Ísfirðingur


Ísfirðingur - 03.06.1967, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 03.06.1967, Blaðsíða 1
BLAÐ TRAMSOKNAKMANNA / l/ESTFJAKÐAKJÖRDÆMI 17. árgangur. ísafirði, 3. júní 1967. 13. tölublað. Efstu menn á frambnðslista Framsóknarflokksins á Vestfjorðum Sigurvin Einarsson Bjarni Guðbjömsson Steingrímur Hermannsson Halldór Kristjánsson Guðmundur Óskarsson Vestfirðingar, felið frambjóðenðnm Framsóknarftokksfns forystu ykkar mála á Alþfngi, þá er bezt fyrir hagsmnna- málnm ykkar séð. — Kjörorðið er: Steingrímur Hermannsson á þing Steingrímur Hermannsson: Framtíðin er ríknst í huga mér Nokkrir kaflar úr framboðsræðu Steingríms Hermannssonar á fundinum á Isafirði. •.. „Við skulum gera okk- Ur grein fyrir því, að á næstu árum munu verða enn stór- stígari framfarir á öllum svið um vísinda en heimurinn hef- hr nokkru sinni áður séð. Á þeim tímum stóraukinnar tækni og þekkingar er það lifsspursmál hverri þjóð að taka í sína þjónustu þessa ráðandi þætti í efnahagsþró- un með bættu skipulagi á öll- hm sviðum. Engri þjóð verður það þó nauðsynlegra en smá- þjóð, sem býr við takmarkað fjármagn og vinnuafl í dýru og stóru landi og á við að stríða miklar efnahagssveifl- ur vegna aflabragða, viðskipta kjara og veðurfars. í þeim kosningum, sem við göngum nú til, verður m.a. og raunar ekki sízt valin sú for- usta, sem leiða á okkur Is- lendinga inn í þessa framtíð og þá um leið ákveðin sú stefna, sem fylgja ber á þeirri braut. ... Hvemig er ástand at- vinnuveganna í dag? Fyrir smærri bátana er ekki lengur rekstrargrundvöllur. Það stað festir samhljóða álit Vélbáta- útgerðarnefndar, sem m.a. Matthías Bjarnason og Birg- ir Finnsson skrifa undir. ... Frystihúsin eiga í vax- andi erfiðleikum vegna stöð- ugs kapphlaups við verðbólg- una, sem krefst stöðugt meiri fjárfestinga. En fjármagn til stækkunar og endurbóta fá frystihúsin á okurvöxtum, sem ekkert atvinnufyrirtæki getur staðið undir. .. . Ljóst er að hér verður að breyta um stefnu og það hið bráðasta. Til þess þarf nýja menn og nýja forustu. Þeir Sigurður Bjarnason, Matt hías Bjamason og Birgir Finnsson breyta aldrei stefnu viðreisnarstjórnarinnar. Þeir hafa að vísu um það stór orð, en minni áhrif. ... Forðast ber að draga um of fjármagn úr undirstöðu- atvinnuvegunum. Sjálfsagt er að aflétta tollum af innflutn- ingi til þeirra, stórlækka vexti af rekstrar- og stofnfjár- magni og fella niður þá skatta og gjöld, sem ónauðsyn legir eru. Skapa verður frystihúsum öruggara hráefni með út- færslu landhelginnar, skipu- legri nýtingu miðanna, nýjum veiðiaðferðum og nými tækni til þess að geyma aflahrotum ar til aflaleysisdaganna. ... Verkefnin em ótal mörg. Umfram allt verður þó að nást jafnvægi í efnahagslif- inu. Því verður að koma skipulagi á fjárfestinguna og fyrirbyggja, að allur ágóði góðu áranna streymi beint út Framhald á 3. siðu

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.