Frón - 07.07.1919, Blaðsíða 1

Frón - 07.07.1919, Blaðsíða 1
Ritstjóri og ábyrgðarmaflur: Grimúlfur H. Ólafsson, Laugabrekku, Reykjavik. Sími 622. Box 151. zm FRON Afgreiðslu- og innheimtumaður: Forlákur Davíösson, Framnesveg I. Afgreiðsla i Báruhúsinu. BLAÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 26. tölublað. Mánudaginn 7. júlí 1919. II. árgangur. Alþingi. í dag fara forsetkosningar fram og er búist við sömu forsetum og síðast. Flokkarnir eru 4 á þingi: Heimastjórnarflvkkur 15 þingmenn, Sjálfstæðisflokkur 9 þingmenn, Fram- sóknarflokkur og einn utanflokka- maður í sambandi við hann 8, Langs- ummenn og utanflokkamenn væntan- lega f sambandi við þá 8. FJokkarnir munu, í hléi því sem verið hefir síðan þing var sett, hafa haldið fundi til að ræða mál sfn, en ekkert höfum vér frétt af þeim fund- um. Er sagt að eitthvað sé læðst á tánum balc við tjöldin og að flokks- brotin hvíslist á þegar skyggja tek- ur, en öll orð sem falla má skilja á tvo vegu, svo enginn veit hvað kem- ur úr þokunni. Sumir spá að storm- urinn einn sé fær um að leysa hana í sundur, en enginn veit hvaðan sá stormur muni koma, því alstaðar er nú logn. Vér sem fyrir utan stönd- um erum hættir að spyrja, því eng- inn svarar. En annars fara nú málin bráðum að koma á dagskrá og þá sést væntanlega hvert stefnir. Færi nú vel ef gott samkomulag á heilbrigð- um grundvelli gæti unnist um stór- mál þau, sem fyrir þinginu liggja. B i freiðarslys. Það hefir eflaust mörgum dottið í hug um daginn, er drengirnir voru yfirkeyrðir á Grettisgötunni, og frá hefir verið skýrt hér í blaðinu, að nokkur tfmi mundi lfða þangað til sams konar slys yrði aftur. Alitið að bifreiðaistjórarnir '’hefðu þá fengið svo góða áminningu, að þeir reyndu að gæta allrar varúðar og forðast að minsta kosti stórslys. Annar drengurinn er undir bifreiðinni varð á Grettisgötunni, lifði nokkra daga milli heims og helju, en að lokum varð lífið sterkara, og honum fór að smábatna og er nú fyrir nokkru kominn á kreik. En nú á sunnudagskvöldið 29. f. m. vildi til enn hraparlegra slys. Bifreið er kom upp eftir Bankastræti og var að enda við að beygja inn í Ingólfs- stræti; keyrði þar á aldraða konu, Ólöfu Helgadóttur Þingholtsstræti 28 hér í bænum. Er lfklegt að bifreiðin hafi verið á mikilli ferð, því sennilegt er talið að vagninn hafi runnið yfir hana og svo mikið var konan skemd að hún audaðist þegar á mánudags- kvöldið. Vér höfum hvað eftir annað hér í blaðinu bent á það, hversu mikil hætta gæti stafað af bifreiðarakstr- inum ef gálauslega er farið, eða ef þeir sem vögnunum stjórna ekki hafa fult vald á véliuni. í því sam- bandi höfum vér og bent á það, að nokkurt orð leikur á, að maður sá, er stjórnarráðið hefir löggilt til að prófa þá er vilja fá réttindi tii að keyra bifreiðar, sé ekki svo kröfu- harður um kunnáttuna sem skyldi. Ög haft er það t. d. fyrir satt, að bifreiðarstjóri sá, er keyrði á Ölöfu sál., hafi að eins notið nokkurra klukkustunda kenslu áður hann leysti prófið af hendi og aldrei fyr fengist við neinskonar vélar. Hijóta allir að skilja að slíkt getur engin kunnátta heitið, og að heimta verður full- komna æfingu og þekkingu á þess- um vélum, ekki sfður en öðrum vél- um, áður en hægt er að trúa mönn- um* fyrir að fara með þær á eigin spýtur. Er það vitanlegt, að lítið hik, eða vafi á því hvað gera skuli, sem auðvitað kemur þráfaldlega fyrir við- vaninga, getur valdið hinum sorg- legustu slysum. Og það er nærri því undraverð bíræfni, að menn sem alls enga vélþekkingu hafa og ekki heldur neina æfingu í því að stjórna bifvélum, skuli hætta sér og vögn- um sínum út á fjölfarna vegi, því þó þeir el til vill komist hjá að stór- meiða fólk eða deyða, þá er þó alt af hætta á að farartækið stórskemm- ist, eins og nýlega vildi til hér á þjóðveginum rétt fyrir innan bæinn. Og það er f rauninni engu síður furðu- Iegt, að nokkur skuli þora að láta slíka menn keyra sig. Hlýtur það að stafa af því, að flestir álíta, að þeir er lokið hafa bifreiðaprófi, séu færir í allan sjó með bifreiðar. Það er ekki laust við, að nokkur orðasveimur gangi um það hér um bæinn, að framangreint slys hafi alls ekki verið sök þess er bifreiðinni stýrði. Hefir læknir sá, er sóttur var til konunnar, Konráð R. Konráðsson, látið blað hafa það eftir sér, að hann hafi heyrt hina deyjandi konu marg endurtaka það, »að þetta væri sér að kennac — líklega það að slysið varð. Þessi ummæli