Tíminn - 22.01.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.01.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn ^otaöir bílar í 20 ár suzuki aaan BÍLAKJÖR, HÚSIFRAMTÍÐAR, FAXAFENI 10, SÍMI 686611. = Vantar þíg notaöan bfl? :© ea x© £ 'W £ 9 XO '© OJD *© © Líttu inn. (Heitt á könnunni.) Eitt besta úrval bæjarins í húsi FRAMTlÐAR v/SKEIFUNA. Bestu kjör bæjarins í BÍLAKJÖR, FORDHÚSINU. Sölustjóri: Skúli Gíslason F ramkvæmdastj.: Finnbogi Ásgeirsson Sölumenn: Kjartan Baldursson Jónas Ásgeirsson Ingibjörg P. Guðmundsdóttir BÍLAKJÖR, nýr sími: 686611 áður Bílakjallarinn Fordhúsinu 20 ára reynsla ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Ársstaða aðstoðarlæknis við barna- deild St. Jósefsspítala, Landakoti, er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. júní 1988. Umsóknarfresturertil 1. mars 1988. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og fyrri störf skal senda til yfirlæknis barnadeildar. Reykjavík 20/1 1988. Starístræöslune fn ci fiskvinnslunnar 150 REYKJAVÍK - SlMI 686095 Verkstjóranámskeið fiskvinnslunnar hefj- ast að nýju í Hótel Borgarnesi að morgni 28. janúar. Kenndar verða samtímis fyrri og seinni önn. Verkstjórar eru hvattir til að láta þessi námskeið ekki framhjá sér fara og skrá sig hjá skrifstofu Starfsfræðslunefndarinnar í síma 91- 686095 fyrir þriðjudaginn 26. janúar. t Þökkum innilega* auösýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður.ömmu og langömmu Ingibjargar Guðmundsdóttur Syðri-Reykjum, Biskupstungum Sérstakar þakkir til iækna og hjúkrunarfólks á Vífilsstaðaspítala Grímur ögmundsson Grétar B. Grímsson Lára Jakobsdóttir Grímur Þ. Grétarsson Sigurður Ó. Grétarsson Guðmundur H. Grétarsson Dagný Rut Grétarsdóttir og langömmubörn Ingibjörg Sigurjónsdóttir Gyða Halldórsdóttir ingibjörg R. Grétarsdóttir 1 1 Föstudagur 22. janúar 1988 MINNING lllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllll Hjörtína Guðrún Jónsdóttir Fædd 20. október 1900 Dáin 6. janúar 1988 Amma mín, Hjörtína Guðrún Jónsdóttir frá Efra-Skarði í Svína- dal, fæddist í Hrappsey á Breiðafirði aldamótaárið og var því komin á sitt 88. aldursár þegar hún lést nú í ársbyrjun. Hún var dóttir Jóns Jónssonar vinnumanns og Kristínar Tómas- dóttur, sem var annáluð tóvinnu- kona. Jón mun hafa fæðst í Seli í Miklaholtshreppi, en bjó síðar á norðanverðu Snæfellsnesi og í Breiðafjarðareyjum. Kristín fæddist í Steinadal á Ströndum, en missti föður sinn ung og fór eftir það í vinnumennsku víða, m.a. á Kleifum í Gilsfirði. Leiðir þeirra Jóns og Kristínar lágu saman í Hrappsey, þar sem þau voru í vinnumennsku. Jón var ógift- ur og barnlaus, en Kristín var þá orðin ekkja og átti þrjá syni. Valdim- ar og Steingrím átti hún með Samúel Guðmundssyni frá Brekku í Gils- firði. Kristín giftist Kristjáni Hall- dórssyni vinnumanni og áttu þau saman soninn Guðna. Kristján drukknaði árið 1896. Sex vikna gamalli var Hjörtínu komið fyrir í fóstur hjá hjónunum Eggert Thorberg Gíslasyni og Þuríði Jónsdóttur í Fremri-Langey. Faðir Hjörtínu var vel kunnugur fólkinu í Fremri-Langey. Hann hafði verið þar vinnumaður um langt skeið og treysti Eggert og Þuríði best fyrir einkabarni sínu. Eggert var stöndugur bóndi. Hann var bókhneigður og kenndi börnum og Jóni hefur því þótt vænlegt að koma barninu í fóstur hjá honum. Hálfsystir Jóns, Margrét