24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 1

24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 1
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagði hald á tæp 5 tonn af ólögleg- um matvælum sem ferðamenn komu með til landsins í fyrra, þar af rúm 2,7 tonn af hráu kjöti eða um 600 kg meira en árið 2006. Stór hluti hráa kjötsins sem tekinn er af ferðamönnum er pylsur sem leyft er að selja í verslunum hér, að sögn Bjargar Valtýsdóttur, deildarstjóra hjá Tollgæslunni á Suðurnesjum. Sorglegt „Okkur finnst sorglegt að þurfa að taka pylsur af fólki sem hægt er að kaupa í verslunum hér, eins og til dæmis í Pólsku búðinni. Sú verslun er með heimild frá Land- búnaðarstofnun til að flytja inn pylsur frá fyrirtæki sem er með ákveðna vottun. Samkvæmt tolla- lögum verðum við hins vegar að taka sams konar vöru frá sama fyr- irtæki frá einstaklingum þar sem þeir eru ekki sjálfir með leyfi til að flytja þetta inn. Þetta gildir ekki bara um vörur frá Póllandi, heldur líka frá öðrum löndum,“ segir Björg sem finnst að landbúnaðar- ráðuneytið ætti að hafa gefið út bréf um að vörurnar frá viðkom- andi fyrirtækjum séu í lagi. Að sögn Bjargar dró úr smygli á dönskum salami-pylsum þegar versluninni sem seldi þær á Kast- rup-flugvelli var lokað tímabundið. Smyglið á pylsunum jókst hins veg- ar aftur þegar að verslunin var opn- uð á ný í fyrra. „Smygl á salami- pylsum er samt heldur minna en það var áður fyrr,“ greinir Björg frá. Hún segir matvælin sem smygl- að er í einu vera allt frá nokkur hundruð grömmum upp í 20 til 30 kg. Hrátt kjöt í pósti Alls var lagt hald á tæp 4,4 tonn af hráu kjöti á öllu landinu í fyrra, að sögn Guðmundar Jónassonar, tollvarðar hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Fyrir utan 2,7 tonnin sem hald var lagt á á Keflavíkur- flugvelli var lagt hald á rúmt 1 tonn í Reykjavík og rúm 600 kg á Seyð- isfirði. „Það eru fyrst og fremst ferðamenn sem koma með kjöt til Seyðisfjarðar. Skipverjar smygla talsverðu af hráu kjöti til Reykja- víkur en mest af kjötinu sem hald er lagt á í Reykjavík kemur með póstsendingum að utan,“ greinir Guðmundur frá. Öllum matvælum sem hald er lagt á er fargað. Brenna pylsur sem má selja  Hald lagt á 2,7 tonn af hráu kjöti á Keflavíkurflugvelli í fyrra  Stór hluti smyglsins pylsur sem leyft er að selja í verslunum hér ➤ Þeir sem smygla kjöti verðaekki bara að láta það af hendi, heldur einnig að greiða sekt. ➤ Sekt á kg af svínakjöti meðbeini er 500 kr., 800 kr. á kg af fuglakjöti með beini, 1000 krónur á kg af salami og 2000 kr. á kg af nautalundum. SEKTIR VEGNA SMYGLS 24stundir/Ellert Grétarsson Með haldlagt kjöt Jens Guðbjörns- son tollvörður við frystikistu tollgæsl- unnar í Leifsstöð þar sem kjötið er geymt þar til það er brennt. 24stundirmiðvikudagur9. júlí 2008128. tölublað 4. árgangur Einar Egilsson, bræður hans og kær- asta undirbúa nú fyrstu tónleika Steed Lord eftir alvarlegt bílslys. Ein- ar ræðir um bata sinn og framtíð sveitarinnar. Steed Lord batnar FÓLK»38 Halldóra Viktorsdóttir er heilluð af Afríku og hefur átt styrktarbarn þar í 19 ár. Hún fékk annað styrktarbarn nýlega í afmælisgjöf og sendi á ann- að hundrað þúsund til hjálpar. Tvö styrktarbörn FERÐIR»22 Á ferðalagi í sumar »12 10 11 11 7 11 VEÐRIÐ Í DAG »2 Alex Hinrik Haraldsson kylfingur fór þrívegis holu í höggi á Garða- velli. Það þykja stórtíðindi hjá flest- um kylfingum en Alex er alveg rólegur yfir þessu. Þrívegis hola í höggi »29 Dýrahjálp Íslands eru nýstofnuð samtök sem koma dýrum í neyð í fóstur eða finna þeim varanleg heimili. Markmiðið er að stofna dýraathvarf. Hjálpa dýrum »28 Tvær sjónvarpsstöðvar keppast nú um að fá Dr. Gunna og Felix aftur í sjónvarpið með hinn geysivinsæla þátt Popppunkt sem öðl- aðist líf á ný á Rás 2. Aftur í sjónvarpið? »38 SÉRBLAÐ NEYTENDAVAKTIN »4 22% munur á caffé latte Þórunn Sveinbjarnardóttir, um- hverfisráðherra ræddi í gær við þingmenn Samfylkingar um álver og loftslag. Þingflokksfundur var haldinn að ósk Þórunnar sem telur framkvæmdir hafnar við fleiri ál- ver en samræmast stefnu Samfylk- ingarinnar í loftslagsmálum. Bakki og Helguvík rúmast ekki þar. Ráðherrann vill skýra álstefnuna »2 Til umfjöllunar hjá Landlækni Áform Hjartamiðstöðvar Íslands um að bjóða upp á hjartaþræð- ingar í Heilsuverndarstöðinni eru til umfjöllunar hjá Landlækni. Yf- irlæknir á hjartadeild Landspít- alans segir aukið fjármagn og bætta aðstöðu það sem vanti til að hægt sé að stytta biðlista eftir hjartaþræðingum. »2 Skrif Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar hæstaréttardómara um áfallastreituröskun bera vott um vanþekkingu, segir sálfræðingur hjá Landspítalanum. Hún er sér- fræðingur í afleiðingum áfalla og hefur unnið með þolendum kyn- ferðisofbeldis sem leita til Neyðarmóttökunnar. Dómarinn sýnir vanþekkingu »6 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 1 4 2 Hefur þú smakkað nýju súkkulaðiostakökuna? Nýjung í næstu verslun. Nýja Sendibílastöðin 568 5000 24stundir MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 17 Söngkonan Rebekka Kolbeinsdóttir hefurekki ferðast mikið erlendis og segist eyðamestum af sínum frítíma í gæðastundir í ís-lenskri náttúru með fjölskyldu sinni. Hún seg-ir Kaupmannahöfn bera af þeim stöðumheimsins sem hún hefur heim-sótt. Uppáhaldsborgin »18 „Afrísk kvöld í heitu myrkri með angan afþungri mintulykt og hljóðið í vængjum bjall-anna allt í kring er eitthvað sem aldreigleymist,“ segir Halldóra Viktorsdóttir en húnog eiginmaðurinn, Páll Stefánsson eru heill-uð af Afríku og hafa ferðasttöluvert um álfuna. Heilluð af Afríku »22 Ómar Hauksson ferðaðist til Tókýó einnsíns liðs og leyfir lesendum að líta ámyndir úr ferðinni. Heimsóknin þangaðvar ekki sú fyrsta því henni kynntist hannáður á hljómleikaferðalögum með Quar-ashi sem spilaði í Japan viðgóðar undirtektir. Dýrkar Tókýó »24 FERÐALÖG AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744 AUGLYSINGAR@24STUNDIR.IS

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.