Íslendingur


Íslendingur - 08.01.1965, Blaðsíða 1

Íslendingur - 08.01.1965, Blaðsíða 1
■kuLMJlN GUR It Í/AI) S J A LFSTÆÐISMANNÁ Í NORÐtiRLANDSK J 0U I) ÆM I K YSTR \ 51. ÁRGANGUR . FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1965 . 1. TÖLUBLAÐ „Hér féll grein af góðuin stofni, grisjaði dauði meira en nóg“. s. s. m u Á SÍÐASTA degi hins liðna árs barst þjóðinni sú fregn, að Ólafur Thors fyrrverandi forsætisráðherra hefði þá um morguninn lát- ist í Landakotsspítala, en þangað hafði hann verið fluttur heim- an frá sér fársjúkur að kvöldi 29. desember. Hafði hann lengi búið við vanheilsu og hvarf frá störfum á Alþingi skömmu eftir að það tók til starfa á liðnu hausti. Var hann elztur þingmanna og stjóm- aði því fyrsta fundi þess, er það kom saman í október. En alþing- ismaður hafði hann verið samfellt um nær 40 ára skeið, er andlát lians bar að höndum. stæðisflokksins, er sat að völd- um um þriggja mánaða skeið. Fjórða ráðuneytið myndaði Ól- afur sumarið 1953 með aðild Framsóknarflokksins. Sat sú stjórn fram á sumar 1956 eða um 3ja ára skeið, en fimmta og síðasta stjórnin, er hann mynd aði, er núverandi ríkisstjóm. ið til ársins 1961, er hann baðst undan endurkosningu, en Bjarni Benediktsson var kjör- inn í hans stað. Að ráði lækna tók hann sér hvíld frá þing- störfum í nóvember 1963, og sagði hann þá af sér embætti forsætisráðherra. er Bjarni Ben ediktssan tók þá einnig við. Ólafur Thors var fæddur í Borgamesi 19. janúar 1892 og varð því tæpra 73 ára. Foreldr- ar hans voru Thor Jensen, þá kaupmaður í Borgarnesi, síðan einn stórbrotnasti atliafna- og framfaramaður hérlendir, — og kona hans Margrét Þorbjörg Kristjánsdótíir frá Ilraunhöfn á Snæfellsncsi. Ólafur lauk stúdcntsprófi við Menntaskólann í Keykjavík ár- ið 1912 og ári síðar prófi í heim speki við Hafnarháskóla. Ilélt hann litlu lengra á námsbraut inni en hvarf heim og gerðist einn af framkvæmdastjórum stórútgerðarfélagsins KVELD- ÚLFS, er faðir hans hafði stofn að, og vann liann við það um 10 ára skeið. Snemma hneigðist liugur Ól- afs að stjórnmálum, og var liann árið 1925 í kjöri fyrir í- haldsflokkinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, þar sem hann hlaut glæsilegan kosningasigur. Var hann æ síðan þingmaður þess kjördæmis og síðan 1. þing maður Reykjaneskjördæmis eft ir kjördæmasamfærsluna 1959. Ifafði hann setið 48 þing, er liann lézt, eða lengur en nokkur samþingsmanna lians. Ólafur Thors hófst fljótt lil vegs og valda á Alþingi og varð fyrst ráðherra í ráðuneyti Ás- geirs Ásgeirssonar árið 1932, þar sein hann gcgndi störfum dómsmálaráðherra í fjarvist Magnúsar Guðmundssonar. Alls myndaði liann ráðuneyti 5 sinnum, en sat auk þess í ráðuneytum, er aðrir þingmenn mynduðu. Hefur enginn fslend ingur setið jafnlengi samanlagt í ráðherrastóli og hann. Fyrsta ráðuneyti sitt mynd- aði Ólafur vorið 1942. Var það lirein flokksstjórn og því í minnihluta. Sat hún að völdum það sem eftir var ársins. Annað ráðuneyti sitt myndaði hann 1944, þá liina svonefndu nýsköp unarstjórn, er sat að völdum fram í janúar 1947, Þriðja ráðu- neytið myndaði hann í desem- ber 1949, og var það sem liið fyrsta, minnih'.utastjóm SJálf- Þá gegndi Ólafur embætti at- vinnumálaráðhena í þjóðstjórn inni (1939—42) og aftur í ráðu- neyti Steingríms Steinþórsson- ar (1950—53). Árið 1934 var Ólafur Thors kjörinn formaður Sjálfstæðis- flokksins og var það síðan óslit Auk þingmennsku og ráð- herrastarfa vann Ólafur mikið í ým^iun nefndum og stjórnum félaga, og má þar af fáu einu nefna utanrikismálancfnd, orðu nefnd, bankaráð Landsbankans, stjórnarstörf í Fél. ísl. botn- vörpuskipaeigenda, miðstjórn og flokksráð Sjálfstæðisflokks- ins o. s. frv. Þótt Ólafur ætti í miklum önn um vegna starfa sinna að stjóm málum og félagsmálum, átti hann sér þó önnur hugðarefni, er hann mundi gjama hafa vilj- að fórna meira af tíma sínum, ef unnt hefði verið. Hann var mikill unnandi fagurra lista og bókmennta og studdi marga efni lega listamcnn til náms eða til að koma verkum sínum á fram færi, og mun þar jöfnum hönd um um að ræða rithöfunda, tón listarmenn og myndlistarmcnn. En slíkt var ekki haft í hámæl- um. Kvæntur var Ólafur Ingi- björgu Indriðadóttur (Einarsson ar skálds), og er það mál þeirra er til þekkja, að samhentur lífs förunautur hafi .aukið hinum inikilhæfa stjórnmálaforingja þol og þrek á stormasamri ævi. Þau hjón, Ingibjörg og Ólaf- ur Thors, eignuðust 5 börn, og eru 4 þeirra á lífi. Frá öllum byggðum landsins, jafnt frá innstu dölum og yztu nesjum berast samúðaröldur þessa dag ana til ástvina hins fallna for- ingja. t t t Útför Ólafs Thors fór fram frá dómkirkjunni í Reykjavík sl. þriðjudag. Sr. Bjami Jóns- son vígslubiskup flutti útfarar ræðuna og lagði út af orðum meistarans: Sannleikurinn mun gera yður frjálsa. Dr. Páll ís- ólfsson lék sorgarlög á orgelið, en kirkjukórinn söng sálmana: Á hendur fel þú honum, Ó, þá náð og Hvað boðar nýárs bless- uð sól, auk útfararsálmsins. Jarðneskar leifar liins látna stjórnmálaforingja hlutu leg í gamla kirkjugarðinum. Ríkis- stjórnin og forseti Sameinaðs alþingis báru kistuna úr kirkju en nánir ættingjar síðasta spöl- inn að gröfinni. Viðstaddir voru flestir fyrirmenn þjóðarinnar, opinberir embættismenn og sendiherrar margra þjóða á ís- landi. Var útfararathöfnin ein- föld og óbrotin en þó hin virðu- legasta.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.