Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 19
SíÉciáta íöniL onctn Eftir Magnús Finnbogason frá Reynisdal Vigdís Ingvadóttir heitir hún. Hún mun vera fædd í Hvammi í Mýrdal 6. nóvember 1864; aldur hennar er því orðinn nú rúmlega 92 ár. Þó að Vigga sé þetta við aldur, hefur hún ennþá fótavist og er létt á fæti og snör í snúningum. Hún hefur verið í meðal- lagi há vexti, eða vel það, en er nú orðin lotin í baki og herðum. Hún hef- ur lengi verið heyrnarsljó, en er nú alveg orðin heymarlaus. Hún hefur verið alveg sjónlaus á öðru auga, síð- an ég man fyrst eftir henni. Hitt aug- að er afar lítið, en hvasst eins og de- mantsbroddur í glerskera, enda les hún gleraugnalaust ennþá. Vigga var alin upp í mikilli fátækt og við alls konar harðrétti, enda hef- ur hún borið þess menjar alla sína löngu ævi, bæði að því er snertir lík- amsatgjörvi, og ekki síður hefur það orðið afdrifaríkt fyrir sálarlíf hennar. Hún mun fljótt hafa verið einna minnst metin á heimilinu. Hefur þar sennilega valdið mestu um, hvað hún var einræn í skapi og ekki fyrir að Iáta hlut sinn fyrir neinum, sem hún átti í höggi við, hvort sem hún átti við skylda eða vandalausa. En kjarkur- inn óbilandi, á hverju sem gekk. Hún mun hafa verið látin vinna ó- þrifalegustu verkin, sem til féllu á heimilinu, vera í fjósinu, bera vatn o.s.frv. Hélzt svo þetta við eftir að hún var komin til vandalausra. Hún mun ekki hafa verið heppin með að komast í góða staði, eftir að hún fór frá foreldrum sínum. Var því eins og hún gæti hvergi tollað stundinni leng- ur, og var á sífelldu flakki út og aust- ur, en þó mest um Mýrdalinn. Þó lagði hún einnig undir sig austurhluta Rangárvallasýslu. Mun hún hvergi hafa unnað hag sínum til lengdar, fyrr en hún kommst á það heimihð, sem hún hefur nú dvalið á samfleytt full tuttugu síðustu árin. En það er á Hvoli, hjá Kristjáni Bjarnasyni og Kristínu Friðriksdóttur konu hans. Þar hefur hún fundið það athvarf, sem hún hefur ekki viljað af sér brjóta. En ekki er það þó svo, að hún hafi hætt að ferðast. Hún hefur hald- ið uppi ferðum eftir sem áður, út og austur, fram að níræðisaldrinum. En síðari árin, eftir að bílar fóru að þjóta um alla vegi, urðu henni léttari spor- in, því allir bílstjórar, sem hitta hana, gera sér að skyldu að kippa henni upp, því allir þekkja þeir Viggu, sem einu sinni hafa séð hana. En þrátt fyrir þessa útþrá hennar, stefnir hugurinn alltaf heim að Hvoli. Þar finnur hún huga sínum og lúnum beinum þá hvíld, sem hún þráir. Vigga er framúrskarandi húsbóndaholl og er síhugsandi um velferð húsbænda sinna. Hún fór iðulega gangandi á fjöru og gaf þá ekki eftir, ef hún fann eitthvað, sem verðmæti var í. Fyrir um það bil tveimur árum kom hún að allvænum, sofandi sel. Réðst hún þegar að honum og hætti ekki, fyrr en hún hafði rotað hann með stafpriki, sem hún gekk við. Svo dró hún hann í bandi á eftir sér heim að Hvoli og hætti ekki, fyrr en hún var búin að flá af honum húðina. Þetta var vel af sér vikið af 90 ára gamalli konu, þó að meiri hefði verið fyrir mann að sjá heldur en hún Vigga á Hvoli er. Síðast, þegar hún ætlaði að drífa sig á fjöru, komst hún ekki nema miðja leið. En það voru hafðar gætur á henni, og var henni snúið aftur og hjálpað heim. Það víkja margir smávegis að Viggu, og er hún mjög þakklát fyrir það, og segir, þegar hún er búin að Vigdts Jnguadóttir. biðja guð að launa gjöfina: ,.Þetta læðist gott í greyinu.“ Vigga kann heilmikið af alls konar kveðskap og raular það sér til dægra- styttingar. En ekki er hún að sama skapi Iagviss, sem ekki er von. Heyrn- arleysi hefur bagað hana að nema hina réttu tóna. Vigga er mikil drengskaparkona. Hörð og óvægin í orðum við þá, sem henni fellur ekki við, en mikill vinur vina sinna og sérstaklega barngóð. Þegar Vigga fellur í valinn, hverfur einhver einkennilegasta og sérkenni- legasta kona, sem Mýrdalurinn hefur alið síðustu hundrað árin, og þó að víðar væri leitað. Að síðustu verður nokkuð sagt frá ætt Viggu og fjölskyldu hennar. Vigga — en svo er hún ávallt köll- uð, er fædd að Norður-Hvammi í Mýrdal 6. nóv. 1864, dóttir Ingva Runólfssonar og Ingveldar konu hans. Ingvi var sonur Runólfs hrepp- stjóra á Skagnesi. En Runólfur var sonur sr. Sigurðar Jónssonar, prests á Stóru-Heiði, en kona hans og móðir Runólfs var Sigríður Jónsdóttir Steingrímssonar á Prestbakka á Síðu. Ingvi var að ýmsu leyti all ein- kennilegur maður. Hann var, eins og aðrir bræður hans, risi að vexti og afrenndur að afli. Bræður hans voru: Heiðmundur, hann drukknaði í Vest- 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.