Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is „Það er dýrt að framleiða of mikið, en það er líka dýrt að framleiða of lítið,“ segir Hreiðar Þór Jónsson, markaðs- og sölustjóri víns hjá Víf- ilfelli. Fram hefur komið í Morg- unblaðinu að stefni í að einhverjar tegundir jólabjórs seljist upp á næst- unni í vínbúðum ÁTVR. Mest seldu tegundirnar í ár, til og með 7. des- ember, hafa verið Víking jólabjór og Tuborg Julebryg. Frá 18. nóvember hafa vínbúðirnar selt um 155 þúsund lítra af tegundunum tveimur, en hátt í hálfan lítra á hvern Íslending. Afgangsbjór skilað Samkvæmt reglum ÁTVR er því sem skilgreint er sem ástíðabundin vara ætlaður skýrt afmarkaður sölu- tími í verslunum. Jólabjór má til að mynda ekki byrja að selja fyrr en þriðja fimmtudag í nóvember og söl- unni skal hætt á þrettándanum, 6. janúar. Því sem verslanir eiga á lager þegar sölutímabilinu lýkur er skilað til framleiðenda, sem keppast aftur á móti við að stilla framleiðslu sína þannig af að eftirspurn sé annað, en sem minnst gangi af. Hreiðar segir Víking jólabjór, sem Vífilfell fram- leiðir, seljast upp í hverri viku. Því sé reynt að mæta með aukinni átöppun, en sú síðasta verður gerð í næstu viku. Hann segir því óráðlegt að gera ráð fyrir að hægt verði að kaupa jólabjór á Þorláksmessu, og því síður milli jóla og nýárs. Sölureglur gera bjórframleiðend- um erfitt fyrir  Jólabjór tekinn úr hillum 6. janúar Morgunblaðið/Árni Sæberg Vínbúð Sala á jólabjór hefur aldrei farið hraðar af stað en í ár. Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Enginn sótti um stöður sjö heilsu- gæslulækna á höfuðborgarsvæðinu sem auglýstar voru fyrir skömmu. Lúðvík Ólafsson, lækningaforstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgar- svæðinu, segir að útlitið sé dapurlegt en þó verði að reyna að horfa með bjartsýni á ástandið og grípa til allra mögulegra ráða. „Við erum með ansi margar stöður lausar, en það sem við teljum okkur geta gert er að auglýsa þær sem námsstöður. Það bjargar fleiru en bara að leysa tímabundin vandræði, því við þurfum líka á fleiri læknum að halda í mjög náinni framtíð vegna brottfalls vegna aldurs.“ Orsökina fyrir því að ekki einn einasti læknir sótti um auglýstar stöður má rekja til almenns læknaskorts í landinu. „Það má segja að þetta sé end- urspeglun af ástandi sem á ekki bara við um heilsugæsluna heldur stóru spítalana líka, að það gengur illa að ráða í lausar stöður. Enda hefur fækkað um eitthvað á annað hundrað lækna á landinu.“ Ekki neyðarástand Auk þeirra sem þegið hafa betur launaðar stöður utan landsteinanna er líka mikill fjöldi ungra lækna sem ekki hafa skilað sér heim eftir sér- fræðinám. Lúðvík segir að það sé sérstaklega mikið áhyggjuefni. „Þetta er fólk sem hefði undir eðli- legum kringumstæðum komið heim en gerir það ekki. Þannig að ef ekki rætist úr gætum við misst út heila kynslóð af læknum. Heilbrigðiskerf- ið líður fyrir þessa kreppu og kannski meira en önnur, því ef eitt- hvað fer úrskeiðis tekur svo langan tíma að byggja það upp aftur. “ Enn eru sjö stöður heilsugæslu- lækna á höfuðborgarsvæðinu ómannaðar en Lúðvík vill þó ekki taka svo djúpt í árinni að neyðar- ástand skapist vegna læknaskorts. „Hinsvegar er alveg ljóst að það hefur verið erfitt að komast að hjá lækni, biðtíminn er töluverður. Það hefur verið krónísk vanmönnun og þetta bætir ekki ástandið. “ Enginn læknir sótti um stöðu  Biðtími á heilsugæslunni lengist vegna læknaskorts  Gætum misst út heila kynslóð af læknum, segir lækningaforstjóri  Reyna að höfða til kandídata Læknaskortur » Auglýstar voru lausar stöður 7 lækna á höfuðborgarsvæð- inu, en enginn sótti um þær. » Á hverju ári fara 30-40 læknar