Laugardagsblaðið - 08.10.1955, Blaðsíða 8

Laugardagsblaðið - 08.10.1955, Blaðsíða 8
llitstjóri og ábyrgðarmaður: ÁRNI BJARNARSON, Akureyíi. Laugardagsblaðið Laugardaginn 8. október 1955 Kemur út á laugardögum I lausasölu kr. 1. Verð kr. 10 á ársfjórð. Prentsmiðja Björns Jón:sonar h.f. prentaði. A ferð og: fTug'2 I. dag, Hraðferð með töfra- Laugardagsblaðinu er það sér-' inu í stök ánægja, að geta tilkynnt les- hesti. Ekki er ástæða að kynna endum sínum, að framvegis mun þenna snjalla ri.höfund og hug- Jónas Jónsson frá Hriflu senda sjónamann fyrir lesendum, en blaðinu smápisila um margvísleg menningarmál. Munu þeir birtast undir fyrirsögninni „Á ferð og flugi“, og kemur sá fyrs'.i í blað- fullyrða má, að þesslr þættir J. J. munu verða mörgum kærkomið lesefni. Hraðferð með töfrahesti Björn Pálsson, flugkappi tók okkur Þóri Baldvinsson á töfra- hestinn sinn einn góðviðrisdag í sumar, til að sýna okkur dýrð ör- æfanna. Við stigum á bak á klár- inn og á 3V£ klukkustund sýndi hann okkur Þingvelli, Skjald- breið, Hlöðufell, Hagavatn, Jarl- heltur, Langjökul, Hví'.árvatn, Kerlingarfjöll, Arnarfell og gæsa- landið, upplök Þjórsár, Sprengi- sand með bílaslóðum, Jökuldal- inn, Tómasarhaga, Vonarskarð, Ódáðahraun, Trölladyngju, Oskju með gíg víðan eins og heill hreppur hefði sokkið í djúpið. Þá kom Herðubreið, hreindýra- landið milli jökulfljóta, Snæfell, Hornafjörður og öræfin upp af Lóninu, Fljóisdalshérað, Val- þjófsslaður, Skriðuklaustur, Hall- ormss'aður, Grímsárviikjun, Eg ilsstaðir, Eiðar, Lagarfljót og Lagarfoss. Fyrr um daginn hafði Björn brugðið sér í þágu nátt- úrufræðinga austur á Öræfatind, en samt var ekki farið að kvelda þegar þessari yfirsýn var lokið. 1 vél Björns eru þrjú farþegasæ'.i, en þessi flugskeið er svo mjó og gluggamikil, að farþegar sjá land ið úr lof.i líkt og ferðamaður af reiðhesti. Björn lét okkur sjá ofan í gígi Skjaldbreiðs, Dyngju og Öskju. Hann flaug kringum Herðubreið og Snæfell og að síðustu yfir .indana á báðum þessum fjöllum. Þar voru danskir mælingamenn með snjókofa. Við sendum þeim „bróðurlegt orð“ á táknmáli eftir fyriisögn Malthíasar, og þeir svöruðu á sama hátt. Líklega á flugvélin eftir að keppa við gönguskóna, hestinn og bílinn við að opna íslendingum dularheima íslenzkrar fegurðar. Jónas Jónsson jrá Hrijlu. Treir merkir Vestur- islendinðar Idtnir Jón J. Bíldfell Hinn 17. ágúst s. I. andaðist Jón J. Bíldfell í Winnipeg, fullra 85 ára að aldri. Með honum er í valinn íallinn einn hinn aðsóps- mesti og mikllhæfas'i forystu- maður Vestur-íslendinga um langt skeið. Jón Bíldfell var fæddur að Bíldsfelli í Grafningi 1. maí 1870. Er hann var 18 ára að aldri brá faðir hans búi og fluttist með fjölskyldu sína vestur um haf, en móðir Jóns var þá dáin fyrir þremur árum. Þegar vestur kom, vann Jón að ýmsum störfum, en brátt hóf hann nám í verzlunar- skóla, og síðar í miðskóla, og fékkst hann þá oft við kennslu jafnframt. Að loknu námi fór hann til Klondyke . og stundaði þar gullgröft um skeið og grædd- is’t'þá vel fé. Þegár hann kom til Winn’peg hóf hann fasteigna- sölu og fésýslu og stundaði hana um langt skeið og varð maður vel fjáður. Jón Bíldfell tók þátt í flestum félags- og menningarmálum Vest- ur-íslendinga, sem hér yrði of langt upp að telja. Þó má geta þess, að hann var einn af stofn- endum Þjóðræknisfélagslns og forseti þess 1931—1933, og aftur 1934—1946. Rits'jóri og fram- kvæmdarstjóri Lögbergs var hann um 10 ára skeið. Hann átti mik- Inn hlut að þátt!