Tíminn - 26.11.1970, Qupperneq 1

Tíminn - 26.11.1970, Qupperneq 1
Úrsögn úr NATO ekki skilyrði — af háifu Alþýðu- bandalagsins við stjórnarmyndun EJ—Rvík, miðvikudag. — Ragnar Arnalds, formaður Al- þýðubandalagsins, lýsti því yf- ir í sjónvarpinu í gærkvöldi, að Alþýðubandalagið myndi gera það að skilyrði fyrir stjórn arþátttöku, að varnarliðið færi úr landinu. Hins vegar yrði það ekki gert að skilyrði, að ísland færi úr NATO — þótt þingmenn Alþýðubandalagsins hafi flutt um það tiUögu á al- þingi um langt árabil. Önnur atriði, sem fram komu í sjónvarpsþættinum > „Setið fyrir svörum“ með 1 Ragnari Amalds voru m.a. þessi: • Ef Alþýðubandalagið fær að ráða, mun ísland segja sig úr EFTA. • Helztu kosnirrgamál Al- þýðubandalagsins verða utan- ríkismálin, aukin félagsleg þjónusta, útvíkkun landhelg- innar og gerð framkvæmda- áætlunar um uppbyggingu ís- lenzks iðnac/ar. • Að ósennilegt sé, að ann- að komi út úr viðræðunum við Alþýðuflokkinn og Frjáls- lynda en „eins konar hræri- grautur", enda sé „ekki mikil *■ von til þess að árangur vei’ði p, af samningaviðræðum við hægri | menn um sameiningu vinstri- aflanna". R Frá þessu_ seigir nánar í Kj þættinum „Á víðavangi" á | bls. 3. 1 Sambands: stjórn ASÍ kemur til fundar í dag EJ—Reykjavík, miðvikudag. Sambandsstjórn ASÍ, sem kemur saman til fundar a.in.k. einu sinni á ári, kemur saman á morgun, fimmtudag kl. 17. Um 50 stjórnarmenn munu sitja fundinn, sem fjallar um málefni þau sem efst eru á baugi hjá Alþýðusambandinu. Verður vafalaust verulega fjall að um nýsamþykkt lög um verðtryggingu, þar sem gengið var á gerða samninga milli verkalýðsfélaganna og atvinnu- rekenda — en miðstjórn ASÍ lýsti því yfir fyrir nokkru, að með samþykkt þeirra laga teldi hún kjarasamningana frá í vor úr gildi fallna. * * * * * * * * * * * * * * rj n FRYSTIKISTUR * FRYSTISKÁPAR RAFTÆKjADEILD, HAINARSTRÆTl 2S, SÍM1 1830Í * * * * * * * * * * * * * * Sex unglingar drukku og þefuðu af lími og voru fluttir í Landspltalann Skólastjóri Hlíðardalsskólans varar við að unglingum sé fengin í hendur lyf og önnur efni sem geta verið hættuleg KJ-Reykjavík, miðvikudag. Á mánudagskvöldið voru sex unglingar úr Hlíðardalsskóla í Ölfusi fluttir til Reykjavíkur, vegna þess að þau höfðu annað hvort drukkið eða þefað af mjög sterku plastlími. Var önn ur stúlkan í hópnum mjög langt leidd, en unglingamir eru nú allir á batavegi, en eru samt enn á lyfjadeild Land- spítalans, þangað sem þau voru flutt. Jón H. Jónsson, skólastjóri í Hlíðardalsskóla í Ölfusi, skýrði Tímanum svo frá að unglingarnir hefðu sopið á, og þefað af þessu lími á mánu- daginn. Hafði drengur í sfcól- anum fcomið með tvö glös af lími þessu í skólann í haust, til að líma saman með því flugvélalíkön. Annar drengur fékk annað glasið hjá honurn, og fór að flangsa með það á gangi skólans. Mjög sterk lykt er af líminu, og af einhverju fikti saup stúlka af límglas- inu. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa, því hún fékk fljót lega mjög heiftarleg uppköst, og var lögð áherzla á, að hún kastaði upp með mjólkur- drykkju. Þessi stúlka og þrír aðrir unglingar voru þegar fluttir á slysadeild Borgarspít- alans. Að ráði Jóns Þorsteinssonar læknis á lyfjadeildinni voru tveir nemendur í viðbót sendir á Landspítalann, en þeir höfðu þefað af glasinu, en slíkt getur einnig verið hættu- legt, eins og að drekka límið. Þá var héraðslæknirinn í Hveragerði, Magnús Ágústs- son, beðinn að rannsaka alla aðra nemendur skólans, ef ske kynni, að þeir hefðu einnig komizt í snertingu við þetta lím, en allir virtust heilbrigðir við þá rannsókn. Hættulegt lím Lím þetta er amerískt, í mjög vönduðum umbúðum, og og er límið þunnt mjög. í því eru eiturefni, sem geta verið hættuleg fyrir nýru og lifur, og orsakað gulu að sagt er. Er lím þetta notað til að líma saman plasthluti, og er svo sterkt, að það bókstaflega bræðir plastið saman. Mun lím þetta hafa verið keypt í verzl- un í Reykjavík fyrir allmörg- um árum. Skólastjórinn varar við afhendingu lyfja og ann- arra efna til unglinga Skólastjórinn í Hlíðardals- skólanum í Ölfusi, Jón H. Jóns son, sagðist vilja af þessu tií- efni, vara við að unglingum væru afhent allskonar efni sem geta verið hættuleg, og einnig sagðist skólastjórinn oft hafa furðað sig á því hve frjáls- lega unglingum væri fengin í hendur lyf og pillur. Sagðist skólastjórinn