Tíminn - 28.06.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.06.1989, Blaðsíða 12
Miðvikudagur 28. júní 1989 12 Tíminn Söguleg þáttaskil Ræða Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins, á 18. þingi Alþjóðasambands jafnaðarmanna í Stokkhólmi 21. júní. Herra forseti Hvaða lærdóma getum við num- ið af 100 ára baráttu stjórnmála- hreyfingar lýðræðisjafnaðarmanna fyrir friði, mannréttindum og jöfnuði lífskjara? Hafa hugmyndir okkar um dreifingu hins efnahags- iega valds, undir lýðræðislegri heildarstjórn, staðist dóm reynsl- unnar? Hversu vel munu hug- myndir okkar, mótaðar af þessari reynslu, duga mannkyninu sem leiðarhnoða, á 21. öldinni? Þessar spurningar vakna ósjálfrátt, þegar við minnumst aldarafmælis Al- þjóðasambandsins, sem var stofn- að árið 1889. Eitt er víst: Enginn jafnaðar- mannaflokkur hefur nokkru sinni tekið völd í neinu þjóðfélagi með ofbeldi. Við höfum aldrei þröngv- að hugmyndum okkar um þjóðfé- lag jafnaðarstefnunnar upp á nokkra þjóð. Okkar sigrar í 100 ár hafa aldrei verið unnir á vígvellin- um. Allir okkar sigrar hafa verið unnir með röksemdum og sannfær- ingarkrafti í trú á gildi góðs máls- taðar á vettvangi umræðu og upp- lýsingar. í þessum skilningi er heimshreyfing lýðræðisjafnaðar- manna mesta friðarhreyfing okkar tíma. 1. En hvemig getum við þóst vera sannfærðir um yfirburði okkar hug- mynda umfram hugmyndir og kenningar annarra stjórnmálaafla, sem keppa við okkur? Leyfið mér að bera fram vitni í þvf máli. Fyrir meira en 70 árum sátu tveir útlægir rússneskir menntamenn í litlu þorpi uppi í Tatarafjöllum, við landamæri Póllands og Tékkó- slóvakíu, og deildu hart um réttu leiðina fyrir rússnesku byltinguna, sem báðir sáu þá í hillingum. Annar þessara manna hét Vla- dimir Ilich Ulyanov - kallaður Lenín. Hann er heiminum kunnur sem brautryðjandi rússnesku bylt- ingarinnar og stofnandi Sovétríkj- anna. Hinn hét Júlíus Martov, leiðtogi mensévíka, rússneskra sósíaldemókrata. Nafn hans er flestum fyrir löngu gleymt og grafið. Málstaður hans varð undir, í átökum við bolsévíka Leníns. Og það eru sigurvegararnir sem skrá söguna. Þetta kvöld, fyrir meira en 7 áratugum, eftir harðar deilur við Lenín, skrifaði Júlfus Martov eftir- farandi í dagbók sína: „Ég hef lengi verið sannfærður um að Lenín hefur rangt fyrir sér. Geldar formúlur hans um heraga byltingarflokksins; um hina sjálf- skipuðu framvarðarsveit flokksins; og um alræði öreiganna eftir valda- töku, - allar eru þessar kenningar kolrangar. En það var ekki fyrr en í kvöld sem það rann upp fyrir mér, hvers vegna Lenín fer svo villur vegar, þrátt fyrir viljastyrk, einbeitingarhæfni og atorku. Mannskilningur hans er ómennsk- ur. I hans huga eru manneskjur eins og hverjar aðrar vörur. Þær á að skipuleggja, móta og hnoða inn í fyrirfram steypt steinsteypumót hugmyndafræðinnar. Ef fólkið passar ekki inn í kerfið, þá er það verst fyrir fólkið.“ Og hann bætir við: „Eg finn það á mér að Lenín og hugmyndir hans munu sigra. Við munum tapa. En hvílíkarægifómir mun það ekki kosta rússnesku þjóðina - tilgangslausar blóðfóm- ir.