Vikan


Vikan - 25.06.1959, Blaðsíða 9

Vikan - 25.06.1959, Blaðsíða 9
og einnig gerði liann lög við „Fyrir kóngsins mekt“ eftir mœlskuklerkinn úr H.olti. Sömuleiðis samdi hann og stjórnaði vitanlega sjálfur feiknmikl- um forleik við opnun Pjóðleikhúss- ins. Allir kunna Máríuvers hans, sem leikið er í útvarpið hvert aðfanga- dagskvöld, en lagið samdi hann kom- ungur að árum úti i Þýzkalandi. Páll Isólfsson sótti til Þýzkalands hið bezta, sem skapazt hafði í menn- ingu peirrar pjóðar um aldir og gerði okkar aðnjótandi. Síðar fór hann einnig til Parísar og nam hjá franska snillingnum Jósef Bonnet. Alvarleg markmið. HLUTVERK umferðasnillingsins er nngum tónlistarmanni í fyrstu mjög hugleikið. Hann sér sig í hillingum fara land úr landi og sigra hjörtu, leggja undir sig heiminn einn sam- ■an með töfrum. Páll Isólfsson ka/us uð leita hingað heim og beita starfs- kröftum sínum og gáfum og peírri menntun, sem hann hafði aflað sér, til pess að lyfta söngvana pjóðfélagi sínu til œðri tóngleði. Hann hefur átt stœrstan pátt í pví að beina Is- lenzkri tónhyggju frá fátæklegum viðvaningshœtti til álvarlegri mark- miða og verið almennur frömuður íslenzkrar tónmenningar inn og út á við. Of langt yrði upp að telja allar viðurkenningar, sem Páll Isólfsson hefur hlotið á langri vegferð. Vitan- lega fékk hann orðu Alpingishátíð- ■arinnar á Þingvöllum og líka er hann Riddari Norðurstjörnunnar. Ugglaust Riddari eða Stórriddari Fálkaorð- unnar og ennfremur heiðraði Oslóar- háskóli hann 191^5, með pví að sæma hann doktorsnafnbót.. Guðsnáðarfullur húmoristi. MANNI, SEM VERIÐ HEFUR nokkuð einráður í tónlistarefnum lít- ils umdœmis, gæti hætt til ofurlitill- a: ■ stirfni eða einbeldisanda. Þó er pað einn höfuðókostur Páls Isólfsson- ar, liversu vœginn hann er í dótnum og gagnrýni, vegna meðfædds umburð- arlyndis og góðmennsku. Hann getur að visu verið óvœginn í deilum og fylgir fast eftir og vinur hans einn segir, að hann „geti gosið heilt hél- víti“, en pá finnst honum lika and- svar í sama dúr „eins og hressandi steypibað“ og er allra fúsastur til sátta. Samkvœmismaður er PáXl ein- stakur, hrókur fagnaðar og mögnuð hermikráka, eins og minnzt hefur verið. Þessi vörpulegi maður á pá til, að stiga sólódans fyrir viðstadda af mikilli list og sést pá berlega, hvílíkur guðstiáðar f ullur húmoristi hann er og hversu mjög lundin er léttari en Hkaminn. Hann kann allra manna bezt að meta góðan mat og allra helzt íslenzkan. Hann er sjór af merkum fróðleik um menn og mál- efni utan tónlistarinnar, hefur stúd- erað prestasögur sérstaklega og hvers kyns pjóölegan fróðleik. Sem stendur er Páll Isólfsson í árs- leyfi frá Ríkisútvarpinu. Þvi situr hann sennilega i Stokkseyrarfjör- unni og rífst við brimið með raust lúns lífsreynda bardagamanns, eða liann seiðir til sín mögn pess með hárfinu diplómatíi. En hann pekkir takmörk sin og hœttir sér pessvegna ekki út í sjálfan brimgarðinn. m atthías (Jónasson Pabbinn skólabekknum Frægur íslenzkur hl j ómplötusön gvari Hljómplatan „Búkolla í Bankastræti“, sem plötuútgáfa Hljóðfæraverzl- unar Sigríðar Helgailóttur gaf út á sínum tíma, hefur náð miklum vinsæld- um. Ekki á Búkolla minnstan þátt í vinsældum plötunnar, en þó er raunin sú, að Búkolla er alls ekki heiðarleg mjólkurkýr eins og margir halda, lield- ur þarfanaut á Lágafelli. Eins og kunnugt er syngja þeir Alfreð Clausen og Konni á þessari umræddu plötu, en þegar til þess kom að fá baulið inn á liana, þá brugðu forráðamenn fyrirtækisins sér upp að Lágafelli því þar var gnægð í fjósi. Þegar þangað kom brá svo við, að ógerlegt reynd- ist að fá kýrnar til að baula. Voru ýmisieg ráð til bragðs tekin og að lok- um datt mönnum í hug að spila plötu með hinni frægu, ensku söngkonu Ölmu Cogan. Ekki hafði nautið fyrr heyrt í söngkonunni en það upplióf raust sína og voru þau hljóð tekin niður af mikilli kostgæfni. TJpp frá þeirri stimdu var bolsi með frægari söngkröftum landsins og unir nú giað- ur við sitt og þá frægð, sem honum þegar hefur hlotnazt. a Hve glöð er vor æska. Það gæti virzt áhyggjulítil kyn- slóð, sem nú vex upp á unglings- og æskuskeiði. Henni hefir vegnað vel, hún er því vön að sjá ósk- ir sínar rætast, hún væntir þess, að heimurinn muni falla henni að fótum. Henni er ekki tamt að biða og þrá, heldur að óskirnar uppfyllist um leið og þær fæðast. Og ekki stendur á óskunum. Bemskan er naumast liðin, þeg- ar óskir hinna fullorðnu hafa al- tekið hugann og öðlazt fullnæg- ingu. „Þegar ég var 12 ára, var