Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ UM helgina birtist í Morgunblaðinu auglýsing frá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, þar sem auglýstar voru stöður framkvæmdastjóra hljómsveitarinnar og konsertmeist- ara. Að sögn Guðmundar Óla Gunn- arssonar, hljómsveitarstjóra Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands, er starf framkvæmdastjórans ekki nýtt, þar er einungis um að ræða að ráða manneskju í stað Þuríðar Vilhjálms- dóttur sem lætur nú af störfum framkvæmdastjóra. Staða konsert- meistara er hins vegar ný staða, en á liðnum árum hefur það verið ákveðið fyrir hvert verkefni, eða hvert starfsár hljómsveitarinnar, hver gegndi stöðu konsertmeistara. Framtíðarsýn „Það er framtíðarstefna hjá okkur að vera með sinfóníettu, fjórtán manns, strengjakvintett, einfalda blásara og slagverksleikara í hluta- starfi; þetta er framtíðarsýnin. Þeg- ar við endurnýjuðum samning okkar við ríkið og Akureyrarbæ settum við upp líkan af því hvernig við sæjum fyrir okkur að hljómsveitin myndi vaxa og starfa í nánustu framtíð, og þá gerðum við ráð fyrir því að ráða svona sinfóníettu í um það bil 40% starf, og það yrði framvarðasveitin í hljómsveitinni. Þessi hópur yrði leið- arasveit hljómsveitarinnar eins og hún hefur starfað og myndi leika um fimm til sjö tónleika með stærri hljómsveit. Fyrir utan þetta myndi þessi hópur starfa sem sinfóníetta og sinna bæði skólatónleikahaldi sem við höfum verið að byggja upp og halda eigin tónleika, en þannig tón- leikar eru ráðgerðir í haust bæði hér á Eyjafjarðarsvæðinu og á norðaust- urhorninu, á Raufarhöfn og á Kópa- skeri. Svo er einnig hugsanlegt að þessi fjórtán manna hópur starfi í minni hópum sem strengjakvartett eða blásarakvintett til dæmis og myndi líka halda tónleika þannig. Þetta yrði til þess að skapa þessum tónlistarmönnum tækifæri til að vinna meira við spilamennsku og líka til þess að styrkja þennan kjarna og þar með hljómsveitina alla; því betur samspilaður sem kjarni hljómsveit- arinnar er, því betra samspils er að vænta af hljómsveitinni.“ Hljómsveitin í mótun Að sögn Guðmundar Óla verður ekki auglýst eftir fleiri hljóðfæra- leikurum að svo stöddu, enda ekki afráðið hvernig að þeim ráðningum verður staðið. Fyrsta skrefið verður því fastráðning konsertmeistarans. Guðmundur Óli segir konsertmeist- arann verða þriðja hjól undir vagni, ásamt sér og framkvæmdastjóran- um. Hann segir starf hljómsveitar- innar í mikilli mótun, og verið sé að leita að fólki sem hafi áhuga á að byggja hljómsveitina upp á þeim for- sendum sem þar eru fyrir hendi. „Þetta er að mörgu leyti spennandi, en þetta er kannski ekki eins og neitt annað sem til er. Það verður ekki bara sest inn í hljómsveit og byrjað að spila; hér þarf að ákveða hvernig við notum það fjármagn sem við höf- um, hvernig tónleika við viljum halda, og hvar, hvernig við setjum prógrammið saman, hverjir eigi að vera sólistar og jafnvel stjórnendur; við erum að móta framtíð hljómsveit- arinnar.“ Guðmundur Óli segir að þegar sé hafin vinna við að láta út- setja tónverk fyrir hljóðfærasam- setningu sinfóníettunnar, þar sem verk fyrir þá hljóðfæraskipan séu ekki mjög mörg nema frá tuttugustu öld, en það sé ekki sú tónlist sem hljómsveitin muni leggja mesta áherslu á. „Á skólatónleikum í vetur spiluðum við Pétur og úlfinn, sem er hljómsveitarverk. Ég lagaði það að sinfóníettustærðinni og það virkaði bara fínt. Það er mikið af hljómsveit- artónlist sem er vel hægt að flytja með svona vasahljómsveit með því að aðlaga verkin; – á jólatónleikum til dæmis höfum við flutt þætti úr Hnotubrjótnum eftir Tsjaíkovskíj; reyndar ekki með svona lítilli hljóm- sveit en það hefði vel verið hægt. Maður hefur þarna nánast öll hljóð- færin, en bara ekki eins þykkan hljóm.