læknisins þurfa vitanlega engra skýringa við. Hljóta að vera gerð f því augnamiði að verja bifreiðarstjórann. En hvert svo sem álit konunnar hefir verið, þá er það víst, að þegar um bifreiðarslys er að ræða, eða réttara sagt, þegar bifvagnar keyra yfir fólk svo að bana verður, þá Iiggur það í hlut- arins eðli, að það hlýtur nálega alt af að vera þess skuld sem bifreið- inni stjórnar. Ef hann keyrir ekki hraðar en lög kveða á og eftir þeim reglum sem fyrirskipaðar eru, þá á hann alt af þann kostinn að stöðva vagninn nægilega fljótt, til þess að fyrirbyggja þess konar slys, En hitt er satt að ýmsir þeir er bifreiðum stjórna virðast að líta svo á, að þeir einir hafi rétt til þess að fara um farinn veg, allir aðrir verði að víkja úr vegi, og ef þeir ekki gera það, þá sé það ekki sín sök, þótt illa takist til; bifreiðarstjórinn hafi gert sína skyldu er hann hafi biásið í Iúður sinn. Þetta er þó að sjálfsögðu hinn herfilegasti misskilningur. Bifreiðar- stjórarnir eru auðvitað skyldugir til að taka fult tillit' til annarar umferð- ar um veginn sem þeir fara og það er hrein skylda þeirra að haga ferð sinni svo, að sem minst óþægindi stafi af fyrir aðra sem fara um sama veg. En það er síður en svo, að þeir geri það margir hverjir. Hirða t. d. ekkert um þótt þeir róti upp upp svo miklu ryki, að ófært sé þeim sem á eftir koma, er þó mætti mikið komast hjá, ef dálítið hægara væri farið o. s. frv. Af því sem að framan er sagt, og ýmsu öðru er hér er ekki talið, verð- um vér fyllilega að vera þeirrar skoð- unar, sem ýmsir mætir menn hafa látið í ljós við oss, að stór nauðsyn sé til að láta alla þá er þegar hafa fengið skýrteini til að stjórna bifreið, ganga undir próf á ný og ákveða prófskilyrðin svo ströng, að van- kunnátta í meðferð vélarinnar eða æfingarleysi í keýrslunni, verði þess ekki valdandi að stórslys eigi sér stað. Baejarfréttir. Dýrt hestfóðnr. Sagt er að Dýraverndunarféiagið hér, hafi nú fyrir skömmu síðan tek- ið 14 kr. fyrir að gefa hesti inni í einn dag og tvær nætur. Ótrúlegt að svo dýrt þyrfti að selja, þótt heyið sé nú f háu verði. Flugvöllur. Bæjarstjórnin hér hefir að sögn keypt nokkuð af túni E. Briems hér í Vatnsmýrinni og ætlar Flugfélagið að láta búa þar flugvöll, eða réttara sagt, lendingarstað og uppsátur fyrir flugvélar, J. Aall Hansen. L(k hans fanst nýlega. Var mikið skaddað, en þektist af fötum o. fl. Lfkið verður flutt til Noregs og jarðað þar. Trúlofuð eru nýlega hér í bænum, frk. Sigur- björg Sigvaldadóttir frá Gauksmýri f Húnavatnssýslu og Lárus Björnsson frá Hnausum í sömu sýslu. ▼▼▼▼ ▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼ FRÓN ♦ kemur út einu sinni á viku. ♦ Iíostar 5.00 kr. árg., ef borgað ♦ er fyrir 1. júlí, 6.00 kr. ef síðar X er greitt. ♦ Gjalddagi 1. júlí ár hvert. ♦ Uppsögn skrifleg bundin við X áramót — ógild nema komin sé ♦ til útgefanda fyrir 1. okt., enda & kaupandi þá skuldlaus. ▼ Útgefandi: Félag í Reykjavík. ♦ Ritstjóri og ábyrgðarmaður: * Grímúlfnr H. Ólafsson, J Laugabrekku í Reykjavík. ♦ Simi 622. — Box 151. * X Afgreiðslumaður: X ♦ Þorláknr Davíðsson, ♦ ♦ Framnesveg 1. ♦ X Afgr. í Bárubúð. Sími 327. X !♦«♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Páll Eggert Ólason, cand. jur. er nýlega kominn úr utanför. Hafði dvalið erlendis nokkra mánuði og rannsakað ýmislegt við- víkjandi sögu lands vors og bók- mentum. Hjúskapnr. Nýlega voru, þau Guðm. Þorláks- son jarðyrkjumaður á Korpólfsstöð- um og Bjarnveig Guðjónsdóttir frá Patreksfirði gefin saman f borgara- legt hjónaband Þau fara að búa á Korpólfsstöðum. óskum brúðhjónun- um til hamingju. TJtaii af lancli. Úr Skagafirði. Það sorglega slys vildi hér til 23. f. m. að Jóhannes Sigtryggsson frá Framnesi í Skagafirði og vinnumað- ur frá Lóni í sömu sveit, druknuðu í Héraðsvötnum, rétt við brúna er verið er að lúka við. Voru þeir í flatbotna báti, þar rétt hjá brúnni, en sennilega hefir straumhvarf kast- að batnum á hvolf, en mennirnir ekki getað bjargað sér vegna straum- þungans. Jóhannes var sonur Sig- tryggs heitins bónda á Framnesi og konu hans Sigurlaugar Jóhannsdóttur, er enn býr á nokkrum hluta greindr- ar jarðar og er nokkuð við aldur. Jóhann heitinn var mesti efnismaður, eftirlæti móður sinnar og systkina. Afgreiðsla blaðs- ins er opin kl. 4—8 e. h. alla virka daga.

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/451

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.