ég farinn að reykja nokkuð mik- ið, en fór ekki að smakka vín að ráði fyrr en á 15. ári og þegar ég var 17 ára, átti ég krakka og bjó með stúlku." Þetta er efnis- þráður langra og ekki einstæðra skriftamála. Margur piltur og mörg stúlka vakna við það upp af bemskudraumum sínum, að þau eru farin af lifa lífi fullorðinna, ástunda nautnir þeirra og fella á sig áhyggjur þeirra. Þær áhyggjur leggjast furðu snemma á marg- an ungling. Margur drengur og 12—13 ára gam- all hefur þungar hamift áhyggjur af því, hvernig hann eigi hift að standa straum t*111 af tóbaksnotkun sinni og grípur oft til óyndisúrræða. Miklu þekkt- ara er þetta fyrirbæri þó um vín- hneigða unglinga, enda er vín- nautn kostnaðarsamari. Unga ltynslóðin nú á dögum er bráðgjör að líkamlegum vexti og neitar sér ekki lengi um þá fullnægingu, sem samlíf kynjanna veitir. Því á margt ungmenni von á afkvæmi, fyrr en það er tilbúið að helga sig fyrirvinnu þess og uppeldi. Þú Stúdentshúfa og barnavagn. Stúdentshúfurnar blasa við með skínandi hvítum kolli og skapið er létt um hríð. Miklum áfanga er náð og gott að láta hugann njóta afrekanna. En fyrir þá, sem lengra ætla, er brattur hjalli framund- an. Háskólanám er engu skemmra og í flestum greinum miklu tor- veldara en menntaskólanámið. Þá er gott að geta einbeitt sér ó- skiptur, laus við truflandi efna- hagslegar áhyggjur. Háskólastú- dent þarf helzt að geta verið á- hyggjulaus um efnahag líðandi og komandi stundar. Að öðrum kosti er áhugi hans klofinn og starfs- kraftar hans sundraðir. En sá sem þarf að kaupa barna- vagn og trúlofunarhring, um leið og hann eignast stúdentshúfima, hann mun sjaldan leggja áhyggju- laus út á háskólabrautina. Faðir hans stundaði e. t. v. sjálfur há- skólanám við þröngann kost á krepputíð, en ef hann var ekki haldinn sjúklegu hugarvíli, sem samræmist illa langdrægum náms- áformum, þá var hann svo innilega áhyggjulaus, af því að hann hafði ekki fyrir öðrum að sjá en sjálf- um sér. Eiginkona var honum að- eins draumsýn, því síður að hann hefði áhyggjur af barnavagninum. En lendur vísindanna voru víðar og heillandi, og það eru þær ávallt fyrir þann, sem hefii' tóm til að litast þar um. Hinn nýbakaði stúdent, sem ek- ur barnavagni að fordyri háskól- ans, hefir afsalað sér slíku á- hyggjuleysi. Brauðstritið á hug hans hálfan. Þessu má ekki gleyma yfir skemmtilegri róman- tik, sem kann að leynast bak við barnavagninn. Hvít stúdentshúfa og barnavagn er hugðnæmt upp- haf að mörgum raunalegum námsferli. Kvæntur stúdent þarf langoft- ast að vinna fyrir sér og fjöl- skyldu sinni, jafnframt því sem hann stundar nám. Efnahagslegar þai-fir eru áleitnar og ótvíræðar, en starfsorkan takmörkuð; þvi tekur hann kröfur námsins ekki alltaf mjög alvarlega. Hann heill- ast ekki lengur af hinum frjálsa leik andans, sem er eðli vísind- anna. Áhyggjusamur heimilisfað- ir hefir setzt í sæti hins áhyggju- lausa ungmennis. Þegar vel lætur, keppir hann stytztu leið að prófi með sem minnstum andlegum til- kostnaði. Eða prófið dregst ár frá ári, f jölskyldan stækkar og brauð- stritið harðnar. Businn í föðurhlutverki. Þó að barnavagn sé ekki sér- lega hentugt farartæki á hinni brattgengu æðri námsbraut, hefir ökumaður með stúdentshúfu þó náð fullum líkamsþroska. Á bekkjum hinna lægri skóla sitja aftur á móti mjög ungir feður, sem hvergi myndu fá ökuskírteini fyrir barnavagni, nema i okkar frjálslynda þjóðfélagi. Það er ekki stritið fyrir f jölskyldunni, sem leggst þyngst á herðar þessara feðra. Barnið lendir eðlilega á framfæri þeirra, sem einnig sjá fyrir foreldrum bess. Virðulegum borgurum þykir fara bezt á því, að pússa hina bráðlátu elskend- ur í hjónaband, jafnskjótt og barnið er fætt og hin unga móðir getur sýnt sig fyrir altarinu. Erf- iðleikar hins unga föður á skóla- bekk vaxa af annarri rót. Hon- um er strítt með því i skólanum, ao hann sofi hjá stelpu! Jafnaldr- ar hans eru enn svo mikil börn, að þeir liafa hjúskaparmál hans í skopi og flimtingum, svo að hann fer að kvíða fyrir að koma i skól- ann á morgnana. Svona grátt get- ur gáski æskunnar leikið ótíma- bærar ástríðui' gelgjuskeiðsins! í uppeldishlutverkiriu er hann ekki beysinn. Aðfinnslur kennar- ans drepa niður sjálfstraustið, og unglingur á bágt með að taka sjálfan sig alvarlega sem uppal- anda og heimilisföður. Oft verður endirinn sá, að hann fyllist leiða á hinu ótímabæra hlutverki sínu og flýr skelfdur afkvæmið, sem hann vakti til lífsins. 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.