“ Skipt um rúmföt kauplaust Með fastráðningu hljóðfæraleik- ara verður brotið blað í sögu hljóm- sveitarinnar, því hingað til hafa hljóðfæraleikarar ekki verið á föst- um launum. Guðmundur Óli segir að starfsemi hljómsveitarinnar hafi byrjað þannig að áhugasamir hljóð- færaleikarar tóku sig saman um að spila og hringdu kannski í vini sína til að kítta í götin. Þá var þetta hljómsveit kennara og nemenda við Tónlistarskólann á Akureyri. Næsta skref var að gera sveitina aðeins fag- mannlegri með því að fá hljóðfæra- leikara annars staðar frá til að spila með. „Þá voru hljómsveitarmenn æt- íð reiðubúnir að sækja aðkomuspil- arana á flugvöllinn, hýsa þá og fæða og setja utan um sængurnar fyrir þá, en fólkið fékk ekki neitt fyrir þessa vinnu. Seinna var farið að borga þús- undkall fyrir hverja tónleika, og smám saman hefur þetta verið að þokast í rétta átt. Við höldum því fram að þetta sé atvinnumanna- hljómsveit hvað spilamennskuna varðar, en skipulagslega þarf að koma hljómsveitinni af áhuga- mannastiginu og gera að minnsta kosti þennan kjarna að atvinnu- mannasveit til að byrja með.“ Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ræður framkvæmdastjóra og konsertmeistara „Erum að móta framtíð hljóm- sveitarinnar“ Morgunblaðið/Kristján Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og hljómsveitarstjórinn, Guðmundur Óli Gunnarsson. SÖNGMENNTAÐIR listamenn hafa á undanförnum árum verið mjög áberandi í íslensku tónlistar- lífi en fyrir nokkrum árum var hægt að telja starfandi og lærða söngvara á fingrum annarrar hand- ar. Nú er hópur söngvara orðinn slíkur, að fjöldi þeirra starfar við ýmis óperuhús í Evrópu. Sú stund hlýtur að vera nærri að íslenskum söngvurum verði tryggð sambæri- leg starfsaðstaða og leikhúsfólki. Starfsemi Íslenskrar óperu þarf að binda í lög, enda er aðstaða söng- fólks nú lík því sem var hjá leik- húsfólki í kringum 1950, er starf- semi leikhúsa blómstraði ekki aðeins í Reykjavík heldur úti um allt land. Uppfærslur á stærri tón- verkum eru orðin viðfangsefni starfshópa úti um allt land, svo að ljóst er að til er í landinu sér- menntað söngfólk er vel getur stað- ið fyrir flutningi allra óperuverka, svo sem þegar hefur verið sannað með starfsemi Íslensku óperunnar. Í raun þarf ekki aðeins að byggja tónlistarhús til tónleikahalds heldur og óperuhús – tvö hús frekar en eitt – því sambýli í slíku húsi hefði óhjákvæmilega í för með sér tak- mörkun á olnbogarými fyrir stöð- uga starfsemi er annars vegar tengdist uppfærslum á óperum og hins vegar vegna tónleikahalds. Davíð Ólafsson bassasöngvari er nýjasta dæmið um ungan og efni- legan söngvara, sem í raun hefur fátt eitt að starfa við hér á landi ut- an að halda einsöngstónleika, svo sem hann og Ólafur Vignir Albertsson pí- anóleikari gerðu sl. föstudag í tónleika- salnum Ými. Davíð er „mikill raddmaður“, eins og sagt var forð- um, og vel á vegi með að verða frábær flytj- andi, bæði sem „buffa“-söngvari og dramatískur túlkandi. Fyrstu sex viðfangs- efnin voru þjóðlög frá Norðurlöndunun, tvö frá Íslandi, Stökur og Grafskrift, og eitt frá hverju hinna land- anna; Äck, Värmeland frá sænskum, Det var en lørdag aften frá dönskum, Ola Glomstulen frá noskum og Finnar lögðu til Karjalan kunnailla. Það er svo með þjóðlög, að sé gerð of mikil breyting á stíl og hljómumhverfi laganna er hætta á að sjarmi og þjóðleg einkenni týnist, svo sem átti sér stað með finnska lagið, þar sem útsetjarinn var að „taka sig út“ með ópassandi skringileik. Hin ein- falda og stílvissa útsetning Rauters á Grafskriftinni er t.d. dæmi um einfalda en áhrifaríka útfærslu. Bestur var söngur Davíðs í Ola Glomstulen og bæði sænska og danska lagið voru vel flutt en það vantaði nokkuð á hrynskerpuna í grafskriftinni. Sex næstu viðfangsefni voru nor- ræn söngverk eftir Sibelius, Grieg, Nielsen, Sjöberg og Nordquist, er öll voru vel flutt, sérstaklega Jeg elsker dig eftir Grieg, Tonerna eftir Sjöberg og Till havs eftir Nord- quist. Eftir hlé söng Davíð sex frægar bassaaríur, þrjár úr óperum eftir Mozart, aríur Bartolosar úr Brúðkaupinu, Sarastros úr Töfra- flautunni og Ósmins úr Brottnám- inu, tvær eftir Verdi, aríur Fiesco úr Bocc- anegra og Bancos úr Macbeth, og síðast slaðuraríuna úr Rakar- anum eftir Rossini, sem lögð er í munn Don Basilio. Þarna fór Davíð á kostum og gefur söngur hans fyr- irheit