Guð- mundsdóttir í Rifgirðingum, vildi taka bamið að sér, en Jón ljáði ekki máls á því. Þau Jón og Kristín giftust ekki, en bjuggu saman í þurrabúð um skeið. Hjörtína ólst því upp hjá hjónun- um í Fremri-Langey. Börn þeirra Eggerts og Þuríðar vom flest upp- komin, en þrjú vom þó ófermd. Hjörtína varð snemma dugleg til vinnu. Jafnframt lærði hún lestur, skrift og dálítið í reikningi og las landafræði, íslandssögu og biblíu- sögur hjá fóstra sínum. Kverið varð hún að læra utanbókar eins og aðrir. Eggert leyfði engan slæpingjahátt við námið og vei þeim sem ekki kunni lexíumar sínar. Þannig ólst Hjörtína upp við tals- verðan aga bæði í námi og starfi. En hún fékk nóg að borða og fólkið í Fremri-Langey reyndist henni vel. Oft fann hún samt fyrir því að hún var ekki bam þeirra hjóna, einkum þegar barnaböm þeirra komu í heimsókn. Henni þótti mjög miður að foreldrar hennar vom ógiftir, enda var henni stundum strítt á því. Hjörtína hafði aldrei náið sam- band við móður sína, þótt henni þætti afar vænt um hana. Faðir hennar kom hins vegar oft í Fremri- Langey og hún hændist mjög að honum. Hann borgaði með henni meðan hann lifði, en hann lést úr lungnabólgu þegar Hjörtína var á tíunda ári. Henni þótti mikil eftirsjá að föður sínum. Móðir hennar fékk að vera í Fremri-Langey vetur eftir að Jón dó, þar til Steingrímur sonur hennar tók hana að sér. Steingrímur var þá orðinn bóndi í Miklagarði í Saurbæ og veitti móður sinni heimili þar til hún lést árið 1948, 94 ára. Hjörtína fermdist í Dagverðar- neskirkju þegar hún var þrettán ára. Veturinn 1916-1917 fór hún í Hvítár- vallaskóla hjá Hans Grönfeldt og frú. Skóla þennan kallaði hún „Rjómaskólann". Þar lærði hún að strokka smjör og þess háttar og undi sér vel. _. „ En hún hafði lofað að koma aftur til Fremri-Langeyjar að vori og við það stóð hún. Tveimur ámm síðar fór hún til móður sinnar og Stein- gríms að Miklagarði og var þar í tvo vetur. Að því loknu lá leiðin til Reykjavíkur og lauk þá samskiptum hennar við móður sína. Hjörtína var í vinnumennsku á ýmsum heimilum í Reykjavík á þriðja áratugnum og var eftirsótt vinnukona. Þá kom það fyrir að hún réðist í kaupavinnu í sveit á sumrin, þar á meðal á Melum í Melasveit hjá fóstursystur sinni Helgu Eggerts- dóttur. Hjörtína var á Melum haust- ið 1928 þegar þess var farið á leit við hana, að hún færi sem ráðskona hjá ungum bónda á Efra-Skarði í Svína- dal, Ólafi Magnússyni. Hún játti því og lagði þar með grunninn að ævistarfi sínu. Þau Ólaf- ur felldu nefnilega hugi saman þá um veturinn og um haustið 1929 létu þau pússa sig saman í Reykjavík. Þau hjónin hófu búskap í gamla bænum að Efra-Skarði. Móðir Ólafs, Sigríður, var þá enn á lífi. Ekki leið á löngu áður en fjölgaði á heimilinu og alls urðu bömin fimm, Þorgerður, Sigríður, Jóna Kristín, Magnús og Selma. Bömin fæddust öll í gamla bænum, en árið 1947 flutti fjölskyldan í nýtt timburhús og þar var heimili þeirra síðan. Á óvitaámm mínum veitti ég ömmu minni ekki mikla athygli. En þegar ég komst til nokkurs þroska, fór ekki hjá því að ég skynjaði mikilleik þessarar lágvöxnu og lítil- látu konu. Hún fæddist inn í frumstætt bændasamfélag aldamótanna, en kvaddi okkur á tölvuöld. Hún öðlað- ist mikla lífsreynslu á langri ævi og miðlaði óspart af reynslu sinni. Hún var ekki alltaf sólarmegin í lífinu, en kunni að gleðjast