“ Sjálfur hlaut Júlíus Martov að .gjalda. ósigms 5út5 jn&ðJífi.sínuflg samstarfsmanna sinna. Nafn hans féll í gleymsku og dá. 2. Nú, meira en 70 árum síðar, spyrjum við: Hversu vel hefur hugmyndakerfi sigurvegarans í deilum þessara tveggja einstak- linga staðist dóm reynslunnar? Leyfið mér enn að leiða fram vitni. Nú er kominn fram á sjónarsvið- ið nýr leiðtogi í Sovétríkjunum, - maður sem ber á herðum sér skikkju hinnar lenínsku arfleifðar - Mikhail Gorbatsjov. Og hann er hylltur á Vesturlöndum sem hinn nýi Messías friðar og umbóta. Og hver er hans boðskapur? ★ Hann segir að það hafi verið hræðileg mistök að smala bænda- lýð hins frjósama Rússlands inn í Jón Baldvin Hannibalsson. gervöllum hugmyndaarfi lenínism- ans, þótt enn sem komið er séu hlutimir ekki kallaðir sínum réttu nöfnum. Með því hefur hann sýnt mikið pólitískt hugrekki, athafna- dirfsku ogleiðtogahæfileika. Hann er sá stjómmálaleiðtogi á okkar dögum, sem gegnir stærsta sögu- lega hlutverkinu. Að viðurkenna gjaldþrot Sovétkommúnismans, eftir 70 ára blóði drifna tilrauna- starfsemi, og að freista þess á elleftu stundu að bæta fyrir hin sögulegu mistök. 3. Kaldhæðni sögunnar lætur ekki að sér hæða. Júlíus Martov, hinn sósíaldemókratíski martýr, kann að hafa tapað baráttunni um að hafa áhrif á framgang rússnesku byltingarinnar. En hugmyndir hans, sem hann rökræddi við Gorbatsjov. Lenín. samyrkju- og ríkisbú, en leiða þá til slátrunar eins og búfénað ella. Afleiðingin er sú að enn í dag, 70 árum síðar, geta Sovétmenn ekki brauðfætt sig. ★ Hann segir að það hafi verið hræðileg mistök að koma á mið- stýrðum áætlunarbúskap, mið- stýrðu fyrirskipanakerfi alríkisins í efnahagsmálum undir fomstu út- valinna flokksgæðinga. Afleiðing- amar blasa við: Sovétríkin em að vísu hervætt risaveldi en efnahags- lega á brauðfótum. Kerfið hefur ekki skilað vömnum. Það er úrelt - staðnað. Og leiðtoginn boðar tilraunir með valddreift markaðs- kerfi í staðinn - blandað hagkerfi? ★ Hann segir að það hafi verið hræðileg mistök að þagga niður alla umræðu, skoðanaskipti og gagnrýni og að breyta Flokknum í þrælahjörð, sem notið hefur for- réttinda í skjóli valds. ★ Hann segir að það hafi verið hræðileg mistök að svipta þegna Sovétríkjanna mannréttindum: Skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi, samtakafrelsi, ferðafrelsi. Hann hefur komist að þeirri niðurstööu að Perestroika - kerfís- breytingin - verði aldrei að vero- . leika, nema á .undan. fari Glasnost. - opnun þjóðfélagsins fyrir nýjum Iýðræðisstraumum, þar sem m.a. verði tekið eðlilegt tillit til sjólf- stæðisþrár og sjálfsvirðingar þeirra þjóða, sem byggja Sovétríkin. Hann segir í stuttu máli að hið leníníska kerfi hafi í reynd leitt til siðferðilegrar bæklunar og efna- hagslegrar stöðnunar. Sá þjóðar- leiðtogi er vandfundinn í heimin- um í dag, sem trúir því að þjóðir heims geti leitað fyrirmyndar í reynslu Sovétríkjanna við að leysa sín eigin vandamál. Þvert á móti. Sjötíu ára saga rússnesku bylting- arinnar er öðrum þjóðum víti til vamaðar. Mikill stjómmálaleiðtogi í öðro landi og á öðrom tíma sagði af öðro tilefni: Þú getur blekkt alla á stundum, þú getur blekkt suma ævinlega, en þú getur ekki blekkt aUa ávallt og ævinlega. Mikhail Gorbatsjov hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að það sé ekki lengur hægt að halda áfram að blekkja sjálfan sig og Sovétþjóð- imar um að Sovétkerfið eigi fram- tíð fyrir sér, hvað þá heldur að það standist samjöfnuð við lýðræðis- þjóðfélög Vesturlanda. Hann hefur Lreynd vísað á.bug.. Lenín, um valddreifingu, lýðræði og opið þjóðfélag, byggðar á virð- ingu fyrir mannréttindum, - þær hafa unnið. Sá vinnur að lokum, sem tapar. Hversu oft höfum við ekki orðið vitni að þessari kaldhæðni sögunn- ar. Hinn háaldraði hálfguð kín- verska kommúnistaflokksins, Deng Xiao Peng, kann að halda að hann geti tortímt lýðræðishugsjón- um milljónanna á Tianamentorgi með skriðdrekum og aftökum, án dóms og laga. En hann á eftir að komast að því fullkeyptu, áður en lýkur. Það er vissulega hægt að hindra útbreiðslu hugmynda um sinn með ofbeldi og kúgun. En ef þessar hugmyndir bera sannleikan- um