Fréttablaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 34
18. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR34
��������������������
�����������������������������
������ ����
����������
�� �����������
������ ����
��������
�� �����������
������ ����
����������
�� �����������
������ ����
����������
�� �����������
������ ����
��������
�� �����������
������ ����
����������
�� �����������
������ ����
����������
�� �����������
������ ����
��������
�� ����������������� ����
����������
�� �����������
������ ����
��������
�� �����������
������ ����
��������
�� �����������
����� ��� ����
�������
������� ����� ��� ����
����� ��� ����
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
APRÍL
17 18 19 18 19 20 21
Þriðjudagur
■ ■ SJÓNVARP
17.00 Gillette HM Sportpakkinn
á Sýn.
17.35 Meistaradeildin á Sýn.
Fréttaþáttur um deildina.
18.30 Meistaradeild Evrópu á
Sýn. Bein útsending frá leik AC
Milan og Barcelona.
18.35 Enska knattspyrnan á
Enska boltanum. Bein útsending frá
leik Wigan og Aston Villa.
Iceland Express-deild karla
4. leikur
SKALLAGRÍMUR - NJARÐVÍK 60-81
Stig Skallagríms: George Byrd 20 (14 fráköst),
Pálmi Þór Sævarsson 10, Pétur Már Sigurðsson
9, Jovan Zdravevski 8, Dimitar Karadzovski 5, Axel
Kárason 4, Hafþír Ingi Gunnarsson 4.
Stig Njarðvíkur: Jeb Ivey 30 (12 af 17 í skotum),
Brenton Birmingham 22 (13 fráköst), Friðrik
Stefánsson 9 (12 fráköst), Egill Jónasson 9, Guð-
mundur Jónsson 6, Halldór Karlsson 3, Kristján
Sigurðsson 2.
3. leikur
NJARÐVÍK - SKALLAGRÍMUR 107-76
Stig Njarðvíkur: Brenton Birmingham 32, Jeb
Ivey 23 (9 stoðs.), Jóhann Árni Ólafsson 15, Frið-
rik Stefánsson 11, Egill Jónasson 10 (9 fráköst),
Halldór Karlsson 5, Hjörtur Einarsson 4, Kristján
Sigurðsson 3, Guðmundur Jónsson 2, Örvar Kristj-
ánsson 2.
Stig Skallagríms: Jovan Zdravevski 17, George Byrd
16 (10 fráköst), Axel Kárason 11, Heiðar Hansson
10, Dimitar Karadzovski 9, Pétur M. Sigurðsson 8,
Pálmi Sævarsson 4, Hörður Unnsteinsson 1.
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
KÖRFUBOLTI Njarðvík hafði mikla
yfirburði gegn Skallagrími í þriðju
viðureign liðanna í úrslitum Ice-
land Express-deildarinnar sem
fram fór laugardaginn fyrir páska.
Njarðvík sigraði með 31 stigs mun
á heimavelli sínum, 107-76. Það
var aðeins í upphafi sem gestirnir
héldu í við heimamenn en Njarð-
víkingar fóru á kostum í öðrum
leikhluta og gerðu þar út um leik-
inn.
Brenton Birmingham átti stór-
leik og skoraði 32 stig, þar af átta
þriggja stiga körfur, en Jeb Ivey
skoraði 23 stig og gaf níu stoð-
sendingar. Þá átti Jóhann Árni
Ólafsson mjög góða innkomu af
bekknum og skoraði 15 stig.
- vig
Þriðji úrslitaleikurinn:
Algjört burst
hjá Njarðvík
KÖRFUBOLTI Eftir þriggja ára ein-
okun Keflavíkur hafa nágrannarn-
ir í Njarðvík endurheimt Íslands-
meistaratitilinn í körfubolta karla.
Þeim grænklæddu héldu engin
bönd í fjórðu úrslitaviðureigninni
gegn Skallagrími í Borgarnesi í
gær en þar staðfestu Njarðvíking-
ar endanlega að þeir hafa einfald-
lega yfir besta liðinu á Íslandi að
ráða. Lokatölur urðu 60-81 og er
þrettándi Íslandsmeistaratitill
Njarðvíkur, frá því að núverandi
deildarfyrirkomulag var tekið í
notkun, því orðinn að staðreynd.
