Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 22
45% af eldsvoðum um borff verffa í véla- rúmi. Meirihluti þessara eldsvoffa elga, or- sök sína í olíuleka nálægt hita, afgas- leiffslum eða öðru þess háttar, frá eld- spýtum, sem kastaff er í olíupönnur og skammhlaup i rafmagnsleiðslum. 27% af eldsvoffum um borff eiga upptök sín í lestum skipanna. Sjálfsíkviknun virffist vera algengasta orsökln, en all- mörg tilfelii eru þó i sambandi viff síga- rettureykingar. 18% af eldsvoffunum eiga upptök sin í íbúffum sklpverja, matstofum og sam- ‘omuherbergjum. Kæruleysisleg meffferð meff eld, einkum í sambandi viff reyking- ar, er í allflestum tilfellum ástæffan til eldsupptakanna. Báta- og togarasjómenn ættu að minnsta kosti í upphafi út- halds að fá fræðslu og verklegar æfingar í eldvörnum. Það má sameina þessa kennslu gúmmí- bátanámskeiðum og væri þannig eins dags námskeið skylda áður en skrásetning fer fram. b. Fynrhyggja. En hvað ber fyrst og fremst að hafa í huga um borð í hverri fleytu varðandi eldhættu ? Það mikilvægasta er, að menn geri sér ljósan þann möguleika, að eldsvoði geti átt sér stað og hvað eldsvoði getur haft alvar- legar afleiðingar um borð í skipi. — Yfirmenn mega ekki láta nægja að íhuga þetta einu sinni á ári, heldur vera sívakandi. Þá ber m. a. að hafa í huga: 1) Hvar er eldsvoða helzt von? 2) Hvernig haga ég slökkvi- starfi ? 3) ' Eru slökkvitæki tiltæki- leg? 4) Hvernig fæ ég bezt hindrað að eldur geti brotizt út? Af þessum atriðum má sjá, hve mikilvægt það er að geta skýrt orsök hvers einasta elds- voða, til þess að unnt sé að forð- ast vítin. 5. Eldvamir. Eldvarnir eru í raun og sann- leika 3 atriði: 1) Hindra að eldur brjótist út. 2) Slökkva eld. 3) Auðvelda slökkvistarfið. Eldur er hindraður í að brjót- ast út með því að hyggja að: 1) Byggingu skipsins. 2) Daglegu lífi um borð. Dregið er verulega úr eld- hættu með því að nota sem eld- föstust efni í innviðum og allri byggingu skipsins. — Einkum verður þar að hafa í huga eld- ' hús, vélarrúm, tanka, málning- arklefa o. fl. Hvað varðar hið daglega líf um borð, þá skal ávallt hafa í huga að meðhöndla öll eldfim efni,, vökva sem lofttegundir, með varúð. Við hreinsun á tönk- um og öðru á að fara varlega. Nota skal opinn eld og rafmagn með varúð. Það má ekki kasta frá sér logandi eldspýtum eða vindlingastubbum. — Gæta ber þess að hafa nógu stóra og rúm- góða öskubakka allsstaðar, þar sem má reykja. Það skal hafa eins litlar birgðir af eldfimum efnunm og unnt er. Þess skal gætt að safna ekki að sér tóm- um benzínbrúsum og öðru slíku. Það á að fræða skipshöfnina um eld og eðli hans. Slökkvistarfið má auðvelda á sama hátt með því að: 1) Hyggja að byggingu skipsins. Tnnrétting skipsins og fyrir- komulag þarf að vera þannig, að sem mest trygging fáist fyrir því, að eldurinn breiðist ekki út, ef kviknað hefur í einhverjum klefa, sem hefur að geyma eld- fim efni. Innrétting sé þannig, að auð- velt sé að slökkva eldinn og hindra útbreiðslu hans. Slökkvi- tæki séu góð, nægileg og rétt staðsett nálægt útgangi, svo að þau verði ekki innlyksa. Auðvelt sé að hafa samband við brú eða annan mikilvægan stað skipsins frá sem flestum stöðum í skipinu. 2) Hyggja að daglegu lífi og fyrirkomul. um borð. Það á að fara oft í eftirlits- ferðir, einkum á þeim stöðum, þar sem hætta er á að kvikni í. Líta skal vel eftir slökkvi- tækjum. Það ber skylda til að líta eftir slöngum að minnsta kosti einu sinni í viku og athuga að þær séu þurrar og á réttum stað. Rúlla skal slöngum út einu sinni í mánuði og yfirfara þær, reyna tengingar og hreinsa, ef með þarf. Slöngur ber að þrýsti- reyna með vatni á hálfs árs fresti. — Öðru hverju skal athuga þunga handslökkvitækja og lcol- sýrutækja. Það skal fræðaskips- höfnina um eldvamir og halda VÍKINGUR 22.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.