öku Vestur-Islend inga í stofnun Eimskipafélags ís- lands, og sat stofnfund þess af hálfu þeirra. Jóni voru sýnd ýms virðingar- meiki fyrir störf sín, þannig var hann sæmdur stórriddarakrossi Fálkaorðunnar 1939. Hann var kvæntur Soffíu Þor- steinsdóttur frá Brún á Jökuldal, hinni ágætustu konu, og eiga þau þrjú börn. Nikulós Ottenson Hinn 15. ágúst létzt í Winnipeg Nikulás Ottenson 91 árs að aldri. Hann var fæddur að Hvallátrum vestra en þar bjó faðir hans Öss- ur Össurarson. Nikulás fluttist vestur um haf ungur að aldri. Gerðist hann þá brátt umsjónar- maður við einn mesta skemmti- garð Winnipégbórgár og var það um langan aldur. Nikulás var sérkennilegur mað- ur, forn í skapi og drengur hinn bezti. Hann unni mjög íslenzkum fornsögum og kvæðum, á'.ti hann merkilegt safn íslenzkra bóka, sem nú er í eign John Hopkins háskólans í Baltimore. Nikulás var kvæntur Önnu Guðmundsdóttur frá Ferjukoti. Áttu þau þrjú börn. Daghók vikunnar Leikskóli íyrir smábörn Stjórn Barnaverndarfélags Akuieyrar hefir að undanförnu unnið að stofnun leikskóla fyrir börn á aldrinum 2—5 ára, og var liann opnaður s. 1. fimmtudag. Áður var blaðamönnum boðið að skoða húsakynni skólans, sem s'anda við barnaskólaleikvölhnn á Oddeyri, og kynnast væntan- legri starfsemi. Ákveðið er, að 50 börn verði í skólanum í vetur. Frá kl. 9—12 á daginn verða þar börn 2 ára, en frá kl. 1—6, börn 3—5 ára. Mun selnni flokkurinn hafa með sér mjólk og brauð. í leikskólanum eru allskonar Ieikföng og myndablöð, sem börnin eiga að skemmta sér við. Gæta tvær konur þeirra, og munu þær einnig leiðbeina þeim í ýmis konar föndri. Gjald fyrir börnin er 90 kr. á mánuði fyrir yngri flokkinn, en kr. 160 fyrir þann eldri. Kvenfél. Hlíf hefir lánað hús- gögn frá dagheimilinu í Pálm- holti, og einnig nokkuð af leik- föngum. Akureyrarbær lætur leik skólanum í té ókeypis húsnæði, en mun ekki á annan hátt s'yrkja starfsemi hans. Hér er um merkilega nýjung að ræða, og er full þörf á slíkum leikskóla og mun hún fara vax- andi. Er vonandi að Barnavernd- arfélagið geti haldið þessari starf semi uppi, og hefir bæjarfélagið styrkt margt, er síður skyldi. ^ V . MannsláÉ Hinn 3. þ. m. lézt hér á sjúkra- húsinu Jón Sigurðsson fyrrum umsjónarmaður götuhreinsunar og holræsa. Hafði hann átt við langvinna vanheilsu að stríða. Jón var einn þeirra inanna, sem um langan aldur settu svip á bæ- inn. Hann var kunnugur flestum bæjarbúum og það að góðu cinu, I því að vandfundinn mun hafa ver | ið maður, sem trúrri var í s'.arfi en hann. Auk þess var hann skraf- hreyfinn, gamansamur og orð- heppinn, og lét oft fjúka í kviðl- ingum, enda prýðisvel hagmælt- ur. Jón var áhugasamur um flest þau mál er til framfara horfðu, og ómyrkur í máli um skoðanir sínar. Hann starfaði lengi í Hjálp ræðishernum. Utför hans verður gerð í dag, og hefst hún með kveðjuathöfn í samkomusal Hjálpræðishersins kl. 1. ___*____ Kvenfélagið Hlíf heldur hlutaveltu í Alþýðuhúsinu á sunnudaginn, er hefst kl. 4 e. h. — Fjölmargir góðir munir. — Þess er vænst, að bæjarbúar fjölmenni á hluta- veltuna. Kirkjan. Messað í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Sáhnar: 579, 353, 307, 324, 678. (K. R.) Messað í Lögmannchl.