um að hér sé við upphaf ferðar frábær bassasöngvari, sem bæði verði góður „buffa“-söngvari og eigi sitthvað til að leggja með sér í flutn- ingi dramatískra verka. Fjögur síðustu söng- verkin voru úr safni íslenskra söng- laga, Heimir eftir Sigvalda Kalda- lóns, Vögguvísa eftir Jón Leifs, Nirfillinn eftir Karl O. Runólfsson og Tröllaslagur eftir undirritaðan. Davíð tókst að ná fram sérlega áhrifaríkri stemmningu í Vögguvísu Jóns Leifs og Jóhanns Jónssonar og í Heimi og Nirflinum var túlkun Davíðs við mörk þess að vera frá- bær. Það er ljóst, að hér fer sérlega efnilegur söngvari sem spá má glæstri framtíð, og verður fróðlegt að fylgjast með hversu honum tekst að slípa söng sinn og feta sig upp þrepin til Parnassum, þar sem vel má hugsa sér að örlaganornirnar hafi ætlað honum pláss. Það jók töluvert á hversu vel Ólafur Vignir lék á píanóið, sérstaklega í aríun- um, og hann átti og einnig nokkuð í áhrifaríkri túlkuninni á vögguvísu Jóns Leifs. TÓNLIST T ó n l i s t a r s a l u r i n n Ý m i r Davíð Ólafsson og Ólafur Vignir Albertsson fluttu þjóðlög, ljóða- söngva og aríur eftir innlend og er- lend tónskáld. Föstudaginn 18. maí. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Við upphaf ferðar Davíð Ólafsson JÓNÍNA Magnúsdóttir, Ninný, hef- ur opnað sýningu á verkum sínum í Galleríi List, Skipholti 50d. Sýningin ber yfirskriftina Lífsins braut og eru myndirnar unnar á ár- unum 2000 og 2001. Verkin eru unnin með olíu og akríllitum á striga. Hér veltir Ninný fyrir sér lífinu og tilver- unni og í sýningarskrá segir: „Líf okkar er ferðalag sem heldur sífellt áfram. Stundum gengur allt í haginn, stundum gengur ekki eins vel. Sorg og gleði eru systur sem vitja okkar á víxl.“ Ninný lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1978. Hún stundaði einnig nám við Myndlista- skóla Reykjavíkur og hjá dönsku listakonunni Elly Hoffmann. Þetta er sjötta einkasýning Ninnýj- ar en auk þess að hafa sýnt hér heima hefur hún sýnt í Danmörku og Nor- egi. Árið 2000 fékk Ninný heiðurslaun úr menningarsjóði Garðabæjar. Sýningin verður opin alla virka daga kl. 11–18 og laugardaga kl. 11– 14 frá og stendur til 8. júní. Ninný sýnir í Galleríi List MENNINGARNEFND Ár- borgar efnir til ráðstefnu í dag, þriðjudag, kl. 18 á Stað á Eyr- arbakka. Ráðstefnan er liður í stefnumótun sveitarfélagsins í menningarmálum. Meðal fyrir- lesara er Ágúst Einarsson pró- fessor sem mun fjalla um um- fang menningar í hagkerfinu, Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálráðgjafi ræðir um stefnumótun í ljósi rannsókna sem hann hefur gert fyrir sveit- arfélagið og Guðrún Helgadótt- ir, kennari á Hólum, fjallar um menningarmál á landsbyggð- inni. Þá verða frjálsar umræður og ráðstefnunni lýkur í pall- borði. Ráðstefnan er öllum opin. Ráðstefna um menningar- mál Árborgar HORNLEIKARAFÉLAG Íslands (HornÍs, félag áhugamanna um hornleik) efnir til tónleika annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 19 í sal FÍH, Rauðagerði 27. Tónleikarnir eru í tilefni af útgáfu hornsögu Ís- lands en þar er rakin saga hornleiks á Íslandi frá upphafi og fram á okkar daga, bæði í máli og myndum; er þetta í fyrsta sinn á Íslandi sem rak- in er sú saga sem tengist einni teg- und hljóðfæra. Bókin ber heitið Lát- um hornin gjalla og er alls 90 blaðsíður. Útgáfutón- leikar Hornleikara ♦ ♦ ♦ TÓNLEIKAR tveggja kóra verða í sal Varmárskóla í Mosfellsbæ annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Annars vegar er það unglingadeild Skólakórs Mosfellsbæjar og hins vegar Söngfélagar SVR sem er hefð- bundinn karlakór. Söngfélagar SVR hófu æfingar haustið 1957 undir stjórn Hallgríms Jakobssonar og hefur kórinn starfað að mestu óslitið síðan. Söngfélagarnir eru á förum til Stokkhólms í næsta mánuði til að taka þátt í söngmóti norrænna strætisvagnakóra, en slík mót eru haldin á 4 ára fresti til skiptis á Norðurlöndunum. Síðasta mót var haldið í Reykjavík 1997. Söngstjóri beggja kóranna er Guðmundur Ómar Óskarsson. Kórtón- leikar í Varmárskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.