Austurland


Austurland - 02.03.1995, Síða 1

Austurland - 02.03.1995, Síða 1
Lodnuveidiskipið Þórður Jónasson með fullfermi í höfn á Reyðarfirði. Ljósm. SÞ Skíðasvæðin í samtali viö Halldór Hall- dórsson umsjónarmann skíða- svæðis Egilsstaðabúa kom fram að aðsóknin þar hefur verið fremur dræm sem stafar fyrst og fremst af kulda og umhleyping- um í veðri. Aðsóknin er góð þeg- ar sólin skín segir Halldór og st'ð- ustu daga hefur verið áberandi góð aðsókn skólafólks sem tengja mætti verkfalli kennara sem hefur staðið í 12 daga þegar þetta er skrifað. Björg Blöndal á Seyöisfirði tjáði AUSTURLANDI að að- sókn að skíðasvæði þcirra Seyðfirðinga hefði verið góð undanfarið. Breytingar hafa ný- verið gerðar á aðstöðunni og er þar einkum um að ræða 320 metra lcngingu á lyftunni. l’essi lenging býður upp á mun fjöl- breyttari brautir fyrir skíða- iðkcndur, þar sem auk þess hef- ur verið breytt fyrirkomulagi á troðslu og er nú troðnar flciri og betri brautir en áður. Aðspurð um hvort aösókn hefði vcriö í fjallið scm tengja mætti kcnnaraverkfalli sagöi Björg að nemendur nýttu sér að- stöðuna mjög vel um þcssar mundir. Aðsóknin vargóð í skíðamiö- stöðina í Oddsskarði síðústú viku. Ómar Skárphéðinsson seg- ir aðsóknina reyndar góða það sem af er vetri ef tekiö er mið af tíðarfarinu sem hefur veriö rysjótt. Skólakrakkar hala verið áberandi í fjallinu síðustu viku, mcira en venjulega sem helgast væntanlega af kennaraverkfall- inu. Ómar sagði vetrarkortasöiu vera mun meiri en á sama tíma í fyrra og fólk ákvcðnara cn nokkru sinni fyrr í að stunda skíðin. Á laugardaginn kemurverður efnt til fjölskylduhátíöar í Odds- skarði. Þá veróur ókeypis í allar lyftur og fjölþætt dagskrá í gangi allan daginn. Austfirsku bræðslurnar hafa tekið á móti 111.400 tonnum og 7215 tonn hafa verið fryst ar og má nefna að á vegum Skipakletts hf. á Reyðarfirði hafa 130 tonn verið fryst um borð í Snæfugli SU, um 170 tonn um borð í Barða NK og Brett- ingur NS hefur tekið á móti flokkaðri loðnu frá loðnuveiði- skipinu Júpíter á miðum úti og höfðu verið fryst 110 tonn þar um borð sl. mánudag. Þrjú skip, Jónína Jónsdóttir, Andey og Hafnarey hafa fryst loðnu á Hornafirði og skuttogararnir Arnar, Örvar og Vestmannaey frystu á Seyðisfirði en hættu þeirri starfsemi í lok síðustu viku. Fram kom í viðtölum blaðsins við forsvarsmenn þeirra fyrir- tækja sem fást við loðnufryst- ingu að loðnan á þessari vertíð er mun lélegra hráefni til fryst- ingar en sú loðna sem veiddist á síðustu vertíð. Mikil áta hefur verið í loðnunni nú og hátt hlut- fall af karlloðnu hefur verið í flokkaðri loðnu vegna smæðar karlloðnunnar. Töldu sumir viðmælendur biaðsins að þau verð sem fengjust fyrir frysta loðnu á þessari vertíð myndu einungis nema um 40 - 50% af þeim verðum sem fengust á síð- ustu vertíð. Flest bendir til að loðnufryst- ing sé að komast á lokastig á þessari vertíð og eru líkur á að hrognavinnsla geti hafist um helgina. Þegar þetta er skrifað er loðnuuveiði góð við Þjórsárósa og eins voru bátar að fá góð köst í Meðallandsbugt. SG Móttekið magn af loðnu til bræðslu á Austfjarðahöfnum var síðastliðinn mánudag sem hér segir: Tonn Vopnafjörður ..................5.400 SR-Mjöl, Seyðisfirði ........ 25.000 Vestdalsmjöl, Seyðisfirði .... 8.000 Neskaupstaður................ 20.000 Eskifjörður.................. 27.000 Reyðarfjörður ................13.000 Fáskrúðsfjörður ...............3.000 Djúpivogur.....................2.000 Hornafjörður...................8.000 Staða loðnufrystingar hjá austfirskum fyrirtækjum var í byrjun vikunnar sem hér segir: Tonn Tangi, Vopnafirði .....................210' Dvergasteinn, Seyðisfirði .............. 500 Strandarsíld, Seyðisfirði .............. 440 Síldarvinnslan, Neskaupstað............ 800’ Hraðfrystihús Eskifjarðar .............. 740 Fiskhúsið, Eskifirði ................... 320 Friðþjófur, Eskifirði .................. 300 Kaupfélag Héraðsbúa, Reyðarfirði . 450 Skipaklettur, Reyðarfirði ..............1803 Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga ............ 300 Goðaborg, Fáskrúðsfirði................. 300 Sólborg, Fáskrúðsfirði ...................20 Gunnarstindur, Stöðvarf. ogBreiðdalsv. 100 Búlandstindur, Djúpavogi ............... 430 Borgev, Hornafirði.................... 1.825 Skinney, Hornafirði .................... 300 1 Þar af hafa 1 H) tonn veriö fryst um borö í Brcttingi NS. 2 Þar af hafa 170 tonn verið fryst um borö í Baröa NK. 3 Þar af hafa 130 tonn veriö fryst um borö í Snæfugli SU. Á Austfjörðum hefur at- vinnulífið að miklu leyti snúist um loðnuvinnslu síðustu vik- urnar. AUSTURLAND aflaði upplýsinga um það magn sem bræðslurnar f fjórðungnum höfðu tekið á móti síðastliðinn mánudag og eins var safnað upplýsingum um hve mikið búið væri að frysta í hverju fyrirtæki. Mikil áhersla hefur verið lögð á loðnufrystingu og hefur fram- leiðendum frystrar loðnu í fjórðungnum fjölgað verulega frá síðustu vertíð. Nokkur skip hafa verið nýtt til loðnufrysting- Snæfugl SU við bryggju á Reyðarfirði. Búið er að frysta 130 tonn af loðnu um borð í skipinu. Ljósm. SÞ Frá loðnuflokkunarstöð SR-mjöls á Reyðarfirði. Frá stöðinni hafa þegar farið um 1000 tonn af flokkaðri loðnu. Ljósm. SÞ Erum að taka upp sumarvörur efni, sniö, fatnaður og fleira KAUPFÉLAGIÐ FRAM NESKAUPSTAÐ Mikið að gera í loðnunni

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.