Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.05.1982, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 06.05.1982, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 6. maí 1982 9 M.s. Keflavík - Nýtt 4000 tonna skip Keflavík er nafn á tæplega 4000 tonna vöruflutningaskipi sem væntanlegt er í kaupskipa- flota landsmanna síðar i þessum mánuði. Skip þetta er 4 ára gamalt og veröur í eigu Skipafé- lagsins Vfkur hfsysturfyrir- tækis Saltsölunnar í Keflavík. Að sögn Finnboga Kjeld, aðal- eiganda Víkur hfer þetta kæli- skip, ætlaö til flutnings á salt- fiski og til saltflutninga. Skipið er með mjög góðum búnaði í lestum, þ.e. í síðum skipsins eru eingöngu tankar og því veröur auðveldara að afferma það, ekkert þarf að vinna úti í síðum. Finnbogi sagði að nýlega hefði komið hingað til Keflavíkur er- lent leiguskip með salt á hans vegum. Það skip væri með sams konar lestar, og hefði þar komið fram aö við uppskipun á saltinu þurfti enga verkamenn i lestina, aðeins mann með hjólaskóflu. Um nafngiftina á þessu skipi og öðrum skipum hans sagði Finnbogi örlitla en skemmtilega sögu, sem tengd er nöfnum skip- anna, en önnur skip í hans eigu heita Hvalvík og Eldvík. Þau nöfn eru þannig tilkomin, aðföðurfor- eldrar hans voru færeysk, frá Eldvík og Hvalvík, móðurforeldr- ar hans voru hins vegar ættuð frá Keflavík og Grindavík, en þau voru Finnbogi Guðmundsson frá Tjarnarkoti í Innri-Njarðvík, fæddur á Vatnsnesi i Keflavík, og Þorkelína Jónsdóttir frá Hópi í Grindavík. Afi hans og Amma, foreldrar og raunar hann ásamt systkinum sínum, bjuggu siðan í Innri-Njarðvik. Á þessu sést hvernig nöfnin á skipum Finnboga eru tilkomin, þ.e. skipsnöfnin Keflavik, Hval- vík og Eldvík. Samnefnan af öllu þessu er síðan nafn Skipafélags- ins Víkur hf., og ekki nóg með það, því nú stendur til aö skipin verði öll skráð í Vik. Af þessum orðum Finnboga má ráða að næstu skip hans fái nöfnin Grindavik og Njarðvík. Um nafngiftina á nýja skipinu, Keflavík, og kom þar öðru til og margir vita ar Vatnsnes áður fyrr í Njarðvíkurlandi, þó það Barnagæsla 12 ára telpa óskar eftir aö passa börn allan daginn ísumar. Uppl. í sima 1924 eftir kl. 15. Barnfóstra óskast 12-14 ára stúlka óskast til aö gæta 6 ára telpu í sumar. Uppl. í sima 1065. Húsnæfil óskast Vegna byggingar óskar fjöl- skylda eftir 2-4ra herb. íbúð frá og með 10. júní i ca. 1 ár. Fyrir- framgreiösla ef óskað er. Uppl. í síma 2687. Tll sfilu sófasett, borð, motta, stand- lampi, loftljós, borðlampi, blúndustórisar og Silver-Cross barnakerra. Uppl. í síma 2687. tilheyri nú Keflavík. Engu að síður vildi hann skíra þetta skip Keflavík, er önnur saga, því eins viðbótar, frásögn afa hans, Finn- boga Guðmundssonar, sem var á yngri árum sínum skipverji á skútunni Keflavík, sem var í eigu H.P. Duus. Skip það var mikið happaskip og sem dæmi þar um þá voru þeir á sjó þegar Ingv- arsslysiö varð við Reykjavik og skip fórust við Mýrar. Meðan óveðrið gekk yfir krössuðu þeir hér í flóanum, en skipið reyndist það vel að fyrir skipverja var eins og þeir stæðu heima i stofu. Skiþ þetta var síðan selt til Færeyja, en þar sökk það nýlega í blanka logni, orðið yfir 80 ára gamalt. Víkur-fréttir óska Finnboga til hamingju með hið nýjaskiþ, með von um að skip með nöfnunum Grindavík og Njarðvík komi fljót- lega. - epj. Nýjar endurbætur varanlegri gluggar Enn bætum við gluggaframleiðslu okkar með breytingum, sem miða að meiri endingu og vandaðri frá- gangi. Allt frá upphafi höfum við kapp- kostað að nota eingöngu valið efni sem hefur í sér mikla fúavöm auk þess sem það er baðað í fúavamar- efnum. Nýi þéttílistinn er einnig framför og stuðlar að enn betri framleiðslu. Endurbættar samsetningar karniS og pósta eru sem áður kembdar og tappaðar saman. Þær tryggja enn meiri stöðugleika sam- skeytanna. m \\ % a" u J ! í;;.í:í|:|1 Nýju gluggamir okkar standast bæði þínar kröfur og þær kröfur sem íslenskt veðurfar gerir. Við gexum verðtilboð þér að kostnaðarlausu. Sendið okkur teikningar eða komið og sannfærist um framleiðslugæðin - hjá okkur færðu meira fyrir hverja krónu. öll undirstykki eru með hallandi falsi sem tryggir örugga framrás vatns og varnar þannig fúamyndun. ——! 9>»9ga og hurðaverksmiðja NJARÐVÍKSími 92-1601 Pósthólf14 Nýr, kröftugur þéttilisti tryggir bestu fáanlegu þéttingu gegn vindi og vatni. Listinn er festur i spor i karmstykkinu. Hann má taka úrglugganum, t.d. viðmálun eða fúavörn.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.