Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.06.2011, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 23.06.2011, Blaðsíða 1
 Viðgerðir og smurstöð ÍlÍ ^ -Sími 4813235 BRAGGINN Réttingar og sprautun BNaverkstæði - Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐ ERUM DAGLEGA A FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND j www.flytjancli.is | sfmi 525 /090 | Eieimskip 38. árg. I 25. tbl. I Vestmannaeyjum 23. júní 2011 1 Verð kr. 350 1 Sími 481-1300 I www.eyjafrettir.is sléttum Bæjarstjómarfundur: Á fjórum mínútum Það var sennilega nýtt met slegið á fundi bæjarstjómar á miðviku- daginn í síðustu viku. Fyrir fund- inum lágu sjö fundargerðir og tókst bæjarstjórn að ljúka af- greiðslu þeirra á fjómm mínútum sléttum. Fundinn sátu Gunnlaugur Grettisson, Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir og Páll Marvin Jónsson frá Sjálfstæðis- flokki og Páll Scheving Ingvars- son, Guðlaugur Friðþórsson og Kristín Jóhannsdóttir V-lista. Fundargerðimar sem biðu af- greiðslu vom tvær frá fjölskyldu- og tómstundaráði, tvær frá umhverfis- og skipulagsráði, framkvæmda- og hafnarráði og tvær frá bæjarráði. Alls sjö fund- argerðir sem allar voru samþykkt- ar með sjö samhljóða atkvæðum. Sjö tinda ganga á föstudaginn í fjórða skiptið verður efnt til Sjö tinda göngu og verður lagt upp úr Heijólfsdal á föstudaginn klukkan 20.00. Þetta er hressileg ganga þar sem gengið er á Dalfjall, yfir Eggjar, niður Hána, upp á Klif, Heima- klett, Eldfell, Helgafell og Sæ- fjall. Engin skylda er að ganga á öll fjöllin, hver og einn gengur eftir sinni getu. Göngufólki er ráðlagt að vera í góðum göngu- skóm og gott er að hafa með sér nesti. Áætlaður göngutími fer eftir getu og ásigkomulagi en gert er ráð fyrir þremur til fimm klukku- stundum í gönguna. Þáttökugjald er 2000 krónur sem renna óskiptar til Krabbavamar í Vestmannaeyjum. Allir era velkomnir. DAGSKRÁ ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGSINS 17. júní var óvenju fjölbreytt að þessu sinni. í ágætu veðri hittist fólk á Stakkagerðistúni og hlýddi á hátíðarræðu, ávarp Fjallkonunnar og söng, horfði á íþróttir og tók þátt í leikjum. Sjá nánar inni í blaðinu. Makríll - Góður gangur í bæði veiðum og vinnslu - Stutt á miðin: Unnið allan sólarhringinn í þremur frystihúsum Maknlveiðar ganga vel og skipin eru nú á veiðum suður af Eyjum og frá Kötlugranni vestur að Grinda- víkurdýpi. Skipin koma inn til lönd- unar en hver veiðiferð tekur um sólarhring og unnið er á er_á vökt- um við vinnslu á makríl í Ísfélagi, Vinnslustöð og Godthaab í Nöf. Á milli 3600 til 3700 tonnum hefur verið landað í vinnsluna í landi og 1900 tonnum af afhausuðum og frystum makríl. Sighvatur VE og Kap VE hófu veiðar í vikunni eftir sjómannadag og skiptast á að landa í vinnsluna og vinnsluskipið Gandí VE hóf veiðar á makríl á þriðjudagskvöld. „Það hefur gengið vel, þeir era að veiða tvo til þijá tíma frá Eyjum og landa sitt á hvað,“ sagði Sindri Viðarsson sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslu- stöðvarinnar þegar rætt var við hann á þriðjudag. „Við erum komnir með eitthvað yfir 2000 tonn og fer allt í frystingu. Gangurinn getur ekki verið betri og veiðar og vinnsla ganga vel.“ ísfélagið hóf veiðar á makríl eftir hvítasunnu og þijú skip félagsins sjá um að veiða fyrir vinnsluna. „Júpi- ter ÞH, Álsey VE og Þorsteinn ÞH eru á veiðum og koma inn með 100 til 300 tonn í hverri veiðiferð sem er um sólarhringur," sagði^ Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Isfélags- ins á þriðjudag. „Þetta fer ekki eins hratt af stað eins og í fyrra og við eram að halda að það sé vegna kaldari veðráttu. Guðmundur land- aði sínum fyrsta farmi af hausuðum og frystum makríl á þriðjudag og er með 700 tonn. Makríllinn veiðist suður af Eyjum svona frá Kötlu- granni vestur að Grindavíkurdýpi en þetta era svona tveir til fjórir tímar frá Eyjum.Við eram búnir að fá 1300 til 1400 tonn af makríl í vinnsluna og fer nánast allt í fryst- ingu og unnið á vöktum inni í frysti- húsi, “ sagði Eyþór og var ánægður með ganginn í makrílnum. Huginn VE landaði 400 tonnum af frystum afurðum af makríl á þriðjudag. Það er þriðji túrinn á vertíðinni og í heildina er hann kominn með 1200 tonn af frystum afurðum og hefur landað 300 tonn- um í vinnsluna í landi. „Þetta er fínn gangur, makríllinn er ekki stór en við eigum eftir að finna þann stóra,“ sagði Páll Guðmundsson útgerðar- stjóri Hugins. VIÐ ERUM ÞJÓNUSTUAÐILI TOYOTA í EYJUM SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI...! nefcæhamar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI FLATIR 21 / S.481 1216 / GSM.864 4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.