Íslendingur


Íslendingur - 06.05.1981, Blaðsíða 1

Íslendingur - 06.05.1981, Blaðsíða 1
18. TÖLUBLAÐ . 66. ÁRGANGUR . AKUREYRI . MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1981 Um síðustu helgi var haldinn svæðisfundur Rauða kross deildanna á Norðurlandi eystra. Til fundarins, sem haldinn var á Akureyri, voru mættir fulltrúar frá Akureyri, Ólafsfirði, Dalvík og Húsavík og var megintilefnið að ræða samstarf deildanna. í lok fundarins veitti Kristín Sigfúsdóttir, formaður Rauða kross deildarinnar á Akureyri, viðurkenningu fyrir stuðning við Afríkusöfnunina 1980. Þessa viðurkenningu hlutu Barnaskóli Akureyrar, Glerárskóli, Lundarskóli og Oddeyrarskóli auk Akureyrarblaðanna Dags og Islendings. Þá hefur Akur- eyrardeildin eignast nýjan sjúkrabíl sem sýndur var við þetta tækifæri. Bifreiðin, sem er Chevrolet Chevy Van, er sérstaklega búin til sjúkraflutninga og einkum er vinnuaðstaða góð og betri en áður hefur þekkst. - Á myndinni eru talið frá vinstri: Kristján H. Jónsson og Jóhann Helgason, Ólafsfirði, Sigríður Pétursdóttir, Húsavík, Bjarni Sigtryggsson, Kristín Sigfúsdóttir og Bjarni Arthursson, Akureyri, Ómar Friðþjófssop, erindreki RKI, Óskar Jónsson, Dalvík, Guðlaug R. Gunnlaugsdóttir, Ólafsfirði, Gísli Ólafsson og Ólafur H. Oddsson, Akureyri. Ljósm. H. Hansen. Kröfuspjöldin á 1. maí voru margvísleg svo sem eðlilegt er. Hér eru nokkrir sem halda uppi meiningu sinni á Ráðhústorgi þar sem hátíðahöldin fóru fram, samkvæmt dagskrá. Var höfuð- áhersla að þessu sinni lögð á réttindamál fatlaðra, fulla atvinnu handa öllum og baráttuna gegn verðbólgunni. Ljósmynd: H. Hansen. • / opnu er fjallað um geð- verndarmál og G- og T- deildir Fjórðungssjúkra- hússins í tilefni iðjuþjálf- unar sem þar er nú verið að koma á fót. • Lesendur leggja orð í belg í opnu. • íþróttir, með síðustu viðburðum á íþróttasvið- um, eru á bls. 6. • Leiðarinn fjallar um samráðið sœla og efna- hagsmál. Mývetningar hefja trilluútgerð frá Húsavík Sex Mývetningar hafa nú fest kaup á trillu og hyggja á útgerð frá Húsavík. Trillan sem er úr plasti og smíðuð hjá Mótun hf. í Hafnarfirði ber nafnið Kvika ÞH 345. Formaður hefur verið ráðinn Samúel Samúelsson á Húsavík, en auk hans mun einn éigandinn vera á bátnum. Einn eigendanna var að því spurður á dögunum hvar hann héldi að þeir fengju uppsátur fyrir bátinn og svaraði hann því til að hann hefði alltaf litið svo á að Húsavík væri bara hafnar- borg Mývatnssveitar. Tæp þrjú hundruð á biðlista elliheimilanna Geigvœnlegur skortur á hjúkrunarrými Á Elliheimilinu Hlíð dvelja nú 110 manns en í Skjaldarvík eru 80 vistmenn. Að sögn Jóns Kristinssonar,. forstöðumanns heimilanna, eru nú um 250 manns á biðlista á Akureyri og um 30-40 manns á biðlista í Skjaldarvík. Af þessum tölum má nokkuð ráða ástand þessara mála. Jón sagði að hjúkrunarpláss fyrir aldraða væru nú 50, 33 á Kristnesi en 17 á Fjórðungs- sjúkrahúsinu en könnun á þörf- inni hefði leitt í ljós að slík legu- rými þyrftu að vera um eitt hundrað. Málið hefði því þró- ast í þá átt að elliheimilin yrðu í auknum mæli hjúkrunardeild- ir og horfir til stórvandræða af þeim sökum. Þær áætlanir semgerðar voru 1972 um uppbyggingu Fjórð- ungssjúkrahússins hafa hvergi staðist en samkvæmt þeim átti framkvæmdum að vera lokið 1982 og hefði þá skapast að- staða fyrir hjúkrunar- og lang- legudeild. Þær hugmyndir höfðu komið upp að sögn Jóns að taka ,,Systrasel“ til nota fyrir lang- legusjúklinga, en þv.í húsi var ætlað að vera heimavist starfs- fólks en hefur nýst illa til slíks að undanförnu. Nú hefur borist bréf frá ráðuneytinu þess efnis að það heimili notkun hússins sem hjúkrunarheimilis og mun það bæta að nokkru úr þeirri brýnu þörf sem fyrir er. Heldur fækkar á atvinnuleysisskrá 106 atvinnulausir um s.l. mánaðarmót Um síðustu mánaðarmót voru 106 á atvinnuleysisskrá á Akur- eyri að sögn Heiðreks Guð- mundssonar á Yinnumiðlunar- skrifstofunni og hafði því fækk- að nokkuð frá því sem var fyrir mánuði síðan. Þar af voru 70 karlar og 36 konur. Nokkur hreyfing hefur verið að undanförnu, sagði Heiðrek- ur, en ekki þó svo að um fjölda- ráðningar einstakra fyrirtækja væri að ræða. Einn og einn hef- ur þó fengið atvinnu í bygginga- vinnu auk þess sem nokkrir hafa leitað eftir vinnu annars staðar á landinu. Heiðrekursagðiaðtöl- urnar gæfu að vísu ekki alveg rétta mynd af ástandinu þarsem nú hefðu bæst á skrá eldri menn sem unnið hefðu á Sambands- verksmiðjunum en yngri menn horfið af skránni. Nokkrar áhyggjur sagðist Heiðrekur hafa af því skóla- fólki sem nú kæmi á vinnu- markaðinn og væri viðbúið að þar mundu koma upp veruleg vandamál. Vinnuskóli bæjarins mundi væntanlega taka við 13, 14og 15 ára unglingum en þeir sem eldri ÍDAG • Halldór Blöndal, alþm., skrifar í opnu „Af fœr- eyskum sjónarhól“. væru ættu ekki í neitt hús að venda og kæmi þetta jafnan verst niður á 16 ára unglingum sem virtust verða útundan, ekki tækir í vinnuskólann og ekki taldir fullorðnir, þegar leitað væri eftir fólki í vinnu. ’ ................. Vilja ekki aðild að stálverk- smiðju Á fundi Bæjarráðs Akureyr- ar 21. apríl s.l. var tekin af- staða til bréfs frá Stálfélag- inu h.f. Reykjavík þar sem leitað er eftir hlutafjárfram- lögum til þess að koma á fót stálverksmiðju er vinna myndi steypustyrktarjárn úr brotajárni. Niðurstaða bæjarráðs var sú að það gæti ekki lagt til að| Akureyrarbær gerðist hlut-| hafi í fyrirtækinu. ............... Akureyri: Það er SPARNAÐUR fyrir Norðlendinga að drekka SMUkdrykki

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.