Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1987, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1987, Blaðsíða 1
• Fokker flugvél Flugleiða hefur verið teppt í Eyjum vegna veðurs síðan á þriðjudag. Vélin var í nokkru skjóli á flugvellinum í norðanáttinni, en til öryggis voru sandpokar settir við hjólin og vörubflum raðað í kringum hana. Einnig var fest taug úr vegahefli í vélina. Flugleiðavél tepp- ist vegna veðurs Um kl. 19:00 á þriðjudaginn lenti Fokker flugvél Flugleiða á vellinum hér í Eyjum, en Þorsteinn Pálsson fjármála- ráðherra hefur samþykkt auka- fjárveitingu vegna væntanlegra tilraunaborana i nýja hraunið, en vísindamenn telja hugsan- legt, að þar á 100 m. dýpi sé að finna mikið magn af 100 gráðu heitu vatni, sem mætti virkja til húshitunar. Eiríkur Bogason veitustjóri sagði í viðtali við Fréttir að verið væri að hanna borholurn- ar hjá Orkimofnun og á hönnunin að liggja fyrir í næstu viku. „Þá eigum við von komst ekki til baka vegna veðurs. Ófært hafði verið um daginn, en veður gekk niður á tilboðum í borunina. Kemur þá í ljós hvort byrjað verður að bora fyrir eða eftir páska,“ sagði Eiríkur. Ráðherraskýrslan svokallaða er nú til umfjöllunar hjá við- komandi ráðherrum og sagði Eiríkur að ekki væri tímabært að gera nánari grein fyrir inni- haldi hennar fyrr en þeir væru búnir að kynna sér innihald hennar, en það ætti að vera hægt í næsta blaði, sagði Eirík- ur að lokum. undir kvöldið og fór vélin af stað frá Reykjavík og Ienti hér kl. 19:00. Eftir að vélin var lent versn- aði veðrið verulega og þegar búið var að afgreiða hana var orðið ófært. Hvöss norðan átt var og skafrenningur. Ekki er til skýli til að koma flugvélum af þessari stærð í, þannig að brugðið var á það ráð að leggja henni fyrir framan flugstöðina og var vélin að nokkru leyti í skjóli fyrir norð- an áttinni þar. Veður var mjög vont um nóttina og til öryggis voru sandpokar settir við hjólin og var vörubílum raðað upp í kringum hana. Veghefill frá bænum var einnig við vélina og var taug úr honum fest í hana. Ekki urðu skemmdir á vél- inni, og var fastlega búist við að hún kæmist aftur til Reykjavík- ur í dag. Fjármálaráðherra veitir 4 millj. til borana í hraunið Stöð 2: Einn myndlvkill fyrir Vestmannaeyinga? Á fundi bæjarráðs s.l. mánu- dag fluttu fulltrúar minnihlut- ans, Sjálfstæðisflokksins, til- lögu þar sem bæjarstjórn Vest- mannaeyja samþykkir að fela stjórn veitustofnana, sem fer jafnframt með boðveitumál að taka nú upp þegar viðræður við forráðamenn íslenska sjón- varpsfélagsins h.f. -Stöð 2- um möguleika að einn myndlykill verði fyrir alla sjónvarpsnot- endur í Vestmannaeyjum. í greinargerð með tillögunni segir m.a. að nú styttist í það að mögulegt verði að ná dagskrá Stöðvar 2 í Eyjum og að sögn forráðamanna mun það verða í apríl mánuði n.k. Mikill meiri- hluti dagskrár Stöðvar 2 er læstur og þurfa væntanlegir sjónvarpsnotendur að fjárfesta í myndlyklum (afruglurum) sem kostar hver um sig í kring- um 12.000- stykkið. Fjárfesting notenda í Eyjum í þessum myndlyklum gæði numið 4-6 milljónum eða 300-500 mynd- lyklar. Marmið tillögunnar er að kanna möguleika á einum samningi við Stöð 2, fá veruleg- an magnafslátt í afnotagjöld- um, jafnframt verði allir not- endur 67 ára og eldri ekki krafðir um afnotagjöld. Einnig myndi bæjarsjóður ganga í ábyrgð fyrir ákveðinni upphæð á mánuði fyrir notendur, sem verði innheimt hugsanlega með veitugjöldum. Bæjarráð vísaði tillögunni til umsagnar stjórnar veitustofn- ana. FRETTIR koma út tvísvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum Undanfarnar vikur hefur blað okkar, FRÉTTIR, vaxið mjög, ekki verið undir 16 síðum. Þrátt fyrir þennan blaðsíðu- fjölda hefur oft ekki tekist að koma öllu því efni fyrir sem búið er að vinna í blaðið. Við höfum oft fundið fyrir þeim tak- mörkunum fyrir blaðið sem fréttafjölmiðil að koma aðeins út einu sinni í viku. Fátt er eins fljótt að úreldast eins og frétt. Helgarnar eru sá hluti vikunnar þegar mest er að gerst í íþróttum og félagastarfi og fréttir af þeim viðburðum sem gerast um helgar hafa meira gildi ef hægt er að segja frá þeim á þriðjudegi. Útgáfa blaðsins tvisvar í viku hefur lengi verið okkar draumur og um nokkurn tíma hefur verið unnið að því á ritstjóm að láta þennan draum rætast. Einn liðurinn er aukin tækni sem er að halda innreið sína í Eyjaprent, er hún skilyrði þess, að þetta sé mögulegt. Mikill undirbúningur er að baki og á þriðjudaginn munu Fréttir koma út og er þetta í fyrsta skiptið sem blað í Vest- mannaeyjum er gefið út tvisvar í viku. Þetta gerum við í þeirri von að Vestmann- aeyingar taki þessu framtaki okkar vei. Þetta verður gert til reynslu til að byrja með, en vonandi er að þetta mælist vel fyrir og þá munum við ekki láta okkar eftir Jiggja. Ritstjórn Frétta Gísli Valtýsson Ómar Garðarsson Þorsteinn Gunnarsson Erum alltaf að bæta við, fengum núna BABY-SITTER grind í baðkarið Hlíf til að nota við hárþvott (enginn sápa í augun) Álager: Göngugrindur, leikgrindur, rúm, burðarúm, baðborð, skiptiborð, kerru: kerrupokar og m.m.m. fleira. MAXI-C0SIE stóllinn er væntanlegur SNJÓR SNJÓR SNJÓR! Nú er tíminn fyrir stigasleðana, bæði með stýri og bremsum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.