Nýja dagblaðið - 13.03.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 13.03.1938, Blaðsíða 1
IVvjar vörisr í VORltZKU koma í búðina daglega. Þrátt fyrir hækkaða tolla hef- ir verðið ekkert hækkað. V-E-S-T-A Sími 4197. Laugaveg 40. IDAGrlBIL^MÐIHÐ 6. ár. Reykjavík, sunnudaginn 13. marz 1938. 60. blað ANN ÁLL 62. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 6.58. Sólarlag kl. 6.18. Næturflóð í Reykjavík kl. 3.25. Ljósatími bifreiða er frá kl. 6.30 síðdegis til kl. 6.50 ár- degis. Næturlæknir er í nótt Björgvin Finnsson, Vesturg. 41, sími 3940. Aðfaranótt þriðjudagsins er næturlæknir Alfred Gíslason, Brá- valagötu 22, sími 3894. Næturvörður er þessa viku í Ingólfs apóteki og Lauga- vegs Apóteki. Veðurútlit í Reykjavík: Vestangola, nokkur snjóél. Dagskrá útvarpsins: 9.45 Morguntónl.: Fiðlukonsert eftir Beethoven (plötur). 10.40 Veðurfr. 11.00 Messa í Dómkirkjunni (sr. B. J.). 12.00 Útvarp frá skíðamóti á Hellisheiöi. 15.30 Miðd.tónl.: a) Danssýningarlög. (plötur). b) Vísnasöngur (ungfr. Hallb. Bjarnad.) .17.10 Esperantókennsla. 17.40 Barnatími. 19.10 Veðurfr. 19.20 Erindi Bún.fél.: Vanhöld (P. Zoph. ráðun.). 19.40 Aug'lýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Uppl. og söngvar: „Sigrún á Sunnu- hvoli.“ 22.15 Danslög. Á morgun: 8.30 Enskukennsla. 10.00 Veðurfr. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfr. 18.45 ísl.kennsla. 19.10 Veðurfr. 19.20 Þingfréttir. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Um banka- mál, I (Jón Blöndal, forstj.). 20.40 Ein- söngur (Gunnar Guðmundsson). 21.00 Um daginn og veginn. 21.15 Útvarps- hljómsveitin leikur alþýðulög. 21.45 Hljómpl.: Kvartettar, op. 95 og 133, eftir Beethoven. Póstferðir á morgun: Frá Reykjavlk: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar. Hafnarfjörð- ur. Seltjarnarnes. Fagranes til Akra- ness. Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar. Hafnarfjörð- ur. Seltjarnames. Selfoss frá útlöndum. Gullfoss frá Akureyri. Fagranes frá Akranesi. Grímsness- og Biskups- tungna-póstar. Bjarni Björnsson endurtekur skemmtun sína í dag í tíunda sinn, í Gamla Bíó kl. 3. Revyan „Fornar dyggðir" verður sýnd í dag kl. 2. Fyrirvinnan. Sýning í kvöld kl. 8. Lækkað verð. Síldveiðarnar við Noreg eru nú farnar að réna. Alls er aflinn orðinn 4% milljón hektólítra. Verðið hefir heldur farið fallandi upp á síð- kastið. Norðmenn og ítalir hafa samið um nýja vöruskiptaverzlun sín á milli þg kaupa Norömenn 120 Fiat-bOa af ítölum, en selja þeim fisk í staðinn. Þessi vöruskipti fara fram þegar í stað. — FÚ. Formaður norsku Snorranefndarinnar, prófess- or Johnsen, skýrir frá því, að nægilegt fé hafi nú safnazt til þess að nefndin sjái sér fært að koma upp minnismerki Snorra Sturlusonar í Reykholti. Hefir nefndin fengið hinn fræga, norska myndhöggvara, Gustav Vigeland, til þess að gera minnismerkið. — FÚ. Fossanes Ekkert hefir spurzt til færeysku skútunnar Fossanes, frá Klakksvík á Borðey, síðan fyrir ofviðrið um sl. helgi. Fossanes var þá að veiðum við sunnanvert ísland. Þór hefir undanfarna daga leitað skútunnar, en einskis orðið vísari. Hef- ir hann leitað um 100 sjómílur í suð- austur frá Vestmannaeyjum og upp að landi og sömuleiðis dálítið í suðvestur- átt frá Eyjum. Fossanes var nýleg skonnorta. Skip- stjórinn var íslenzkur maður, ættaður frá Bíldudal. Fjölskylda hans er bú- sett í Hafnarfirði. Sáttasemjari kr fram nyja miðlnnartillögn Stórveldin haía samþykkt ofbeldí Hítlers Brezka stjórnín segíst muni halda áfram ,vinsamlegum samning- umÉ við Þjóðverja og Italir telja íramferðí þeírra fullkoml. löglegt Sjómenn og útgerð- aimenn greiða atkv. um þær á mánudags- kvöldíð Austwrráki iiillkomlega á valdi Þjóðverja