hafa um það áþreifanleg dæmi, þar sem ung lingar í leiðindaköstum eða undir öðrum kringumstæðum, hefðu misnotað lyf sem þeir hefðu fengið hjá læknum, vegna einhvers sjúkleika. Sagð ist skólastjórinn álíta að ef um mjög sterk lyf væri að ræða, mættu unglingarnir ekki hafa undir höndum stærri skammta en sem örugglega væri hættulausir, jafnvel þótt þeir væru teknir inn allir í einu. FREKARI „HFRNAÐAR- AÐGERÐIR" BÆNDANNA ? KJ—Reylcjavík, miðvikudag | í bréfi, sem Landeigendafélag Laxár og Mývatns ritaði iðnaðar- ráðuneytinu í dag, segir: „Stjórn Landeigendafélagsins lítur svo á, að sáttaviðræðum um Laxárvirkj- unarmálin sé lokið, þar til stöðvað ar hafa verið þær framkvæmdir sem nú er unnið að við Laxá.“ Skýrðu stjórnarmenn fél. blaða- mönnum frá þessu í dag, og í um- ræðum um deilumálin komst for- maður samtakanna, Hermóður Guð mundsson í Árnesi þannig að orði: Það getur ýmislegt gerzt, sem truflar orkusöluna frá Laxá, því virkjuuaraðilar eiga ekki það land sem háspennulínan frá Laxá ligg- ur yfir. Hermóður sagði alð ekki væri hægt að mætast á miðri leið í þessari deilu eins og í kaupdei.'- um, og alls ekki hefði verið rætt um þau atriði á sáttafundinum í Reykjavík, sem Landeigendafélagið hefði viljað að rætt væri um, en það eru yfirstandandi virkjunar- framkvæmdir. Þeir stjórnarmenn aðrir sem ræddu við blaðamenn voru þeir Þorgrímur Starri í Garði í Mývatnssveit, Eysteinn Sigurðs- son Arnarvatni Mývatnssveit og Jón Jónasson Þverá í Laxárdal. Aðspurðir um það, hvers vegna þeir hefðu ekki mótmælt fyrir- hugaðri Gljúfurversvirkjun fyrr, og hversvegna þeir væru alltaf að færast í aukana í kröfum sínum ögðu stjórnarmenn í Landeigenda fé.'aginu að þegar árið 1963 hefði Veiðifélag Laxár skrifað Orku- Framhald a bl i Dilkakjöt lækkar um 20% á þriðjudag KJ-Reykjavík, miðvikudag Nú mun vera ákveðið að kjötlækkunin komi ekki til framkvæmda fyrr en eftir helgi, eða á mánudaginn, svo enn verða neytendur að spara við sig kjötkaupin, eina helg- ina í viðbót. Mun kjötið lækka um 22 krónur miðað við heila og hálfa skrokka, en það samsvarar um 20% lækk un á verði á dilkakjöti. Sömu vinnubrögð verða nú við kjötlækkunina og þegar smjörið lækkaði á dögunum, en þá var helgin notuð til að gera birgðakönnun um land allt, svo smásalar fái endurgreiddan hluta af því verði, sem þeir hafa gefið fyrir kjötið. Miðað við kjötið í heilum og hálfum skrokkum, þá lækkar kílóið af dilkakjöti um 22 krónur, en það samsvarar um 20% lækk- un. Mun því dilkakjötið i heilum skrokkum, eftir helgi, kosta rúm- ar eitt hundrað krónur kílóið í smásölu, en það kostar í dag kr. 126,20 í heilum skrokkum, og kr. 137,20 í hálfum skrokkum. Annað verð á dilkakjöti lækkar samsvarandi verðinu í heilum og hálfurn skrokknm, og einnis þær unnu kjötvörur sem dilkakjöt er í sannanlega. en oft er notað annað kjöt en dilkakjöt í unnar kjötvörur, svo sém kunnugt er Líklegt er að margur frystikistu eigandinn bölvi i hljóði þegar kjötlækkunin kemur til fram- kvæmda, því algengt mun vera að fólk kaupi kjöt í frystikistur sín- ar fyrir um tíu þúsund krónur, og tapar það því um tvö þúsund krónutn, auk vaxtanna af miklum kjötbirgðum. Veöurfregna- þjónusta við sjómenn bætt EJ—Reykjavík, miðvikudag. — Ákvcðið hefur verið að koma að nokkru til móts við kröfur um bætta þjónustu við sjómenn á fiskimiðum. í tilkynningu frá Veðurstofu íslands, sem blað- inu barst í dag, segir, að frá og með morgundeginum verði útvarpað veðurfregnum að næturlagi frá loftskeytastöðvun um á ísafirði, Siglufirði og Neskaupstað. Tilkynning Veðurstofunnar er svohljóðandi: „Frá og með 26. nóv. 1970, þar til annað kann að verða ákveðið, munu ioftskeytastöðv- arnar á ísáfirði, Siglufirði og 'íeskaupstað útvarpa veðurfregn um að næturlagi. Útvarpað ver&'ur á vinnutíðnum stöðv- anna eftir tilkynningu á tíðn- inni 2182 kílórið. Útvarpinu verður hagað sem hér segir: ísafjörður útvarpar veður- spá fyrir Vestfjarðamið og Norðurmið kl. Ollö og 0445. Siglufjörður útvarpar veður- spá fyrir Vestfjarðamið, Norð- urmió' og Norðausturmið M. 0120 og 0450. Neskaupstaður útvarpar veð- urspá fyrir Norðausturmið, Austfjarðamið og Suðaustur- mið kl. 0115 og 0445. Veðurspár fyrir önnur svæði munu liggja fyrir hjá framan- greinum stöðvum, oig verða þær sendar til skipa samkvæmt beiðni hverju sinni.“

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.