Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 303 . TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Naustið fær nýtt líf Haldið er í hefðirnar í Naustinu sem var opnað fyrir hálfri öld | Minn staður 21 Lesbók, Börn og Íþróttir í dag Lesbók| Framleiðsla á óánægju hefur verið ófrægð  Í upp- hafi var Dreyer  Bækur Börn | Spilað á spil  Höfuðborga- höfuðverkur  Þjóðsaga  Gátur Íþróttir| Þór hafði betur í grannaslag  Enska knattspyrnan SAMTÖK Jórdanans Abu Musabs al- Zarqawi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem hvatt er til þess að mannræn- ingjar í Írak sleppi Margaret Hassan úr haldi, „nema sannist að hún sé samstarfsmaður [Bandaríkjanna]“. Hassan var rænt í Bagdad 19. októ- ber sl. en hún var framkvæmdastjóri fyrir bresku hjálparsamtökin Care. „Við hvetjum þá sem eru ábyrgir fyrir ráninu til að sleppa henni nema sannist að hún sé samstarfsmaður [Bandaríkjamanna],“ segir í yfirlýs- ingu al-Zarqawis sem birtist á Netinu í gærkvöldi. „Ef þetta [samstarf] sannast, eiga þeir að sýna fram á það með skýrum hætti svo [ísl- ömsk] trú okkar verði ekki höfð fyrir rangri sök,“ segir þar einnig. Hassan er af bresk-írskum uppruna en er gift íröskum manni og hefur verið búsett í Írak í 30 ár. Hún hefur írskt vegabréf en Írland er hlut- laust ríki. Mannræningjar Hassan höfðu sent frá sér þrjú myndbönd þar sem hún sást grátbiðja sér griða. Þeir krefjast þess að Bretar kalli her sinn frá Írak og höfðu síðast hótað að færa Hassan hópi al-Zarqawis sem margoft hefur afhöfðað vestræna gísla í Írak. Í yf- irlýsingu al-Zarqawis í gær sagði hins vegar, að ef það yrði gert myndu sam- tök hans „án tafar leysa hana úr haldi nema sannist að hún hafi tekið þátt í samsæri gegn múslimum“. Vill að Hassan verði sleppt BLAÐAMANNASAMBAND Evrópu, EFJ, fagnaði því í gær að ákveðið hefði verið að efna til mótmælafunda í Frakklandi vegna vaxandi sam- þjöppunar og skorts á fjölræði í fjölmiðlarekstri. Um 200.000 manns í öllum Evrópulöndum eru í sambandinu. Tvö félög franskra fjölmiðlastarfs- manna og tugir annarra samtaka hafa ákveðið að efna til mótmælafunda í dag, laugardag, í París. „Fréttamenn og almennir borgarar verða að vinna saman að því að vernda gildi almannaþjón- ustu,“ sagði Arne König, forseti blaðamanna- sambandsins, í fréttatilkynningu. „Við styðjum eindregið aðgerðir stéttarfélaganna og frjálsra félagasamtaka sem vilja setja skorður við sam- þjöppun fjölmiðla og binda enda á vaxandi áherslu á markaðsvæðingu í rekstri þeirra.“ Franskir fjölmiðlar á höndum fárra Ætlunin er að leggja áherslu á kröfur um að staðinn verði vörður um rekstur útvarps- og sjón- varpsstöðva í opinberri eigu í Frakklandi. Einnig að settar verði skorður við samþjöppun. „Við höf- um sífellt meiri áhyggjur af því hvernig fjölmiðla- samþjöppun fer vaxandi í Frakklandi. Fáeinir eigendur ráða yfir helstu fjölmiðlum og stjórn- málamenn eru ekki einvörðungu afskiptalausir heldur ýta undir þessa þróun,“ sagði König. „Það er hryggðarefni að svipað ástand er í mörgum öðrum Evrópulöndum.“ Samþjöppun fjölmiðla mótmælt FRAMKVÆMDUM við tvöföldun Vest- urlandsvegar, frá gatnamótum Víkurvegar að Skarhólabraut, miðar vel, að sögn verktaka, en áætluð verklok eru 15. október á næsta ári. verið upp og dragi úr ökuhraða, en brögð eru að því að menn aki þar allt of hratt um. Hér sést hvar verið er að bora í bergið fyr- ir sprengiefni með stærðar höggbor sem minnir frekar á senu úr vísindaskáldskap. Karl S. Hannesson, framkvæmdastjóri Jarðvéla ehf., sem sér um framkvæmdir við breikkun vegarins, vill þó beina þeim til- mælum til