til útlanda í sérnám. Undanfarin 2 ár hafa sárafáir þeirra komið heim aftur. » Um 12-15 læknar komast á aldur árlega og hætta störfum. » Að sögn Læknafélags Ís- lands vantar um 100 lækna til starfa á Íslandi. Hópur mótmælenda gerði hróp að þingmönnum frá áhorfendapöllum Alþingis í gær og stóðu mótmælin yf- ir í nokkrar mínútur. Í framhaldinu gerði forseti Alþingis hlé á þingfund- inum á meðan húsið var rýmt. Ekki kom þó til átaka milli fólksins og þingvarða þegar óskað var eftir að það færi og fylgdi lögregla mótmæl- endum úr húsinu. Tvö ár eru nú liðin frá því að níumenningarnir svo- nefndu mótmæltu á þingpöllum Al- þingis en mótmælin í gær voru til að sýna samstöðu með þeim. Fundað fyrir luktum dyrum Sérstök hróp voru gerð að Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, og henni meðal annars sagt að „drulla sér út“ af æstum mótmælanda. Ásta segir að svo virðist sem einhverjir mótmælendur telji að hún hafi sjálf ákært einhvern sem sé alger mis- skilningur. „Þau eru haldin þeirri meinloku að ég hafi eitthvað komið að þessu máli en ég hef ekkert komið að því,“ segir Ásta. Þegar þingfundur hófst að nýju tuttugu mínútum síðar var það fyrir luktum dyrum en að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Al- þingis, var ekki um lokað þinghald að ræða líkt og þingmenn Hreyfing- arinnar héldu fram í gær. „Þingpall- ar voru rýmdir en það er ekki það sama og lokaður þingfundur. Það er hægt að fylgjast með þinghaldinu í sjónvarpinu og á vef Alþingis.“ Helgi segir að mótmælendur hafi farið friðsamlega inn í þinghúsið, ólíkt fyrir tveimur árum, en þarna hafi verið nokkrir á ferð sem starfs- menn þingsins kannist við af fyrri kynnum. „En hér eiga allir jafnan aðgang. Við förum ekki í manngrein- arálit. En fólk þarf að fara að reglum Alþingis,“ segir Helgi. kjartan@mbl.is Hróp gerð að þing- mönnum á Alþingi  Þingfundi frestað um tuttugu mínútur á meðan þingpallar voru rýmdir  Pallarnir lokaðir eftir að fundur hófst á ný Morgunblaðið/Golli Mótmæli Nokkur fjöldi manns safnaðist saman fyrir utan Alþingishúsið til stuðnings níumenningunum. Ekki var hleypt aftur á þingpallana eftir að þingfundi var frestað í tuttugu mínútur í kjölfar ólátanna. Landsbankinn stóð mun verr en árs- reikningur bankans fyrir árið 2007 gaf til kynna og endurskoðendur bankans, PwC, vissu af því. Þetta álit norskra sérfræðinga á sviði end- urskoðunar, starfsmanna Lynx Advokatfirma DA, kemur fram í skýrslu sem þeir unnu fyrir embætti sérstaks saksóknara og sagt er frá á vef Viðskiptablaðsins. Sagt er að fyrirtækjum sem tengd voru aðaleigendum Landsbankans, meðal annars Icelandic Group og Eimskip, hafi verið haldið á lífi með blekkingum og yfirdráttarlánum. Endurskoðendur Glitnis, PwC, eru sagðir hafa sýnt af sér van- rækslu í starfi og ekki starfað í sam- ræmi við alþjóðlega reiknings- skilastaðla né reglur Fjármálaeftirlitsins við endur- skoðun á bankanum, að því er fram kemur í skýrslu sem franska rann- sóknarfyrirtækið Cofysis vann fyrir sérstakan saksóknara. Endurskoðendur banka gagnrýndir Tvö ár voru í gær liðin frá því að níumenningarnir svonefndu mótmæltu á þingpöllum Alþing- is. Mál þeirra er nú fyrir héraðs- dómi en þeir voru ákærðir fyrir árás á Alþingi. Í ákæru segir að þeir hafi í heimildarleysi ruðst inn í Alþingishúsið hinn 8. des- ember árið 2008. Þeir eru ákærðir fyrir brot gegn Alþingi, brot gegn valdstjórninni, brot gegn almannafriði og allsherj- arreglu og húsbrot. Meðal ann- ars er ákært á grund- velli 100. gr. almennra hegningarlaga. Refsing við brotinu varðar í það minnsta fangelsi í eitt ár. Minnst eitt ár í fangelsi NÍUMENNINGARNIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.