og gleðja aðra. Eins og títt er um konur af hennar kynslóð, fólst hennar ævistarf í upp- eldi bama og bústörfum bæði innan- húss og utan. Henni auðnaðist ekki að vera samskiptum við foreldra sína í æsku og þótti það auðvitað miður. Heimihð í Fremri-Langey var mjög fjölmennt og ekki gafst alltaf tími til þess að sýna litlu stúlkubarni þá hlýju sem þurfti. En alla þá ástúð og hlýju, sem hún fór á mis við í æsku, veitti hún manni sínum og bömum. Hún eignaðist 19 bamabörn og 17 barnabamabörn og ekki fómm við varhluta af einlægri blíðu hennar. Hún vissi hvers virði það var börnum að eiga ömggt heimili og njóta ástar foreldra sinna og umhyggju. Amma var glaðlynd manneskja, ríkulega gáfum gædd og kunni að meta söng og lestur góðra bóka. Vænst þótti henni um bækur, sem höfðu að geyma þjóðlegan fróðleik af ýmsu tagi. Hún tók virkan þátt í starfi Kvenfélagsins Lilju á Hval- fjarðarströnd og varð heiðursfélagi þess. Ég kom stundum í litlu stofuna til ömmu og þáði af henni kaffi og með því. Forvitni mín varð þá einatt til þess að ég fékk að ferðast með henni vestur til Breiðafjarðar æsku- áranna. Þá sagði hún mér frá föður sínum, sem var harðduglegur maður og bamelskur, en dálítið sérsinna, eins og hún sagði. Ég fékk að kynnast móður hennar og erfiðri lífsbaráttu hennar. Hún sagði mér frá heimilislífinu í Fremri-Langey, atvinnuháttum, menningarlífinu í baðstofunni, jólasiðum, sorgar- stundum og gleðistundum. Stundum brá fyrir sorgarglampa í augum hennar þegar hún sagði frá, en oftast var hún þó kímin og alltaf held ég að hún hafi notið þessara stunda. Mér sjálfum voru þessar samveru- stundir ómetanlegar. Mér var unun að því að sitja hjá henni og heyra hana segja frá. Hún var mér tengilið- ur við liðna tíð og kenndi mér að skilja hana sjálfa og það þjóðfélag sem mótaði hana og hennar kynslóð. Við amma áttum margt órætt. En þótt hún hafi ávallt verið heilsu- hraust, varð ekki hjá því komist að Elli kerling gerðist uppívöðslusöm. Amma varð þó þeirrar gæfu aðnjót- andi, að vera sjálfbjarga nánast fram á síðasta dag og halda fullri meðvit- und fram á síðustu stund. Ég heimsótti hana síðast milli jóla og nýárs og enda þótt hún ætti þá við talsverðan lasleika að stríða, var ekki við annað komandi en að hita kaffi og færa mér með því. Þegar ég kvaddi hana þennan dag, virtist hún sannfærð um að þetta yrðu okkar síðustu fundir. Sú varð líka raunin. Á gamlársdag hélt ég utan til náms. Sama dag var hún flutt á sjúkrahús og fáeinum dögum síðar var hún öll. Ég hefði svo gjama viljað eiga þessa indælu konu dálítið lengur. Missir minn og allra hennar ástvina er mikill, en mestur er þó missir afa, sem hefur horft á eftir ástríkri eigin- konu og traustum vini. Nú er ekki annað eftir en björt og fögur minningin og ég mun ætíð minnast ömmu með þakklæti. Góð- legt og glaðlegt andlit hennar mun ávallt standa mér fyrir hugskotssjón- um. Megi hún hvíla í friði. Garðar Guðjónsson. Með gleði í hjarta þú bjóst um bömin þín og baðst þeim gæfu, kenndir ijóð og sögur. Hvíidu í fríði eisku móðir mín minningin um þig er björt og fögur. Við sitjum hljóð og söknum þess, er var. En sól að vorí vekur jarðar gróður. Við þökkum fyrír góðu gjafimar og getum verið stoit af okkar móður. Kveðja frá bömum hennar (samið af Magnúsi Ólafssyni).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.