar þess að Sharon fyrirskipaði Ísr- aelsher að grípa til harðari að- gerða til að gæta öryggis land- námsgyðinga. Í viðtali sem franska dagblaðið Le Figaro birtir í dag endurtekur Sharon þá yfirlýstu skoðun sína, að hann myndi ekki hefja frið- arsamninga við Arafat fyrr en Pal- estínuleiðtoginn hefði „bundið enda á hryðjuverkin“. Ísraelsk sjónvarpsstöð greindi frá því í gærkvöldi, að palestínsk sjálfstjórnaryfirvöld hefðu tilkynnt ísraelskum stjórnvöldum að þau hefðu handtekið tvö sprengju- vörputeymi Palestínumanna. Miðlunartilraunir halda áfram Tilraunir til að miðla málum halda áfram. Bandaríski fulltrúa- deildarþingmaðurinn Joe Kolbe hitti bæði Arafat og Sharon og bar Sharon tilboð Arafats um hið sam- eiginlega sjónvarpsávarp, og Ara- fat átti viðræður við Terje Rød- Larsen, Miðausturlandasendifull- trúa Sameinuðu þjóðanna, og Miguel Moratinos, sendifulltrúa Evrópusambandsins. Kolbe, sem er fyrsti bandaríski stjórnmálamaðurinn sem hittir bæði Sharon og Arafat á heima- velli þeirra frá því átökin færðust í aukana, sagðist „ekki yfirmáta bjartsýnn“. Sharon hefði hafnað sjónvarpsávarpsboði Arafats með þeim rökum að „orð væru ekki nóg“. Að minnsta kosti 381 Palestínu- maður, 71 Ísraeli og 13 ísraelskir arabar hafa látið lífið í átökunum sl. hálfa árið. Sharon hafnar boði Ara- fats um sjónvarpsávarp Jerúsalem. Reuters, AP. Reuters Palestínskir mótmælendur halda á eftirlíkingu af sprengjuvörpu í götu- mótmælum í Ramallah á Vesturbakkanum í gær. Reuters LEIÐTOGAR 34 ríkja Norður- og Suður-Ameríku hittust í Quebec- borg í gær, en dagskrá þessa sögulega leiðtogafundar fór úr skorðum vegna óeirða. Hér kljást lambhúshettuklæddir mótmælendur og kanadískir óeirðalögreglumenn á götum Quebec-borgar í nágrenni við fundarstað leiðtoganna. Þúsundir fríverzlunarandstæðinga söfn- uðust saman í borginni til að vekja athygli á baráttumálum sín- um og reyna að trufla fund leið- toganna. Opnun fundarins seink- aði um klukkustund vegna óeirðanna og tuttugu mínútna seinkun varð á dagskrá tvíhliða funda George W. Bush Banda- ríkjaforesta með öðrum leiðtogum þar sem mótmælaaðgerðir töfðu m.a. forseta Brasilíu og Bólivíu. Dugði 6.000 manna lögreglulið, rammgerð víggirðing utan um miðbæinn og táragas í stórum stíl ekki til að hindra þessa truflun. Takmark leiðtoganna er að árið 2005 verði öll Vesturálfa, frá Kan- ada í norðri til Chile í suðri, orðin eitt fríverzlunarsvæði, hið stærsta í heimi með um 800 milljónir íbúa. Andres Pastrana, forseti Kól- umbíu, lýsti því yfir að frjálsari milliríkjaviðskipti gætu hjálpað í baráttunni gegn eiturlyfjasmygli og sagðist myndu biðja Bush um að Bandaríkin veittu landi hans frekari viðskiptaívilnanir. Kúba er eina Vesturheimsríkið sem ekki á fulltrúa á fundi Am- eríkuleiðtoganna, sem að jafnaði fer fram á fjögurra ára fresti. Óeirðir trufla leiðtoga- fund Ameríkuríkja ÍBÚAR í fjölbýlishúsi í Hels- inki hafa falið finnska jafnrétt- isráðinu að skera úr um hvort þeir geti bannað kynskiptingi, sem býr í húsinu, að sitja með kvenkyns íbúum þess í gufu- baði. Nágranninn var áður karlmaður en er nú skráður kona í þjóðskrá. Hann er með sílíkon-brjóst, en