Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 309. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is MIKILL HÖFÐINGI HRÍMNIR VERÐUR ALLTAF MEÐAL BESTU HESTANNA OG ÍMYND HINS FEGURSTA >> 20 Leikhúsin í landinu Förum í ferðalag saman >> 41 Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu rei kning á spron.is15% vaxtaauki! A RG U S / 07 -0 82 7 Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ORKUVEITA Reykjavíkur kannar nú hagkvæmni þess að virkja Farið sem rennur úr Hagavatni sunnan Langjökuls og reisa þar 30-40 MW vatnsaflsvirkjun. Farið yrði stíflað og sömuleiðis byggð lægri stífla við eldra útfall vatnsins ofan við Leyni- foss. Iðnaðarráðuneytið veitti OR rannsóknarleyfi á svæðinu fyrr á árinu en ætlunin er m.a. að kanna hvort farið geti saman stöðvun sandfoks á svæðinu og raforku- framleiðsla. Landgræðslan hefur lengi haft hug á að stífla vatnið til að hefta sandfok sem hún telur m.a. eiga uppruna sinn í þornuðum vatnsbotni Hagavatns. Náttúru- fræðistofnun bendir á að verði Hagavatn notað sem miðlunarlón muni leirfok úr botninum aukast seinni part vetrar og fyrri part sum- ars. Forsendum kollvarpað Í umsókn OR á rannsóknarleyf- inu, kemur m.a. fram að Orkustofn- un (OS) hafi gert forathugun á virkjunarmöguleika árið 1985. Í um- sögn OS um rannsóknarleyfi OR kemur hins vegar fram að sú for- athugun hafi verið úrelt. Hugmynd- ir um meðalrennsli, sem hún byggð- ist á, hafi verið óraunhæfar og forsendur hafi „kollvarpast við bein- ar mælingar í útfall Hagavatns“. „Með stíflu og virkjun Hagavatns yrði gripið inn í eitt stórbrotnasta landmótunarferli Langjökuls,“ seg- ir Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands. Svæðið sé eins og opin og auðlesin jarðfræðibók.  Sannkallaðir jökulheimar | 6 Kanna kosti Hagavatns- virkjunar Svæðið eins og opin og auðlesin jarð- fræðibók, segir forseti Ferðafélagsins Farið Gengið við Hagavatn. Í HNOTSKURN »Vatnsborð Hagavatnslækkaði um marga metra við hlaup í kjölfar þess að Eystri-Hagafellsjökull hopaði á fyrri hluta síðustu aldar. »Svæðið er vinsælt til göngu,gæti náð vinsældum Lauga- vegarins, segir forseti FÍ. FRÉTTASKÝRING Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is HAUSTIÐ hefur reynzt erfitt í sjávarút- veginum og nokkrir þættir ráða þar úrslit- um. 33% niðurskurður þorskkvótans er mjög þungbær fyrir útgerðarmenn og sjó- menn. Háir vextir eru einnig erfiðir við- fangs og hátt gengi krónunnar rýrir tekjur í íslenzkum krónum verulega. Ofan á þetta bætast svo einhverjar þrálátustu haustbrælur í langan tíma. Mun minni afli hefur borizt á land í haust en næstu árin þar á undan og sézt það meðal annars af sölutölum á fiskmörkuðunum. Verulegur samdráttur var í sölu á þorski bæði í sept- ember og október og auk þess lækkaði verðið í október. Tekjur sjómanna lækka að sama skapi, ekki bara vegna niðurskurðar á þorskkvóta sem þýðir langleiðina í 30% tekjuskerðingu heldur vegna frátafa frá veiðum og gengis krónunnar. Aflinn lítill þegar loks gefur Gylfi Gunnarsson, útgerðarmaður í Grímsey, segir að þetta sé bara ræfill í haust. Svo hafi reyndar verið í fyrra líka. Menn komist lítið á sjó, nema rétt á milli lægða, en þegar gefi sé aflinn lítill. Menn komist lítið til að leita að fiski, en heyrzt hafi að togararnir fái þorsk við Kolbeinsey. „Menn verða bara að sýna þolinmæði veiði- mannsins. Ég veit það að það er ekki á vísan að róa á haustin eftir 40 ára sjósókn. Nið- urskurður þorskkvótans var mikið áfall, en ég ætla að þrauka þetta árið og sjá hvað þau næstu bera í skauti sér,“ segir Gylfi. Fleira kemur til. Framboð á kvóta til leigu eða aflahlutdeild er afskaplega lítið og verðið svimandi hátt. Verð á aflahlutdeild í stóra kerfinu er yfir 4.000 krónur kílóið af óveiddu og er einnig hátt í því litla. Leigu- verð á þorski er komið í um 235 krónur. Á slíku verði er að heita má ómögulegt fyrir kvótalausar útgerðir að gera út á þorskinn. Menn eiga því fárra kosta völ annarra en að draga saman seglin. Það bitnar svo á fisk- verkun í landi, en töluvert er um uppsagnir hjá fiskverkafólki nú í haust. Reyni menn að treina kvótann og sækja í aðrar tegundir verður útgerðin óhagkvæmari og tekjur sjómanna og útgerðar minnka. Stöðug ótíð og erfitt haust Bræla, niðurskurður, hátt gengi og vextir Lítið veiðist í haust. RAGNA Ingólfsdóttir vann í gær tvöfaldan sigur á alþjóðlegu badmin- tonmóti sem fram fór í TBR-húsinu um helgina. Ragna hrósaði sigri í einliðaleik og í tvíliðaleik ásamt Katrínu Atladóttur. Þetta var annar sigur Rögnu í einliðaleik á alþjóðlegu móti en hún varð hlutskörpust á móti í Ungverjalandi á dögunum. Ragna stefnir að því að komast á Ól- ympíuleikana í Peking á næsta ári og með sama áframhaldi ætti hún að eiga góða möguleika á því. Á myndinni mundar Ragna spaðann í úr- slitaleiknum. | Íþróttir Morgunblaðið/Kristinn Vann tvöfaldan sigur á alþjóðlegu badmintonmóti Ragna Ingólfsdóttir í miklum ham NÝTANLEG háhitasvæði lands- ins eru nú að langstærstum hluta í opinberri eigu, þ.e. á þjóðlend- um eða þá í eigu ríkis, sveitarfé- laga eða fyrirtækja sem opinber- ir aðilar eiga að fullu eða að hluta. Talið er að einungis 10-12% há- hitasvæðanna séu í einkaeigu. Þorkell Helgason orkumálastjóri segir að sér reiknist til að eign- arhald háhitasvæða í opinberri eigu skiptist nokkuð jafnt milli þjóðlendna og svæða í eigu ríkis, sveitarfélaga og opinberra fyrir- tækja. | 4 10-12% háhitasvæða eru í einkaeigu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.