Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1994, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.03.1994, Blaðsíða 19
Barrisja Húnde og hægri hönd hans Guðlaug- ur Gíslason kristniboði. Fœrðar út kvíarnar If'ADE'MAlÍDÍA* Hér er fræðslumið- IvAPENyURIA* stöð lúthersku kirkjunnar í Pókothéraði í Kenýu en einnig er unnið hér að útbreiðslu trúarinnar. Starfsmenn eru fáir eins og víðar í Pókot. Því miður hefur fólk úr öðrum söfnuðum, sumt harla öfga- kennt, reynt að „veiða“ lútherskt fólk í sína söfnuði, ekki síst æskumenn. Það er fagnaðarefni að fengist hefur lóð í Makútanó, stærstu markaðsmiðstöðinni, og er ráðgert að byggja þar kirkju í náinni framtíð. Alls voru 16 námskeið ýmiss konar haldin í Kapengúría á liðnu ári. Valdís Magnúsdóttir og Kjartan Jónsson voru í hópi kennaranna. Þau eiga heima í Kongelai. Gjafmildi ■ff&U/1 ai| « | Það gladdi kristna fólkið AWNv1Em4I* f Kongelai á liðnu ári hversu vel safnaðist til kirkjunnar í bænum - og miklu meira en menn þorðu að vona, alls 110 þúsund skildingar. Prédikarar taka æ meiri ábyrgð á sínar herðar í starfinu svo að þau Kjartan geta sinnt frekar öðrum verkefnum. Víða eru konur í miklum meirihluta í kirkjun- um og er nú lögð áhersla að ná til karlanna. Enn opnasf dyr fUVEbADFDÍ A« KirkJulega starfið lét ^****1" 'ekki mikið yfir sér í hitteðfyrra en nú í desember voru 230 manns skírðir til trúar. Kirkjan er farin að styðja barnaskólann í Cheparería-bænum, einn elsta skólann í héraðinu. í tengslum við skólann hefur kirkjunni verið úthlutuð lóð á ágætum stað í bænum. Þarna eru talin góð tækifæri til starfa. í bænum er stærsti markaðurinn í Pókot. Kristniboðið og kirkjan styðja nú sjö grunnskóla í héraðinu. Áhrifamikil miðsföð uai Þessi staður er syðst í Kenýu. Þar er "Vrl» kristileg útvarpsmiðstöð og bókaút- gáfa. Útvarpsþættir, sem þar eru gerðir, eru sendir frá Seychelleyjum austan meginlands Afríku og einu sinni í viku í ríkisútvarpi Kenýu. Stöðinni berst fjöldi bréfa. I sumum vitna bréfritarar um að þeir hafi tekið trú á Jesúm Krist vegna þess sem flutt var í út- varpsþáttunum. Stöðin sá síðastliðið ár unt 17 sunnudagsguðsþjónustur í ríkisútvarpi Kenýu, 28 hugvekjur, 12 páskadagskrár og átta jóla- dagskrár. I Voi eru og gefin út kristileg blöð og rit í þúsundum eintaka handa almenningi, prédik- urum, prestum o.s.frv. Hvor tveggja starfsem- in, útvarp og útgáfa, er afar nauðsynleg og nær enda til margra. Uppskera meðal múslíma UriMIA * Múhameðstrúarmenn eru margir * iITIAi á austurströnd Kenýu við Ind- landshaf. Þjóðflokkur þar heitir Dígóar. Kristniboðar hafa unnið á meðal þeirra í all- mörg ár, meðal annars Valdís og Kjartan, og verður starfsemin nú falin á hendur lúthersku kirkjunni í landinu. Einn staðurinn á ströndinni heitir Vema. Þar voru 12 manns teknir í kristinn söfnuð á liðnu ári. Efnt var til kvikmyndakvölds undir lok ársins og voru rúmlega 100 manns viðstaddir, um 90 þeirra Dígóar. Athygli vakti að einn þeirra var múhameðskur kennari og var hann einkar áhugasamur. A öðrum stað er lítið bókasafn svo að fólk getur fengið lánaðar kristilegar bækur sem það hefur ekki efni á að kaupa. Eftir því er tekið að einnig múslímar biðja um bækur að láni og einkum þær sem hafa að geyma vitnisburði kristinna manna er áður voru múslímar. Barrisja Húnde,for- seti suðvestursýnódu lúthersku kirkjunnar í Eþíópíu. BJAPMI 19

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.