Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Blaðsíða 32
32 Menning Vikublað 20.–22. maí 2014 Þ að er of bjart fyrir þessa tár­ votu bíógesti sem hraða sér heim eftir sýningu á nýju íslensku kvikmyndinni Vonarstræti. Það er leik­ stjórinn Baldvin Z sem ber ábyrgð á þessu tilfinningavotviðri. Næmur leikstjóri sem hefur tek­ ist að færa íslenska kvikmynda­ gerð á nýjar og spennandi slóðir. Ís­ lenska tilfinningabyltingin er hafin í bíó og hún er bara nokkuð vel heppnuð. Einlæg og án stæla. Heldur áhorfendum í gíslingu Vonarstræti er örlagasaga nokkurra Íslendinga á dögum góðæris. Það er auðsjáanlegt að aðalleik­ arar myndarinnar, þá sérstaklega leikarinn Þorsteinn Bachmann, hafa gefið töluvert af sér við gerð myndarinnar. Þorsteinn fer með hlutverk Móra, rithöfundar og bóhems sem fer um götur borgarinnar lifandi dauður. Kaupir sér frið með flösku. Móri er þungamiðja myndarinn­ ar. Þýðingarmesta persóna henn­ ar og sú best heppnaðasta þegar kemur að handritsgerð, sem var í höndum Birgis Arnar Steinarsson­ ar, tónlistar manns og höfundar. Móri er alls staðar nálægur í ís­ lensku samfélagi. Minnir okkur á fallið sem er falið í okkur. Þjóðar­ meinið sem er drykkjan, afneitunin og geðveikin sem felst í að gera sömu mistökin aftur og aftur. Hann er draugur í íslensku samfélagi sem við hristum ekki svo auðveldlega af okkur. Hann er breyskleikinn sem við erum ekki búinn að gera upp. Þorsteinn Bachmann á stór­ leik í hlutverki Móra. Hver einasta tjáning er úthugsuð. Móri er kald­ hæðinn og seigur í hreyfingum og heldur áhorfandanum í gíslingu með augnatillitinu einu saman. Þorsteinn sagði frá því í viðtali við Morgunblaðið að hann hafi ímynd­ að sér að hann hafi verið fullur af olíu. Þessi orð hans úr viðtalinu voru blaðamanni hugföst þegar Móri les upp ljóð sín á bar. Næsta Bar. Þangað sem góðærið kom ekki. Tilgerðarlaus og fallegur leikur Í kringum Móra hverfast fleiri aðal­ persónur myndarinnar. Hera Hilm­ arsdóttir sýnir einnig stórleik í hlut­ verki sínu sem leikskólakennari sem framfleytir sér og dóttur sinni með vændi. Samleikur hennar og Þorsteins er tilgerðarlaus og fallegur. Falleg þvoglumælt sena í slabbi eftir djamm í Reykjavík er eftirminnileg. Eins og Þorsteinn er Heru lagið að leika með því að vera í stað þess að gera. Nærveran er sannfærandi og henni tekst að byggja hvert lagið á fætur öðru á persónu sína án þess að ofgera nokkru. Smám saman fær áhorfandinn innsýn í sársauka og leyndarmál Eikar sem slær hann út af laginu í lok myndarinnar. Þetta er bara leikur Það er með sömu aðferðafræði sem Þorvaldur Davíð sleppir sakleysinu í hlutverki Sölva, fyrrverandi fót­ boltastjörnu sem fær frama í ís­ lenskum banka. Smám saman, eft­ ir því sem atburðarásinni hrindir fram, færast mörkin til. Frá siðprýði til siðleysis. Eins og í boltanum, þá gildir það sama í bankanum. Ef dómarinn sér það ekki, þá gerðist það ekki. Og já. Þetta er bara leikur. Þorvaldi Davíð tekst að færa skugga yfir persónu sína hægt og rólega. Smám saman sést sálin hverfa úr augnsvipnum. Í stað hennar er komin harka. Dýrsleg frekja. Ískalt augnaráð Sölva er frábær andstæða við sljótt olíublikið í augum Móra. Mikilvægar aukapersónur Þá er vert að nefna leikara í mikil­ vægum aukahlutverkum. Vel til fundið að byggja upp svo sterkar aukapersónur. Merki um metnað í handritagerð. Valur Freyr Gunnars­ son vekur upp ógeð áhorfenda sem „bankaspaði“. Mannfyrirlitningin er svo stæk að þótt stundum reki áhorfendur upp hlátur er það með blendnum tilfinningum. Það sama má segja um eiginkonu Vals Freys, það hlutverk er í höndum Elmu Lísu Gunnarsdóttur. Drykkfelld og barnshafandi. Táknmynd þeirra sem gáfu algjöran skít í framtíðina með því að „leyfa sér“ og „fá sér“. Þá birtist á tjaldinu ný og efnileg leik­ kona, Kristín Lea Sigríðardóttir, í hlutverki eiginkonu Sölva. Hún fer sér að engu óðslega í hlutverki sínu. Minnir áhorfandann á það sem er tapað og fæst alls ekki keypt aftur. Ógleymanleg stúlkubörn Stúlkubörnin þrjú sem leika í myndinni eru sömuleiðis ógleym­ anleg. Eftir á að hyggja þá er leik­ stjórn Baldurs Z þar í hæstu hæð­ um. Senur ungu stúlknanna þriggja eru ólíkar en allar vandmeðfarn­ ar. Ofbeldi, misnotkun, vanræksla. Það eru þessi atriði sem rata í undirmeðvitundina og sitja þar sem fastast. Börnin sem gleymd­ ust, liðu fyrir græðgina og fylleríið. Hvar er þetta „smekklausa sexí“? Eini galli