Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 41. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Komdu í sirkus Silvíu Nóttar Það er alltaf einhver sem kynnir trúðana inn í hringinn | Af listum Lesbók, Börn og Íþróttir Lesbók | Er RÚV risavaxinn offitusjúklingur?  Elskar að segja sögur Börn | Hressir krakkar í Melaskóla Íþróttir | Með réttu treyjuna á fæðingardeildina  Egyptar Afríkumeistarar Palo Alto. AP. | Bandarísk kona, sem er 90 sentimetrar á hæð og var tæp 17 kíló- grömm á þyngd áður en hún varð þunguð, hefur alið fyrsta barn sitt – heilbrigðan son. Læknar í Kaliforníu skýrðu frá þessu í gær. Eloysa Vasquez, sem þjáist af alvarlegri beinbrotasýki, notar hjólastól og hafði tvisvar sinnum misst fóstur. Hún þyngdist um níu kílógrömm á meðgöngunni og ól barnið 24. janúar á barnasjúkrahúsi Stan- ford-háskóla. Læknarnir sögðu að barnið hefði verið tekið með keisaraskurði átta vikum fyrir tímann til að vernda Vasquez vegna smæð- ar móðurlífsins. Sonurinn, sem hefur verið skírður Tim- othy, erfði ekki sjúkdóm móðurinnar. „Ég held að hann verði hávaxinn strákur,“ sagði Vasquez. AP Eloysa Vasquez og eiginmaður hennar, Roy, sýna nýfæddan son sinn, Timothy. Nítján kíló- gramma móðir AFTAKAVEÐUR gerði á Flateyri í gærkvöldi með þeim afleiðingum að gamalt trésmíðaverkstæði, áfast slökkvistöð bæjarins, staðsett við Túngötu, hreinlega splundraðist, en vindur fór upp í 43,9 m/s í kröft- ugustu hviðunum. Að sögn lögregl- unnar á Ísafirði urðu engin meiðsl á fólki, en brakið úr byggingunni dreifðist í a.m.k. 100 metra radíus. Veður á borð við þetta nefnist Grundarendaveður og skall síðast á á Flateyri í febrúarmánuði 1991. „Ég get sagt þér að aðkoman að á Flateyri og meðlimur í björgun- arsveitinni, var úti meðan veðrið var sem verst. Segir hann vindhvið- urnar hafa verið rosalegar. „Það fuku meira að segja bílar og ljósa- staur svignaði þannig að hann smurðist ofan í jörðina,“ segir Ön- undur og tekur fram að 60-70 fiski- kör hafi fokið og dreifst um bæinn. Björgunarsveitin fór í gærkvöld um bæinn til að kanna hvort allir væru heilir á húfi. Þegar það lá ljóst fyrir tók við heilmikið hreins- unarstarf og fyrirbyggjandi að- gerðir. verkstæðinu minnti mann óþyrmi- lega á aðkomuna eftir snjóflóðið. Það er hreinlega ekkert eftir af húsinu sem sprakk í loft upp, en brakið úr því dreifðist yfir stórt svæði og allt handónýtt,“ segir Páll Önundarson, íbúi á Flateyri. Að sögn Ívars Kristjánssonar, formanns björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, urðu miklar skemmdir vegna braksins. „Það eru mörg hús illa farin eftir fok og einnig bílar. Rúður eru brotnar og þakplötur hafa losnað. Það eru líka skemmdir á húsunum sjálfum, klæðningar og annað ónýtt.“ Önundur Hafsteinn Pálsson, íbúi Valur Sæþór Valgeirsson úr björgunarsveitinni á Suðureyri var einn þeirra sem lögðu hönd á plóginn við hreinsunarstarf í gærkvöldi. Ekkert eftir af húsinu                            Eftir Silju Björk Huldudóttur og Sunnu Ósk Logadóttur Miklar skemmdir urðu í vonskuveðri á Flateyri í gærkvöldi Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson  Verkstæðið sprakk | 11 EINN af helstu múslímaklerkum Danmerkur, Ahmed Abu Laban, neit- aði því í gær að hafa kynt undir of- beldisverkum í löndum múslíma vegna umdeildra skopmynda af Mú- hameð spámanni. „Við höfum ekki hellt olíu á eldinn,“ sagði Abu Laban, ímam í Kaup- mannahöfn, eftir föstudagsbænir. „Við höfum ekki æst upp alþýðu manna í múslímaheiminum.“ Abu Laban og fleiri danskir músl- ímaklerkar eru sakaðir um að hafa kynt undir reiði múslíma með því að reka áróður gegn Danmörku í arab- ískum fjölmiðlum á ferðum um Mið- Austurlönd í desember og janúar. Skoðanakönnun sem birt var í gær bendir til þess að meirihluti Dana telji að trúarleiðtogarnir í Danmörku eigi mesta sök á ofbeldinu. „Eftir eldgosið kemst á friður“ „Ástandið núna er mjög jákvætt,“ hafði fréttavefur danska ríkisútvarps- ins eftir Abu Laban. „Það knýr okkur til að veita hvert öðru meiri athygli og færir okkur saman.“ Klerkurinn bætti við að það já- kvæða við deiluna væri að hún hefði vakið umræðu um íslömsk gildi á Vesturlöndum. „Eldfjallið bjó í okk- ur,“ sagði hann. „Núna gýs það og eft- ir eldgosið kemst á friður að nýju.“ Neitar því að eiga sök á ofbeldinu Reuters Múslímaklerkurinn Abu Laban prédikar í mosku í Kaupmannahöfn. Beðist afsökunar | 18 New York. AP. | Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, er ekki gef- inn fyrir leiki í vinnunni og var því fljótur að reka borgarstarfsmann þegar hann sá kapal á tölvuskján- um hans. Edward Greenwood IX var að lesa skjöl við skrifborð sitt á einni af skrifstofum borgarinnar þegar Bloomberg kom þangað í fylgd ljós- myndara og heilsaði starfsfólkinu. Greenwood stóð upp þegar borg- arstjórinn nálgaðist skrifborð hans og ljósmyndarinn tók mynd af þeim þegar þeir heilsuðust. Bloomberg sá kapal á tölvuskján- um og rak skrifstofumanninn fyrir að misnota tölvu í eigu borg- arinnar. „Vinnustaðurinn er ekki rétti staðurinn fyrir leiki,“ sagði hann. Rekinn vegna tölvukapals Kúveitborg. AFP. | Mannræningjar sem tóku bandarísku blaðakonuna Jill Carroll í gísl- ingu í Bagdad 7. janúar hafa hótað að myrða hana 26. febrúar verði ekki gengið að kröfum þeirra fyrir þann tíma. Sjónvarpsstöðin Al-Rai í Kúveit hafði þetta í gærkvöldi eftir heimildarmönnum sem eru í sambandi við mannræningjana. Carroll hvatti bandarísk yfirvöld til að verða við kröfu mannræningjanna á myndbands- upptöku sem birt var í fyrradag. Þeir krefj- ast þess að allar konur í íröskum fangelsum verði látnar lausar. Hóta að myrða gísl í Írak ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.