Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						bækur dæmir...

Ævar Örn Jósepsson kom inn á reyfaramark-

aðinn af miklum krafti fyrir nokkrum árum 

með bókinni Skítadjobb þar sem lögreglu-

foringinn Stefán fór fyrir litskrúðugum hópi 

lögreglufólks sem rannsakaði mannslát í 

Reykjavík. Stefán hafði sér til halds og trausts 

hina vösku Katrínu, gauðið Árna og rasista-

bulluna Guðna sem er dásamlegur senu-

þjófur í öllum bókum Ævars.

Land tækifæranna er fimmta bók Ævars 

um þennan hóp sem flestir þekkja nú í kjöl-

far mikilla vinsælda sjónvarpsþáttanna um 

Svarta engla. Ævari var að vísu lítill greiði 

gerður með þeim slöppu þáttum þar sem illa 

var unnið úr sögum hans og skemmtilegar 

persónur hans voru dregnar niður á meðal-

mennskuplan íslensk sjónvarpsleiks. Ævar 

Örn er miklu betri reyfarahöfundur en sjón-

varpsþættirnir gefa til kynna og ber höfuð 

og herðar yfir aðra íslenska krimmahöfunda 

þegar kemur að persónusköpun og stíl. Ævar 

skrifar enskuslettan, harðsoðinn kjaftastíl 

sem fellur sérstaklega vel að yrkisefni hans 

og gerir samtöl persóna sérlega eðlileg þar 

sem venjulegt fólk talar eins og persónur 

Ævars hvort sem málvöndum líkar það betur 

eða verr. Þessi groddastíll Ævars hefur slíp-

ast til eftir því sem bókunum fjölgar og frá-

sögnin vellur áfram áreynslulaust sem aldrei 

fyrr í Landi tækifæranna sem er virkilega vel 

smurð glæpamaskína sem sprengir á öllum 

átta ventlum.

Land tækifæranna gerist í október á þessu 

ári þegar undirsátar Stefáns þurfa að rann-

saka tvö morð í skugga efnahagskreppunnar 

og stigmagnandi ólgu í samfélaginu. Fórnar-

lömbin eru eins ólík og hugsast getur, ann-

ars vegar pólskur verkamaður og hins vegar 

einhver ríkasti og umdeildasti útrásarvíking-

ur landsins. Báðir eru þeir þó fulltrúar hópa 

sem hafa gert það gott, með ólíkum hætti, í 

landi tækifæranna og því alls ekki svo galið 

að slátra þeim á hrottafenginn hátt á sama 

tíma og öll sund  lokast á Íslandi og tækifær-

in hverfa eins og dögg fyrir sólu.

Íslenskur veruleiki hrundi til grunna með 

yfirtöku ríkisins á viðskiptabönkunum og 

gjaldþroti íslensks efnahagslífs sem fylgdi í 

kjölfarið. Ósköpin dundu yfir í september-

lok þegar flestar jólabækur voru ýmist farn-

ar í prentun eða jafnvel við það að detta inn 

í verslanir. Hrunið hefur gert það að verkum 

að flestar skáldsögur sem eru skrifaðar inn 

í þann íslenska veruleika sem við þekktum 

fyrir þremur mánuðum virka eins og hálfgerð 

tímaskekkja. Þær eru í raun jafnsögulegar 

skáldsögur og  Vonarstræti eftir Ármann Jak-

obsson sem gerist fyrir hundrað árum.

