Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 51 Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 2 og 4. m/ísl.tali. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. www .regnboginn.is Hverfisgötu  551 9000 Nýr og betri Yfir 40 þúsund gestir Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Mjáumst í bíó! Sýnd kl. 4 og 6. ísl tal. Sýnd kl. 4, 6 og 8. Enskt tal.  SV MBL  ÓÖH DV Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Myrkraöflin eru með okkur! Mögnuð ævintýra-spennumynd! Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 10. B.i. 12 ára. Uppáhalds köttur allrar fjölskyldunnar er kominn í bíó! Yfir 20.000 gestir! Yfir 20.000 gestir! Ein besta ástarsaga allra tíma. FRUMSÝNING FRUMSÝNING Jason Bourne er kominn aftur og leitar hefnda í frábærum hasartrylli. Meiri hraði, meiri spenna og ofsafengin átakaatriði. „Myndir á borð við þessar segja meira en þúsund orð.“ HJ. MBL CHRISTOPHER WALKEN BETTE MIDLER FATHE HILL CLENN CLOSE NICOLE KINDMAN MATTHEW BRODERICK „Drepfyndin“ Ó.Ö.H. DV S.K., Skonrokk Ó.H.T Rás2 Sýnd kl. 2, 4 og 6. ísl tal EFTIR METSÖLUBÓK NICHOLAS SPARKS Þeir hefðu átt að láta hann í friði. ÞAÐ er ekki nýtt að dægurtónlist- armenn noti mannsröddina til að líkja eftir hljóðfærum. Fyrir hart- nær öld gerði sönghópurinn Com- edien Harmonists óviðjafnanlega útgáfu á standarði Ellingtons, Creole Love Call, með því að „syngja“ allt brassið í djasssveit- inni, og æ síðan hafa ótal grúppur og hópar komið fram á sjónarsviðið og reynt að líkja eftir hljóðfærum og slagverki á allra handa máta. Í umfjöllun um nýjan geisladisk Bjarkar, Medúllu, þar sem manns- röddin er nánast eini hljóðgjafinn, hefur verið talað um að þar sé mannsröddin einhvers konar hljóðfæraígildi. Það er rétt, manns- röddin er þar í öllum hugsanlegum hlutverkum: sem laglína, bassalína, hljómaverk, rytmaverk, og síðast en ekki síst stórkostleg blæ- brigðafabrikka. Það er hins vegar fullkomlega rangt að segja að Björk noti mannsröddina til að líkja eftir hljóðfærum. Á Medúllu er manns- röddin hafin í öndvegi sem fullgilt hljóðfæri á eigin forsendum; hljóð- færi sem býr yfir heillandi veröld hljóða og óhljóða; hljóðfæri sem getur allt sem önnur hljóðfæri geta, og meira til. Medúlla er plata hljóð- færisins sem við köllum manns- rödd. Nú kunna eflaust einhverjir að spyrja hvernig hægt sé að smíða heila hljómplötu þar sem eingöngu er treyst á þetta eina hljóðfæri, og eflaust hvarflar það jafnframt að einhverjum að fyrir vikið hljóti plötuna að skorta þá fjölbreytni og þann karakter sem hljóðfærin skapa. Jú, það er rétt að hljóð- færasándið er víðs fjarri, þótt víða nálgist meðferð raddarinnar í eft- irvinnslunni það að líkjast ein- hverju sem kallast hljóðfæri. En fjölbreytnina skortir ekki. Hafi ein- hverjir haldið að plata með fjórtán lögum sem öll byggjast fyrst og fremst á notkun mannsraddarinnar sé einhæf, þá er það alrangt. Í með- förum Bjarkar er mannsröddin undirstaða tjáningarinnar, og um leið uppspretta allra kennda og til- finninga. Mannsröddin er kjarni þess sem við vildum sagt hafa, kjarni tjáskipta okkar, kjarni per- sónulegrar útrásar, hún ber mein- ingar okkar, kenndir og fýsnir hvers til annars; frumstæðasti tján- ingarmiðill mannskepnunnar allt frá því í öndverðu. Nafn plötunnar, Medúlla, þýðir kjarni, eða mergur, og vísar í það innsta í líkamlegu sjálfi okkar. En Medúlla er líka heiti á þeim hluta heilastofnsins sem varðveitir upplýsingar um taugaboð, einkum þau sem snerta skynjun og ósjálfráðar hreyfingar; – ef til vill það frumstæðasta í eðli okkar. Nafnið er fullkomlega í sam- ræmi við tónlistina sem Björk skap- ar. Hér er á ferðinni enn eitt