myndarinnar í mínum huga er sá að hún er fullmikið inn­ blásin af sönnum atburðum og því hluti hennar fyrirsjáanlegur. Hliðstæðan er svo nærri. Alræmt útrásarvíkingapartí á snekkju sem kallast The Viking, er senan þar sem Sölvi missir sakleysið. Sóða­ legt partí þar sem siðrofið er algjört í boði Geralds nokkurs. Þá hefði ég viljað sjá meiri lúxus og ofneyslu. Sjálf vann ég við það að aðstoða fínar frúr og herra bæjarins við að velja sér klæðnað í alfínustu og dýrustu búðum bæjarins árið 2006. Þangað komu „víkingarnir“, eiginkonurnar og jafnvel viðhöldin að dressa sig upp. (Og súludansmeyjar líka hlaðnar seðlum). Allir voru óaðfinnanlega klæddir en ófrumlegir á sama tíma. Í merkjafatnaði með merkjatöskur. Þetta hefði ég viljað sjá. Einhverja heildarmynd í útliti. Þetta „smekk­ lausa sexí“. Ég fann ekki fyrir því í útliti að þetta væri mynd sem fjall­ aði um ákveðið tímabil. Þó má sjá Sölva keyra um á ein­ kennisbíl góðærisins, svörtum Range Rover. Bifreið sem fáir þora að keyra um á eftir hrun nema þeim sé sama um að stimpla sig inn á jaðri samfélagsins. Innihaldið sigrar En kannski er þessi litla áhersla á útlit einmitt styrkleiki hennar. Erum við ekki einmitt komin með nóg af því? Það er innihaldið, stemningin og tilfinningarnar sem skipta máli og því get ég staðið við fyrri yfirlýsingu um að tilfinninga­ byltingin sé hafin í íslensku bíó. Er ekki annars kominn tími á útrás í íslenskri kvikmyndagerð? n Móri er alls staðar n Íslenska tilfinningabyltingin er hafin í bíó n Leiksigur Þorsteins Áreynslulaus leikur Hera á góðan leik í Vonarstræti. Þá er samleikur Heru og Þorsteins tilgerðarlaus og fallegur. Falleg þvoglumælt sena í slabbi eftir djamm í Reykjavík er eftirminnileg. Móri Minnir okkur á fallið sem er falið í okkur. Þjóðarmeinið sem er drykkjan, afneitunin og geðveikin sem felst í að gera sömu mistökin aftur og aftur. Hann er draugur í íslensku samfé- lagi sem við hristum ekki svo auðveldlega af okkur. Mynd Úr sTIklu fyrIr VonarsTræTI „Börnin sem gleymdust, liðu fyrir græðgina og fylleríið.Vonarstræti leikstjórn: Baldvin Z aðalhlutverk: Hera Hilmarsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Björn Hlynur Haraldsson, Theódór Júlíusson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Dómur næmni Leikstjóri myndarinnar, Baldvin Z, sýnir af sér fágæta næmni við leikstjórn. Konurnar í Cannes „Skortur á kvenleikstjórum er ekki í anda lýðræðis,“ sagði Jane Campion, formaður dómnefndar í ár, um stöðu kvenna í kvik­ myndaiðnaði. Íslenskar konur úr kvikmyndaiðnaði fjölmenntu þó til Cannes í ár. Allt konur sem hafa afrekað fjölmargt í íslenska bíóbransanum, helstar ber að nefna Rakel Garðarsdóttur, fram­ kvæmdastjóra Vesturports og kvikmyndaframleiðanda, Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó Paradísar, Ísold Uggadóttur leikstjóra, Nínu Dögg Filippus­ dóttur leikkonu, Ásu Baldurs­ dóttur frá Bíó Paradís, Hlín Jó­ hannesdóttur, framleiðanda hjá Zik Zak, og Ásu Helgu Hjörleifs­ dóttur kvikmyndaleikstjóra sem vinnur að kvikmynd byggðri á skáldsögunni, Svanurinn, eftir Guðberg Bergsson. Það er því ljóst að það er enginn skortur á íslenskum konum í kvikmynda­ iðnaði og verður forvitnilegt að fylgjast með framgangi þeirra. Þróar kvikmynd í fullri lengd Það voru ekki bara konur sem mættu til Cannes. Á meðal annarra Íslendinga var þangað kominn, Guð­ mundur Arnar Guðmunds­ son, sem var valinn til þátt­ töku á Cannes Recidence, sem er nokkurs kon­ ar vinnustofa tengd hátíð­ inni. Þar þróar Guðmundur Arnar áfram sína fyrstu kvikmynd, Hjartastein, í fullri lengd. Hjartasteinn hefur hlotið vilyrði um framleiðslustyrk upp á 90 milljónir króna hjá Kvik­ myndastöð Ísland. Guðmundur arnar Guðmundsson Mengi og Listahátíð í samstarfi Listahátíð í Reykjavík hefur hafið samstarf við menningarhúsið Mengi, sem var opnað í desem­ ber síðastliðnum. Mengi heldur uppi fjölbreyttri dagskrá öll fimmtudags­, föstudags­ og laugardagskvöld klukkan 21.00, sem ætlað er að endurspegla líflegt menningarlíf Reykjavíkur­ borgar. Á Listahátíð í ár verða sex tón­ leikar á vegum Mengis á Óðins­ götu þar sem fram koma Skúli Sverrisson, Kippi Kanínus, DJ flugvél og geimskip og síðast en ekki síst norska söngkonan Sidsel Endresen og Arto Lindsay sem margir bíða með mikilli eftir­ væntingu, en Lindsay leikur á tvennum tónleikum í röðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.