LONDON: Kalla má, að Þýzkaland hafi tekið að sér yfirstjórn Austur- ríkis. Fjölmennur þýzkur her er kominn inn í landið og þýzkar hernaðarflugvélar voru á flugi yfir Vín allan daginn í gær. Hafa þær kastað niður flugmiðum, þar sem fagnað er yfir stjórnarskipt- unum, og væntanlegri samein- ingu ríkjanna. Hitler kominn til Austurríkis. Hitler er nú kominn til Austurríkis. Hann flaug árdegis í gær til Múnchen og þaðan síðdegis til Linz. Þar tók Seyss-Inquart á móti honum. Þegar Hitler flaug yfir landamæri Austurríkis og Þýzkalands, var öllum kirkjuklukk- um í Austurríki hringt. Mikill viðbún- aður var hafður til öryggis Hitler í Linz. Var þar fyrir sterkur hervörður og þýzkar flugvélar sveimuðu yfir bæn- um. Bæjarbúum hafði veriö fyrirskipað að hafa ljós í hverjum glugga og því lýst yfir að dimmir gluggar myndu verða skoðaðir vottur um fjandsamlegt hugarfar. Þýzkur her kominn að landa- mærum Jugo-Slavíu. Þýzkt herlið er á leiðinni til Steier- marken og er búizt við að það verði látið nema staðar við landamæri Aust- urríkis og Jugo-Slavíu. í Berlín eru þær skýringar gefnar á innrás þýzka hersins í Austurríki, að það sé til að aðstoða austurrísku stjórnina, til að halda ró og reglu í landinu, enda sé herinn sendur eftir beiðni Seyss-In- quart. Föðurlandsfylkingin bönnuð. Schussnigg í fangelsi. Schussnigg, fyrrverandi kanzlari, hefir samkvæmt fregn frá Vín, verið tekinn í verndarfangelsi og fjöldi ann- arra leiðtoga Föðurlandsfylkingarinn- ar hefir verið tekinn höndum. Föður- landsfylkingin hefir verið leyst upp og bönnuð og fjöldi blaða hefir verið bannaður og gerður upptækur. Fjöldi embættismanna og opinberra starfs- manna hefir verið vikið úr stöðum sínum. Gyðingar og fleiri andstæðingar Stöðva uppreisnar* mcnu flutnlnga milli Valencia og Barce- lona? LONDON: Uppreistarmenn á Spáni tilkynna, að þeir haldi áfram sókn sinni frá Teruel í áttina til sjávar. — FÚ. nazista leitast við að fara úr landi. Kemst danska útvarpið svo að orði, að hér sé um fullkomna byltingu að ræða. England og Ítalía kyssa á vöndinn. í gærmorgun kom brezka ráðuneytiö saman á fund og ræddi um þessi mál. Að fundum loknum var svo tilkynnt að hinum vinsamlegu samningaumleitun- um milli Þýzkalands og Bretlands myndi verða haldið áfram. Stórráð ít- alska fascistaflokksins sat einnig á fundi í fyrrakvöld og í gærmorgun gaf stjórnin út opinbera tilkynningu, þar sem því er lýst yfir að hún muni ekki láta atburðina i Austurríki til sín taka, enda beri að líta á þá sem fullkomlega löglega og eðlilega. Hitler var andvígur atkvæða- greiðslu, sem sýndi óþvingaðan þjóðarvilja. Dr. Göbbels, útbreiðslumálaráðherra Þýzkalands, las í gær upp í útvarpið boðskap Hitlers um þessa atburði. Þar segir Hitler, að hann hafi viljað koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan í Austurríki færi fram, vegna þess að hún hafi gefið fullkomlega ranga mynd af afstöðu þjóðarinnar til Þýzkalands. Ennfremur, að í Austurríki séu 6 millj. þýzkumælandi manna, sem kúgaðar hafi verið af miklum minnihluta í Skíðamótið í Hveradölum hófst í gær með 18 km. skíðagöngu. Keppendur voru alls 46, 8 frá Skíðafélagi Siglu- fjarðar, 10 frá Skíðafélaginu Siglfirð- ingur, 6 frá Skátafélaginu Einherjar á ísafirði, 4 frá Skíðafélagi Reykjavíkur, 10 frá Glímufélaginu Ármann og 8 frá K. R. Veður var heldur ískyggilegt um morguninn, fjúk eöa slydda á norð- vestan. En von bráðar tók að létta í lofti og áður en kappgöngunni var lokið, var komið sólskin. Færi var ekki gott, nokkuð þungt og snjólítið, en þó sæmilegt eftir að brautin var orðin troðin. Allmargt manna var þar efra meðan keppnin fór fram, og leituðu ýmsir þeirra sér náttstaðar í skíðaskálunum í Hveradölum og Jósefsdal