Þessi skyndilega kollsteypa veruleikans er 

ekki síst bagaleg í glæpasögum en höfundar 

þeirra keppast allajafna við að ávarpa sam-

tíma sinn og stinga á einhverjum samfélags-

meinum meðfram morðgátum sínum. Ævar 

Örn var í sérstaklega krítískri stöðu með bók 

sína Land tækifæranna þar sem hrottalegt 

morð á aðsópsmiklum útrásarvíkingi er í 

brennidepli. Ævar náði að kippa handritinu 

úr prentsmiðju og uppfæra söguna í sam-

ræmi við þann breytta veruleika sem við 

okkur blasir eftir hrun bankanna. Skemmst 

er frá því að segja að þeim andvökunóttum 

sem Ævar Örn eyddi í að uppfæra textann 

var vel varið þar sem hann skrifar sig meist-

aralega inn í ástandið eins og það er í dag. Á 

meðan gengið hans Stefáns eltist við morð-

ingja er yfirstjórn lögreglunnar hálflömuð 

af ótta við mótmæli og yfirvofandi byltingu 

og fundar stíft um mannfjöldastjórnum og 

þau vandamál sem helst brenna á Stefáni 

Eiríkssyni og Geir Jóni Þórissyni þessa dag-

ana. Þegar maður les suma kafla bókarinn-

ar hefur maður því eiginlega á tilfinningunni 

að þeir hafi verið skrifaðir í síðasta lagi í gær. 

Mjög smart allt saman og gerir lesturinn enn 

skemmtilegri.

Jafnréttisbaráttan gengur mun betur í ís-

lenskum glæpasögum þetta árið en í raun-

veruleikanum og eins og í Myrká Arnaldar 

Indriðasonar hafa konurnar tekið völdin í 

glæpaheimi Ævars Arnar. Arnaldur gaf Er-

lendi sínum frí í ár og eftirlét Elínborgu svið-

ið og hjá Ævari er Katrín nú í forgrunni. Stef-

án hefur verið hækkaður í tign og fylgist með 

úr nokkurri fjarlægð á meðan Katrín hefur 

taumhald á Árna og ekki síst ódóinu honum 

Guðna sem tekst eina ferðina enn að sýna á 

sér nýjar og óvæntar hliðar. Alveg hreint dá-

 samleg persóna hann Guðni.

Þegar ég skrifaði um Blóðberg, þriðju bók 

Ævars Arnar, árið 2005 leyfði ég mér að láta 

að því liggja að hann væri hugsanlega orð-

inn besti sakamálasagnahöfundur landsins. 

Blóðberg er enn að mínu mati besta bók höf-

undarins en Sá yðar sem syndlaus er (2006) 

og Land tækifæranna nú gefa henni lítið sem 

ekkert eftir þannig að ég segi bara hreint út, 

kinnroðalaust, að Ævar Örn er langbesti reyf-

arahöfundur landsins. 

 Þórarinn Þórarinsson

Land tækifæranna

Ævar Örn JósepssonÆvar Örn skrifar 

miklu betri reyf-

arahöfundur en 

sjónvarpsþættirn-

ir gefa til kynna og 

ber höfuð og herð-

ar yfir aðra íslenska 

krimmahöfunda 

þegar kemur að 

persónusköpun 

og stíl.

Útgefandi: Uppheimar

Átta gata 

morðmaskína

Spennusaga

Hljómagangur - 

Gunnar Þórðarson

Eftir Jón Hjartarson

?Bókin var 

ekki tilbúin til

 prentunar.?

Óhætt er að segja að bókablað DV þessa 

vikuna sé býsna kræsilegt. Þar ber einna 

hæst dóm um bók Ævars Arnar Jós-

epssonar en einnig er hér að finna 

umfjöllun um ævisögu Gunnars 

Þórðarsonar, skáldsögu Halls 

Hallssonar, fyrrverandi 

fréttamanns, og frum-

raun íslensks kvenhöf-

undar í krimma-

deildinni.

Váfugl

Eftir Hall Hallsson

?Lipurlega 

samsett ádeila,

 hrollvekja og 

framtíðar-

skáldsaga.?

Með seiglunni 

hefst það ?

Saga Benedikts 

Davíðssonar 

Eftir Hauk Sigurðsson 

?Ekki ævisaga 

í venjulegum 

skilningi ...?

Með stein í skónum 

Eftir Ara Kr. Sæmundsen

?Þær fylgja engri

formúlu, taka ekki

á neins konar

vandamálum ...?

Tracy Beaker í 

aðalhlutverki 

Eftir Jacqueline Wilson

?Mér fannst bókin 

léleg og mæli ekki 

með henni ...?

Hvar er systir mín? 

Eftir Eyrúnu Ýr Tryggvadóttur

?Við komuna heim

bíða hennar skelfi-

legar fréttir ...?

Ég bið að heilsa þér

Eftir Gísla Þór Ólafsson

?Hefði þurft að

vinna töluvert 

betur með þessa 

bók.?

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32