Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1992, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 14.04.1992, Blaðsíða 1
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ A SUÐURNESJUM landsb'okasaf: SAFNAHOSINU HVERFISGÖTU 101 REYKJAV: 16. tölublað 13. árgangur Priðjudagur 14. apríl 1992 HITAVEITA SUÐURNESJA: 300 MILUÓNA GRÓDI Aðalfundur Hitaveitu Suðumesja var hald- inn nýlega og þar kont fram nt.a. að rekstrarhagnaður fyrirtækisins á síðasta ári nam 299.193.339.-. Er hér urn beinan hagn- að að ræða, þar sem gengisbreytingar og aðrar verðlagsbreytingar á árinu voru litlar og því ekki um gengishagnað að ræða. Rekstrartekjur námu 1.581.920.690.- á árinu, þar af var vatnssala upp á rúmar 984 milljónir og raforkusala upp á rúmar 579 milljónir. Rekstargjöld námu rúmum 1204 milljónum, þar af var rekstur orkuvers upp á rúmar 172 millj- ónir, aðveitu- og dreifikerfi órkuvera kostuðu rúmar 84 milljónir. raforkukaup voru upp á rúmar 237 milljónir, aðveitu- og dreifikerfi raf- veitna voru upp á um 118 milljónirog skrifstofu og stjómunarkostnaður nam rúmum 70 millj- ónunt króna. Ekki náðist í forráðamenn fyrirtækisins til að fá nánari skýringar á hagnaði þessurn, né hvers vegna orkuverð væri ekki lækkað, fyrst fyr- irtækið gengi þetta vel. Hitaveita Suðumesja er sameignarfyrirtæki sveitarfélaganna á Suðurnesjum og Ríkissjóðs en eignarhlutur þeirra hvers fyrir sig er svohljóðandi: Ríkissjóður 20%, Keflavíkurkaupstaður 38,66%, Njarðvfkurkaupstaður 12,68%, Grindavíkurkaupstaður 11,17%, Sandgerðis- bær 6,99%, Gerðahreppur 6,97%, Vatns- leysustrandarhreppur 3,57% og Hafnahreppur 0,69%. Njarövíkurbær: Kemur til móts við at- vinnulausa Bæjarstjórn Njarðvíkur hefur ákveðið að koma til móts við þá bæjarbúa sem misst hafa at- vinnu sína á undanförnum vik- um og mánuðum. Gerist það með þeim hætti að gefa þeim kost á að sækja um frestun á greiðslu fasteignagjalda af eigin íbúð, sem álögð eru á árinu 1992. Bjóða bæjaryfirvöld fast- eignaeigendum sem þannig er ástatt fyrir að greiða gjöldin frá júlí 1992 til janúar 1993, með sjö jöfnum greiðslum, en drátt- arvextir falla niður til þess tíma sem greiðslur hefjast. Nær þetta til þeirra sem hafa verið alvinnulausir í a.m.k. 12 vikur á tímabilinu nóvember 1991 til marsloka 1992. Annars staðar í blaðinu í dag birtist auglýsing frá Njarðvíkurbæ, þar sem málið er skýrt nánar. Nýtt fiskiskip keypt frá Færeyjum Færeyskir aðilar gengu í síðustu viku að kauptilboði feðganna Karls og Oskars Ingiberssonar, Keflavík, í fiskiskip sem hleypt var af stokkunum 1988. Að sögn Karls Oskarssonar, var kaup- samningurinn gerður með fyrirvara um fjármögnun og leyfi íslenskra stjórnvalda, en kaupverðið er talið mjög gott. Um er að ræða heilfrysti- skip 350- 400 tonn að stærð sérstaklega útbúið til línu- veiða. Er skrokkur skipsins byggður í Noregi, en frá- genginn í Færeyjum, eins og var með Gunnjón GK, á sín- um tíma, sem innréttaður var í Njarðvík. Líkist skipið ntjög Gunnjóni, sem nú heitir Stef- án Þór RE., nema hvað þetta skip er stærra. Verði að kaupunum hyggst úrgerðin hér heima selja Albert Ólafsson KE 39 kvótalausan og notast við eldri úreldingu sem þeir hafa keypt. Hyggst útgerðin flytja aflakvótann af Albert Ólafs- syni yfir á hið nýja skip, auk þess sem veiddar verða afla- tegundir sern eru utan kvóta, en Albert Ólafssyni hefur verið lagt í 3 mánuði ári til að kvótinn dugi út árið. Verði að kaupunum gæti hið nýja skip komið hingað að sögn Karls eftir einn til tvo mánuði. Liggur það nú við bryggju í Færeyjum þar sem útgerð þess varð gjald- þrota m.a. vegna kvóta- skorts. Bæjarstjórn Keflavíkur: Aðstoð við kvóta* kaup? Atvinnumál voru mikið til umræðu á fundi bæjarstjómar Keflavíkur í síðustu viku. M.a. var staða sjávarútvegsins mikið rædd svo og hvort bæjarsjóður gæti stutt eitthvað við bakið á útgerð og fiskvinnslu í bæj- arfélaginu. Voru bæjarfulltrúar á því að finna þyrfti út einhverja leið, svo útgerð Itéldi áfram frá Keflavík. Ein þeirra leiða gæti hugsanlega verið aðstoð við kvótakaup. Engin ákvörðun var þó tekin í málinu. AUGLÝSINGAR • RITSTJÓRN • AFGREIÐSLA w 14717,15717 • FAX ® 12777

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.