Eyjablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 1
EYJABLA 37. árgangur Vestmannaeyjum 1. desember 1977. 7. tölublað nSTJÓRN“ EFNAHAGSMÁLA Nokkrar staðreyndir um stefnu stjórnarinnar í efnahagsmálum Illa farið með gott bú. Geir Hallgrímsson forsætis- ráðherra hefur varla lokið svo sundur munni á opinberum vettvangi, að ekki hafi runnið út úr honum tuggan um það, hversu ríkisbúskapurinn hafi verið illa á sig kominn, þegar stjórn hans tók við á miðju ári 1974. Sömu ósannindin eru á ferðinni, þegar lýst er ástandi þjóðarskútunnar á árinu 1971, þegar vinstri stjórnin tók við völdum; þá segja sömu menn, að Viðreisnarstjórnin hafi skil- að góðu búi, sem vinstri menn hafi síðai hrundið í rústir með stjórnarstefnu sinni. í þessum efnum er sem jafn. an á öðrum sviðum betra að hafa það, sem sannara reynist. Sannleikurinn er sá, eins og alþjóð raunar veit, að Viðreisn- arstjórnin hafði vanrækt upp- byggingu atvinnuveganna á 12 ára stjórnarferli sínum, fram- leiðslutækin til lands og sjávar höfðu grotnað niður og þáver- andi stjómvöld höfðu misst trúna á hefðbundnum atvinnu- vegum þjóðarinnar, en nefndu erlenda stóriðju á íslandi „vaxt arbroddinn” í atvi'.inulífinu. Vinstri stjórnin beitti sér síð- an fyrir stórkostlegri uppbygg- ingu atvinnulífsins, sem mönn- um er enn í fersku minni, og og það er öllum ljóst sem vilja sjá, að sú mikla atvinna og framleiðsla, sem af þessari upp- byggingu leiddi, er meginund- irstaða þjóðarbúskapar enn þann dag. í dag. Stjórn Geirs Hallgrímssonar tók við þjóðar- skútunni í þessu endurnýjaða ástandi með öll tæki í fyllsta standi, en hefur hins vegar ekki kunnað með að fara, svo sem sýnt verður hér á eftir með nokkrum dæmum, sem öll eru tekin úr opinberum skýrslum. I. Afleiðingar hægri stefnu. f þessu greinarkorni verður ekki getið um nema fátt eitt af því, sem tiltækt er af efni um framm'stöðu ríldsstjór'nar- innar í efnahagsmálum, enda erfitt að setja alla of mikið af tölum fram í einu, en ekki verð ur komist hjá því að nota töl- ur í þessu efni, eðli málsins samkvæmt. Hins vegar verður reynt að hafa þær sem skýrast- ar og einfaldastar, en æskilegt er að menn skoði þær vel, því þær sýna hvernig stjórninni hef ur tekist til við það, sem hún sagðist hafa að aðalviðfangs. efni: baráttuna við verðbólg- una. 1. águst 1974 var framfærsluvísitalan ..... 297 stig 1. nóvemb. 1977 var framfærsluvísitalan ... 841 stig Metframmistaða. II. 1. ágúst 1974 var gengi dollarans ........ kr. 96,60 12. nóvemb. 1977 var gengi dollarans ... kr. 211,70 Jafnar ríflega met Viðreisnarstjórnarinnar. III. I árslok 1973 voru erlendar skuldir 20,9 þús. millj. I júní 1977 voru erlendar skuldir 114,5 þús. millj. IV. Fjárlög ársins 1974 námu ... 29,3 milljörðum króna Fjárlög ársins 1977 nema ... 125 milljörðum króna og eiga eftr að bækka enn talsvert. V. Nýir skattar ríkisins nema á ári meira en 20 þús. millj Árshátíð Jötuns. Um aðra helgi mun Sjómanna félagið Jötunn halda árshátíð, en alllangt mun nú liðið síðan húa var síðast haldin. Hafa þeir sjómannafélagsmenn fullan hug á að gera veg hátíðarinnar sem mestan og verður vel til henn. ar vandað. Hefst hún með borð- haldi laugardaginn 10. des. og verður margt til skemmtunar og að auki happdrætti, og að sjálfsögðu dans. Vert er að benda á, að starfandi sjómenn hafa forgang á miðapöntunum, eins og fram kemur í auglýs- ingu annars staðar hér í blað- inu. Og loks kemur hér ein tafla, enn, sem sýnir, að verð fyrir framleiðslu okkar erlendis hef- ur hækkað mjög og er nú mjög hátt, svo ekki er þar vandans að leita í bágu efnahagsástandi. VI. Allar visitölur útflutnings verðs, sem hér eru nefndar, eru miöaðar við fast verðlag, þ. e. hér er ekki um verðbólguklifur að xæða, eins og fólk er nú orðið vant. 1971 176,5 1972 184,2 1973 242,3 1974 293,5 1975 262,7 1976 ................ 310,7 1977 ................ 359,0 Upplýsingarnar eru frá Pjóð- hagsstofnun. Þessi dæmi, sem nefnd hafa verið eru væntanlega svo skýr, að ekki er þörf á neinni útlist- an á því, hvernig til hefur tek- ist í viðureigninni við verðbólg- una. Auk þessara dæma hefði mátt segja frá gifurlegri skuldasöfn un við útlönd, sem peningarnir hafa verið notaðir til skipulags- lausrar og oft óþarfxar eyðslu, enda frelsið í gjaldeyrismálum með þeim hætti, að innflytjend- ur geta keypt og keypt erlend- is hvers konar varning, hvort sem gjaldeyrir er til fyrir hon- um eða ekki. Er lítið gefandi fyxir frelsi af því tæi. Að lokum. Við látum þetta nægja að sinni um þennan þátt af mis- tökum ríkisstjórnarinnar , en me'ca síðar, enda af nógu að taka. Gamalt máltæki segir: bragð er að þá barnið finnur. Vafa- Iaust hafa margir hugsað sem svo, þegar sjálfur íhaldsprins- inn Kristján Ragnarsson for- dæmdi ríkisstjórnina í ræðu á nýafstöðnu þingi LÍÚ fyrix frammistöðuna, þar sem hann meðal annars komst svo að orði, að um hreina uppgjöf væri að ræða í stríðinu við verðbólg- una. Má furðulegt heita, að framsóknarmenn skuli geta ver ið ánægðari með íhaldið en innstu koppar í búri þess sjá'Ifs, enda svo komið að mað- ur heyrir fáa framar á land- i'nu mæla þeim bót nú orðið. Að öllu slíku tali slepptu er hins vegar fullljóst, að brýna nauðsyn ber til, að komið verði í veg fyrir áframhaldandi stjórnarsetu borgaraflokkanna tveggja, því það er mála sann- ast, að þegap þeir koma sam- an, ná alltaf verstu öflin inn- an þeirra öllum tökum, enda árangurinn eftir því. GS Takmarki náð Nú i dag er merkum áfanga náð í sögu menn. ingar okkar Vestmannaey- inga þegar bókasafn okk- ar flyst í hin v.eglegu húsa- kynni Saínahússins. Hrakningasaga bókasafns- ins er orðin lengri en svo að hún sé ekki öllum kunn og er því með öllu cþarft að rekja hana hér. í>ví meiri ætti ánægja okkar að vera yfir unaum sigrí. Áður fyrr var bókasafn okkar vel og mikið notað af bæjarbúum og er það von mín að opnun þess í nýju húsnæði verði því lyftistöng til enn meiri og almennarí notkunar. — G.J.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.