„Vörnin var yndisleg. Mér er
alveg sama hver skorar en það er
ljóst að við unnum þetta einvígi á
vörninni. Þetta er besti varnar-
leikur á Íslandi í dag,“ sagði Einar
Árni Jóhannsson, þjálfari Njarð-
víkur í leikslok. „Það er orðið allt-
of langt síðan við unnum titilinn
síðast en strákarnir hafa verið að
vinna fyrir þessu í allan vetur og
eiga þetta skilið,“ bætti Einar Árni
við. Miðherjinn Friðrik Stefáns-
son var á sama máli og kvaðst
gríðarlega stoltur yfir árangrin-
um í ár. „Þetta lið á titilinn sann-
arlega skilinn,“ sagði Friðrik.
Eins og þjálfarinn minntist á
spiluðu gestirnir úr Njarðvík gríð-
arlega öfluga vörn í leiknum í gær
og náðu heimamenn ekki að skora
eina einustu körfu utan af velli
fyrstu fimm mínútur leiksins.
Skallagrími til happs var sóknar-
leikur Njarðvíkur ekki að ganga
sem skildi en gestirnir náðu þó
mest 10 stiga forystu í 1. leikhluta.
Að loknum fyrsta leikhluta var
staðan 16-23 fyrir Njarðvík en um
miðbik annars leikhluta var for-
skotið komið niður í tvö stig, 25-
27. Njarðvíkingar náðu síðan
góðum leikkafla á síðustu tveimur
mínútum fyrri hálfleiks, skoruðu
sjö stig í röð og tryggðu sér 11
stiga forystu þegar flautað var til
hálfleiks, 29-38.
Síðari hálfleikur hófst eins og
sá fyrri, það er að segja með
skelfilegum varnarleik Skalla-
gríms en að sama skapi magnaðri
vörn Njarðvíkur. En í þetta sinn
gekk sókn Njarðvíkinga eins og
smurð vél, þeir skoruðu fyrstu 14
stig hálfleiksins og náðu 23 stiga
forystu, 29-52. Þessi leikkafli virk-
aði sem kjaftshögg á heimamenn
og fyrir vikið molnaði sjálfstraust-
ið.
Að loknum þriðja leikhluta var
staðan orðin 40-64 og var því vitað
að heimamenn þyrftu á krafta-
verki að halda til að snúa leiknum
við. Sú varð ekki raunin og fór
Njarðvík því með öruggan sigur
af hólmi.
Það var fyrst og fremst mögn-
uð liðsheild sem skóp sigur Njarð-
víkur í gær, rétt eins og í öðrum
sigurleikjunum gegn Skallagrími.
Vörnin var gríðarlega öflug og
áttu leikmenn Skallagríms ekkert
svar við grimmd og baráttu and-
stæðinganna sinna. Þó verður sér-
staklega að minnast á þáttar
Brentons Birmingham, en hann
hélt uppteknum hætti frá því í
þriðja leiknum og spilaði hreint
stórkostlega, jafnt í vörn sem
sókn. Hann var klárlega mikil-
vægasti leikmaður þessarar úrslit-
arimmu, tók af skarið þegar á
reyndi og sýndi hversu mikill yfir-
burðamaður hann er í íslenskum
körfubolta þegar hann vill. - vig
Vörnin okkar var yndisleg
Njarðvíkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í gær með mögn-
uðum sigri á Skallagrími, 81-60. Njarðvík vann úrslitaeinvígið alls 3-1.
EINFALDLEGA LANGBESTIR Fyrirliðarnir Friðrik Stefánsson og Halldór Karlsson sjást hér taka
á móti bikarnum glæsilega eftir leikinn í gær. Til hægri sést í Brenton Birmingham, sem
valinn var besti leikmaður úrslitakeppninnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HANDBOLTI Evrópumeistarar
Frakka unnu hið svokallaða Bercy-
æfingamót sem fram fór í heima-
landi þeirra um páskana. Í lokal-
eik sínum rúlluðu þeir auðveldlega
yfir Þjóðverja 35-25 í París í dag
en það voru þeir Stefán Arn-
aldssson og Gunnar Viðarsson
sem dæmdu leikinn og gerðu það
með stakri prýði.
Þjóðverjar fór stigalausir í gegn-
um þetta mót á meðan heimamenn
unnu alla sína leiki. Tékkland hafn-
aði í öðru með því að sigra Dan-
mörku í lokaleik sínum 39-36 en
fjögur lið tóku þátt í mótinu. - egm
Æfingamót landsliða:
Frakkar unnu
á heimavelli
JOEL ABATI Spilaði vel í París um helgina.