ðarkirkju á sunnudaginn kemur kl. 2 e.h. Þessir sálmar verða sungnir: Nr. 579, 687, 318, 226, 514. Kynnið ykkur sálmana og takið mikinn þátt í sálmasöngnum. (P. S.) Sunnudagaskóli 4 kureyrarkirk j u hefst á sunnu- daginn kemur kl. 10,30 f. h. eins og venjulega. — í kapellunni eru börnin 5 og 6 ára göm- ul, þ. e. a. s. þau börn, sem ekki eru ennþá skóla kyld. — í kirkjunni eru 7—13 ára börn. — Komið með söng- bók sunnudagaskólans og reynið að út- vega ykkur hana hjá þeim eldri, ef þið eigið hana ekki.. — Þau 13 ára börn, sem ælla að vera bekkjastjórar í vetur, eru beðln um að koma upp í kirkjuna á laugardaginn kl. 5 e. h. Tilkynnið aðcetursskipti. Nýlega var auglýsing í blöðum bæjarins, þar sem fólk var minnt á að tilkynna aðseturs- ^ skipti, sem nú er skylt að lögum, og varðar sektum, ef vanrækt er. Hefir blaðið heyrt, að hartnær 50 kærur hafi - borizt hingað frá Hagstofunni á ein- staklinga í bænum, sem látið hafa und- ir liöfuð leggjast að tilkynna aðseturs- skipti. NÝ KVÖLDVERZLUN ísbarinn h.f. óskar að fá að hafa opna kvöldverzlun í Hafnar- stræti 98, þar sem selt verður mjólkurís, sælgæti, tóbak, öl og gosdrykkir, til kl. 23,30 og á sunnudögum. Samþykkt var að verða við beiðninni. LISTAVERKANEFND í nefnd til að gera tillögur til bæjarstjórnar um val og staðseln- ingu fyrir þær myndir, sem Jónas Jakobsson gerir fyrir bæinn voru kosin: Sverrir Ragnars, Guð- mundur Frímann og Elísabet Geirmundsdóttir. HEILBRIGÐISNEFND Samkvæmt fyrirmælum hinnar nýju heilbrgðissamþykktar voru kosnir þrír menn í heilbrigðis- nefnd, sjálfkjörnir eru bæjarfó- geti og héraðslæknir. Þessir voru kosnir: Þorsteinn M. Jónsson, Sveinn Tómasson og Ásgeir Mark ússon. HAFNARNEFND lagði fram eftirfarandi tillög- ur, sem allar voru samþykktar: Ef'ir tillögu bæjargjaldkera var samþykkt að fella niður eftirtald- ar skuldir, sem ófáanlegar: e. s. Bjarki (við fyrri eigendur) kr. Hjálprœðisherinn. Sunnudag kl. 10,30 helgunarram- koma, kl. 2 sunnudagaskóli, kl. 6 barnasamkoma, kl. 8,30 minningarsam- koma um Jón Sigurðsson. Major Svava Gísladóttir stjórnar og talar. Allir vel komnir. Nœturvörður laugard. og sunnudag 8. og 9. okt. <>i í Akureyrar-Apóteki, sími 1032. Ann- ars alla næstu viku í Stjörnu-Apóteki, sími 1718. Nœturlœknar nœstu viku: Laugard. og sunnud. 8. og 9. okt. Bjarni Rafnar, Skólast’g 11, sími 2262. Mánud. 10. Pétur Jónsson, Ilamarstíg 14, EÍmi 1432. Þriðjud. 11. Sigurður Ólason, Hrafnagilsstr. 21, sími 1234. Miðvikud. 12. (Kandídat) Lyfjadleild sjúkrah.,sími 1624. Fimmtud. 13. Bjarni Rafnar. Fös'.ud. 14. Stefán Guðnason, Oddagötu 15, sími 1412. B.v. Jörundur, sem verið hefir að síldveiðum í Norð- ursjónum að undanförnu, seldi afla sinn í Hamborg á mánudaginn var. — Kom hann þangað eftir 10 daga útivist og seldi 4345 körfur fyrir 60751 mark, sem teljast verður ágæt sala. Er þetta önnur sala Jörundar í Þýzkalandi eftir að hann hóf velðar í Norðursjónum í haust. Hann fór aftur út á veiðar á þriðjudaginn. 15,926,50, m. s. Straumey (við fyrri eigendur) kr. 624,95. Erindi frá Útgerðarfélagi KEA þar sem þeir leita álits hafnar- nefndar á því hversu skuli haga hafnsögu skipa í Akureyrarhöfn og livort nefndin telji ákveðna menn, sem tilnefndir eru í bréfinu fullgilda til að annast leiðsögu í höfninni. Þar sem engin lög hafa verið sett um hafnsögu í Akur- eyrarhöfn og höfnin tekur ekkert gjald fyrir hafnsögu og annast hana ekki, ber höfnin ekki ábyrgð á hafnsögumönnum og sér því ekki ástæðu til að leggja dóm á hæfni manna í þeim efnum. Nokkrir menn hafa sótt um bráðabirgðabyggingaleyfi fyrir verbúðir við bátadokkina norðan á Oddeyrinni, og samþykkti nefnd in að verða við beiðnum þessum til bráðabirgða. . Hafnarnefnd samþykkir að láta I fara fram nýtt mat á leigum eftir lóðir hafnarinnar og tilnefnir Svavar Guðmundsson í nefndina fyrir hönd hafnarinnar. Nefndin samþykkir að setja við- vörunarljós á nýju bryggjuna austan á tanganum. ___*_____ Frd bffjnrstjdri Ahorcyror

x

Laugardagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Laugardagsblaðið
https://timarit.is/publication/889

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.