karlkynfæri. Málið kom upp með þeim hætti, að konurnar í húsinu hættu að nota sameignargufu- baðið til að mótmæla því að kynskiptingurinn skyldi reyna að nota gufubaðið á tímum sem fráteknir voru fyrir kven- kyns íbúa hússins. Greindi finnska æsifréttablaðið Ilta- Sanomat frá þessu í gær. Er málið talið munu reyna mjög á ákvæði finnskra jafnréttislaga. Má sitja með körlunum Eins og er hefur klæðskipt- ingurinn fengið úthlutað einkatímum í sameignargufu- baðinu og hann hefur heimild til að nota það einnig á þeim tímum sem fráteknir eru fyrir karla hússins. „Það er jú svo, að karlar kippa sér sjaldnast upp við það þótt ein og ein kona sitji með þeim í gufu- baði,“ hefur blaðið eftir for- manni húsfélagsins. „Um leið og manndómsmerkið fer er henni heimilt að nota kvenna- gufubaðið.“ Konur út- hýsa kyn- skiptingi Helsinki. Reuters. NÝJUM áfanga var náð í sjálf- stæðisundirbúningi Færeyinga í gær, er lögþingsmeirihluti flokkanna þriggja sem standa að landstjórninni – Þjóðarflokksins, Þjóðveldisflokks- ins og Sjálfstjórn- arflokksins – sam- þykkti tillögu landstjórnarinnar um „sjálfstjórn færeysku þjóðar- innar“. Komi til- lagan að fullu til framkvæmda munu Færeyjar verða fullvalda ríki. Hinir 18 lög- þingsfulltrúar flokkanna þriggja, af 32 í heild, samþykktu tillöguna, en stjórnarandstöðuflokkarnir Sam- bandsflokkurinn og Jafnaðarflokk- urinn höfnuðu henni. Eini þingmað- ur Miðflokksins sat hjá. Í herbúðum stjórnarandstöðunnar voru Jafnaðarflokksmenn hvað já- kvæðastir í garð hinna endurskoð- uðu fullveldistillagna landstjórnar- innar. Þeir voru tilbúnir að sam- þykkja hluta tillagnanna, en lögðu fram breytingatillögur við hinum sem þeir voru ekki samþykkir. Breytingatillögurnar voru felldar. Að mörgu leyti sam- hljóða fyrri áætlun Sú endurskoðaða fullveldisáætlun landstjórnarinnar, sem nú hefur ver- ið samþykkt, er að mörgu leyti sam- hljóða þeirri áætlun, sem til stóð að bera undir þjóðaratkvæði í eyjunum í lok maímánaðar næstkomandi. An- finn Kallsberg, lögmaður Færey- inga, aflýsti þessari boðuðu þjóðar- atkvæðagreiðslu, í kjölfar þess að danski forsætisráðherrann, Poul Nyrup Rasmussen, hótaði því að ef sú yrði niðurstaðan að meirihluti Færeyinga greiddi áætlun land- stjórnarinnar atkvæði sitt yrði skrúfað fyrir fjárstyrkinn úr danska ríkissjóðnum til færeyska landsjóðs- ins á fjórum árum hið mesta. Samkvæmt nýsamþykktu áætlun- inni munu öll þau málefni sem varða Færeyjar og eru að núverandi skip- an í höndum stjórnvalda í Kaup- mannahöfn verða komin í hendur Færeyinga í síðasta lagi árið 2012. Samtímis á fjárstuðningurinn úr danska ríkissjóðnum að minnka í áföngum. Hann stendur eins og er undir um þriðjungi útgjalda fær- eyska landsjóðsins. Við lok þessa ferlis eiga Færey- ingar að ganga til þjóðaratkvæða- greiðslu um það, hve langt þeir vilja ganga í sjálfstæðisátt. Ekki er getið um hvenær hún eigi að fara fram. Nýja áætlunin er ekki bindandi nema fyrir þá landstjórn sem nú sit- ur, en næstu lögþingskosningar eiga að fara fram á næsta ári. Færeyjar Nýtt sam- komulag um sjálf- stæðismál Þórshöfn. Morgunblaðið. Anfinn Kallsberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.