í nótt. Nokkrir skíðamenn, sem ekki tóku þátt í keppninni, fylgdu keppendunum á göngunni, en aðrir biðu þess óþolin- Seyss-Inquart, lepp-kanzlari Hitlers. mörg ár, Fátækt og eymd hafi farið vaxandi í landinu, en atburðir þeir, sem gerzt hafi í gær, séu upphaf ráð- stafana til að bæta úr því. Ástandið hafi verið þannig, að ómögulegt hafi verið að þola það lengur. Afskipti | Þýzkalands miði fyrst og fremst að j því, að skapa farsæld og frið í landinu. Blaðaummæli. Blöð í álfunni gera þessa atburði mjög að umræðuefni, en víðast hvar kveður þó fremur við gætilegan tón. Einna hvassorðasta greinin í garð Þýzkalands er í „Manchester Guard- ian“, sem segir, að þessar ráðstafanir Þýzkalands séu hnefahögg í andlit allrar friðarstarfsemi og skýlaust brot á alþjóðalögum. — FÚ. móðir, að sjá hver úrslitin yrðu. Þegar hálfnuð var gangan, þótti sýnt, að Siglfirðingurinn Jón Þorsteinsson, sá er sigur bar úr býtum í fyrra, myndi og verða hlutskarpastur að þessu sinni. Enda varð sú raunin á. Gekk hann 18 km. á 1 klst. 6 mín. og 38 sek. Var hann því nálægt 12 mínútum fljótari nú en í fyrra. Jón er úr Skíðafélagi Siglufjarðar. Næstir voru Rögnvaldur Ólafsson, úr Skíðafélagi Siglufjarðar, á 1 klst. 7 mín. og 10 sek., Magnús Krist- jánsson, úr Skátafélaginu Einherjar, á 1 klst. 7 mín. og 45 sek., Björn Blöndal úr Skíðafélagi Reykjavíkur, á 1 klst. 8 mín. og 6 sek. og Jónas Ásgeirsson, úr Skíðafélaginu Siglfirðingur, á 1 klst. 8 mín. og 23 sek. Fimmti, sjötti, sjöundi og áttundi maður voru allir úr Skíða- félaginu Siglfirðingur. í fyrra urðu fyrstir Jón Þorsteinsson, á 1 klst. 18 mín. og 26 sek., Magnús Kristjánsson, á 1 klst. 18 mín. og 47 Það verður útkljáð á mánu- dagskvöldið, hvort friðsamlegt samkomulag næst í togaraverk- fallinu eða ekki. Sáttanefndin hefir, ásamt sáttasemjara, haldið stöðuga fundi með deiluaðilum undan- farna daga. Byggt á niðurstöðum þeirra viðræðna, lagði sátta- semjari fram nýjar miðlunartil- lögur í gær og óskaði eftir að þær yrðu Iagðar fyrir fundi í félögum sjómanna og útgerðarmanna. Hefir sáttasemjari lagaheimild til að krefjast þess, að slíkir fundir séu haldnir. Verða þessir fundir í Sjó- mannafélaginu og félagi útgerð- armanna, haldnir á mánudags- kvöldið og fer þar fram at- kvæðagreiðsla um tillögur sátta- semjara. Þjóðstjórn í Frakk- lancli LONDON: í Frakklandi er enn ekkí mynduð ný stjórn, en talið víst að Leon Blum muni ljúka við að mynda stjórn sína nú um helgina og hafa ráðherra-lista sinn tilbúinn á mánudag. Formenn ýmsra miðflokka hafa tjáð honum stuðning sinn. Sterkur orðrómur geng- ur um það, að Leon Blum muni mynda þjóðstjórn. — FÚ. Ný réttarmorð í Moskva KALUNDBORG: Hinir ákærðu Rússar, sem eru 21 að tölu, voru að halda sínar síðustu varn- arræður fyrir réttinum, þegar þessi frétt var send. Það er búizt við, að dómarnir hafi verið kveðnir upp yfir þeim um kl. 8 í kvöld eftir ísl. tíma. Hinn opinberi ákærandi hefir krafizt dauðarefsingar yfir alla hina ákærðu. — FÚ. Baer sigraði Farr LONDON: Þeir hnefaleikameistararnir, Max Baer og Tommy Farr, börðust í fyrra- kvöld í New York og vann Max Baer sigur. Leikurinn stóð í 15 lotur. —FÚ. sek., Björn Ólafsson, 1 klst. 19 mín. og 32 sek. og Ketill Ólafsson, 1 klst. 19 mín. 35 sek. Hefir þvi náðzt allmiklu betri tími nú. Thule-bikarinn, sem um var keppt, vann Skiðafélagið Siglfirðingur, en Skíðafélag Siglufjarðar gekk næst. Þó er þeim útreikningum ekki að fullu lokið. Er þá miðað við fjóra fyrstu mennina frá hverju félagi. í dag fer fram keppni í stökkum og sniðbrekkuhlaupi og eru keppendur alls 65. Skída,mótid Shíðafélagið Siglfirðingur vann gönguna. Jón Þorsteinsson var fyrstur.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.