vitni, munu þær reynast lífseig- ari en allir heimsins harðstjórar. Þegar við nú verðum vitni að því að þýskur almenningur hyllir for- seta Sovétríkjanna sem hinn nýja Messías friðarins þá verður það kannski best skilið með málfari Biblíunnar: Að meiri fögnuður muni ríkja yfir einum syndara sem iðrast en yfir hinum 99 réttlátu. Um leið og við fögnum sinna- skiptum Sovétleiðtoganna og met- um af raunsæi þau sögulegu þátta- sfcij,. SW^ fcufflqvitpi..að^ber að segja það umbúðalaust úr þess- um ræðustól, á þessu þingi, að atburðarásin í Sovétríkjunum er órækur vitnisburður um sannleiks- gildi og lífseiglu þeirrar grundvall- argilda lýðræðisjafnaðarstefnu sem byggja á virðingu fyrir mann- réttindum og frelsi og sjálfsvirð- ingu einstaklingsins. Þeir menn sem halda að lýðræði sé lúxus, sem einungis ríkar þjóðir og þróaðar geta leyft sér, hafa rangt fyrir sér. Leikreglur lýðræðisins hafa ekki einungis gildi í sjálfu sér. Þær eru praktísk nauðsyn ef við viljum virkja fólk til dáða og hvetja það til að rísa af eigin rammleik úr örbirgð til bjargálna. Svo einfalt er það. Við lifum nú á sögulegum tíma- mótum. Uppgjöf sovétkommún- ismans boðar endalok hundrað ára hugmyndastríðs milli lærisveina Leníns og Stalíns annars vegar og málsvara lýðræðisjafnaðarstefn- unnar hins vegar. Þau sögulegu þáttaskil boða endalok kalda stríðsins. Þau sögu- legu þáttaskil vekja okkur vonir um að tvískipting Évrópu, sem var staðfest sem afleiðing tveggja heimsstyrjalda, heyri senn sögunni til. Lok kalda stríðsins ero um leið byrjun nýs kafla í mannkynssög- unni. Hið nýja tímaskeið á ekki einungis að færa okkur sameinaða Evrópu heldur einnig nýtt tímabil afvopnunar og friðsamlegrar sam- búðar þjóðar, innan vébanda um- samins öryggiskerfis. Ég spurði í upphafi: Hvemig getum við þóst þess fullvissir að grondvallarhugmyndir lýðræðis- jafnaðarstefnunnar haldi gildi sínu fyrir þjóðir heimsins þegar við nú nálgumst nýja öld - nýtt árþúsund? Svarið er það, að grondvallarhug- myndir okkar lýðræðisjafnaðar- manna um valddreifingu, lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum hafa staðist dóm reynslunnar. Þær ero ekki bara draumórar velvilj- aðra manna heldur hugmyndir sem hafa verið reyndar í hörðum skóla lífsins og sannað varanlegt gildi sitt. Ekki aðeins með iðnvæddum þjóðum, heldur ekki síður meðal hinna snauðu þjóða, sem vilja brjótast út úr vítahring örbirgðar- innar til bjargálna. Þess vegna getum við horft með bjartsýni og reisn til nýrrar aldar, fullvissir þess að alþjóðahreyfmg okkar lýðræðis- jafnaðarmanna á enn eftir að gegna mikilvægu sögulegu hlutverki á nýrri öld. ★★★ Júlíus Martov og samherjar hans innan hreyfingar rússneskra sósíal- demókrata töpuðu vissulega orr- ustunni 1917. En hann reyndist hafa rétt fyrir sér í rökræðum sfnum við Lenín. Hugmyndir hans - hugsjónir okkar lýðræðisjafnað- armanna - hafa borið sigurorð af hindurvitnum lenínismans. Þessar hugsjónir sýnast því lfklegar til að vinna stríðið. Ekki með vopna- valdi, heldur vegna þess að þær reyndust bera sannleikanum vitni. Þær hafa staðist hinn hlutlæga dóm reynslunnar. Hið vígvædda valda- kerfi lenfnismans er að hrynja innan frá, af því að það byggði tilvero sína á ranghugmyndum og siðleysi. Þess vegna sjást þess þegar merki að jörðin, sem við öll byggj- um sameiginlega, er nú friðvæn- legri en nokkro sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Það stað- festir að alþjóðahreyfing okkar lýðræðisjafnaðarmanna er voldugt friðarafl. Hún er mannréttinda- hreyfing okkar tíma. , L'lHlt.v &9 É t "

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.