meist- araverk, á ferðalagi sem hófst á útrás í Debut og úthverfri tjáningu í Post og Homogenic, en hvarf aftur til persónulegrar tjáningar og inn- rænnar ljóðrænu í Vespertine. Í Medúllu er Björk horfin á vit þess allra innsta í manneskjunni, upp- runa hennar, fortíðar, eðlis og kjarna. Björk hefur löngum haft lag á því að laða að sér samstarfsfólk sem hefur borið nýjar víddir inn í tónlist hennar. Grænlenskur kvennakór á síðustu plötu hennar, Vespertine, var dæmi um slíkan frumleika. Í rauninni má segja að í því ljósi sé Medúlla beint og eðlilegt framhald af fyrri tónlist Bjarkar; ... en þó svo ólíkt. Jú, hér eru tveir kórar með Björk, annar íslenskur, skipaður úrvals söngfólki sem margt hvert hefur sungið með Schola Cantorum, og hinn enskur. Japanski raddrytmíkerinn Dokaka og græn- lenska barkasöngkonan Taqaq sem bæði vinna hér með Björk, eru dæmi um fjölbreytnina, og hversu víða hún leitar fanga, og bera um leið vitni þeirri yfirsýn og þekkingu sem Björk hefur á tónlist heimsins. Ég hef sagt það áður um tónlist Bjarkar, að önnur lögmál gildi um smíði hennar en til dæmis annarrar nýrrar tónlistar. Hjá Björk er aldr- ei minna en allur hljóðheimurinn undir í einu, innan þess ramma sem hún skapar sér, mannsraddarinnar í tilfelli Medúllu. Björk er land- könnuður hljóðheimsins og hvert og eitt laga hennar er mótað af þeim frumleika og sköpunarkrafti sem hún vitnar á ferðum sínum um þennan heim. Lögum á Medúllu má skipta gróflega í ljóðræn og innhverf lög, þau rytmísku, og þau tilrauna- kenndu. Sér á parti, en þó í full- kominni sátt við annað á plötunni, stendur lag Jórunnar Viðar, „Vökuró“, við ljóð Jakobínu Sigurð- ardóttur. Kannski að móðurástin sé frumstæðasta og elsta kennd mann- eskjunnar, og Björk túlkar þessa fallegu vögguvísu óumræðilega fal- lega. Óhætt er að spá rytmísku lög- unum, eins og „Who is It“ og ekki síður „Triumph of a Heart“ miklum vinsældum, þó ekki væri nema fyrir snilldartakta Rahzels og Dokakas. Í „Where is the Line“ þreytir Björk litbrigði mannsraddarinnar til hins ýtrasta; þetta er gífurlega ágengt lag, sem vex stöðugt við endurtekna hlustun. Meðal ljóð- rænni laganna má nefna það fyrsta, „Pleasure is All Mine“ og hið und- urfallega „Desired Constellation“, sem bæði eru listilega slípaðar perl- ur. Það lag sem heillar undirritaða hvað mest er „Ancestors“, þar sem Björk leikur með á píanó, við mikið radddrama hennar sjálfrar og Taqaq, sem sýnir þar fornar listir grænlenskra kvenna í svokölluðum barkasöng sem á sér langa hefð á Grænlandi. „Mouth’s Cradle“ er einnig afburða gott lag, en eins og „Where is the Line“, seintekið. Það er ekki ástæða til að tíunda fleiri lög á þessu nýja verki Bjarkar frekar; þennan heim verður hver og einn að upplifa fyrir sjálfan sig. Niðurstaðan er sú að hér er Björk enn söm við sig; frumleg, skörp, skemmtileg og næm, og spilar úr efnivið sínum af miklum frumleika og óviðjafnanlegu listfengi. Það verður afar spennandi að sjá hvert Björk leiðir okkur á næstu plötu á langferð sinni um frjósamar lendur hljóðheimsins. Landkönnuður hljóðheimsins TÓNLIST Íslenskar plötur Björk, ásamt liði sínu: tveimur kórum, íslenskum og enskum; Taqaq, Mike Patton, Robert Wyatt, Greg- ory Purnhagen, Rahzel, Shlomo, Dokaka, Olivier Alary, Sjón, Jórunni Viðar, Jake Davies, Little Miss Specta, Matmos, e.e. cummings, Mark Bell og Valgeiri Sig- urðssyni. Útg.: One Little Indian / Smekkleysa, 30. ágúst 2004. MEDÚLLA  „Medúlla er plata hljóðfærisins sem við köllum mannsrödd,“ segir í um- sögn Bergþóru Jónsdóttur um nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur. Bergþóra Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.