ökumanna sem leið eiga um svæð- ið að þeir virði merkingar sem settar hafa Morgunblaðið/Golli Sprengt fyrir Vesturlandsvegi ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri segir að ol- íufélögin hafi starfað í mjög sérstöku umhverfi og pólitísku andrúmslofti á þeim tíma sem hann var markaðsstjóri hjá Olíufélaginu. „Þetta var mjög sérstakt umhverfi og ég ætla ekki að gera lítið úr því að ég átti að axla ábyrgð og ganga út,“ segir hann í viðtali sem birt er í Morg- unblaðinu í dag. Spurður um ástæður þess að hann lét ekki verða af því segir Þórólfur: „Sú spurning horfir öðruvísi við þegar horft er til baka heldur en þegar maður er á bólakafi í vinnunni sjálfri. Að hluta til verður að skoða það í þessu pólitíska andrúmslofti. Ég hefði verið að segja öllu valda- kerfi landsins stríð á hendur ef ég ætlaði að brjótast út úr olíuviðskiptunum. Hverja ætlaði ég að ákæra? Í stjórnum þess- ara félaga sátu valdamestu menn landsins, dóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, að ekki væri hægt að verja þátt Þórólfs Árnasonar borgarstjóra í samráði olíufélaganna og hún sæi ekki hvernig hann geti setið áfram sem borg- arstjóri. „Ég hef verið svo heppinn að samstarfsmenn mínir hafa verið einhuga um að gefa mér tóm til að bera hönd fyrir höfuð mér. Ég met Jóhönnu mikils og skil vel réttmæta reiði hennar í garð olíufélaganna. Ég trúi því og treysti að hún, eins og aðrir sem skoða málin af réttsýni og sann- girni, taki til greina þær skýringar sem ég hef sett fram,“ sagði Þórólfur er ummæli Jóhönnu voru borin undir hann. stærstu nöfn landsins í viðskiptalífinu. Kannski staldraði ég aldrei nægilega lengi við þessa spurningu meðan á þessu stóð,“ segir hann. Þórólfur segist hafa sem starfsmaður Olíufé- lagsins framkvæmt þau verk sem honum voru falin. „Ég gerði ekki uppsteyt þegar ég sá fljót- lega að eitthvað gæti verið gruggugt og ekki heldur síðar þegar ég fór að fá bein fyrirmæli. Það voru sterkar vísbendingar um að forstjór- arnir hittust til að ræða verðlagningarmál, þó að ég hafi ekki séð það haldfast á blaði fyrr en hjá Samkeppnisstofnun árið 2002. Þar sá ég fyrst handskrifuð blöð og rissblöð sem forstjór- arnir staðfestu að væru með þeirra rithönd. Telur borgarstjóra ekki geta setið áfram Við umræður utan dagskrár um verðsamráð olíufélaganna í gær sagði Jóhanna Sigurðar- Hefði verið að segja valda- kerfinu stríð á hendur Borgarstjóri segist hafa átt að axla ábyrgð og hætta hjá Olíufélaginu  Er að berjast/12–13  Þung orð féllu/10 ÁHUGI er fyrir því í Garðabæ að fá háskólann sem til verður þegar Háskólinn í Reykjavík og Tækniháskóli Íslands sameinast til að mynda kjarna í rúmlega 3.000 manna háskólaþorpi í Urriðaholti, sunnan við Reykjanesbrautina. Tillögur um breytingar á aðalskipulagi fyr- ir Urriðaholt verða kynntar bæjarbúum í Garðabæ í dag. Í tillögunum felst að svæðið verði að háskólaþorpi, líku því sem þekkist víða í kringum háskóla erlendis. Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri segir þó ekki ljóst hvort sameinaður háskóli hefði hug á að flytja starfsemi sína á þetta svæði, en segir bæinn hafa mikinn áhuga á að sannfæra einhvern há- skóla um kosti þess að nýta þetta tækifæri. „Við munum byrja á því að ræða við þá skóla sem helst eru í húsnæðisvandræðum, og það blasir auðvitað við að ef Háskólinn í Reykjavík og Tækniháskóli Íslands munu sam- einast, þá þarf að huga mjög vandlega að hús- næðismálum þess skóla,“ segir Ásdís Halla. Vilja háskólabæ í Urriðaholti  Háskólasamfélag/6 Abu Musab al-Zarqawi Dubai. AFP. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.