NT - 22.05.1985, Blaðsíða 1

NT - 22.05.1985, Blaðsíða 1
■ Glæsilegur Ford Fairmount varð heldur betur fyrir barðinu á foxillum eiginmanni í gærdag. Eiginmaðurinn deildi við sína ektakvinnu um umráðarétt yfir bíl þeirra hjóna. Hjónin eru að skilja og virðist sem erfiðlega gangi að komast að samkomu- iagi um eignirnar. Til þess að tryggja að konan færi ekki á hílnum í gær tók maðurinn sig til og réðist á hann með barefli og braut m.a. rúður í bílnum, dældaði allar hliðar bílsins og braut öll ljós. Lög- regla var til kvödd vegna máls- ins og var þá fljótlegá hægt að útkljá málin og inaðurinn róað- ist. Lögregla sem NT ræddi við var ekki viss hvort tekist hefði að ná samkomulagi um bílinn eftir skemmdarverk mannsins. Vel gæti farið svo að hvorugt vildi hann í þessu ásigkomulagi. NT-mynd: Árni Bjarna. fis£<A li fles »ta kókaí ínsmygl sem í ma cn ;on íist hefui r upp ur n ■ Tollgæslumenn hjá póst- stofunni fundu í fyrradag 20 grömm af hreinu kókaíni. Arn- ar Jensson yfirmaður fíkni- efnadeildar lögreglunnar sagði í samtali við NT í gær að þegar búið væri að blanda efnið fyrir almennan markað væri um að ræða 80-90 grömm. Gramm af kókaíni kostar á almennum markaði um 6500 krónur og er verðmæti efnisins því rúmlega hálf milljón króna. Kókaínbréfin voru stíluð á ítala 32 ára gamlan. Hann fékk tilkynningu frá póstþjónust- unnu um komu bréfanna. Pegar hann kom til að ná í bréfin beið lögregla eftir honum og var maðurinn handtekinn. Við yfir- heyrslur viðurkenndi maðurinn aðhafasentbréfin. Einnigbenti maðurinn á stúlku sem síðar var handtekin og færð til yfir- heyrslu. Stúlkan sem er um tvítugur Brasilíu-búi hefur viðurkennt að hún sé annar eigandi bréfanna. Bréfin voru send frá Brasilíu þar sem skötu- hjúin eru búsett. ítalski karlmaðurinn hefur áður komið til íslands, en ekki er enn vitað í hvaða tilgangi hann var þá. Stúlkan hefur ekki komið áður til landsins. Lánskjaravísitalan: Hækkar um 2,23% frá maí til júní ■ Lánskjaravísitalan fyrir júní- árshækkunar jafngildir þetta 29,3%. Hækkunin s.l. 6 mánuði mánuð er 1144 samkvæmt út- 30,4% árshækkun vísitölunnar. erhinsvegarhlutfallslegameiri, reikningum Seðlabankans og er Hækkun lánskjaravísitölunnar mundi jafngilda 42,3% hækkun það 2,23% hækkun frá vísitölu síðustu 12 mánuði nemur á heilu ári. maímánaðar. Umreiknað til ■ „Veriði hress - bless“. Nei, nei - Hemmi sagði þetta ekki í laugunum í gær, en þar var hinn síungi og síhressi útvarps- maður að sóla sig ásamt aðdáendum af veikara kyninu. Vonandi heldur sólin áfram að lita okkur öll - svo við verðum eins brún og Hemmi. NT-mynd: Ari. Arnar Jensson sagði að grun- semdir væru um að meira efni væri á leiðinni til landsins. í tengslum við kókaínfundinn hafa tveir íslendingar verið færðir til yfirheyrslu. Þeir hafa enn ekki játað að hafa verið í vitorði með útlendingunum. Lögreglan hefur farið lram á gæsluvarðhaldsúrskurö yfir par- inu, og verður sá úrskurður tekinn fyrir í dag. Arnar taldi að þetta væri stærsti kókaínfundur hér á landi. Guðjón forstjóri? ■ Stjórnarfundur í SÍS samþykkti í gærkvöldi að fara þess á leit við Guðjón B. Ólafsson, forstjóra Ice- land Seafood Corporation að hann taki við forstjóra- embætti Sambandsins. Forstjóraskiptin rnúnu eiga sér stað eigi síðar en í árslok 1986, en þá mun Erlendur Einarsson láta af störfum. Hugsanlegt er að skiptin verði fyrr. Af hverju sameiginlegt framboð félagshyggjuflokka nýtur fylgis

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.